Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 28
fifálst, nháð dagblað
FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1977
Reyktur lax og skáksálfræði
Roskin h jón
létust íbif-
reiðarslysi f
Rangár-
vallasýslu
Banaslys varð á Fljóts-
hlíðarvegi á móts við Hlíðar-
enda að kvöldi síðasta
vetrardags um kl. 20.30.
Fólksbifreið lenti út af veg-
inum og fór þrjár veltur. I
bifreiðinni voru roskin hjón
og voru þau bæði látin þegar
lögregla og sjúkrabill ásamt
lækni kom á staðinn.
Hjónin sem létust voru
María Sigurðardóttir og
Sigurður Tómasson bóndi að
"Barkarstöðum. Voru þau í
nýlegri Lada-bifreið á
leiðinni heim til sín.
Talið er sennilegt, sam-
kvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Hvolsvelli, að
Sigurður heitinn hafi
fengið aðsvif eða hjartaáfall,
þótt það sé ékki vitað, með
vissu. Hann var 79 ára en
María kona hans var 68 ára
gömul. -A.Bj.
Hiísbruni í
Kópavogi —
fólkið slapp
óslasað
Úr hófi menntamálaráðherra í ráðherrabústaðnum fyrir skákslitin. Gestirnir eru ánægðir eftir veiziuna. Sitjandi frá vinstri eru Einar S.
Einarsson forseti Skáksambands islands, Vlastimil Hort, Hrönn Pétursdóttir, eiginkona Gunnars Gunnarssonar, aðstoðardómara, í
einvíginu, frú Smyslov, Margrét Þorkelsdóttir, eiginkona menntamálaráðherra, Marina og Boris Spassky. DB-mynd Sveinn Þorm
Reyktur lax er meðal gjafa sem
þeim Hort og Spassky hafa borizt
i viðurkenningar- og þakklætis-
skyni fyrir góðar skákir og
drengilega framkomu í einvíginu.
Verzlunin Jónsval sendi líka lax
handa aðstoðarmönnum þeirra.
Þegar verðlaun voru afhent í
matarboði menntamálaráðherra
Vilhjálms Hjálmarssonar í fyrra-
Orkan í útvarpinu
Útvarpsumræður verða i
kvöld um orkumálatillögu
Alþýðubandalagsmanna, þar
sem krafizt er gerbreytingar
á stefnunni í orkumálum.
Umræðurnar hefjast
klukkan hálf níu.
Ræðumenn verða: Fyrir
Alþýðubajidalagið Kagnar
Arnalds op Sigurður Magnús
son, fyru ðjuii'siæðisiioi'k-
inn Gunnar Thuroddsen og
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, fyrir Alþýðuflokkinn
Eggert G. Þorsteinsson og
.Jón Ármann Héðinsson,
fyrir Framsóknarflokkinn
Ingi Tryggvason og Stein-
grímur Hermannsson og
fyrir Samtökin, að sjálf-
sögðu Karvel Pálmason og
Magnús Torfi Olafsson.
Flokkarnir fá hálitíma
hver, sem skiptist í tvær
fimmtán mínútna umferðir.
Röðin verður þessi: í fyrri
umferð 1 Alþýðubandalag,
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
flokkur, Framsókn og Sam-
tökin, í seinni umferð, Sjáif-
stæðisflökkur, Samtökin,
Framsókn, Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag. 1111.
dag, skreytti Einar S. Einarsson
forseti Skáksambandsins, barm
þeirra Marinu Spassky og frú
Smyslov með fögrum hálsmenum
með íslenzkum eðalsteinum.
Listasmíðar þessar gerði Jens
Guðjónsson, gullsmiður.
Fleiri góðar gjafir voru gefnar
ninum ágætu gestum. Að matar-
boðinu loknu var fjölmennt hóf á
Hótel Borg. Þar skemmtu þeir
Smyslov og Kristinn Hallsson
með söng og Ómar Ragnarsson
með glóðvolgum gamanvísum úr
skákinni.
Fleiri skemmtilegar
uppákomur voru til skemmtunar í
Borgarhófinu. Var það í alla staði
góður punktur aftan við átökin.
Framundan hjá þeim Hort og
Spassky eru nú m.a. fjöltefli.
Spassky hefur ljáð máls á þvi að
halda fyrirlestur um sálfræðina í
skákeinvígjum. Fjallar hann um
hvernig það er að standa undir
álagi skákkeppni með öllum þeim
tilbrigðum, sumum ófyrirsjáan-
legum, er því eru samfara. Fáir
núlifandi menn hafa af að miðla
þeirri reynslu, sem Boris Spassky
hefur fengið i þessu tilliti.
