Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1977 5 AÐ BREYTA VERULEIKANUM Leiklist Nemendaleikhúsió 1977: UNDANTEKNINGIN OG REGLAN OG ÚRRÆÐIÐ. Kennsluleikrit eftir Bertolt Brecht í þýóingu Erlings E. Halldórssonar. Leikstjóri: Petr Micka. Tónlist: Fjóla Ólafsdóttir. Nemendur þeir sem loka- prófi ljúka ár hvert úr hinum nýstofnaöa Leiklistarskóla ís- lands enda námsferil sinn meó opinbérum leiksýningum: það er Nemendaleikhúsið meó nýj- um leikhóp ár fyrir ár. Fyrstu sýningar af þessu tagi voru í fyrravor ansi ásjálegar og skemmtilegar báðar tvær, ef ég man þær rétt. En því rifjast þær upp að nú er ný sýning Nemendaleikhússins á fjölun- um í Lindarbæ, ekki síður eftir- tektarverð og ánægjuleg en skólasýningarnar í fyrra. Ellefu nemendur luku leik- skólanum í fyrra, níu í ár, og eiga þeir þá að baki þriggja ára leiknám í fullu starfi, væntan- lega að því skapi betur þjálfað- ir til starfa en nemendur hinna fyrri kvöldskóla í leiklist sem nám þeirra er meira, betur skipulagt og kappsamlegar stundað en áður tíðkaðist. Tuttugu nýir leikarar á tveimur árum, það er ekki lítið, enn eitt viðgangsmerki leik- menningar hér á landi hins al- menna leiklistaráhuga og sívax- andi leikhússóknar. Eitt er samt skrýtið. Það held ég að sé rétt með farið að enginn leik- araefnanna frá í fyrra hafi í vetur fengið umtalsvert hlut- verk í leikhúsunum í Reykjavík og mörg og líklega flest þeirra alls ekkert fengið að starfa að leiklist. Hvað er nú að? Var þá, þegar til kom, engin þörf fyrir unga, nýja leikara þótt leiklist- arkennsla hefði legið niðri um árabil á undan stofnun leiksköl- ans nýja? Til hvers er þá verið með ærnum tilkostnaði að mennta og þjálfa nýja leikara, ef engin þörf er fyrir þá? Á kannski að geyma þetta efnis- fólk inni í skáp eða ofan í skúffu í nokkur ár áður en það fær í alvöru að láta reyna á skólalærdóminn? Tvenns konar douði Verkefni Nemendaleikhúss- ins í ár eru tveir stuttir leikir eftir Bert Brecht, frá þólitísk- asta skeiði hans á fjórða ára- túgnum, að ég held, svonefndir kennslu- eða dæmileikir. Hinn fyrri þeirra, Úrræðið, fjallar um siðferði byltingarinnar og hins sanna byltingarmanns sem er fús og fríviljugur lætur lífið fyrir málstað sinn, og félaga hans sem fórna honum. Seinni leikurinn, Undantekningin og reglan, segir aftur á móti ein- falda dæmisögu af kapítalísku siðgæði og réttarfari: kúlíinn i leiknum fellur ógildur fyrir byssukúlu fjárplógsmannsins, arðræningja síns. Af hverju? Af því að engin ástæða var til að ætla að kúlíi vildi kaup- manni annað en illt, að hann vildi svala þorsta hans í eyði- mörkinni en ekki myrða hann. Kaupmaður brást rétt við. Kúlí- inn var undantekning. Tvenns konar siðferði þá, tvennskonar dauðdagi 1 ævar- andi stríði manns gegn manni, stétt gegn stétt, baráttunni fyr- ir breyttum og bættum heimi. Annar í þágu hugsjónar, til að afplána eigin mistök í barátt- unni fyrir réttum málstað, til að baráttan megi halda áfram. Hinn marklausi fórnardauði í heimi þar sem mannúð á ekki innangengt, og er í sjálfu sér tortryggileg og beinlínis háska- leg. Kúlfinn í seinni leiknum gerir sig þannig sekan um sam- bærileg afglöp við. unga félag- ann í fyrri leiknum. Og þau kosta báða lífið. Satt best að segja er mér ekki almennilega ljóst hvað laðað Farsi á hægagangi Leikfélag Reykjavíkur: