Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 19W
Thelma Björnsdóttir, sem aðeins
er 13 ára, sigraði með yfirbúrðum
í kvennaflokki. DB-myndir Bjarn-
leifur.
Thelma vann
Thelma Björnsdóttir, 13 ára
stúlkan í UBK, sigraði með
nokkrum yfirburðum í kvenna-
flokki í Víðavangshlaupi IR.
Hljóp vegalengdina, um 4 km. á
17:00.2 mín. Aðalbjörg Hafsteins-
dóttir, HSK, varð önnur á 17:18.8
mín. og Hrafnhildur Val-
björnsdóttir, Á, þriðja á 18:20.0
mín. Bróðir Thelmu, Jón, var
yngsti keppandinn í hlaupinu.
Sjö ára og komu margir á eftir
honum í mark.
í 3ja manna sveitakeppni f
sigraði ÍR. Hlaut 7 stig, B-sveit ÍR
varð önnur með 27 stig. Þá Borg-
. firðingar með 31, KA 33, Breiða-
blik 44, Armann 50 og HSK 54
stig. 1 5 manna sveitakeppni vann
ÍR. Hlaut 18 stig, KA 69, UBK 75,
B-sveit ÍR 82 og HSK 92. I 10
manna sveitakeppni vann lR með
72 stig, UBK 169 og ÍR (B) 227.
| ÍR átti elztu sveit 152 ár (fimm
hiauparar, (HSK 150 ár. í kvenna-
flokki vann HSK með 9 stig, UBK
hlaut 18, ÍR 44. i sveinaflokki
sigraði UBK með 89 stig, ÍR hlaut
131. Eftir hlaupið voru nokkrir
menn heiðraðir fyrir 10 ára starf
við Víðavangshlaup ÍR eða þeir
Jón Þ. Ölafsson, Marteinn
Guðjónsson, Kari Hólm, Hákon
Bjarnason, Jón H. Magnússon og
Baldur Jónsson, vallarstjóri. Þá
var þetta í 20. sinn. sem Guð-
mundur Þórarinsson skipuleggur
hlaupið.
Beckenbauer
Franz Beckenbauer, fyrirliði
Bayern og Vestur-Þýzkalands, gaf
í gær út þá yfirlýsingu, að hann
mundi innan skamms gerast leik-
maður hjá New York Cosmos.
Hann fær 3 milljónir dollara
fvrir samning til þriggja ára.
— Eg er samt reiðubúinn til að
leika fyrir Vestur-Þýzkaland,
sagði Beckenbauer á blaða-
mannafundi í gær. Hann sagðist
hafa beðið um að vera ekki valinn
í næstu tvo landsleiki V-
Þjóðverja — að öðru leyti væri
hann reiðubúinn til að leika
iandsleiki og einnig á HM 1978.
Hins vegar bætti hann við. „Það
er hins vegar önnur spurning
hvort þeir vilja mig.“
Vestur-þýzki landsliðsþjálfar-
inn, Helmut Schön, hefur þegar
sagt, að ferli Beckenbauer sé
lokið ef hann fari til Cosmos.
V-Þýzkaland velji aðeins leik-
menn, sem hægt sé að ná til hve-
nær sem er, einkum vegna HM,
Aukastig
Þórarinn Magnússon, skósmíða-
meistari, var á sínum stað að
venju, þegar hlaupararnir komu í
mark. Þórarinn er 83ja ára og
þetta var i 60. skipti, sem hann
fylgdist með Víðavangshlaupi ÍR.
Aðeins tvö hlaup, sem hann hefur
ekki verið viðstaddur.
Sá elzti og sá yngsti í Víðavangs-
hlaupi ÍR. Jón Guðlaugsson, sem
er 51 árs og keppti í 20. skipti í
ga:r, hcldur á þeim yngsta, Jóni
B. Björnssyni. sjö ára.
Fram nældi sér í aukastig i
Reykjavíkurmótinu í knatt-
spyrnu í gær, þegar liðið vann
Armann 3-0 á Melavelli. Fram
hefur nú þriggja stiga forskol í
mótinu og horfurnar á Reykja-
víkurmeistaratitlinum mjög
góðar. Sumarliði Guðbjörnsson,
nýi leikmaðurinn hjá Fram frá
Selfossi, skoraði tvívegis í gær.
Sigurbergur Sigsteinsson þriðja
markið — en Pétur Ormslev lét
verja frá sér viti.
Staðan í mótinu er nú þannig:
Fram 3 3 0 0 5-0 7
Víkingur 3 1 2 0 2-1 4
Valur 3 1112-13
Þróttur 3 1111-13
KR 3 1 0 2 3-5 2
Armann 3 0 0 3 1-3 0
Akranes vann
Keflavík og Akranes gerðu
jafntefli í Litlu bikarkeppninni í
gær í Keflavík í skemmtilegum
og oft góðum leik. Keflvíkingar
komust í 2-0. Ólafur Júlíusson
skoraði strax í byrjun beint úr
hornspyrnu og Þórir Sigfússon
kom ÍBK í 2-0. Undir iok fyrri
háifieiks var Kristni Björnssyni
brugðið innan vítateigs og Árni
Sveinsson skoraði úr vítinu fyrir
ÍA. Í síðari hálflcik j'ifnaði Pétur
Pétursson.
Gisli Torfason, landsiiðsmaður-
inn kunni hjá ÍBK, meiddist í
leiknum og var í fyrstu óttazt að
hann hefði fótbrotnað. Gísli var
fluttur í sjúkrahús, en sem betur
fer reyndist hann ekki brotinn.
Eftir lcikinn var Akurnesingum
afhentur bikarinn, því þeir hafa
þegar sigrað í Litlu bikarkeppn-
inni í ár. Eru með sjö stig. . ,.mm.
Almenii
Nú eiga allir sem hyggja á ferðalög k(
fargjaldi allt árið án þess að fara í skip
og án þess að vera félagsbundinn í einhs
Til viðbótar allt að 40% afslætti, samk
sérfargjöldum”, veitum við sérstakan 25%
þeim sem eru á aldrinum 12-22ja ára.