Dagblaðið - 22.04.1977, Side 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRtL 197f
Italska skótízkan
sumariö'77 Leöuskór
fyrir 10.200 krónur
SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF
Stigahlíð 45 sími 83225 Ingólfsstræti 5 sími26540
( 13. skoðanakönnun Dagblaðsins:
Eruð þér fylgjandi eða andvígur bruggun og sölu áfengs öls
hérálandi?
„USS, MAÐUR VÆRIBARA
ALLTAFI ÞVI”
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar urðu þessar:
Fylgjandi bjér 87 eða 29%
Andvígir bjór 192 eða 64%
Óákveðnir 21 eða 7%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku
afstöðu, verða niðurstöður þessar:
Fylgjandi 31,2%
Andvígir68,8%
„Ég brugga bjór og vil hann
fyrir mig sn hugsa ekki um aðra.“
(Karl á Reykjavíkursvæðinu).
„Ég veit að íslendingar gætu
ekki stillt sig um að vera sífellt
lepjandi bjórinn ef hann yrði
ieyfður." (Kona á Akureyri).
^,Ég er fylgjandi bjór fyrir
sjálfan mig en treysti ekki öðrum
til að kunna að fara með hann.“
(Karl í Vogunum).
„Ég er fylgjandi bjór ef hann
yrði eingöngu seldur í vínbúð-
um.“ (Kona í Vestmannaeyjum).
„Uss, maður væri bara alltaf i
því.“ (Kona á Vestfjörðum).
„Ég er hrædd um að það færi út
í öfgar, enda kunna tslendingar
ekkert með áfengi að fara.“
(Kona úti á landi).
„Ég vil ekki fá hingað það
ástand í bjórdrykkju sem ég hef
kynnzt eriendis.“ (Karl á Reykja-
víkursvæðinu).
„Það er betra að fagmenn
bruggi en fólk sé að gera þetta
sjálft." (Karl á Reykjavíkursvæð-
inu).
Yfir 20tegundir
í 6 litum
Opið laugardaga
Silhouelf
LJOS & ORKA
Sudurlctndsbraut 12
simi 84488
DÖNSKU PLASTLJOSIN í ÚRVALI
LANDSINS MESTA
LAMPAÚRVAL
Þetat eru nokkur dæmi um þær
athugasemdir sem fólk lét fylgja
svörum sínum í skoðanakönnun
Dagblaðsins um bjórinn. Spurt
var hvort menn væru fylgjandi
eða andvígir bruggun og sölu
áfengs öls. Eins og í öðrum könn-
unum Dagblaðsins voru 300
spurðir, 150 karlar og 150 konur,
og var helmingurinn á Reykjavík-
ursvæðinu. Hringt var í númer á
ákveðnum stöðum í hverri opnu í
símaskránni. Með þessum hætti á
að fást niðurstaða sem ekki
skakkar nema um örfá prósent
frá því að vera nákvæmlega rétt.
Enginn efi er um úrslit þessar-
ar könnunar. 64 af hundraði sögð-
ust andvígir bjórnum, en aðeins
29 af hundraði fylgjandi honum. 7
af hverjum 100 voru óákveðnir.
Því mundi nú lítið stoða fylgj-
endum bjórsins að láta efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann
yrði kolfelldur.
Vísir lét fyrirtækið Hagvang
fyrir skömmu gera fyrir sig skoð-
anakönnun um bjórmálið. Niður-
stöður hennar voru nánast þær
sömu og niðurstöður þessarar
könnunar Dagblaðsins. Hjá Vísi
voru 64 af hundraði á móti og 36
af hundraði með, af þeim sem
tóku afstöðu. Andstaðan við bjór-
inn er því örlítið meiri í könnun
Dagblaðsins en ekkisvoað neinu
skipti. Þessar tvær kannanir
segja nákvæmlega sömu sögu uro
viðhorf þjóðarinnar.
Mikið er bruggað
Konur voru frekar andvígar
bjórnum en karlar og var talsvert
algengara að karlmenn segðust
vera með honum en konurnar.
Því var hlutfallið hjá körlum um
níu gegn fimm gegn bjórnum.
Þá var andstaðan við. .bjórinn
miklu meiri úti á landi en á
Reykjavíkursvæðinu. Einkum
voru það konurnar úti á laildi Sem
mótmæltu áfenga ölinu og miklu
meira en kynsystur þeirra á höf-
uðborgarsvæðinu.
Það kom fram i svörum fólks að
menn gerðu sér grein fyrir að
mikið er bruggað af bjór í heima-
húsum. Sýndist mönnum sitt hvað
um það. Þá sögðu margir að þeir
vildu drekka bjór en treystu ekki
öðrum, eða „íslendingum“ eins og
það var nokkrum sinnum orðað
til að fara með bjórinn. Mjög
margir lýstu vantrausti á
drykkjusiði íslendinga almennt.
Landinn kynni ekki að fara með
neins konar áfengi.
Algeng var sú skoðun að bjór-
inn mundi bæta gráu ofan á svart
og auka drykkjuskapinn.
Stuðningsmenn bjórsins sögðu
sumir hverjir að allt væri vaðandi
í áfengi, heimabrugguðu og
smygluðu öli, hvort sem væri. Þá
mundi drykkju„menningin“
batna ef bjórinn kæmi. Þá sögðu
sumir stuðningsmenn bjórsins að
þeir styddu hann þvi aðeins að
hann yrði einungis seldur í vín-
búðunum eða þá í vínbúðunum og
sérstökum vínveitingastöðum en
alls ekki í búðum almennt.
En sem sagt. Bjórmennirnir
lágu i því í þessari könnun. -HH