BLESSAÐ BARNALÁN Ærslaleikur i fjórum þáttum eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjórn: Kjartan Ragnars- son. Leikmynd: Björn Björnsson. Lýsing: Daníei Williamsson. Eftir Saumastofuna í fyrra, alla hennar velgengni og vin- sældir fram á' þennan dag, hafa væntanlega ýmsir beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir nýjum ærslaleik Kjartans Ragnarssonar. Og framan af kvöldi i Iðnó á þriðjudag varð ekki betur séð en Blessað barnaláii ætlaði að standa við þær vonir sem með sanngirni mátti gera sér um leikinn. F’yrsti þátturinn, þar sem fólkið í leiknum og kringumstæður þess og þeirrar atburðarrásar, sem fer í hönd, voru lagðar niður fyrir áhorfandanum, varð ansans ósköp spaugilegur á sviðinu, mátulega tilbreytinn, léttfær og kátlegur í atvikum og orðsvörum til að viðhalda áhuga og aðhlátri áhorfandans að efninu. En því miður dofnar yfir skemmtuninni og fækkar hlátr- um þegar líður á leikinn. Ein- faldasta og fljótlegasta að- finnsla að leiknum er að hann sé heilum þætti, allt að þvi klukkutíma of langur: nógu greiðgeng atburðarás þar sem aðhlátursefnin læsast saman í órofa festi er beinlínis liftaug farsaleiks af þessu “tagi. En þessi seinagangur kann aftur að stafa af því að höfundinum reynist þegar til kemur um megn að spinna áfram og greiða að lokum úr þeirri atburða- fléttu sem hann leggur býsna haganlega upp í fyrsta þættin- um. Einkum eru annar og fjórði þáttur silalegir og sund- urvirkir, og alveg hefur mis- tekist að slá botn í leikinn. Þar mætti þó, og mun líka vera ætl- unin að koma þeirri alvöru að efninu sem þrátt fyrir allt er hverjum ærslaleik nauðsynleg kjölfesta, sýna fram á kjarna einfeldni og síngirni í mannlýs- ungum og atferli fólks í leikn- um. Það hefði kannski verið klók- ara af höfundinum að láta öðr- um i þetta sinn eftir leikstjórn og þar með endanlega úr- vinnslu leikefnis og hugmynda á sviðinu. Og vel hefði hans eigin skopgáfa mátt nýtast i einhverju hlutverkinu, hvort heldur væri Steindórs Hjör- leifssonar eða (iuðmundar Páls- sonar i leiknum. En það ieikur sem sé ekki á tveimur tungum að í Blessuðu barnaláni er fyrir að fara efnivið velvirks farsa- leiks og margt kostulegt aðhlát- ursefni ber þar fyrir leikinn á enda. En það er eins og mistek- ist hafi í þetta sinn að setja endanlegt smiðshögg á efnið. í fréttum og frásögnum af leiknum hefur víst verið greint allrækilega frá efni hans, og ekki að vita hvort neitt vinnst við að fara að nýju að rekja upp þá flækju. En forsendur leiks- ins eru i stystu máli að börn aldraðrar konu safnast saman til útfarar hennar — en blessuð gamla konan er þá, þvi miður, unni, og fjarska þótti mér gam-' an að henni í fjallkonugervi á miðilsfundinum í þriðjá þætti og hinum dásamlega texta þar. En hálfverk og vansmíði leik- ritsins bitna óneitanlega illi- lega á Þorgerði: sífellt þarf að vera að kúldra kerlu inn f skáp undir stiga, þar raunar er líka fjölfarið af öðrum persónum í leiknum, Ingu dóttur hennar og Bínu á Brekkunni. Tvífara- 'gervi þeirra Bínu: Sigríðar Hagalin var sniðugt að sjá í fyrstu, en einhvern veginn nýttist sú farsahugmynd ekki til hlítar í leiknum. Börn hennar eru sitt með OLAFUR JÓNSSON Leiklist alls ekki dáin heldur stödd í orlofsferð austfirskra hús- mæðra uppi á Eiðum. Auðvitað gefst hún upp á orlofinu