Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 Fréttir DV Dæmd fyrir þjófnað og fíknefnabrot Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær karl og konu á þrítugsaldri í tíu og ellefu mánaða fangelsi fyrir þjófnað og karlinn fyrir fíkniefna- og vopnalaga- brot. Konan var sek um að hafa farið í félagi við fimmtuga konu inn í íbúð í Breiðholti þar sem hún stal farsíma, veggmynd, skart- gripum og veski. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir tilraun til þjófnaðar en lögreglumenn höfðu hendur í hári hans þegar hann braust inn í bíl í bílaporti Héraðsdóms Reykjavíkur. Fangelsisdómi konunn- ar er frestað að öllu leyti í þrjú ár og sjö mánuðum af 10 mánaða dómi manns- ins. Þremenningarnir hafa allir komist í kast við lögin áður. Svíarvilja Saddam Sænska ríkisstjórnin er fús til að hýsa Saddam Hussein, fyrrum forseta fraks. Göran Persson for- sætisráðherra greindi frá því í gær að Saddam gæti afplánað dóm sinn í sænsku fangelsi. „Ef Saddam verður dæmdur af alþjóðlegum dómstól höfum við sömu skyldur og aðrar þjóðir," sagði Persson. Svíar hýsa nú þegar dæmdan stríðsglæpamann, Biljana Plavsic, sem gegndi embætti forseta Serbíu. Plavsic var dæmd í 11 ára fangelsi. Atlantsolía ekki út á land „Fyrst og fremst er ætl- unin að koma sér fyrir í þéttbýlinu fyrir sunnan og meta svo stöðuna varðandi landsbyggðina," segir Hugi Harðarson, talsmaður Atl- antsolíu. Mikil umræða fer fram víða á landsbyggðinni um hvort bjóða eigi fyrir- tækinu aðstöðu gegn því að sett verði upp stöð á lands- byggðinni. „Bílar okkar hafa flutt olíu alla leið austur til Hornafjarðar og vestur á Snæfellsnes en hvað varðar uppsetningu á stöð er eng- inn grundvöllur fyrir slíkt úti á landi fyrr en rekstrar- grundvöllur okkar er tryggður hér." Meintur kynferðisbrotamaður í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Lögregla telur brýna nauðsyn til að halda honum í einangrun. Hald var lagt á mörg hundruð myndbandsspólur og tölvubúnað. Leitað að klámi á myndbsndsspálum frá Patreksfirði Patreksfjöröur Gæsluvarðhald yfír meintum kynferðisbrotamanni m rennur út á föstudag. „Það ber brýna nauðsyn til að halda þessum manni áfram í ein- angrun," segir Jón H. Snorrason, saksóknari hjá Rfkislögreglustjóra, um mál Sigurbjöms Sævars Grétars- sonar sem handtekinn var fyrir skömmu á Patreksfirði, grunaður um kynferðisglæpi gegn ungum drengjum. Nokkrir piltar kærðu Sig- urbjörn og í kjölfarið var hann hand- tekinn af lögreglusveit sem send var ffá Reykjavík vestur á firði. Hæstiréttur mun í dag taka af- stöðu til þess hvort Sigurbjörn Sæv- ar verður áfram í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, líkt og Héraðs- dómur Reykjavíkur heimilaði í fyrradag. Þá rann út fyrri gæslu- varðhaldsúrskurður yfir Sigurbirni sem Héraðsdómur hafði dæmt hann í en Hæstiréttur síðan stytt um nokkra daga. Ríkislögreglustjóri leggur nú augljóslega allt kapp á að ljúka rannsókn málsins áður en Sig- urbirni verður sleppt. Hald lagt á tölvur og spólur Óvanalegt er að embætti Ríkis- lögreglustjóra fari með rannsókn máls af þessu tagi. Undir venjuleg- um kringumstæðum kemur það í hlut lögreglustjóraembættis á þeim stað þar sem málið kemur upp. Þar eð Sigurbjörn Sævar hafði starfað sem svokallaður héraðslögreglu- maður á Patreksfírði voru fyrrum starfsfélagar hans í lögregluliðinu hins vegar taldir vanhæfir til að sinna rannsókninni og kom því til kasta Ríkislögreglustjóra. Eins og sagt hefur frá í fréttum DV hefur heimildir fyrirþví að í gær hafi enn ekkert klámefni fundist. hefur rannsóknin verið