Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV / Oskadraumur Os Óvæntyfirlýsing Davíðs OddssonaríKastljósi um að/fengin möguleg stjórnarmyndun"sé til hefur beint athyglinni að vangaveltum um að í uppsiglingu kynni að vera ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar Þegar Davíð Oddsson mætti í Kastljós Sjón- varpsins í fyrrakvöld til að ræða lífeyrisfrumvarp- ið var hann líka spurður um áform sín eftir 15. september næstkomandi þegar ákveðið er að hann láti af embætti forsætisráðherra og Sjálf- stæðisflokkurinn afhendi Halldóri Ásgrímssyni, formanni Fram- sóknarflokks- ins, forsæt- ið í ríkis- stjórninni. Hann kvað ekkert ákveðið um framtíð sína en bætti síðan við - án þess að vera spurður: „Mér þykir afar vænt um að það tókst áframhald- andi samstarf milli núverandi stjórnarflokka út þetta kjörtímabil. Ég tel að atburðirnir sem urðu í þinginu í kringum þetta mál... hafi sýnt að það væri engin möguleg stjórnarmyndun önnur til. Við horfðum á þetta upphlaup sem varð í þing- inu þar sem menn tóku fyrirmælum utan úr bæ með ótrúlegum hætti. Það segir mér að það sé ekki í augnablikinu aðrir kostir til stjórnunar í landinu en þessir tveir flokkar. Ég er þess vegna þakklátur fyrir það að þeir skuli vera í stjórn." Hér kom fram gremja Davíðs yfir því að í hans augum stóðu stjórnarandstöðuflokkarnir ekki við samkomulag sem gert hefði verið við formenn þeirra um stuðning við lffeyrisfrumvarpið. Þótt hann hafni því eindregið að frumvarpið hafi verið samið beinlínis með hagsmuni hans sjálfs í huga þarf reyndar meira en þá eindregnu neit- un til að kveða í kútinn það álit flestra - og sömu- leiðis er ljóst að hann lítur á það sem persónu- lega móðgun að stjórnarandstaðan skyldi í ein- hverju taka undir þá reiðiöldu sem reis í sam- félaginu vegna þessa frumvarps. Af frum- varpinu er annars flókin saga sem ekki verð- ur farið út í hér en þessi yfirlýsing Davíðs vakti hins vegar undrun margra sem ekki höfðu talið að ríkisstjórnarmynstur væru beinlínis á dagskrá þessa dag- ana. Það er líka stutt frá kosningum og stjórnarflokkarnir búnir að marka stefnuna í samstarfi sínu næstu árin með því samkomulagi að næsta haust tæki Framsóknarflokkur- inn, undir forystu Halldórs, við for- sætisráðherraembættinu en stjórnin yrði að öðru leyti lítið breytt. vildi hvorki játa því né neita en sagði aðeins: „Við erum alla vega ekki orðnir leiðir á völdunum." Sú afstaða réð ferðinni þegar Davíð gerði það samkomulag við Halidór Ásgrímsson að sá síðar- nefndi tæki við forsætisráðherraembættinu haustið 2004. Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað illa í kosningunum og til þess að halda sér á valda- stólum varð hann að láta Framsókn eftir forsætis- ráðuneytið. „Ekki leiðir á völdunum" Yfirlýsing Davíðs er hins vegar til marks um að ýmislegt hefur verið spjallað bak við tjöldin að undanförnu og æ oftar hefur verið rætt um þann mögu- leika að stjórnin kynni að springa fyrir- varalítið en ný stjórn væri þá þegar í burðarliðnum: stjóm Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir forystu Davíðs Oddssonar. Yfirlýsing Davíðs var um- fram allt staðhæfing um að þar sem Samfylkingin hefði - að segja má - hlaúpist undan merkjum f lífeyiismál- inu væri sú stjórn nú úr sögunni „í augnablikinu''. Eftir kosningarnar síðastliðið vor, þegar ljóst var orðið að Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur myndu halda áfram samstarfi sínu, var einn af helstu áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins spurður að því hvort þeir sjálfstæðismenn væm ekki orðnir leiðir á framsóknarmönnum. Hann glotti við, Framsókn með pálmann í höndunum Enda stóð Framsóknarflokkurinn þá með pálmann f höndunum. Eftir vel heppnaða aug- lýsingalierferð hafði flokknum tekist að koma í veg fyrir það fylgishrun sem virtist yfirvofandi framan af kosningabaráttunni og gat valið um hvort hann færi í stjórn með Samfylkingunni eða héldi áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin hafði stefnt að stjórn með veikum Framsóknarflokki en þótt flokkurinn ynni vem- lega á í kosningunum leiddi sterk staða Fram- sóknar nú til þess að Samfylkingin neyddist til að bjóða Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra- embættið íhugsanlegri ríkisstjórn þeirra. Halldór kaus hins vegar að halda áfram sam- starfinu við Sjálfstæðisflokkinn, enda