og kemur í bæinn þegar síst skyldi. Og ganga svo atburðir út að greiða á ný úr þessari bendu, sætta börnin vió framhaldslíf móður sinnar, hérna megin, og ráðstafa um leið eftir hana arfi svo öllum henti. Inn í þetta spinnst nokkurt aukaefni af drykkfeldum lækni og einföld- um presti og blótsamri ná- grannakonu og margvislegt grin á meðal annars um spírit- isma og draugatrú, ágirnd og aurafíkn. Alveg eins og i leiknum er fyrir að fara að minnsta kosti drögum velvirkrar atburða- fléttu, eins er þar brugðið upp mannlýsingum eða manngerv- ingumviðhæfi farsaleiks. Það sem á vanlar er fyrst og fremst nógu hljóiliðug framvinda á sviðinu, rökfesta atburða og mannlýsinga að gefnum fjar- stæðum forsendum farsa. En með þessum fyrirvara má margt segja loflegt um bæði hugdettur og uppátæki höfund- arins og hlut einstakra ieik- enda í sýningunni, enda vakti Blessað barnaián með köflum heilmikla kátínu í frumsýn- ingu. Herdís Þorvaldsdóttir leikur gömlu konuna, Þorgerði, sem ekki dó, fjailkona i plássinu í 30 ár. Það sópaði verulega að Her- dísi i gervi kerlingar í fyrst- hverju mótinu, en mest mæðir ’á Ingu, dótturinni sem heima býr og hleypti öllu af stað, mið- aldra konu úr frystihúsi og jass- ballett: Guðrúnu Ásmundsdótt- ur. önnur eru skáldkonan Erla Dögg: Ásdís Skúladóttir, Þórð- ur, einhvers konar aurasál að sunnan: Steindór Hjörleifsson, Addí ameríkudrós: Valgerður Dan, og María: Soffía Jakobs- dóttir, fyrirfrú frá Akureyri,. rétt eins og henni hefði verið kippt upp af ráðhúsplássinu í metrópólis norðurlands beint inn í leikinn. Ásamt Soffíu fannst mér Sig- urði Karlssyni: séra Benedikt auðnast kostulegust svipgerv- ing síns hlutverks, hins góðvilj- aða en fjarskalega óheppna kennimanns i þorpinu. Og auð- vitað fór Gísli Halldórsson létt með enn einn fylliraft: hinn sídrukkna Tryggva lækni. Makalaust var gaman að sjá hann vakna í byrjun fjórða þáttar! I þessum og hinum öðr- um hlutverkunum mátti sjá að minnsta kosti drög þesskonar mannlýsinga, persónugervinga úr raunsæislegu efni gerða, sem mætavel mundu henta i virkari farsaleik en í þetta sinn komst til leiðar. En Kjartan Ragnarsson hefur vissulega sýnt sig for-i vitnilegan höfund I leikhúsinu. Hver veit hvað skeður nær þriðja leikrit hans, sem þegar er samið, Týnda teskeiðin. kemur upp í Þjóðleikhúsinu? hefur það leikskólafólk að þess- um verkefnum, hinni pólitísku mælskulist Brechts sem orðin er nokkuð svo stirðmælt í ís- lensku þýðingunni. Er það sið- ferðisleg umræða, pólitísk boð- un leikjanna, heimssýn sem þeir lýsa sfnum klára og stíl- færða hætti? Það má í sjálfu sér einu gilda: mestu skiptir hvað vinnst á sýningunni. Og þótt maður kæmi í Lindarbæ, eins og undirritaður óneitan- lega gerði, nokkuð svo tortrygg- inn á efnivið sýningarinnar, tókst henni skjótt og greiðlega að yfirvinna allar manns efa- semdir gagnvart efninu og veitti hina bestu skemmtun kvöldið á enda, hvað sem líður lærdómum sem af henni megi draga. Og ekki leikur efi á því að þessi viðfangsefni hafa verið þeim leiknemum hinn þarfasti skóli, svo ólík sem þau eru tíðk- anlegum verkefnum Ieikhús- anna. Skemmtun og skoðun Úrræðið er liklega nýstár- legra verkið fyrir okkur, eins konar kórverk til vegsemdar byltingunni. Áhöfn leiksins skiptist í tvennt, stjórnarkórinn í dómarasess undir merkjum „hinna klassisku höfunda“ kommúnismans, og kór 4 áróðursmanna sem segja, Ieika og syngja sögu sína úr barátt- unni sem snýst um afdrif, af- glöp og endalok unga félagans, og skipast sífeilt á um hlutverk f frásögninni. Eins og í seinni leiknum verður frásögnin jafn- harðan dæmi siðlegrar breytni sem leikendur leggja berum og beinum orðum út fyrir áheyr- endum sínum: „Með því einu að læra hvernig veruleikinn er fá- um við breytt veruleikanum,“ segir siðast orða í Úrræðinu. 