umfangs- mikil og meðal annars var sveit níu lögreglumanna frá nokkrum stöð- um á landinu nýlega send á Pat- reksfjörð í leit að sönnunargögnum í hverju því húsnæði á Patreksfirði sem Sigurbjörn hafði aðgang að. Þar á meðal var öllu snúið við á heimili hans. Hald var lagt á tölvur og mikið magn af myndbandsspól- um. í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem kveðinn var upp yfir Sigurbirni, var byggt á lagagreinum bæði um sam- ræði og önnur kynferðismök með börnum, sem og á ákvæðum um barnaklám. Fyrir liggur framburður piltanna sem borið hafa Sigurbjörn þungum sökum. Þeir hafa verið í yfirheyrsl- um í Barnahúsi. Eftir hina miklu rassíu á Patreksfirði var jafnvei talið að ekki yrði farið fram á að gæslu- varðhaidsúrskurðurinn yfir Sigur- birni yrði framlengdur, en sam- kvæmt lögum um slíka frelsissvipt- ingu skal halda mönnum í gæslu- varðhaldi ef ætla má að sakborning- ur muni „torvelda rannsókn máls- ins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka", eins og það er orðað í lögunum um með- ferð opinberra mála. Ekkert fundist enn á spólum Þeir sem þekkja til rannsóknar sakamála töldu kröfu um framleng- ingu gæsluvarðhalds merki um ann- að tveggja; að málið væri talið mjög alvarlegt eða þvert á móti, að lögregl- unni gengi illa að finna sönnunar- gögn gegn Sigurbimi og teldi sig þurfa til þess meiri tíma. DV hefur heimildir fyrir því að í gær haft enn ekkert klámefni fundist á þeim mörg hundruð myndbands- spólum sem hald var lagt á á heimili Sigurbjörns. Ekkert hafði því fundist sem benti til sektar Sigurbjöms, hvað snerti ásakanir um vörslu hans á barnaklámi, en miklu verki var þá ólokið við að fara yfir spóiur og rann- saka tölvubúnað. Þrátt fyrir að barnaklám hafi enn ekki fundist tóku heimildir DV innan lögreglunnar í sama streng og Jón H. Snorrason, að gæsluvarðhald væri nauðsynlegt. Ekki væri sjálfgefið að afbrotamenn geymdu sönnunargögn á myndbandsspólum heima hjá sér. Saddam á Litla-Hraun Svíar hafa nú sett fram þá fárán- legu kröfu að þeir fái að vista mið- aldra kolskeggjaða mann á sextugs- aldri sem grunaður er um meinta stríðsglæpi og að hafa myrt hund- ruð þúsunda borgara á meðan hann var við völd. Maðurinn sem um ræðir var þekktur einræðisherra og fannst í holu. í erlendum fjölmiðl- um voru víst birtar af honum mynd- ir en slíkt þykir stundum ósæmilegt hér á landi. Hvað um það! Svarthöfði lýsir frati á slíka útúrsnúninga og nefnir manninn bara nafninu sem honum var gefið: Saddam Hussein. Já, og sænsk yfirvöld hafa nú boðist til að vista kauða. I sömu viku og Norð- menn stela af okkur hræi Keikós og urða það í ónefndum firði. Svart- höfði þolir hreinlega ekki meir. Halldór Ásgrímsson og Norðurlönd eins og þau leggja sig verða að ganga í málið. Annað hvort grafa Norðmenn Keikó upp eða við fáum Saddam á Litla-Hraun. Og þetta er ekkert ósanngjörn krafa. Við erum vestrænt menning- arríki og höfðum þó manndóm f okkur til að taka þátt í morðum á körlum, konum og börnum í frak og eigum því skilið eitthvað fyrir okkar snúð. Áuðvitað dýrt að halda uppi Saddam á Hrauninu en landkynn- ingargildið yrði ómetanlegt. Saddam er miklu frægari en Björk og myndi trekkja eins og ég veit ekki hvað. Það yrðu hér straumar af fólki frá Japan, Kína, Bandaríkjunum og jafnvel Afríku. Allir vilja sjá mann- helvítið, sjálfan djöfulinn. Iceland- air og Iceland Express gætu verið með helgartilboð. Fljúgðu til ís- lands, pikkaðu upp lausláta gellu og tefldu svo við sjálfan Saddam Hussein á Hrauninu á sunnudegin- um. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.