Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2003, Blaðsíða 23
DfV Sport MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 23 3ldur liðið áfram að ía og vinna stærstu élagsliða. aftur og það virðist litlu máli skipta hverjir koma að málum þar á bæ. Flest .bestu félagslið Evrópu ganga í gegnum skeið þar sem lítið gengur upp og uppskeran er frekar rýr en það er þó ekkert lið sem get- ur jafnað hnignun og slappleika Barcelona á þessrii öld sem er ný- hafin, ekki einu sinni ítalska liðið Inter Milan, sem hefur í það minnsta komist nálægt ítalska meistaratitlinum. Síðan Barcelona varð meistari árið 1999 hefur liðið hafnað í öðru, tvívegis í fjórða og nú síðast sjötta sæti í spænsku deild- inni, komist einu sinni í undanúr- slit meistaradeildarinnar; afrek sem þeir vilja sennilega ekki muna eftir þar sem þeir voru slegnir út af Real Madrid. Léleg leikmannakaup Ef skömm Barcelona er skil- greind frekar og félagið borið sam- an við erkifjendurna í Real Madrid, þá eru það leikmannakaup liðsins sem fá versta einkunn. Real Madrid hefur haft þá stefnu undanfarin ár að eyða miklum peningum ( einn stjörnuleikmann á hverju sumri en Barcelona hefur eytt f ieikmenn án þess að nokkur hugsun hafi verið að baki. Það1 er ekki mikil sam- keppni þegah meta á hvort liðið hefur eytt peningum í leikmenn af meiri skynsemi. Ekkert lið hefur eytt meira í leikmannakaup en Barcelona síðan sumarið 2000; ekki Real Madrid, ekki Cheisea, og af- rakstur þessarar eyðslu er enginn - í það minnstalekki fram til dagsins í dag. Þegar desembermánuður geng- ur í garð fara þeir, sem ekki hafa staðið undir væntingum, í sjálfs- skoðun. Taugaveiklaðir stjórnar- menn vita að leikmannamarkaður- inn er að opnast á nýjan ieik en segja að þeir neyðist ekki til að kaupa leikmenn þótt ástandið sé slæmt. Þrátt fyrir það er leikmönn- um eins -og Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink hjá Chelsea ýtt í áttina að þeim sem bjargvætti fyrir framan markið þar sem hvorki landi Hasselbainks, Patrick Klui- vert, né hinnf22 ára Javier Saviola hafa náð að verða þær gullgæsir sem búist var við af þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hasselbaink er orðaður við Barcelona því að í fyrra leit út fyrir að hann myndi ganga til liðs við félagið. Þá strönduðu fé- lagsskiptin á því að þáverandi þjálfari Barcelona, Louis Van Gaal, vildi ekki fá nýja leik- menn og ekki þyk- ir ólíkjegt að núver- andi stjórn myndi bregðast eins við, sérstaklega í ljósi þess að félagið skuldar 130 milljónir punda. 200 milljónir punda Barcelona hefur eytt um 200 milljónum punda í leikmenn síðan árið 2000, rriárgfalt hærri upphæð heldur en drekkt hefur liðum eins og Fiorentina og Leeds í skuldum á sama tíma, en þessi tala hefur hækk- að verulega að undanförnu eftir að núverandi stjórn fór ofan í saumana á gjörðum forvera sinna. í síðasta mánuði birti Sport, sem er staðar- blað í Barcelona, grein um það að Barcelona hefði borgað fimm millj- ónir punda í umboðslaun þegar fé- lagið keypti unglinginn Javier Saviola frá River Plate - ofan á þær 19 milljónir punda sem hann kost- aði. Þessar upplýsingar gerðu Saviola að dýrasta leikmanni Barcelona frá upphafi, dýrari en Marc Oversmars sem bar þann bagga áður. Það hlýtur að vera léttir fyrir Overmars því að hann hefur að- eins byrjað inná í helmingi leikja liðsins síðan hann byrjaði og skorað íjögur mörk að meðaltali á tímabili - lítið fyrir mikið á vel við í hans til- viki. Saviola hefúr heldur ekki reynst góð fjárfesting. Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan hann kom en kemur þó ekki til greina sem verstu kaupin. Þar trónir á toppnum franski varnarmaðurinn Phillippe Christanval, sem var keyptur frá Mónakó fyrir 10 milljónir punda en fór fh'tt til Marseille tveimur árum síðar. Brasilíumaðurinn Geovanni er ekki iangt undan en hann kostaði 15 milljónir punda til þess eins að fara í lán til Benfica. Þá má einnig nefna Fabio Rochemback sem kost- aði níu milljónir punda en er nú í láni hjá Sporting Lissabon. Nýir leikmenn hafa klikkað Það væri hægt að halda lengi Saviola hefur heldur ekki reynst góð fjár- festing. Hann hefur ekki átt fast sæti í lið- inu síðan hann kom en kemur þó ekki til greina sem verið verstu kaupin. Þar trónir á toppnum franski varnarmaður- inn Phillippe Christan- val, sem var keyptur frá Mónakó fyrir 10 milljónirpunda en fór frítt til Marseille