Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1977 19 Iþróttir eru líka til fyrir blinda Fyrir blinda eru íþrótti'r meira en likamleg tómstunda- iðja. I íþróttum öðlast þeir meira sjálfsöryggi og um leið sjálfstraust. Erlendis er það al- gengt að skipulagðar séu iþróttir fyrir blinda og eru þær helzta leið þeirra út úr þeirri miklu einangrun sem þeir eru oftast í. Hlaup, lang- og hástökk og almenn leikfimi eru þær íþróttir sem blindir stunda helzt. Maðurinn sem myndin er af stundar hástökk og virðist honum vera nokkuð vel ágengt. DS Hæstiréttur íguðs eigin landi úrskurö- aði að atvinnu- rekendur þyrftu ekki að greiða konum laun íbarn- eignarfríum Islenzkir rauðsokkar hafa eflaust áhuga á aðfylgjast með hvernig erlendum hréyfingum sem berjast fyrir auknu jafnrétti karla og kvenna vegnar. Því birt- iim við hér greinarkorn um rauðsokkana í Bandaríkjunum. 1976 fjölgaði kvenkyns þing- mönnum í Bandaríkjunum um 2, úr 16 í 18. Kona komst í annað sinn í ríkisstjóraembætti og Cart- er útnefndi 2 konur í ráðherra- embætti, Juanita Kreps varð viðskiptaráðherra og Patricia Harris heilbrigðis-,trygginga- og menntamálaráðherra. Carter lýsti fullum stuðningi við kvenréttindahreyfinguna í kosningabaráttu sinni og hvatti konur til að vera eins harðar af sér og þær mögulega gætu, þar til þær hefðu fengið kröfum sínum framgengt. Eigi að síður bendir margt til þess að bandaríska kvenna- hreyfingin eigi nú í erfiðleikum sem stafa bæði utan og innan frá. Jafnt kaup fyrir alla hefur ekki orðið að veruleika og hefur það ásamt öðru valdið riðlun í hreyfingunni. Alþjóðlegur kvennafrídagur, stældur eftir deginum hér á landi, fór alger- lega út um þúfur. Hluti hreyfingarinnar vill efna til samstarfs með róttækum minnihlutahópum og fátæku fólki. Þessi hluti er meirihluti hreyfingarinnar og formaður hennar skipar þeirra raðir. Annar hluti hreyfingarinnar, mun fá- mennari og verr skipulagður, kærir sig ekkert um slíkt sam- starf, kallar það kommaáróður. Hreyfingin kann að klofna af þessum sökum. Efnahagssamdráttur hefur einnig gert það að verkum að mun færri konur en reiknað hafði verið með komu út á vinnu- markaðinn og atvinnurekendur hafa notað sér þá staðreynd til að bjóða konum verri kjör en körlum. Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að atvinnu- rekendur þyrftu ekki að borga konum kaup I barneignarfríum. Bader Ginsburg lögfræðingur kvennanna sagði að þetta væri mesti ósigur þeirra í f jölda ára. A meðan allir þessir ósigrar dundu yfir hefur kvenréttinda- hreyfingunni þó orðið ágengt í einu. Félögum hennar hefur fjölgað að mun og eru nú fjölda- margir sjálfboðaliðar að reyna að hafa áhrif á valdamenn þjóðarinnar, hreyfingunni í vil. Þingmaðurinn Millicent Fenwick hefur reynt að telja kjarkinn í kvenréttinda- fylgjendur með því að fyrr eða seinna hljóti konur að ná jöfnum réttindum. Hver ósigur færi það takmark aðeins nokkur ár aftur í tímann. Hver veit nema hún hafi rétt fyrir sér. -DS. oggeturfært eigandanum veglegan Happdrœttisvinning ___ _ Dregið 10 sinnum um 860vinninga að upphæð 25 milljónir króna, ífyrsta skipti 15júnl nk. Happdrcettisskuldabréfm eru til sölu nú. Þau fást í Öllum bðnkum og sparisjóðum og kosta 2500 krónur. m SEÐLABANKI ISLANDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.