Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 12
12 /* DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRIL 1977 Þrenns konar lífsviðhorf Kjallarinn Stór hluti mannkynsins hugsar ekki sjálfstætt heldur lætur berast með straumnum, varpar jafnvel frá sér skyldu gagnvart þeirri eðiilegu fram- þróun sem því er ætluð og aðstæður eru fyrir. Maðurinn er þess vegna reikull, ósjálf- stæður og áhrifagjarn. Hann hefur almennt ekki náð því sjálfsöryggi sem ljónið, konungur dýranna, býr yfir. Það má á vissan hátt lfkja honum við hópdýrin, þau elta dýr sem skara fram úr innan tegundarinnar og veljast því til forystu hópsins en hópurinn veitir dýrunum ákveðna vernd og öryggi. En veljast leiðtogar manns- ins þá með tilliti til þess hver er hæfastur? Eftir að manninum óx fiskur um hrygg, þ.e. eftir að hann fór að notfæra sér tækni- lega kunnáttu sfna sér til fram- dráttar, þá vaknaði löngun hans f veraldleg gæði. Maður- inn lét freistast af ávöxtum hins forboðna trés. Hann hefur með aukinni tækni eygt sífellt margbreytilegri möguleika í lifnaðarháttum sem kitlað hafa hégómagirnd hans. Þannig hefur maðurinn mótað lífs- stefnuna allt of almennt með sókn í völd, auð og gjálffi. Adolf Hitler sagði: „Aróður á að miða við þá menn sem ekki hugsa af þvf að þeir eru f meiri- hluta.“ Með múgsefjun var Hitler farinn að eygja heims- yfirráð um tfma. Hann bjó yfir miklum forystuhæfileika sem hann notfærði sér til hins ýtrasta til að gera þjóð sfna sér leiðitama. Hann mótaði hugar- far hennar að vild sinni. Þjóðin, ásamt fjölda annarra, varð síðan fórnarlamb hinna hræði- legustu strfðsátaka, átaka sem metnaðargirnd og valdagræðgi foringjans olli. Síðari heimsstyrjöld er hvað augljósasta dæmið um mann- kyn sem hefur villst af leið, dæmi um leiðitaman manninn, sem lætur samviskulausan for- ingja siga sér eins og hundi út f fen og foræði. Þannig hefur saga mannsins verið í stórum dráttum frá örófi alda/í>g það eru líkur á að hún muni verða svipuð áfram um aldir, eða svo lengi sem maðurinn nær .ekki þeim andlega þroska í almenn- ara mæli en nú á sér stað, að hugsa sjálfstætt, öðlast sjálfs- þekkingu og skilning á tilver- unni. Samkvæmt lögmálinu Karma lærir maðurinn af reynslunni, hann vfkur sér að öllu eðlilegu hjá þeim foraðspytti er hann hefur einu sinni sokkið í. En freistingin býr við hvert fót- mál, hún er manninum þrándur í götu. Manninum hættir til að detta ofan í sama pyttinn aftur og aftur. Karma I greinum f Dagblaðinu f vetur hef ég komið inn á Karma, lögmál orsaka og afleið- inga. Ég ætla að gera lögmálinu ftarlegri skil hér með þvf að birta um það grein sem ég hef sérstakt dálæti á og vil benda lesendum á að kynna sér af kostgæfni, þar sem Karma er lykillinn að þeirri áhrifamestu og ítarlegustu siðfræði sem maðurinn á völ á. Það er mjög mikilvægt að maðurinn þekki og skilji orsakirnar fyrir þvf að hann er hlekkjaður við jarðlífið og verður að lifa því aftur og aftur sem óhjákvæmilega leiðir til óhamingju alls fjöldans (þeirra minna þroskuðu). Karma segir alla hafa sömu möguleika, það gerir ráð fyrir framþróun mannsins sem leiðir til réttlætis og jafnræðis fyrr eða síðar. Karma er túlkað á sama veg meðal Hindúa og Búddista, kenningar Krists falla inn i ramma þessa lög- máls. Greinin sem ég birti heitir Þrennskonar lífsviðhorf. Hún er tekin upp úr bókinni Ind- versk heimspeki eftir Gunnar Dal með leyfi höfundar, eilitið stytt og fer hér á eftir: „Sá, sem að dómi karma- heimspekinnar stendur á lægstu tröppu lffsskilningsins, er sá sem engu ann nema sjálfum sér og kemur næstum hvergi fram til góðs. Hið eðli- lega takmark hans eins og allra annarra er að öðlast Iffs- hamingju. Hann lftur svo á að hennar verði aflað með því að hrifsa til sfn sem mest af ver- aldlegum gæðum. Fjársöfnun er venjulega hqfuðeintak lífs hans, og hann hirðir aldrei um, hvaðan né á hvern hátt fjárins er aflað, né hvaða þjáningum framferði hans kann að valda. Með fé sínu reynir hann að kaupa sér lffshamingju. Og ef hann skyldi vakna upp um miðja nótt og fyllast kynlegum ótta við það, sem kann að bíða hans f dauðanum og