Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 1
t i i i i i i i i i i i i i i i i t t t t i i t t 3. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1977. — 90. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. Setjum heims- met með Hort! 1 gær var sumardagurinn fyrsti eins og landsmonnum mun kunnugt. Af því tilefni efndu skátarnir í Revkjavík til „Skáta- Tivolís"’ porti Austurbæjarskólans í ReykjawK. Þai var mikið um dýróir og auðséð var á börnunum að þau skemmtu sér vel. Ekki spillti það fyrir að veðrið var óvenju gott, miðað við þennan dag undanfarin ár. Á þessari mynd sést Tóti trúður í viðtaii við ungan svein. Umræðuefnið vitum við ekki en vel virðist fara á með þeim félögum. -DB-mynd Hörður. Vörubfll og flugvél í árekstri Stór vörubíll ók á Boeingþotu Flugleiða, Gullfaxa, í gærkvöld. Bíllinn er með stóra yfirbygg- ingu úr áli. Hann er notaður til að ferma og afferma flugvélar. Gullfaxi stóð á flugbrautinni og var verið að vinna við að ferma hann þegar óhappið átti sér stað. Hægri hlið yfirbygg- ingar vörubílsins lenti á nefi vélarinnar. Þar kom rifa, scm mun vera um einn metri á lengd. Bíllinn dældaðist nokk- uð. Talið var að radar flugvélar- innarhefði skemmzt viðákeyrsl- una en það var þó okki full- kannað. Ef svo er tekur viðgerð nokkurn tíma. Nefið á vélinni er úr trefjaplasti en viðgerð mun hvorki vera mjög erfið né kostnaðarsöm. -KP. Róttæk hugar- farsbreyting í samfélaginu? — Sjá föstudags- kjallara Vilmundar Gylfasonará bls. 10-11 „Einsoggegnd- arlaustölæði Nerós Rómar- keisara” — Sjá forystugrein ábls.10 ENNINGUR ER A MÓTISTERKU ÖLI — skoðanakönnun Dagblaðsins leiðir íljós sterka andstöðu—sjá bls. 4 Yfir sextíu af hverjum hundrað Islendingum eru andvígir bjórnum. Þetta kom í ljós í skoðanakönnun Dagblaðsins. Konurnar voru harðari í andstöðunni en karlar og fólk úti á landi harðara á móti en fólk á Reykjavíkursvæðinu. Andstæðingar sterka ölsins tóku gjarnan fram að ekki væri á bætandi ófremdarástandið og svallið á Islendingum. Bjórinn mundi aðeins bæta gráu ofan á svart. Vísir hafði fyrir skömmu komizt að sömu niðurstöðu um viðhorf fólks til bjórsins. Öllum manngangsmönnum boð- ið upp á ókeypis tafl við Hort Stórmeistarinn Vlastimil Hort reynir að hnekkja heimsmeti í fjöltefli i Valhúsaskólanum á Seltjarnarnesi. Stefnt er að þátt- töku 500 manna í þessum heims- viðburði, sem fer fram á vegum Skáksambands íslands. Fjölteflið hefst kl. 9 í fyrramálið, laugar- dag. Dagblaðið greiðir þátttökugjald fyrir alla þá sem taka þátt í fjöl- teflinu og verða þannig aðilar að heimsmetinu ef allt fer að ósk- um. Þáttaka er heimil öllum, sem kunna mannganginn. Hort byrjar að tefla við 200 manna hóp. Þegar um það bil 100 skákum er lokið verður fyllt í skörðin þar til þátttakendur eru orðnir 500. Þessi tilhögun er eins og þegar núgildandi heimsmet var sett af Svíanum Stahlberg í Buenos Ayres árið 1940. Hann tefldi við fjögur hundruð manns. Hlaut hann 379 vinninga en var í samtals 36 klukkustundir að tafli. Til þessa hefur ekki verið lagt upp í fjöltefli við fleiri en 179 Sérstaklega eru þeir beðnir að tilkynna þátttöku sína, sem hyggjast byrja taflið við Hort síðari hluta dags eða annað kvöld og fram á nóttina. Starfsfólk einvígisins er beðið um að mæta kl. 17 í dag í Valhúsaskóla, eða í fyrramálið. Nánari leiðbeiningar varðandi fjölteflið verða í blaðinu í fyrramálið. manns. Ollum þessum metum reynir stórmeistarinn Hort að hnekkja á morgun. Þátttakendur hafi með sér skákborð og menn eins og venja er til í fjölteflum. Þeir fá allir sérstakt viðurkenningarskjal staðfest af stórmeistaranum og Skáksambandinu fyrir að eiga aðild að þessu einstæða heimsmeti. Starfsmanna- og félagshópar og raunar allir þeir sem hafa h'ug á þáttöku, eru beðnir að láta skrá sig hjá Dag- blaðinu i sima 83322. I þessu fjöltefli gengur Hort um það bil 20 kílómetra. Læknir verður á staðnum til þess að fylgjast með heilsu Horts reglulega meðan á taflinu stendur. Svo gæti farið að taflið tæki á annan sólarhring. Er því nauðsynlegt að skipuleggja byrjunartíma þátttakenda eftir því sem unnt er. Aðgangseyrir fyrir fullorðna verður kr. 500,00, en fyrir börn kr. 250,00 meðan húsrúm leyfir. Sem fyrr segir greiðir Dagblaðið þátttökugjald fyrir alla. -BS i i i I I I 1 ( 1 1 4 I t * 1 I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.