íbúar á efri hæð hússins
að Nýbýlavegi 42 vöknuðu
kl. 05.40 í gærmorgun við að
mikill reykur var í íbúðinni.
1 ljós kom að eldur var í
stofunni, bæði í sófasetti,
gólfteppi og gardínum.
Hringt var á slökkviliðið
sem komið var á staðinn
eftir fjórar mínútur. Þá var
fólkið komið út á svalir
hússins og var reistur upp
stigi og fólkinu bjargað.
Reykkafarar fóru strax
inn í húsið, eins og venja er
og var eldurinn þá kominn í
millivegg á milli stofunnar
og eldhússins. Slökkviliðið
réð niðurlögum eldsins á
skammri stundu en
töluverðar skemmdir urðu
bæði af eldi, reyk og vatni.
Nýbýlavegur 42 er tveggja
hæða steinhús með kjallara.
-A.Bj.
FANNST LÁTINN
Maðurinn, sem saknað var
úr Kópavogi og auglýst var
eftir, fannst látinn í gær.
Hann hét Sigurður
Ágústsson og var 53 ára.
Örstuttur samn-
ingafundur
Örstuttur samninga-
fundur var í gær, og var litið
lítið eitt á tæknileg atriði við
útreikning á vísitölu. Ekkert
markvert gerðist á þessum
fundi, sem stóð frá klukkan
fimm til hálf sjö.
I vaxandi mæli stefnir í
verkföll fljótlega í maí.
Samningafundur hefst
klukkan fjögur í dag. -HH.
-BS.
íslendingur íTorremolinos:
Drakk 25 tvöfalda
Cuba-Ubre á rúmri
klukkustund
„Eg verö að játa það, að
heilsan var heldur bágborin
daginn eftir," sagði ungur
norðlenzkur kenr ari sem
nýlega sigraði í magnaðri
áfengisdrykkjukeppni á enska
barnum i Torremolinos á
Spáni.
Hann drakk 25 tvöfalda
Cuba-Libre (romm i kók) á
einni klukkustund og tiu
mínútum. Að þeirri drykkju
lokinni stóð hann upp af stóln-
um og keypti sér drykk á barn-
um.
Tiu íslendingar tóku þátt í
keppninni sem barþjónninn
John Collins stóð fyrir. Tveir
aðrir komust mjög nærri sigri
en töpuóu á tíma. Annar stóð
upp eins og gosbrunnur og
spúði liðlega fjörutiu
„sjússum" yfir borðið en hinn
gafst upp þegar kennarinn ungi
hafði sigrað.
„Eg fór nú bara heim og lagði
mig á eftir," sagði sigurveg-
arinn í stuttu samtali við DB í
gær, „en sá þriðji var á rambi
alla nóttina eins og lítið hefði i
- stóð upp á eftir og
keypti sér íglas
skorizt."
Verðlaunin voru áletraður
skjöldur, „heldur léleg
verðlaun," þótti sigurvegaran-
um er kvaðst aldrei áður hafa
framið slikt „afrek" i drykkju.
Hann kvaðst og ætla að hann
hefði fengið nóg af rommi í bili.
John Collins, þjónninn á
enska barnum í Torremolinos,
hefur látið þau orð falla, að
hverjum sem er sé frjálst að
reyna að slá metið — en þá á
eigin ábyrgð.
-ÖV.
Skattafrumvarpið sofnað
Skattafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar er sofnað á þing-
inu. Það verður ekki afgreitt á
þessu þingi en mun skjóta aftur
upp kollinum í haust. Breyting
á skattlagningu samkvæmt því
mun því varla verða fyrr en í
fyrsta lagi fyrir þær tekjur,
sem fólk aflar sér á árinu 1978
en ekki fyrir tekjur í ár.
Það er hinn mikli ágrein-
ingur, sem veldur svæfingu
frumvarpsins, gagnrýni bæði
utan þings og innan. Frum-
varpið hefur legið hjá fjárhags-
og viðskiptanefnd Neðri
deildar í mestallan vetur.
Nefndarmenn treysta sér ekki
til að koma því i gegn nú vegna
ágreinings og tímaskorts, þar
sem þingi á að ljúka í byrjun
næsta mánaðar.
Meirihluti nefndarinnar mun
stefna að miklum breytingum á
frumvarpinu í haust. Frá-
dráttarreglan verði aftur tekin
upp en hætt við afsláttarregl-
una. Barnabætur verði auknar
og meðlag verði frádráttarbært.
Hins vegar verði haldið regl-
unni um helmingaskipti á tekj-
um hjóna. -HH