að baki hans, — ef það er þá nokkuð, fer hann e.t.v. daginn eftir á fund einhvers guðsmannsins og reynir á sama hátt að kaupa sér aðgöngumiða að hinum gullnu hliðum paradfsar með því að gefa fé til kirkju hans og safn- aðar. Lífið er honum að vísu innantómt en ekki beint óþægi- legt. Rödd samviskunnar ónáðar hann ekki lengur. Lffsvenjur hans eru honum það sterkar að hann hefur engan innri leiðarvfsi meir um hvernig hann geti lifað f sátt og f samræmi við hin óskráðu lög allrar tilveru. Hann brýtur þau og heldur áfram að brjóta þau og valda umhverfi sínu þján- ingum. Hinn skilningsdaufi og van- þroskaði maður brýtur lögmál lffshamingjunnar vegna fáfræði sinnar og skammsýni. Afleiðing þessara afbrota hlýtur samkvæmt þessum fræðum að hitta hann sjálfan fyrr eða sfðar og valda honum hinum sömu þjáningum og hann olli öðrum. En þess- ar þjáningar, sem óhjá- kvæmilega bfða hans, eru ekki refsingar reiðrar forsjónar, heldur eitt af töfrabrögðum framþróunarinnar. Aðeins vegna þessara þjáninga er honum unnt að læra hið fyrsta stafróf þess lífsskilnings, sem er lykillinn að dyrum ham- ingjunnar. En Róm var ekki reist á einum degi. Jafnvel eftir aldaraðir kemst hann hægt og hægt upp á næsta stig hinnar miklu leitar að hamingjunni. Þjáningarnar hafa kennt honum að hafa samúð með þeim, sem eiga við sams konar aðstæður að búa og hann sjálfur, og þvf sem honum er skyldast. Enn er hans eigin persóna miðdepill alheimsins. Góðvild hans er bundin við þröngan hóp Vina og vandamanna. Fyrst kemur hann sjálfur, þvf næst fjölskylda hans, þá sókn og sýsla. Hann eignast sinn stjórn- málaflokk, sinn söfnuð, sitt fþróttafélag og sfna stétt. Allt þetta nýtur samúðar hans, vegna þess að hans eigin per- sóna er hluti þess. Ekkert, sem stendur utan þess hrings, sem hann kallar sig og sitt, kemur honum við. Hann er oft illviljaður f garð óvina sinna og á í sífelldum erjum við pólitíska andstæð- inga sína, eða þá, sem tilheyra annarri sókn og söfnuði. Karma hans er þvf bæði gott og illt, hamingja hans er hverful og f molum, en á sér þó sfnar björtu hliðar. Loks eftir langa og erfiða reynslu lærist honum, að leyndardómur lffshamingj- unnar er ekki að taka, heldur að gefa. Allt, sem hann vann fyrir sjálfan sig i eigingjörnum tilgangi, varð honum að engu. Aðeins það, sem honum tókst að gefa öðrum, varð honum eign, sem hvorki mölur né ryð fengu eytt. Að gefa er að öðlast. — Þegar hann hefur gert sér fulla grein fyrir þessum sannindum, breytist öll afstaða hans til um- hverfis síns og samfélags. I stað þess að safna peningum sjálf- um sér til handa, lærist honum að verja þeim viturlega til styrktar öðrum mönnum og þjóðfélagi sfnu til góðs. En peningar eru það fátæk- legasta, sem hægt er að gefa. Betra er að gefa öðrum mönn- um þekkingu og lífsskilning, og þó best að gefa þeim góðvild og samúð. Honum hefur skilist, að þetta er leiðin til hinnar sönnu hamingju. Þegar hann vinnur fyrir aðra, er hann í raun og veru að vinna fyrir sjálfan sig. Segja má þvf út frá vissu sjónarmiði, að hann sé ennþá eigingjarn. En í þessum skiln- ingi er rétt að vera eigingjarn. Hver einstaklingur ber fyrst og fremst ábyrgð á sfnum eigin þroska. Ef honum tekst að eignast sanna andlega fjársjóði, sem gera hann að betri og ham- ingjusamari manni, hefur honum um leið tekist að lyfta þróun alls mannkynsins, því að hann er hluti þess. Og þótt skerfur hans kunni að vera smár, er hann kornið, sem að lokum fyllir mælinn. Eigingirni í þessum skilningi er rétt, því að bæði fyrir einstaklinginn og mannkynið f heild er hún spor fram á við til hærra og betra lffs. Karma manns, sem öðlast hefur þennan lífsskilning, verður þvf gott og öll gæði lffs- ins taka smám saman að berast SigurdurJönsson til hans, að því er virðist fyrir- hafnarlaust. Framtíð hans er heið og björt, og hann nýtur mikillar hamingju bæði f þessu lífi og þó einkum f hinu næsta eftir dauða sinn. Þetta er þó ekki hið æðsta stig, sem karma- heimspekin talar um. I raun og veru nær karma aðeins til hinnar lægri náttúru mannsins, en ekki til hins innri manns, sjálfsins. Sjálf manns- ins er