Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 7
• XCBl.AÐH) K()S rUDACHK 22. APKÍI, 1977 7 Bandaríkin ekki lengur iand stóru bílanna? — Carter vegur að þeim í orkusparnaðarherferðinni Stöðugt er vegið að stóru bílunum í Bandaríkjunum, sem oft hefur verið nefnt land stóru bílanna og með sanni þeirra aðalvígi. Fyrir nokkrum árum dró flóðbylgja miðlungs- og smábíla frá Japan verulega úr sölu þeirra, aukin framleiðsla bandarískra smá- og miðlungs- bíla, einnig stórfelld eldsneytis- hækkun fyrir nokkrum árum og nú síðast hefur Carter for- seti boðað sérstaka sköttun á þeim í tengslum við orkusparnaðaráætlanir sínar. Þær eru mjög víðtækar, eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu og hefur þingið nú kjörið nefnd til að fjalla um þær og væntanlega hrinda þeim í framkvæmd. Er búizt við að sú nefnd verði innan tíðar einhver áhrifamesta þingnefndin. Carter bræðurnir þykja ólíkir, ekki bara i útliti, eins og myndin ber með sér, heidur einnig í háttalagi. Sparnaðaráætlunin hefur mælzt misjafnlega fyrir. Margir vestrænir stjórnmálamenn hafa lýst velþóknun sinni á henni og einnig nokkrir af leiðtogum helztu olíuút- flutningsríkjanna, enda segja þeir tillögurnar alveg í takt við hugmyndir sínar þess efnis að koma í veg fyrir bruðl með olíu í heiminum. Ítalía: Blóöugátök lögregluog stúdenta — einn lögreglumaður látinn, annar mikiðsærður Miklar og alvarlegar óeirðir brutust út í gær í ítölsku háskólaborgunum, Bologna, Flórens og Mílanó eftir að lög- regluþjónn var skotinn til bana í átökum stúdenta og lög- reglumanna í Róm. Þá særðist annar lögreglu- maður alvarlega og banda- rískur blaðamaður varð fyrir skoti en særðist ekki lífs- hættulega. Óeirðir þessar standa allar í sambandi við endurskoðun stjórnvalda á há- skólalögunum og nýjum til- lögum í kjölfar hennar, sem stúdentar sætta sig ekki við. Hrafnista íHafnarfirði Fyrsta hús hinnar nýju Hrafnistu verður væntanlega tekið i notkun á þessu árl. Húsfð er 1126 m2með kjallara. Á fyrstu hæð verður dagvistunar- delld fyrir aldraða, sem er nýjung hér á landi, en á 2. 3. og 4. hæð verða elns og tveggja manna fbúð- ir með sér eldhúsi, baðl og Inn- byggðum skápum. Hagnaður af happdrætti DAS rennur til uppbyggingar hinnar nýju Hrafnistu. Með þvf að kaupa mlða i happdrætti DAS stuðlar þú að framgangi þessara nauðsyn- legu framkvæmda um leið og þú eignast möguleika á stór vinningi. Búum öldraðum áhyggjulaust ævlkvökl Happdrætti ^)AS Óskum eftir að ráða nú þegar: Vanan bflstjóra til ýmiss konar útkeyrslustarfa. Góða skrifstofustúlku Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Mjög æskilegt að viðkomandi hefði verzl- unarskólapróf. _________myndiðjan____________ HÁSTÞÓRf Suóurlandsbraut 20 Pósthólf 10 Reykjávík Simi 82733 Upplýsingar ó skrifstofunni að Suðurlands- braut 20. Forsetabróðirinn og bensínsalinn Billy Carter: Stjómvöld hóta að loka stöðinni — öryggis- og heilbrigðisreglur þverbrotnar þar Eftirlitsmenn bandarísku stjórnarinnar hafa skipað Billy Carter, bróður forsetans, að hreinsa þegar í stað til á bensínstöð sinni í Plains í Georgiu. Talsmaður launþega- samtaka sagði að við skoðun á bensínstöð Carters hafi m.a. komið í ljós að þar voru reglur um öryggi á vinnustað og heilsufarsákvæði brotin í níu atriðum. Má t.d nefna að slökkvitæki stöðvarinnar voru ekki hlaðin. Forsetanum var ekki kunnugt um þessar aðgerðir embættismanna sinna fyrirfram. Forsetabróðirinn mun láta sér smámuni í léttu rúmi liggja ef hann hefur nóg af bjói* og viski annars vegar. BORGARHÚSGÖGN HREYFILSHUSINU VIÐ GRENSASVEG - SIMI8-59-44 ÚRVAL AF: Húsgögnum og skrautmunum VELJIÐ ÍSLENZK HÚSGÖGN - Póstsendum um alit land BORGARHÚSGÖGN Grensásvegi j Sími 8-59-44 Miklabraut Borgarhusgögn Fellsmúli Lítið inn, það borgar sig

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.