Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Sport DV ÞETTA KOSTA STIGIN Knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni hafa eytt mismiklum peningum í að ná þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér hjá sínum félögum. Það er athyglisvert að skoða hvað hver hinna 20 knattspyrnustjóra í deildinni hefur eytt og hvað það hefur skilað honum mörgum stigum. Arsene Wenger Arsenal Hefur eytt 14,7 milljarðar Stig 553 Stigið kostar 26,6 milljónir David O'Leary Aston Villa Hefur eytt S76 milljónir Stig 17 Stigið kostar 33,9 milljónir Steve Bruce Birmingham Hefur eytt 3,2 milljarðar Stig 71 Stigið kostar 45,1 milljón Graeme Souness Blackburn Hefur eytt 4,9 milljarðar Stig 123 Stigið kostar 39,8 milljónir Sam Allardyce Bolton Hefur eytt 550 milljónir Stig 105 Stigið kostar 5,2 milljónir Alan Curbishley Charlton Hefur eytt 4,5 milljarðar Stig 204 Stigið kostar 22,1 milljónir Claudio Ranieri Chelsea Hefur eytt 19,6 milljarðar Stig 222 Stigið kostar 88,3 milljónir Chris Coleman Fulham Hefur eytt 84,5 milljónir Stig 35 Stigið kostar 2,4 milljónir David Moyes Everton Hefur eytt 1,1 milljarður Stig 89 Stigið kostar 12,4 milljónir Eddie Gray Leeds Hefur eytt Ekki krónu Stig 7 Stigið kostar Ekki krónu Micky Adams Leicester Hefur eytt Ekki krónu Stig 22 Stigið kostar Ekki krónu Gerard Houllier Liverpool Hefur eytt 14,5 milljarðar Stig 356 Stigið kostar 40,7 milljónir Kevin Keegan Man. City Hefur eytt 6,2 milljarðar Stig 70 Stigiö kostar 88,2 milljónir Alex Ferguson Man. Utd Hefur eytt 24,3 milljarðar Stig 945 Stigið kostar 252!miiljónir Steve McClaren Middlesbrough Hefur eytt 4,6 milljarðar Stig 114 Stigið kostar 40,5 milljónir Bobby Robson Newcastle Hefur eytt 8,4 milljarðar Stig 266 Stigið kostar 31,5 milljónir Harry Redknapp Portsmouth Hefur eytt 627 milljónir Stig 16 Stigið kostar 39,2 milljónir Gordon Strachan Southampton Hefur eytt 2,4 milljarðar Stig 114 Stigið kostar 20,8 milljónir David Pleat Tottenham Hefur eytt Ekki krónu Stig 14 Stigið kostar Ekki krónu David Jones Wolves Hefur eytt 2,9 milljarðar Stig 11 Stigið kostar 269 milljónir —I---e—■■ ¥ Dýrt er drottins stigið Leikmanna- kaup Dave Jones hafa ekki skilað miklu. Eyðslukló en aflalítill Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur verið duglegur við að kaupa leikmenn dýrum dómum en eitthvað hefur árangurinn látið á sér standa hingað til. svipaðri línu þegar kemur að kostnaði á hvert stig. Ferguson hefur eytt 25,7 milljónum á hvert stig en Wenger 26,6 milljónum. Þessir tveir herramenn hafa átt tvö bestu lið Englands allar götur síðan Wenger kom til Englands árið 1997. Nýju mennirnir, David Pleat hjá Tottenham og Eddie Gray hjá Leeds, hafa ekki náð að eyða einni einustu krónu enda hefur leikmanna- markaðurinn verið lokaður þann tíma sem þeir hafa verið störf. Ekki er hægt að búast við þvf að Gray verði afkastamikill þegar leik- mannamarkaðurinn opnar á nýjan leikí janúar- fjárhagsstaöa félagsins leyfir það bara ekki. oskar@dv.is Sdgið kostar 88 milljónir hjá Keegan Breska blaðið The Sun hefur birti fyrir helgina lista yflr hvað knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni hafa eytt í ieikmenn þann tíma sem þeir hafa verið við stjórnvölinn hjá liðum sínum. Jafnframt var skoðað hversu mörg stig stjórarnir höfðu halað inn á sama tíma og metið hvað stigið hefði kostað. DV Sport birtir nú þennan lista uppfærðan með leikjum helginnar en þar má sjá að félögin hafa úr misjafnlega miklum peningum að spila auk þess sem uppskeran er æði misjöfn. Jones með yfirburði Dave Jones, knattspyrnustjóri nýliða Wolves, hefur mikla yfirburði þegar kemur að því hversu mikið stigin hans kosta. Jones hefur eytt 2,9 milljörðum í lið sitt, nokkuð sem hefur aðeins skilað honum 11 stigum á þessari leiktíð og botnsætinu í úrvalsdeildinni. Hvert stig sem Wolves hefur halað inn