lítt ævin- týragjam maður, og gat krafist forsætisráðherra- stólsins í staðinn. Það urðu sjálfstæðismenn að láta sér lynda til að halda sér í ríkisstjórn, enda þótt ekki færi milli mála að þeir væm gramir framsóknarmönnum fyrir auglýsingaherferðina sem byggðist - hvað svo sem framsóknarmenn segja - helst á því að Framsókn lagðist í hálfgerða stjórnarandstöðu með áherslu sinni á velferðar- mál sem orðið hefðu út undan hjá ríkisstjórnum Davíðs. Framsókn var lfka nógu snögg að spila út trompum sínum til að ekki gæfist raunvemlegur möguleiki á að kanna að ráði aðra möguleika í stöðunni - þá einkum samstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar. Sú stjórn var vel hugsanleg en vegna baráttu flokkanna um for- ystusætið í íslenskum stjórnmálum hefði ugg- laust tekið svolítinn tíma að koma henni á lagg- irnar. Halldór gaf ekki kost á þeim tfma og Davíð gekk formálalítið til samninga við hann um áframhaldandi ríkisstjórn, sumum af sínum eigin mönnum til angurs, því sjálfstæðismönnum féll ekki öllum vel sú tilhugsun að sitja í stjórn undir forystu Framsóknarflokksins - sem hvað sem líð- ur glæstri sögu lilýtur núorðið að teljast til smá- flokka. ismanna farið vaxandi. Augljóst er nú orðið að margir sjálfstæðismenn, og þar á meðal öflugir áhrifamenn í flokknum, vildu ýmislegt til vinna að fá afsökun fyrir því að brjóta samkomulagið við Framsókn um forsætisráðherrastólinn handa Halldóri. Engum, sem fylgst hefur með stjórnmálum síðustu mánuði, dylst að veruleg- ur pirringur er hlaupinn í stjórnarsamstarfið, einkum af hálfu sjálfstæðismanna. Þeim þykir illt til þess að vita að vera fastir við Framsóknar- flokkinn næstu þ'rjú árin og rúmlega það og gefa honum í raun tækifæri til að ganga í endurnýj- un lífdaga með ríkisstjórnarforystu. Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa lent í ýmsum skakka- föllum að undanförnu og fer ekki milli mála að þeim þykir Sjálfstæðisflokkurinn hafa veitt sér heldur lítinn stuðning í áföllunum. Þessi óánægja margra sjálfstæðismanna með hin yfirvofandi forsætisráðherraskipti hef- ur þó ekki brotist upp á yfirborðið enda hafa sjálfstæðismenn verið í nokkuð erfiðri stöðu líka, einkum vegna þess að enginn veit hvað Davíð Oddsson ætlar að taka sér fyrir hendur þegar hann á að láta af forsætisráðherraemb- ætti. Samkomulagið um forsæti Halldórs var fyrst og fremst persónulegur gjörningur þeirra Davfðs og sumir sjálfstæðismenn kunnu Davíð litíar þakkir fyrir, ekki síst ef hann ætlaði sjálfur að láta af ráðherraembætti og jafnvel öllum af- skiptum af stjórnmálum í september 2004 en skilja þá eftir eins og höfuðlausan her í rflds- stjórn Halldórs Ásgrímssonar. En Davíð lét aldrei annað uppi en að hann ætlaði að halda áfram í stjórninni og tæki annaðhvort embætti fjármálaráðherra eða utanríkisráðherra. Angur sjálfstæðismanna vex Eftir því sem lengra hefur liðið frá kosning- um og sá tími færist nær þegar Dav- íð Oddsson á að afhenda Halldóri fyklana að Stjórnarráðinu, hefur angur sjálfstæð- „Ábyrg" stjórnarandstaða Eftir að óánægja margra sjálfstæðismanna varð meira áberandi tóku ýmsir að hugsa sér til hreyfings. Þar var ekki síst um að ræða forystu- menn Samfylkingarinnar og þá allra helst for- manninn sjálfan, Össur Skarphéðinsson, sem hefur séð sér leik á borði að kynda undir missætti stjórnarflokkanna og þó einkum að gefa sjálf- stæðismönnum undir fótinn með nýja rfldsstjórn þeirra og Samfylkingar, nánast hvenær sem sjálf- stæðismönnum þóknaðist. Vakið hefur athygli hversu lítt Samfylkingin hefur beitt sér gegn Sjálf- stæðisflokknum í þingstörfum í vetur en lagt áherslu á „ábyrga" stjórnarandstöðu og ævinlega farið hlýlegri orðum um Sjálfstæðisflokkinn en Framsóknarflokkinn. Er kenning Össurar sú að fyrr en vari muni Sjálfstæðisflokknum blöskra svo tilhugsunin um að starfa undir forystu Hall- dórs Ásgrímssonar að sjálfstæðismenn muni sprengja stjórnina nánast við fyrsta tækifæri og þá skuli Samfylkingin tílbúin að ganga inn í nýja rúdsstjórn með Sjálf- stæðisflokknum - undir forystu Davíðs. Framsókn- Óskastaða össurar væri því sú að einmitt á þeim tíma myndi stjórnin springa og hin nýja stjórn Sjálfstæðisflokksins og Sam- fylkingarinnar yrði mynduð með hraði áður en Ingibjörg Sólrún hefði ráðrúm til að láta verulega að sér kveða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.