Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRIL 1977
11
Að sviðsetja á
í Vestursal Kjarvalsstaða er
um þessar mundir tvíbýli. Þar
hafa listamennirnir Þorbjörg
Höskuldsdóttir og Haukur Dór,
sem flestum er þó kunnari sem
leirkerasmiður, skipt með sér
salnum og hengt upp myndir
sínar og er þar greiður gangur
á milli.
Þetta fer sérlega vel, þar sem
þarna er um svo óllka lista-
menn að ræða og gefa mynd-
irnar sig greinilega fram
sjálfar, svo enginn getur efast
um höfundinn. Einnig er þetta
fjárhagslega hagkvæmt fyrir
sýnendur, þar sem leiga salar-
ins hefur nýlega verið hækkuð
um helming og er þess að vænta
að fleiri taki upp þetta fyrir-
komulag. I þessum pistli mun
ég fjalla um sýningu Þor-
bjargar og gera síðan sýningu
Hauks Dór skil I annarri grein.
Þorbjörg Höskuldsdóttir
hefur nú opnað aðra einkasýn-
ingu sína, en áður sýndi hún I
Galleri SÚM 1972, þá nýkomin
heim frá Kaupmannahöfn en
þar hafði hún numið við
Konunglegu listaakademiuna
á árunum 1967-71.
Ég sá ekki sýningu Þor- *
bjargar í SUM og hef þvl beðið
þessa viðburðar með eftirvænt-
'ingu, þar sem ég þekki til bóka-
skreytinga hennar, leikmyncla
og leikbrúðugerðar, sem hún
hefur unnið að jafnhliða mál-
verki sínu.
Verk sýningarinnar skiptast I
þrjá flokka, annars vegar eru
ollumálverk 23 að tölu, en hins
vegar minni verk þar sem eru
frumdrög að málverkunum og
teikningar.
Gamall heimur og nýr
Á akademíunni I Kaup-
mannahöfn lagði Þorbjörg
sérstaka rækt við fjarvíddar-
teikningu og var um tlma eini
nemandinn I þeirri grein innan
skólans. Likast til hefur mörg-
um nemendum þótt sú náms-
grein of hefðbundin og talið sig
geta verið án hennar. Hefur
Þorbjörg náð mjög góðu valdi á
fjarvlddinni og notar hana oft-
sinnis I rómverskum bogagöng-
um og öðrum klasslskum bygg-
ingum, sem setja menningar-
legan blæ á myndirnar.
Þessa myndefnisþætti notar
hún einnig til að tengja saman
brot af íslensku landslagi, t.d. 1
mynd nr. 8 þar sem islenskur
kaupstaður sést I fjarska gegn-
um löng súlnagöng. Kallar
þetta fram óvænt hugmynda-
tengsl, að sjá gamlan heim
tengjast ungri menningu og
auk þess kunnugu landslagi.
Ekki býst ég við að Þorbjörg
andmæli þvl, þó ég haldi þvl
fram, að leikhúsið eigi sterk
itök I henni og sé rlkur áhrifa-
valdur I verkum hennar.
í mörgum myndum sviðsetur
hún beint á léreftið og gætu
sumar þeirra verið hin full-
komna leikmynd fyrir ítalskan
gleðileik, þar sem hið óvænta á
sér stað og fjalirnar eru tíglótt
marmaragólf. A sviðinu hreyfa
sig þokukenndar mannverur,
svipir sem hafa óljós hlutverk
og eru eins og Þorbjörg segir
sjálf „innlegg I sögu... ekki of
!jósa“.
Þessar loftkenndu mannverur
á mikilli hreyfingu, mynda
sterka andstæðu og um leið
jafnvægi við formfastar súlur
og kaldar, hvitar marmara-
styttur.
Fœðing listaverksins
Það er sjaldan sem sýningar-
gestum koma fyrir sjónir frum-
drög að stærri verkum, en hér
gefst þess einmitt kostur. þar
sem Þorbjörg sýnir slikar frum-
myndir jafnhliða fullgerðu
málverkunum og er það einkar
athyglisvert að sjá fæðingu
listaverksins og bera saman þá
breytingu sem á sér stað þar til
verkið er fullunnið.
Þó er engin ástæða til að lita
á þessar myndir, sem unnar eru
með blandaðri tækni I klipp og
ollukrít, sem frumdrög ein-
göngu. Margar þeirra geta fylli-
lega staðið fyrir sínu sem sjálf-
stæð verk.
Þegar myndir eru byggðar
upp með jafn sterkum og ríkj-
andi formum og þeim, sem Þor-
björg fær að láni frá rómversku
byggingarlistinni, er liturinn
mjög vandmeðfarinn og þarf
hann að vera nánast undirspil
við formin til þess að þau verði
ekki borin ofurliði. Þetta hefur
Þorbjörgu tekist vel I frum-
drögunum sem eru ásamt teikn-
ingunum með ágætustu verk-
um sýningarinnar, sérlega
myndir nr. 34, 33 og 29 en I
þeim hefur Þorbjörg náð full-
komnu jafnvægi milli forma og
mildra tóna olíukrítarinnar.
