Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1977 3 Húsdýraáburður — eða hey Garöeigendur eru nú sem óðast að bera áburð á garða sína svo góð rækt komist í spildurnar. « Þannig leit áburðurinn út á Hörpugötunni. Heyið var ekki alveg orðið að áburði — átti sem sagt eftir að fara í gegn um meitingarfæri húsdýrsins. DB- mynd Sv. Þorm. Á vorin hefst þar með árs- tíðabundin atvinna þeirra sem selja fólki húsdýraáburð og aka honum heim til fólks. Menn þessir auglýsa vöru sína í dag- blöðunum og eru oft margir um hituna. En ekki er aliur áburðurinn jafnkraftmikill. Axel Sigurðsson á Hörpugötu 3 keypti húsdýraáburð eftir aug- lýsingu og áburðarsalinn kom að kvöldi til og losaði eina kerru. Þegar húseigandinn ætlaði að fara að dreifa áburðinum morguninn eftir kom i ijós að áburðurinn var að mestu hey, en fyrir þetta hey hafði húseigandinn greitt 3600 krónur. Þegar hringt var í áburðarsalann og kvartað yfir vörunni svaraði hann skætingi einum og húseigandinn fékk enga bót. Betri símaþjón- ustu hjá tollstjóra Guðjón Þorkelsson hringdi: Guðjón kvartaði yfir því að lítil þjónusta væri á beinum sima hjá tollstjóraembættinu. Sími þessi 13325 væri til að nota fyrir innflytjendur til upplýsinga um tilbúin tollskjöl. Guðjón kvað alla innflytjendur nota þennan síma enda sparaði hann ferðir og fyrirhöfn. En því miður svarar oft enginn þessum síma, því stúlkurnar eru uppteknar að sinna öðrum málum. Spurning dagsins Er gaman í skólanum? (Börn í Hólabrekkuskóla svör- uðu). Páll Rúnarsson 9 ára: Já, það er soldið gaman og soldið leiðinlegt. Leikfimin er skemmtilegust en söngur er leiðinlegastur. Halldór Birgisson 9 ára: Nei — jú, mér finnst stundum gaman. Leikfimi er skemmtilegust en ég man ekki hvað er leiðinlegast. Meðan Herjólfur er i slipp er vandræðaástand á vöruflutningum til Vestmannaeyja. Vöruf lutningar til Vestmannaeyja Verzlunarstjóri í Vestmanna- eyjum hringdi: Meðan Herjólfur er í slipp, sjá Flugleiðir nær eingöngu um vöruflutninga til Vestmanna- eyja. Verzlunarstjórinn var óánægður með þjónustu Flug- leiða hvað vöruflutninga snertir og sagði félagið leggja alla áherzlu á farþegaflugið, þannig að oft þyrfti að biða 5-6 daga eftir vöru. Þetta er mjög bagalegt fyrir okkur sem stundum verzlun hér í Eyjum, því lítið er um aorar iciðir milli lands og Eyja. Strandferða- skipin koma það sjaldan að lítið gagn er að fyrir vöru sem þarf að komast með skjótum hætti. Kristín Þórðardóttir 10 ára: Já, mér finnst mest gaman að bibiíu- sögum en stafsetning er leiðinleg- ust. Karl Karlsson 10 ára: Já-já. Það er ekkert leiðinlegt í skólanum og mér finnst mest gaman að læra reikning. \ um í svo miKilli blekkingu. Votta-Jehóva viija gefa, þvi Meðtakið þann sannleik, sem hann mun leiða til eiiífs lífs. Unnur Rán Halldórsdóttir 10 ára: Já, og reikningur er skemmtileg- astur en teikning er leiðinlegust. Valur Júlíusson 9 ára (frændi Óma Vald.): Já-já. Reikningur og skrift eru skemmtilegust. Teikn- ing er leiðinleg, sérstaklega ef þarf að teikna í kristiiifræði. Einar Ingvi Magnússon Heiðar- gerði 35 skrifar: Ég vil koma á framfæri þakklæti í DB þótt það sé e.t.v. óvenjulegt að þakka en ekki lasta. Fyrir nokkrum vikum heimsóttu mig Vottar-Jehóva og hafa þeir komið nokkrum sinnum eftir það og einnig hef ég þegið boð á samkomur þeirra. Ég hef heyrt það út und- an mér að fólki er illa við Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson þennan söfnuð en lofsyrðin eru ekki höfð eins hátt á lofti. En það ber að lofa það sem vel er gert og þau verk eru yndisleg, sem Vottar Jehóva vinna. M.a. bjóða þeir ókeypis biblíufræðslu, og ef einhver segist trúa á bíblíuna skyldi sá hinn sami kynnast henni nánar, í þessum eina sanna trúflokki Krists. Eg var failinn langt niður í djúp andatrúarinnar og falsspámanna, en mér var færður á borð hinn eini sann- leikur eftir að ég hafði gefið mér tíma til að opna fyrir þess- um lærisveinum Guðs, Jehóva. Ég ætla að vona að fólk geri það einnig almennt, því við lif- Vottar-Jehóva er lítill söfnuður miðað við islenzku þjóð- kirkjuna. Þessi mynd sýnir innviði Húsavíkurkirkju. ÞAKKIR TIL V0TTA-JEHÓVA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.