Dagblaðið - 22.04.1977, Side 9

Dagblaðið - 22.04.1977, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRIL 1977 ~~“ Barízt um bílastæöi „Þaö er nú orðið anzi hart þegar maður getur ekki lagt bílnum sínum í stæði, sem ekki er greinilega merkt sem einka- bílstæði, án þess að límdur sé miði á framrúðuna og það á versta stað. Þetta er ekkert annað en hrein og klár ósvífni.“ Svo fórust Birgi Frímannssyni verkfræðingi orð. Fyrir nokkr- um dögum brá hann sér í útibú Búnaðarbankans við Hlemm og þegar hann kom út aftur var miði, sem á stóð „bílastæði bönnuð óviðkomandi", límdur á framrúðu bíls hans og það á versta stað þannig að útsýn bíl- stjóra var stórlega takmörkuð. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er gert,“ sagði Birgir. „Starfsmenn hússins hafa oft orðið fyrir svipuðum óþægind- um. Húsvörðurinn hérna er óspar á svona miða og klinir hann þeim yfirleitt á versta stað. Límið sem notað er er svo Y_^__ sterkt að miðinn næst ekki af nema með stórvirkum aðgerð- um. Flestir hafa brugðið á það ráð að skafa miðana af með rakvélarblaði en bæði skemmir það rúðuna og miðinn næst ekki af til fulls. Húsvörðurinn stóð þó ekki fyrir þessari miðalímingu á bíl Birgis. Var það eigandi bíls- ins, sem oftast stendur í þessu stæði, Sigurður Björnsson óperusöngvari. Sigurður var spurður um ástæðu fyrir þessum verknaði. Hann sagðist hafa þetta stæði á leigu og hefði hann fullan rétt til að angra þá sem í það legðu. Sigurður var spurður um ástæðuna fyrir því að merkja ekki stæðið betur. Hann taldi að merkingin við stæðið væri algerlega fullnægj- andi og hlyti hverjum manni, sem áhuga hefði, að vera það fullljóst að um einkastæði væri að ræða. Sigurður vildi ekki segja hvar hann fékk miðann en taldi að hver og einn gæti auðveldlega orðið sér úti um svona miða. Af því tilefni spurðist Birgir fyrir um það hjá húsverðinum hvort hann gæti fengið sams konar miða en honum var neit- að um það. DB hafði samband við lög- regluna í Reykjavik og spurði um afstöðu hennar til svona mála. Svörin, sem gefin voru, eru þau að lögreglan tekur enga heildarafstöðu. Hins veg- ar reyndi lögreglan í hvert skipti sem kærur berast vegna svipaðra atvika að sætta menn og leiða þeim, sem nota svona miða, fyrir sjónir hversu hættu- legt það geti verið. Hins vegar væri aldrei um það að ræða að lögreglan gerði neitt meira í svona málum. D.S. Pralsterkir stálofnar fyrir íslenskar aðstarður Framleiðum samkvæmt fslenskri hönnun nýja tegund stálofna sem eru sérstaklega ætlaöirtil aö þola og nýta hitaveituvatn sem best. Þolr oru: ★ Framleiddir úr þykkara og sterkara efni en aörir ofnar hérlendis. ★ Fyrirferöalitlir, falla vel í umhverfið. Þykkt frá 15 mm. Einfaldir, tvöfaldir, þrefaldir eöa fjórfaldir, eftir aöstæöum, til bestu hitanýtní fyrir hvern og einn. ★ Lágt verö, leitiö tilboöa. Stuttur afgreiöslufrestur. ■ STfiLOFNfiRHF. tr ANANAUST VIÐ GRANDAGARÐ. HUSI O EL LINGStN. SlMl 28140 LAUSSTAÐA LektorsstaÖa í lyfjafraaði lyfsala við Háskóla islanda er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferíl og störf, skulu hafa boríst menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík, fyrír 20. maí nk. Menntamálaráðuneytið 20. apríl 1977. Fyrirhuguð er þriggja vikna ferð til Mallorca 13. maí nk. Ferðir pg gisting frá kr. 67.000. Nánari uppl. veittar í síma 86133 og 74368.Þátttakatilkynnist fyrir 1. maí. Sjálfsbjörg. HUNDAHALD LEYFT A SEYÐISFIRÐI Hundahald hefur verið leyft á Seyðisfirði en þó með ýmsum skil- yrðum. Bæjarstjórn lagði drög að reglúgerð um hundahald og segir þaruí.a.: hunda að störfum í vörzlu eig- anda sinna. Óheimilt er að hafa með sér hunda, þó í taumi séu, inn í skólahús, almennar skrif- stofur, samkomuhús og verzlanir. Mönnum er heimilt að halda hunda í Seyðisfjarðarkaupstað. Eigandi skal tafarlaust láta skrá hunda sína á bæjarskrifstofu og fær þá merkta plötu sem ætið skal vera um háls hundsins. Eiganda skal skylt að kaupa ábyrgðar- tryggingu hjá viðurkenndu trygg- ingarfélagi þannig að tryggt sé að tryggingin taki til alls tjóns, er hundurinn kann að valda. Óheimilt er með öllu að láta hunda gánga lausa, nema smala- hunda á þeim tímum, sem þeir eru sannanlega notaðir við smöl- u:n, svo og minkahunda og spor- Skilyrði fyrir hundahaldi í sam- býlishúsum er, að allir íbúðareig- endur samþykki hundahaldið skriflega. Til að standa straum af kostnaði við skráningu skal hver hundeigandi greiða árlegt gjald til bæjarsjóðs (að undanskildum blindum og öryrkjum). Hundar úr aðliggjandi sveitum, sem ekki eru í fylgd með eigendum og ómerktir eru, svo og aðra flæk- ingshunda ómerkta, skulu lög- reglumenn handsama og lóga, ef eigandi gefur sig ekki fram irtnan tveggja sólarhringa. JH Opin AA-fundur á morgun Fyrirlestur um áfengismál og fyrirspurnum svarað Opinn AA-fundur verður haldinn í Laugarásbíói laugar- daginn 23. apríl kl. 13.00. Þar kémur dr. Le Clair Bissel for- stöðumaður Smithers Alcohol- ism Treatment and Training Center við Roosevelt sjúkra- húsið i New York. Frúin fl.vtur erindi um ýmsa þætti áfengis- mála og svarar fyrirspurnum. Þá munu nokkrir AA-félagar segja frá reynsíu sinni ogstarf- semi Al-anon og Alateen verður kynnt. Sérstaka athygli ber að leggja á að fundur þessi er op- inn öllum sem háfa áhuga á áfengismálum og hvað má gera til varnar áfengisbölinu. A.Bj. A A A A A A HfisliH ui i■nj iU Lj il m \_________________________________ ilL l 121 Loftsson hf. Hringbraut Sími 10600 tflg**«* Ní"c^a>’ 'ie’ð v t toeV'

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.