Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki sist MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 3 i Sögur af Skarðsströnd „Mér fannst afskaplega skemmtilegt að sitja þennan dag- part og árita bókina. Það var greinilegt að bókin hefur spurst vel út og margir hafa áhuga á sögu- manninum. Sögurnar sem hann segir eru margar hverjar magnaðar og lýsa vel einstæðu landsvæði og sérstæðu mannh'fi," segir Finnbogi Hermannsson, útvarpsmaður og rithöfundur. Finnbogi er skrásetjari Ein- ræðna Steinólfs, þar sem Steinólf- ur bóndi Lárusson í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í Dalasýslu segir frá. „Sögurnar sem hann segir eru margar hverjar magnaðar og lýsa vel einstæðu landsvæði og sér- stæðu mannlífi." Bæði af sjálfum sér og sinni ævi, en einnig héraði „... þar sem hvað lengst lifði hið forna lénsveldi á ís- landi. Úti í Hrappsey á upplýsinga- byltingin hér einnig rætur sínar, en þar var fyrsta prentsmiðjan hér. Þetta svæði er því afar merkilegt enda þó svo fátt hafl um það verið skrifað. Það var einstakt að fá þess- ar sögur frá Steinólfi, sem fróðleik- inn nam við móðurkné, “ segir Finn- bogi, sem kveðst hafa unnið að þessari bók um margra ára skeið. „Steinólfur er og hefur alltaf verið gagnrýninn á samfélag sitt, enda þó svo mörgum sveitunga hans á Skarðsströnd eða í Dölum hafi það alls ekki líkað. En menn sem sjá samfélag sitt ekki sömu augum og allir hinir eru hins vegar nauðsynlegir - og oftar en ekki góðir sögumenn,“ segir Finnbogi, sem sat síðasta laugardag í bóka- búð Máls og menningar í Reykjavík og áritaði bókina góðu. Nú er hann hins vegar kominn á heimaslóðir vestur á ísafirði og mun árita í Bók- hlöðunni við Silfurtorg eftirmið- daginn næstkomandi laugardag. sigbogi@dv.is Finnbogi áritar Sögumaðurinn góðurog gagnrýninn. • Fjölmargir góðkunnir fjöl- miðlungar birtast þjóðinni í kát- legu ljósi í bók- inni Afsakið hlé, sem nýlega kom út og er gefin út af forlaginu Hól- um á Akureyri. Sögumar eru meðal annars af því þegar Bjöm Þorláksson, nú fréttamaður RÚV norðan heiða, stimplaði sig inn í hörðu fféttirnar á Tím- anum, eftir að hafa þýtt saka- málasögu blaðsins þar sem kaldrifjaður kynvillingur lék lausum hala. Þá segir JónArsæll Þórðarson frá því hvernig falsa eigi peningaseðla og verða loð- inn um lófana og Þór Jónsson á Stöð 2 greinir frá ævintýralegri atburðarás þegar nærri lét að rjúfa þyrfti útsendingu Bylgj- unnar og boða til þingkosn- inga... • Grænnkostur Hagkaupa eftir Sollu á Grænum kosti hefur selst vel síðán hún kom út um miðj- an október. Alls eru um tíu þús- und eintök farin nú þegar og eru forsvarsmenn Hagkaupa ósáftir við að bókin sé ekki á metsöluiistum sem birtir em í fjölmiðlum. Ástæða þess mun vera sú að bókin er bara seld í Hagkaupum. Það gerir hins veg- ar ekki lítið úr árangri Sollu og félaga og er gaman að geta þess að sala á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um allt að 15-20% í verslunum Hagkaupa síðan bókin kom út... • Söngvarinn Geir Ólafeson er alltaf að. Á laugardagskvöldið mætir hann með hljómsveit sfna, Furstana, á Hús Silla og Valda í Aðalstræti og leikur á jólatónleikum. Geir segir þá fé- laga ætla að taka jólalögin „í svíng“ en það mun vera árlegurviðburður hjá Geir og Furst- unum. Geir lofar óvæntum uppákomum og gestasöngvurum og yfirskriftin er ekki af verri endanum; edrú jól— • Skyttumar hita upp fyrir Quarashi á NASA á laugardags- kvöld. En margir hiphop-aðdá- endur eru sammála um að Skytturnar séu ein besta hiphopsveit landsins. Quarashi hefur lfka verið í ágætis formi undanfarið og mikill kraftur í drengjunum. Það ættu flestir að geta notið veislunnar í NASA því herlegheitin byrja á tórileikum fyrir 13 ára og eldri og svo er 20 ára aldurstakmark á miðnætti. Forsala miða er á NASA og ein- ungis 500 miðar í boði á hvora tónleika en þetta eru einu tón- leikarnir sem Quarashi halda á næstunni því plötuupptökur eru ffam undan... t- í * lai/gahda i t Kolaportið Bergstaðir Vesturgata 7 Ráðhús Reykjavíkur Traðarkot á^^|rf|lr JJ|jg|ij ■ xo.ooo bílastæði eru í boði á miðborgarsvæðinu, þar af 1.000 í bílahúsum Tveir gódir pakkar frá Bílastæðasjóði Betri þjónusta - hámarkstíminn afnuminn Nú er hægt að kaupa ótakmarkaðan tima í stöðumæla í miðborginni. Þar sem áður mátti aðeins leggja í eina eða tvær klukkustundir. Enn betri þjónusta Einnig er hægt að kaupa miða í miðamæli og nota hann áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Þetta gildir einnig ef lagt er í annað miðastæði innan sama eða ódýrara gjaldsvæðis. ^Miðinn gHdir fýrir báða'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.