Stækkun myndar nr. 33 „Ur
alfaraleið" yfir I oliu nr. 7
hefur tekist vel og rlkir I henni
surrealistisk dulúð undir
spenntum bogum og á litaskal-
inn sem byggður er upp á svöl-
um bláum, bleikum og gráum
tónum, stóran þátt I þeirri
kyrrð sem I myndinni ríkir.
önnur frumdrög missa talsvert
við flutning yfir I oliu og á
stærri flöt. I mynd nr. 8 Kyrr-
staða sér, eins og áður er sagt,
út eftir miklum bogagöngum
yfir eyjalandslag. Breiðar mis-
litar fjalir ganga frá forgrunni
inn I myndrúmið og verður því
bæði forgrunnur og bak-
grunnur of órólegur og liturinn
ekki nógu heilsteyptur til að
aðalmyndefnið fái að njóta sln.
n[ Samningarnir: )
„ÓSKAPLEGUP#!
AGANuJR”
>son — „ei^^sent er einn
■ r opinn
S.JQPngamenn eru óðum a.
leggja undir sig
leiðir. Fleiriso^^**,’'^ «
t
•>ó" SPfSr" 'sÍ’
ffi?und fyrir .*
0.500 fyrir hó ** ”
afa Kristalsf^jff^í/^ .
mánudagi^e'TffJ „
Oar LeifsP^ jfia
komnirOge,,,> r/ír,ð,
„Alls ekki vonlaus
Ist án verkfalla,
maöur Vinnuveh
bandsins.
í't'\TúuV’treíJtat"ftS-’
Jveh
sem nemur fjörutíu af
hundraði. Einn þeirra — við
skulum á þessu stigi láta liggja
milli hluta hver þeirra er Iík-
legastur — þekkir bankastjóra
eða formann I lífeyrissjóði eða
hefur af öðrum ástæðum mik-
inn aðgang að lánastofnunum.
Það þýðir, að sá byggir húsið
sitt fyrir einasta brot af því,
sem hinn gerir, sem ekki hefur
slikan aðgang að lánastofnun-
um. Ætli þessi einföldu
sannindi um íslenzkt samfélag:
Opinber eyðsla aðhaldslauss
valdakerfis, óðaverðbólga,
skattsvik og óréttlæti í lána-
stofnunum, sé ekki meira
ákvarðandi um raunverulegan
aðstöðu- og tekjumun þegnanna
en þær deilur um
krónuhækkun, sem nú fara
fram á Loftleiðahóteli og
kannske leiða til langvarandi
verkfalla.
Þrjór leiðir
Það er opinbert leyndarmál i
samfélaginu að bankar og aðrar
lánastofnanir, sem þó eiga að
heita opinberar eða hálfopin-
berar, eru gersamlega eftirlits-
lausar. Þar sitja flokks-‘
pólitískir gæðingar í valda-
stólum, sem bankastjórar og
bankaráðsmenn. Alþingi á að
vera eins konar eftirlitsaðili,
það á að vera eins konar hlut-
hafafundur, þar sem störf
bankanna eru metin og aðhald
veitt. Ég held mér sé óhætt að
fullyrða, að á undangengnum
áratugum hefur starf ríkis-
banka ekki I eitt einasta skipti
sætt gagnrýni á Alþingi. Gula
pressan sýndi landsmönnum þó
inn í einn banka,
Alþýðubankann, fyrir rúmu
ári. Af þeirri sjón eru menn
fullfærir um að draga sínar
ályktanir. Gula pressan hefur
sýnt fram á fjölmörg sóðadæmi
innan úr bankakerfinu, og
bankastjórar I rlkisbönkum
hafa verið staðnir að því að fara
með ósannindi um störf sín.
Þarna á sér stað meiri
misnunun en í sjálfu launa-
kerfinu. Og eru bankarnir þó
aðeins teknir sem dæmi um
hinar fjölmörgu verðbólgnu
lánastofnanir, smáar og stórar.
Það hlýtur þess vegna að vera
þeim stóra hluta launafólks,
sem ekki er inni á gafli I lána-
léreftinu
Persónugervingur
mannsins
Þorbjörg er góður teiknari og
koma þessir hæfileikar vel
fram í einni bestu teikningu
sýningarinnar „Móttaka er-
lendra gesta“ nr. 36, sem sýnir
kjólklæddar mörgæsir vappa
fram I áttina til hóps zebradýra
sem eru á beit fyrir framan
mikil bogagöng. Þarna hefur
Þorbjörg nýtt sér eiginleika
efnisins.teiknað og litsett dýrin
samtfmis og verða áhrifin sterk
og hnitmiðuð.
Ýmsum fornaldarskrimslum
bregður fyrir I myndum Þor-
bjargar. í Grátt gaman II takast
á tvö slík skrímsli sem persónu-
gervingar stórveldanna og I
Grátt gaman I sem hefur sem
undirtitil „Einvigi aldarinnar"
(skfrskotar Þorbjörg hér til
Spasskýs og Fischers?) er ís-
lenskt landslag baksviðið að
brölti skrimslanna.
