Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1877
liðbæjarmarkaÖi —simi 19494.
Millibriínt leður
.eðursóli
Verð
kr. 7950.
Þá er skákeinvíginu lokiö —
loksins segja líklega einhverjir.
Seinni hluti síðustu skákar var
tefldur á Hótel Loftleiðum í
fyrradag. Þegar skákin fór i bið
á þriðjudagskvöldið höfðu
meistararnir leikið 42 leiki.
Heyra mátti á þeim skáksnill-
ingunt, sem viðstaddir voru
seirmi hlutann, að þeim þótti
staðan mjög jafnteflisleg en þó
lét Ingi R. Jóhannsson svo um
mælt að hann vildi frekar vera í
sporum hvíts (Horts). Helgi
Ólafsson var þessu ósammála,
sagðist viss um sigur svarts.
Þetta er eitt afglæsilegu
sófasettunum okkar
Verð kr. 298.000.- Staðgr. 268.000.-
Þetta verð er adeins sýnishorn afhinum ótrúlega
lágu verðum sem þekkjast hvergi nema hjá okkur
Veljum
íslenzkt
Síðumiíla 6
GRANADA
Þeir Ingi R. Jóhannsson og
Ingvar Ásmundsson útskýrðu
skákina í hliðarsál jafnóðum og
hún var leikin. Þar inni var
mjög góður andi og hlátrasköll
og klapp bergmálaði um salinn.
Ungu skákmennirnir, þeir
Helgi, Margeir og Jón, voru
ósparir á að láta í ljós álit sitt á
því hver yrði næsti leikur
meistaranna. „Þeir gömlu"
voru til í að athuga alla þá
möguleika sem strákarnir
nefndu en auðséð var að stund-
um þótti þeim fyrirferð ungu
mannanna keyra fram úr hófi.
Ingvar sagði að þeir minntu sig
á stráka sem væru að koma í
skóla í fyrsta sinn, agavanda-
mál væri með þá. Þeir gömlu
virtust eindregið á þeirri skoð-
un að jafntefli væri óumflýjan-
legt en ungu merinirnir voru á
annarri skoðun.
Gömlu mennirnir höfðu eins
og oft áður rétt fyrir sér í
þessu. Eftir langa og stranga
baráttu stóð Hort upp og rétti
Spassky höndina. Jafntefli var
samið. Með jafnteflinu var
Spassky tryggður sigur í einvig-
inu og gefst honum því kostur á
að tefla við Portisch auk þess
sem hann fær eina og hálfa
milljón í verðlaun. Hort fær
eina milljón fyrir þátttökuna og
þrjú ár til að æfa sig undir
næstu keppni af þessu tagi.
Kapparnir voru báðir mjög
þreytulegir eftir síðustu skák-
ina og láir það þeim víst eng-
inn. Hort tók beint strik á lyft-
una og vildi ekkert tala við
fréttamenn. Spassky sat hins
vegar eftir og leyfði ljósmynd-
urum blaðanna að mynda sig í
bak og fyrir. Aðspurður sagðist
hann skyldu svara spurningum
fréttamanna, en bara seinna.
Hann sagðist vera þreyttur og
sér þætti vænt um ef hann gæti
fengið svolitla stund fyrir sjálf-
an sig. Marina eiginkona hans
virtist mjög ánægð með sigur
eiginmannsins, sem von er.
Biðstaðan var þessi:
42. He-c6 43. Ha-cl, Kb6. 44.
Kb3 H8-c7. 45. Rb2 a5 46. bxa5
Kxa5 47. Hd5 Kb6 48. c4 Hc5 49.
Hxc5 Hxc5 50. Rd3 bxc4 51.
Hxc4 Hd5 52. Kc3 Rc5 53. Ha4
Kb5 54. He4 Hd7 55. Hc4 Hd5
56. He4 Hd7 57. e6 fxe6 58. He5
Hd5 59. Hxe6 Bd4+ 60. Kc2
Hd8 61. Re5 Bxe5 62. Hxe5 Kc4
63. Hxg5 Hd3 64. Hc5+ Kc5 65.
Lokastaðan var þessi:
í ráðherrabústaðnum sl. miövikudag: Vlastimil llorl og Boris
Spassky á tali við Vilhjálm Hjálmarsson. menntamálaráðherra og
Guðmund Arnlaugsson, rektor og yfirdómara einvígisins. I)B-
m.vnd: Sv. Þorm.
Meistari Spassky og frú hans koma til kvöldfagnaðar að Hótel Borg sl. miðvikudagskvöld. A móti þeim
taka starfsmenn hótelsins. DB-mynd Sv. Þorm.
Aðalfundur
Fjárfestingarfélags íslands hf. árið
1977 verður haldinn á Hótel Sögu,
Bláa sal, fimmtudaginn 28. apríl nk.
kl. 17.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar
verða afhentir á skrifstofu Fjárfest-
ingarfélagsins að Klapparstíg 26 3
síðustu daga fyrir fundardag og til
hádegis á fundardegi 28. apríl 1977.
Orðsendingtil bifreiðaeigenda
Athygli er vakin á því að samkvæmt
reglugeró um gerð og búnaö ökutækja
er notkun negldra hjólbarða almennt
óheimil frá og með 1. maí.
Dóms- og kirkjumólaróðuneytið,
20. apríl 1977.
Hort-
Spassky:
Loksins!