1 Undantekningunni og reglunni er meiri „leiksögu" fyrir að fara sem sögð er einföldum orð- um og áhrifsmeðölum leiks: þar er stríð stéttanna, manns gegn manni yrkisefnið og leiðir til ósigurs, dauða og tortímingar. Þetta tókst merkilega vel í Lindarbæ: hér má eitt sinn sjá raunverulega virkan frásagnar- leik og boðunarleik, raunhæfa „epíska leiklist“ með miklum fimleik og hagleik í látbragði og framsögn, sem umfram allt verður skemmtunarleikur i meðförunum. Vonandi er að þessar aðferðir, lærdómar af skólavinnunni, eigi brátt eftir að hagnýtast hinum ungu leik- urum við önnur verk, eigin við- fangsefni utan skóla. En það veltur að sönnu á því að þau einhvern tíma fái verk að vinna. Sýningin i Lindarbæ helgast i fyrsta lagi auðvitaó af náinni samvinnu ieikhópsins, agaðri vinnu hans i heild, en það er að sjá að tékkneski leikstjórinn Petr Micka, gestur leikskólans, hafi verið þeim hinn hollasti leiðbeinandi. En vitaskuld beinist athygli að einstökum leikendum eins og endranær, og þar er hæfileikafólk að sjá. Ég nefni bara Lisu Pálsdóttur, einkum f söng höndlarans, og Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur, einkum i gervi unga félagans í 6ta atriði Úrræðisins, og Guð- rúnu Gísladðttur í gervi kaup- mannsins, Guðnýju Helgadótt- ur kúlians I Undantekningunni og reglunni. Fjóla Ólafsdóttir hafði samið og flutti tónlist við leikinn sem fór þeim og flutn- ingnum prýðilega vel. Tilkynning frá Hjúkrunarskóla íslands Eiríksgötu 34 úmsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um skólann verða afhent dagiega frá kl. 9—18. úmsóknarfrestur er til 15. júní nk. Skólinn hefst 19. sept. 1977. úndirbúningsnám skal helzt vera síðara ár á hjúkrunar- kjörsviði framhaldsdeilda gagnfræðaskóla eða stúdents- próf. Skólastjóri Byggingameistarar — Hafnarfirði Óskum eftir tilboðum í að ljúka við breytingar á húseigninni Hvaleyrar- braut 3. Vélaverkstœðið Véltak Dugguvogi 21, sfmi 86605. Þrjú lyfsöluleyfi sem forseti íslands veitir 1. Lyfsöluleyfi á Boiungarvik er iaust til umsoknar. Leyfið veitist frá 1. október 1977. 2. Lyfsöluleyfi í Hveragerði er laust tii umsóknar. Lyfja- búðinni er aðallega ætlað að þjóna Hveragerðislæknis- héraði, þ.e. Olfushreppi, Hveragerðishreppi og Selvogs- hreppi. Gert er ráð fyrir að lyfjabúðin annist lyfjaútsölu í Þorlákshöfn, skv. 44. gr. laga nr. 30/1963. Leyfið veitist frá 1. október 1977. 3. Lyfsöiuleyfi á Höfn í Hornafirði er laust til umsóknar. Lyf jabúðinni er aðallega ætlað að þjóna heilsugæsluum- dæmi Hafnar, sbr. b-lið 3. töiuliðs gr. 16.6. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973. Leyfið veitist frá 1. október 1977. Umsóknarfrestur um ieyfi þessi er til 20. maí 1977. Umsóknir sendist landiækni. Heilbrigðis- og tryggingamólaróðuneytið. 20. april 1977.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.