hefur kostað litlar 269 milljónir en þó liðið hafi spilað ilia að undanförnu eru þó allar líkur á þessi tala minnki þegar líða tekur á veturinn, svo framarlega sem Jones fer ekki hamforum þegar leikmannamarkaðurinn opnar aftur í janúar. Af þeim sem hafa eytt einhverjum tíma í úrvalsdeildinni bera tveir knattspyrnustjórar, Claudio Ranieri hjá Chelsea og Kevin Keegan hjá Manchester City, höfuð og herðar yfir aðra knatt- spyrnustjóra. Ranieri hefur eytt 19,6 milljörðum í leikmenn, mestöllu fyrir þetta tímabil en hafa skal í huga að liðið er í toppbaráttunni í ensku deildinni og komið f 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar. Stigið hjá Ranieri hefur kostað 88,3 milljónir, litlu meira en hjá Kevin Keegan. Hann hefur eytt 6,2 milljörðum, skilað sjötíu stigum í hús og dólað með liðið um miðja deild eða neðar þann tíma sem hann hefur stjórnað liðinu. Stigið hjá Keegan hefur kostað rétt rúmar 88 milljónir en Manchester City er um miðja deild og dýrustu leikmennirnir, Nicolas Anelka og Robbie Fowler, hafa verið að spila langt undir getu. Ekki er hægt að segja annað en að Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, láti verkin tala á vellinum. Hann hefur ekki verið aðsópsmikill á leikmannamarkaðnum og stigið hjá honum hefur aðeins kostað 5,2 milljónir, 16 sinnum minna en hjá kollega hans Keegan. Allardyce nær þó ekki Micky Adams, knattspyrnustjóra Leicester, sem hefur ekki eytt einni einustu krónu síðan hann kom liði sínu upp í úrvalsdeildina. sparsamur maður Adams enda vanur að stjórna liðum þar sem skóinn kreppir að. Ferguson með langflest stig Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur eytt langmestum pening af öllum stjórunum enda hjá ríkasta félaginu. Það er þó ekki hægt að saka Ferguson um að hafa kastað peningunum á glæ því að liðið hefur fengið 945 stig undir hans stjórn, næstum helmingi meira en næsti maður, góðvinur Fergusons, Arsene Wenger, hefur fengið með liði sínu Arsenal. Ferguson og Wenger eru á Skagamaðurinn ungi og efnilegi Grétar Rafn Steinsson er að komast í gang Undraverður bati á 14 vikum Knattspyrnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson er farinn að æfa knattspyrnu á nýjan leik, aðeins fjórtán vikum eftir að hann var skorinn upp vegna slitins krossbands í hné. Grétar Rafn, sem er staddur í Hollandi, fór á sína fyrstu alvöruknattspyrnuæfingu í gærkvöld og er óhætt að segja að batinn sé undraverður miðað við það að íþróttamenn eru yfirleitt sex mánuði að jafna sig eftir slík meiðsli. Grétar Rafn, sem gekk frá því við Skagamenn í síðustu viku að hann myndi spila með þeim næsta sumar, sagði í samtali við DV Sport í gær að hann hefði lagt gífurlega hart að sér í sumar við að halda löppinni við og það ætti sjálfsagt einhvern þátt í því að hann er svona fljótur að jafna sig. Ætla að ná langt „Ég hef alla tíð verið staðráðinn í því að ná langt sem knatt- spyrnumaður og þegar ég meiddist í sumar þá hugsaði ég með mér að ég ætlaði ekki að láta alla vinnu undanfarinna ára fara í súginn. Þess vegna æfði ég eins og brjálaður og það skilar sér núna,“ sagði Grétar Rafn. Hann sagðist ætla aftur út til Hollands í janúar og dvelja þar í nokkurn tíma til að verða tilbúinn í slaginn þegar Islandmótið hefst í maí. „Ég verð hjá einkaþjálfara þarna úti og ætla síðan að æfa með nokkrum liðum. Stefnan er sett á að komast í atvinnumennskuna en hvort það gerist eftir áramót veit ég ekki. Ég mun þá koma heima og spila með ÍA og hlakka mikið til þess. Það er mikill hugur í okkur fyrir næsta tímabil," sagði Grétar Rafn. oskar@dv.is Fljótur að ná sér GrétarRafn Steinsson er að verða klár i slaginn á nýjan leik eftir að hafa slitið krossbönd. Nú eru aðeins fjórtán vikursíðan hann varskorinn upp en hann mætti á sína fyrstu fótlboltaæfingu i gær i Hollandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.