Nokkuð sérstæð er einnig
„Hver kemur“ nr. 2 sem sýnir
okkur lyngrautt tiglagólf sem
gengur langt inn I myndrúmið.
Á þvl stendur auður stóll,
greinilega valdastóll, og I saln-
um bíða torkennileg dýr þess
að einhver komi og setjist I
stólinn. Verður það löngu út-
dauð dýrategund eða
einræðisherrann ?
I þessum myndum má
lesa lúmska þjóðfélagsádeilu og
húmor sem Þorbjörgu tekst að
koma til skila, án þess að segja
of mikið eða predika um of.
Þorbjörg fjallar einnig um
náttúruvernd og setur þá
óbeislaða náttúruorku á móti
myndefnisþáttum sem tengjast
orkuvæðingu, t.d. í teikning-
unni „Gullfoss" nr. 41 þar sem
þjóðarstoltið er sett inn I raf-
magnsperu á hugvitssaman
kerfinu, til hagsbóta, að störf
lánastofnana verði gerð
heyrinkunn. Að bönkum og
öðrum lánastofnunum sé gert
að birta nákvæmar upplýsing-
ar um útlán sin, sem síðan til að
mynda fjölmiðlar miðluðu
aftur til þegnanna. Slikt yki
upplýsingu, sem alltaf hlýtur
að vera til góðs, og drægi úr
óréttlæti.
í annan stað gætu stjórnvöld
skorið upp herör gegn þvi, sem
stundum er svo broslega kallað
lögleg skattsvik. Guð og menn
og landsins þegnar vita mæta-
vel að neyzluvenjur fjölmargra
eru ekki I nokkru samræmi við
uppgefnar tekjur. Sé vandinn
viðurkenndur og hann
skilgreindur tæpitungulaust
verður næst auðveldara að
ráðast að rótum hans.
I þriðja lagi hlýtur það að
vera bæði launþegum og þeim
atvinnugreinum, sem á annað
borð eru reknar með þeirri hag-
kvæmni og þeirri útsjónarsemi
að þær standi undir sér, til bóta
að verðbólgan verðl bæld.
Björn Friðfinnsson.lögfræðing-
ur, færði glögg rök fyrir þvi I
útvarpsþætti um eínahagsmál
fyrir skömmu, að sú hugmynd
er framkvæmanleg að ýta
vöxtum upp fyrir verðbólgu-
markið, á einhverjum árum
vitaskuld til þess að gera ekki
húsbyggjendur og fýrirtæki
önnur gjaldþrota I storum stll.
Þessi leið hlýtur að vera fær; og
hún er einnig raunverulega til
þess fallin að gera samfélagið
hvort tveggja: réttlátara og
heiðarlegra. Af slíku er
auðvitað svolítil hrossa-
lækningalykt -— en hvað á að
gera þegar efnahagskerfið
minnir ekki einu sinni á hross,
heldur miklu fremur flóðhest.
Hin eina sanna forsenda
Allt eru þetta auðvitað al-
mennar vangaveltur. Hitt er
svo annað mál, að engin slík
lækning er til nema iil komi
róttæk hugarfarsbreyting í
Hrafnhildur Schram
Myndlist
hátt sem vekur til umhugsunar
um framtlðina.
Þorbjörg kemur til skila með
sterkum áherslum því sem
fyrir henni vakir I teikningum
sinum og frumdrögum. Kann-
ski mætti hún vera dálltið
ákveðnari I málverkunum og
gera upp við sig hverju á að
hafna og hverju að halda og
láta ekki myndefnisþættina
stela hver frá öðrum.
Víst er að hér er á ferðinni
spennandi listamaður, sem
þegar best tekst gæðir mynd-
efni sín dulúð og spennu sem
finna má I „science fiction"
bókmenntum. „Jökulheimar"
nr. 5 er kannski góð vísbending
um að Þorbjörg sé á leið inn á
það sögusvið.
Hrafnhildur Schram.
é
Kjallari á
föstudegð
Vilmundur Gylfason
samfélaginu. Verðbólga og
subbulegt stjórnkerfi undan-
farinna ára — kannske áratuga
— hefur skapað verðbólgið
hugarfar þegnanna. Og hvað
sem kemur fyrst þá er það ljóst
að eitthvert frumkvæði verður
að koma frá stjórnvöldum;
stjórnvöld verða að ganga á
undan með góðu fordæmi.
Einhvern veginn er það nú svo
að slfkt er ekki ýkja líklegt I
bráð. En það gæti samt gerzt.
í slíku samfélagi framtíðar
og meiri upplýsingar og
aðhalds verður meira til
skiptanna. Það er einfalt
reikningsdæmi. En það verður
litið pláss fyrir Steingrím Her-
mannsson og þörungahneyksli,
fyrir Jón G. Sólnes og
Kröflumál, fyrir Kristin
Finnbogason, bankaráð af hans
gerð og sanddæluskipið Grjót-
jötun. Enda er fjármagnið sem
þessir og þeirra líkar sólunda
betur geymt annars staðar;
betur geymt hjá launþegum eða
í arðbærri fjárfestingu. Það er
kjarni málsins.