Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 2
LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1977 2 r Ranglát kjör- dæmaskipan Sigurður Helgason skrifar: Ég vil í örstuttu máli gera grein fyrir skoðunum mínum um kjördæmaskipunina hér á landi, vegna greinar Viggós Oddssonar, Jóhannesarborg, er hann nefnir Svertingjahverfið Reykjavík. Það er greinilegt að höfundur, sem ég var einu sinni aðeins kunnugur, hefur að mjög litlu leyti kynnt sér skoðanir mínar á kjördæma- skipaninni hér á landi og mun ég því árétta nokkur sjónarmið mín. í grein minni, Ranglát kjör- dæmaskipan, sem birtist í Dag- blaðinu 19. október 1976, gerði ég ítarlega grein fyrir þvi ástandi sem nú ríkir, en þar kemur fram m.a., að i Vest- fjarðakjördæmi eru um 2000 manns bak við hvern kjörinn þingmann, en í Reykjaneskjör- dæmi um 9000 og í Reykjavík um 7000. Slíkt óréttlæti er al- gjörlega óviðunandi og brýtur í bága við grundvallarreglur lýðræðisins. Mér er samt ljóst að meira þarf til en orðin ein, því að flest allir alþingismenn hafa viðurkennt ranglæti þetta, en af einhverjum óskýranleg- um ástæðum þá bólar ekkert á raunhæfum tillögum til úrbóta. Helzta skýringin er sú að ekki hefur komið fram nægur þrýst- ingur frá kjósendum sjálfum en við það eru stjórnmálamenn fyrst og fremst hræddir. Hugmyndir mínar um breytt fyrirkomulag kosninga til Alþingis byggjast í höfuðat- riðum á núverandi kjördæma- skipan en í stað hlutbundinna kosninga verði komið á meiri- — hlutakosningum í einmennings- kjördæmum, sem nánar kemur fram hér á eftir. Hvernig skipta má kjördæmunum í einmenn- ingskjördæmi er að mínu mati ekkert vandamál, sem verður ekki rakið nánar hér. c Kjördnmi O) c £ 21 Reykjavík 21 4.016 Reykjaneskjördæmi 12 3.853 Vesturlandskjördæmi 6 2.340 Vestfj arðak jördæmi 5 2.010 Noróurlandskjördæmi (bæði eystra og vestra) 13 2.654 Austurlandskjördæmi 6 2.042 Suðurlandskjördæmi 7 2.724 Samtals 7 0 þinKmerin Með þessum tillögum er gert ráð fyrir að í Reykjavik og Reykjaneskjördæmi fjölgi um 16 þingmenn og tvöfaldast með því gildi atkvæða á þessum svæðum. Erfitt mun í fram- kvæmd að fækka þingmönnum I fámennustu kjördæmum, eins og reynslan hefur sýnt, og er þvf hér um heppilegustu lausn- ina að ræða. Alþingismenn en ekki embœttismenn Nú virðast fleiri en Viggó hafa fundið að því að með þess- um tillögum mínum þá geri ég ráð fyrir að f jölga þingmönnum en eðlilegra væri að fækka þeim verulega. I þessu sam- bandi vil ég benda á að I raun gera mínar tillögur einmitt ráð fyrir verulegum niðurskurði kostnaðar við rekstur Alþingis. I dag eru að jafnaði 10 vara- menn á Alþingi og fá þeir full Gerum Alþingi lifrænna laun sem aðalmenn meðan þeir gegna þeirra störfum, en aðal- mennirnir missa einskis í launum. Verði aftur á móti framfylgt þeim tillögum sem ég hefi sett fram þá myndi vara- maður aldrei vera tilkvaddur, nema að aðalmaður forfallist og verði að hætta þingmennsku, af ýmsum ástæðum. I raun myndi þannig alþingismönnum á, launaskrá ekkert fjölga með þessum tillögum. Aðalatriðið er þó það að ég er algjörlega mót- fallinn þeirri skipan mála sem orðið hefur á Alþingi að nú eru allir aiþingismenn orðnir aðeins 60 nýir embættismenn með ráðuneytisstjóralaun auk annarra fríðinda, sem bætt hefur verið ofan á kerfið. Að minum dómi hefur þessi nýskipan gert það að verkum að aðeins atvinnustjórnmálamenn eiga nú þar sæti og hafa þeir að sama skapi fjarlægzt hið al- menna starfslíf I landinu. Með bættum vinnubrögðum og betra skipulagi virðist nægur tími fyrir störf unnin á Alþingi að koma saman í byrjun október og ljúka störfum fyrri- hluta aprílmánaðar, með hæfi- legu jólafrii og nægðu fundar- höld 3—4 daga í viku. Er því eðlilegra að miða laun alþingis- manna t.d. við % af núverandi launagreiðslum og sérstaklega tel ég nauðsynlegt að endur- skoða allt lífeyrissjóðakerfi al- þingismanna og ráðherra. Það er fáheyrt að alþingismenn eftir nokkurra ára þingsetu, geti fengið verðtryggðan líf- eyrissjóð á meðan meginhluti þjóðarinnar hefur ekki öðlazt þessi réttindi. Nokkur dæmi eru um að alþingismenn fái full lífeyrissjóðsréttindi úr þremur til fjórum verðtryggðum sjóð- um. Starfsemi Alþingis á að vera þannig fyrirkomið að dugmiklir menn og konur úr öllum stétt- um gefi sig að þingmennsku, en þar verði ekki einvörðungu at- vinnustjórnmálamenn. Með þessari skipan yrði Alþingi fljótlega lífrænna og í beinni tengslum við starfslifið 1 landinu á hverjum tima. LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - Orvalið aldrei meira en nú! Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Viltu breyta? Mjög vönduð GÓLFTEPPI Verðfrá kr. 1.800 ferm Vmyl gólfdúkur ^ Kork-gólfflísar Verð frá kr. 2.780 ferm. Vinyl veggfóður NýirHtir ti Ar e * I f AA _ » Verð frá kr. 600 rúllan. | Málning og málningarvörur Fra helztu f ramleiðendum Staðgreiðsluafsláttur 10% hvort sem keypt er mikið Það munar ■ eða lítið um mmna Lítiðviðí Litaveri þvíþað hefur ávallt borgað sig Vandaður CONTAKT-pappír, litaúrval mikið — Teppi í bíla — RYA- og ESCERONA -- VÖNDUÐ TEPPI í SÉRFLOKKI — LEÐURLÍKI - breidd 138 cm, — glœsilegir litir. Allar deildir ásama stað Hreyfilshúsinu, Grensásvegi 18 - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER LITAVER —LITAVER —LITAVER - LITAVER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.