tveimur árum síðar. áfram en það verður þó að segjast Joan Laporta, nýjum forseta liðsins, til vorkunnar að leikmannakaúpin á hans valdatíma hafa ekki verið jafn vafasöm og forvera hans. Laporta talar kannski meira en hann framkvæmir og missti af Dav- id Beckham yfir til erkifjendanna en hann náði þó að krækja í Ron- aldinho, leikmann sem með snilli sinni hefur varpað skugga á aðra nýja leikmenn liðsins. I leiknum gegn Real Madrid voru aðeins tveir af sex nýjum leik- mönnum liðsins í byrjunarlið- inu; staðreynd sem gefur til kynna álitið sem Frank Rijkaard, þjálfari liðsins, hefur á nýju leik- mönnun- um. Giovanni Van Bronckhorst, sem komst ekki í liðið hjá Arsenal en var lánaður til Barcelona út tímabilið, hefur staðið sig einna best af nýju leikmönnun- um. Tyrkneski ntarkvörðurinn Rustu Recber, sem var valinn annar besti markvörður heimsmeistara- keppninnar á síðasta ári, og Rafael Marquez, fyrirliði Mexíkóa, hafa ekki náð að heilla Rijkaard það sem af er tímabilinu. Á sama tíma hafa leikmenn eins og Patrick Kluivert og Luis Enrique, sem hafa verið lykilmenn í liðinu undanfarin ár, verið fjarri sínu besta. Kluivert, sem hefur verið sex ár hjá félaginu, hefur ekki beinlínis dulið áhuga sinn á því að spila í ensku úrvalsdeildinni á meðan hann er enn á toppi ferilsins og kostar tvær milljónir punda, en hann tók launalækkun hjá félaginu gegn því að hann gæti farið ef tilboð upp á tvær milljónir punda kæmi í hann. Verðmætasti leikmaður liðs- ins er hins vegar varnarmaðurinn Carlos Puyol. Manchester United , sem hefur mikinn áhuga á að fá Sá verðmætasti Spænski landsliðs- maðurinn Carlos Puyol hefur vakið mikla athygli og óhætt er að segja að hann sé verðmætasti leikmaður Barcelona í dag. Verðugt verkefni Hollendingurinn Frank Rijkaard tók við Barcelona fyrir þetta timabil og hefur ekki tekist aðná neinu útúr liðinu frekar en forverum hans á undanförnum ár. Hans biður það verðuga verkefni að koma Barcelona á toppinn á nýjan leik. hann, gerði tilboð í hann í fyrra og þrátt fyrir að Barcelona hafi hafnað því stefnir í að Puyol færi sig um set. Hann er byrjaður í enskutímum og hefur sjálfur lýst yfir áhuga sín- um á að spila í Englandi. Lítið aðdráttarafl Barcelona hefur þó ekki áhuga á því að selja sína bestu leikmenn. Miklar skuldir em nokkuð sem menn þar á bæ hafa ekki miklar áhyggjur af. Stærstu bankarnir í Katalóníu styðja við bakið á sínu félagi og eru alltaf til- búnir að breyta skuldum og sjá til þess að nægir peningar séu til leik- mannakaupa ár hvert. Laporta er hrifinn af Thierry Henry og er ekki einn um það. Vandinn hjá Laporta er hins vegar sá að liðið hans er ekki nógu gott til að draga að leikmenn í sama gæðaflokki og Henry. Frank Rijkaard er í það minnsta viss í sinni sök þegar hann segir að það þurfi að gera eitthvað fyrir Barcelona. Hann sagði í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport í síðustu viku að lið hans vantaði gæðaleikmenn. Hann sagði einnig að leikmenn sínir væru ekki með hugarfar sigurvegarans. „Þeir hafa verið svo lengi í félaginu án þess að vinna nokkurn skapaðan hlut. Þeg- ar þeir mæta erfiðleikum takast þeir ekki á við þá,“ sagði Rijkaard. Rijkaard kallaður heigull Rijkaard sjálfur hefur mátt þola sinn skammt af gagnrýni á þessu tímabili. Hann var kallaður heigull í staðarblöðunum í Barcelona eftir tapið gegn Real Madrid fyrir að spila aðeins með einn framherja, nokkuð sem þótti ekki sæmandi fyrir lið eins og Barcelona á heima- velli, en þegar nánar er skoðað hef- ur hann tekið margar ákvarðanir sem hafa einkennst af hugrekki. Hann var ekki hræddur við að taka Patrick Kluivert, fyrrum félaga sinn hjá Ajax, út úr liðinu, og ekki heldur við að taka leiðtoga liðsins, Luis En- rique, út þegar honum fannst vera þörf á því. Rijkaard, sem á að baki frábæran feril sem leikmaður hjá Ajax, AC Mil- an og hollenska landsliðinu, kom til Barcelona í sumar eftir misjafnan árangur sem þjálfari. Hann kom hol- lenska landsliðinu í undanúrslit Evr- ópukeppninnar 2000 en náði engu út úr liði Spörtu frá Rotterdam í hol- lensku deildinni. Hann sagði íviðtali að hann gerði sér grein fyrir því að það væri erfitt starf að vera þjálfari Barcelona en að það tæki tíma að byggja upp nýtt lið - tíma sem hann fær ekki ótakmarkaðan hjá óþolin- móðum stjórnendum Barcelona. oskar@dv.is Heimild: The Sunday Times «r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.