máttugra karma. Það er algjörlega frjálst og óháð. Endatakmark karma- heimspekinnar eins og allrar annarrar indverskrar heim- speki er sjálfsþekkingin. Með fullkomnum athöfnum er hægt að ná þessu marki. Hin æðsta tegund karma er algjörlega' óeigingjarnt starf í þjónustu mannkynsins. Þeir, sem færir eru um að framkvæma hinn fullkomna verknað, verða að vera ósnortnir af þjáningum sjálfra sfn og annarra, en þó um leið fúsir að fórna öllu, jafnvel lff- inu mönnum til hjálpar líkt og móðir, sem hjálpar börnum sín- um og huggar þau, án þess sjálf að verða snortin af þeirra smáu sorgum. Þeir hafa öðlast skiln- ing á mannlífinu og vegna reynslu sinnar og innsæis kæra þeir sig e.t.v. ekki um að höggva af greinar þjáninganna, heldur leitast þeir við að skera á rætur þeirra. Þeir vita, að hver maður verður að vinna að sinni eigin sáluhjálp. — Þvf að eins og maðurinn sáir, svo mun og upp- skorið verða.“ Karma eru gerð mun ftar- legri skil f bókinni Indversk heimspeki. Sigurður Jónsson, stýrimaður. Vid þotum oó ábyigja/t þjónu/tu okkai >g bjóðum auk þess hagstæðasta verðið myndiðþn HASTÞÓR" Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20 Auða sætið Kjallarinn Arum saman hafði hann komið á fundi f stjórnmála- félaginu og tekið þátt í um- ræðum oft og tfðum. Oft voru þetta leiðinlegir fundir — allir á sama máli — ekkert gerðist. Hvernig gat lfka nokkuð gerst, þar sem allir sögðu já og amen við öllu, sem að þeim var rétt? Stöku sinnum reyndi hann að benda á ýmislegt, sem honum þótti, að betur mætti fara hjá þeim í pólitíkinni, en hann fékk litlar undirtektir. Hann skildi þetta ekki þá. — Svona hafði þetta alltaf verið og engu skyldi breytt, jú, að kjósa mætti hann, en annað eða meira var það heldur ekki frjálsræðið á bæn- um þeim. Einu sinni'var mikill fundur. Flestir ráðamenn mættir, ein- huga hjörð, og þá varð honum það á að segja blátt áfram álit sitt á þeim. Ekki reyndar á þeim persónulega, þetta voru allt öðlings- og sómamenn, heldur sagði hann ýmislegt um, hvernig þeir héldu á málunum . — peningamálunum. Þetta mátti hann ekki gera. Eftjr fundinn varð hann samferða nokkrum af leiðtogunum, og þá var sagt — þetta var allt satt hjá yður, en þér verðið að skilja pólitik, þar á maður ekki að segja sannleikann — nema stundum. Eftir þetta kom hann sjaldnar. Honum þótti svo skrftið, að ekki skyldi vera rétt að segja það, sem maður vissi sannast og réttast, heldur yrði allt að meta eftir pólitfk, sann- leikann líka. Sætið hans varð sfðan autt. Þeir söknuðu hans lftið, ekki neitt. Sannast sagna voru þeir guðs lifandi fegnir að losna við hann — þessar eilífu aðfinnslur og tölulestur var al- veg óþolandi, hann skildi ekkert í pólitík. Þeir voru fljót- ir að láta annan f sætið, sá skildi pólitfk, sagði ekki neitt nema já og amen og rétti alltaf upp höndina á réttum tíma. En hinn. Hvað varð af hon- um? Vesalingurinn sá, hann skildi aldrei neitt, hélt að hann gæti haft áhrif á þá. Nei, góði, svo einfalt er nú ekki lifið í stórborginni henni Reykjavík. Pólitfkin er stærri en svo, að tekið sé mark á mótbárum, og sannleikurinn í hverju máli er sá eini, sem flokkurinn græðir á. En tíminn leið. Stundum saknaði hann sætisins, langaði að fara niður eftir og hlusta á þá. Þeir voru sumir mælskir og aðrir mælgir, en allra bestu menn, allflestir. Einn góðan veðurdag fór hann og settist í autt sæti, þá leið honum aftur vel. Hann fann að þarna átti Gísli Sigurbjörnsson hann heima, og nú voru tfmarn- ir lfka breyttir. Þeir töluðu allir mál, sem hann skildi — ég á ekki við islenzkuna — heldur boðskapinn. Þeir voru að tala um þegnskap og þjóð, í stað félagsskapar og flokks. Þeir brýndu menn lögeggjan á að gera skyldu sína, hver á sínum stað á hverjum tíma og alltaf. Þetta voru aðrir menn en áður. Nei, ekki aðrir menn, heldur breyttir menn. Eitthvað hafði komið fyrir, eitthvað stórkost- legt. Þeir voru búnir að finna sjálfa sig og nú voru þeir ein- huga menn, sem töluðu um þjóð í staðinn fyrir flokk, og sætið hans varð ekki lengur autt. Gísli Sigurbjörnssoi. forstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.