Dagblaðið - 22.04.1977, Blaðsíða 10
10.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. APRlL 1977
»
►
V
*
* Framkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Rrístjánsson.
Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar:
' Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jórt!
* Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingolfsdóttir. Gissur
k rSigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Páísdóttír, Krístín Lýðs-
' dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson,
i iHöröur Vilhjálmsson, Sveinn Þormó.ðsson..
► Skrifstofustjóri: óíafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn ^orleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M.
► Halldórsson.
Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
. Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskrif tir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
k Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
► Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Vandann má leysa
Kaupmáttur daglauna hefur
rýrnað um 13% frá árunum
1972/1973 og um 25% frá árinu
1974 samkvæmt upplýsingum
Kjararannsóknanefndar. Full-
trúar launþega og vinnuveitenda
á umræðufundi sjónvarpsins á
þriðjudaginn voru sammála um, að þessar tölur
væru réttar.
Fulltrúarnir voru einnig sammála um, að hið
opinbera hafi aukið sinn hlut af köku þjóðar-
teknanna á þessum sama tíma. Var minnzt á
átta prósentustig í því sambandi.
Er það í samræmi við tölur frá Þjóðhags-
stofnun um, að hlutur hins opinbera af þjóðar-
tekjum hafi aukizt samanlagt á tíma síðustu
vinstri stjórnar og núverandi helmingaskipta-
stjórnar úr 28% í 36%. Þetta þýðir í rauninni,
að hið opinbera hefur aukið sinn geira um 30%
fyrir utan aðra stækkun hans vegna verðbólg-
unnar og aukinna þjóðartekna.
Upphaflega stafaði kjararýrnunin af óhag-
stæðum utanríkisviðskiptum. Þau hafa nú
batnað svo á nýjan leik, að þau eru orðin
jafngóð og þau voru fyrir rýrnun. Samt stendur
kjararýrnunin enn algerlega óbætt. Skýringin
á því er að sjálfsögðu sú, að ríkið hefur tekið til
sín mismuninn.
í samningunum í fyrra reyndu fulltrúar
launþega og vinnuveitenda að fá ríkisstjórnina
til að slaka á græðginni, létta af sköttum og
gera aðrar ráðstafanir til að draga úr hlut
ríkisins og auka hlut almennings og atvinnu-
vega. Við öllu þessu var daufheyrzt þá. Og hið
sama virðist vera uppi á teningnum núna.
Framferði tveggja síðustu ríkisstjórna og
þingmannaliðs þeirra má líkja við gegndarlaust
ölæði Nerós Rómarkeisara. Hvar sem sést til
krónu er hún þrifin inn í skömmtunarstofnanir
hinna samtryggðu stjórnmálaflokka, hvort sem
þær kallast Framkvæmdastofnun, stofnlána-
sjóðir eða bara bankar.
Peningum þessum er svo grýtt í Borgar-
fjarðarbrýr, Kröflur, málmblendiver og
Þörungavinnslur, svo að frægustu dæmin séu
nefnd, auðvitað að ógleymdum landbúnaðinum
og vinnslustöðvum hans.
Frekja þessara manna er svo gegndarlaus, að
helzti vísindamaður landsins í rannsóknum á
þörungavinnslu var rekinn úr starfi vegna efa-
semda hans og fenginn annar í staðinn, sem bjó
til þær tölur, sem stjórnmálamennirnir vildu
sjá. Þannig varð til endaleysa Þörungavinnsl-
unnar hf.
Fimmfaldan uppskurð þarf á efnahagslífi
landsins. í fyrsta lagi þarf að slíta tengsl stjórn-
mála og lánastofnana. I öðru lagi framkvæma
tillögur Dagblaðsins í landbúnaðarmálum. í
þriðja lagi framkvæma tillögur Kristjáns
Friðrikssonar í málum sjávarútvegs og iðnaðar.
I fjórða lagi framkvæma tillögur Arons Guð-
brandssonar í varnarmálum. Og í fimmta lagi
þarf að framkvæma tillögur Jóns Sólness í
málefnum krónunnar og bankamálum.
Við slíkar aðstæður ættu atvinnuvegirnir
auðvelt með að verða ekki aðeins við réttlátum
og sjálfsögðum kröfum launþega um 111
þúsund króna lágmarkslaun. Þeir gætu greitt
200 þúsund króna mánaðarlaun fyrir dagvinnu
eins og atvinnuvegir nágrannalandanna geta
og gera.
idi Dagblaöið hf.
WBIAÐIB
I frfálst, úháð dagblað
Ekki stereo, heldur
quadraphon hjá BBC
—hefur útsendingar á fjórum rásum 30. apríl
Þaó þokast hægt í þá átt hér-
lendis að allir landsinenn heyri
sæmilega í útvarpi. Heilu fjórö-
ungarnir mega búa vió svo
slæmt ástand í útvarpsmálum
aó útsendingarnar heyrast ef til
vill aðeins með höppum og
glöppum. Ekkert er farió að
hugsa um tóngæöin ennþá. Hér
er allt efni sent út á einni rás,
eóa 1 mono eins og þaö er nefnt
á fagmáli.
Umræóur um útsendingar á
tveim rásum, eða í stereo, eru
hér aðeins á byrjunarstigi. Það
er langt í land að við fáum að
heyra tónlistarútsendingar
Ríkisútvarpsins í stereo ef að
líkum lætur. En meðan við lát-
um okkur dreyma um stereo
útsendingar, þá eru Bretar að
undirbúa útsendingu á fjórum
rásum, eða quadrophonic-
útsendingar. Þeir ætla að senda
út dagskrá sína frá og með 30.
apríl nk. á fjórum rásum. Til-
raunin á að standa i eitt ár og ef
hún heppnast vel á auðvitað að
halda útsendingum áfram.
BBC ríður ú vaðið
Það er BBC sem ætlar að
hefja þessar útsendingar og
halda þeim áfram í eitt ár. Þá
vænta menn þess að almenning-
ur hafi lært að meta útsending-
argæðin það mikils að fullur
þjóðarvilji verði um áframhald
þeirra.
Þær breytingar sem gera
þarf á tækjakosti útvarpsstöðva
er ekki eins mikill og menn
höfðu gert sér í hugarlund.
BBC hefur fullkominn útbúnað
til að senda út efni á tveim
rásum, eða í stereo. Við þann
útbúoað þarf að bæta ýmsum
tækjum sem munu kosta um 10
þúsund pund. Þykir það mjög
vel sloppið.
Nýja tækið sem BBC hefur
fengið sér kalla þeir Matrix H.
Það virkar þannig að það beinir
hljóðbylgjunum í ákveðin
kerfi. Ef tekið er dæmi um út-
sendingu á tónlist söngkvart-
etts er hver rödd send út fyrir
sig, ef svo mætti að orði komast.
Ef um stóra hljómsveit er að
ræða er hver hljóðfærahópur
fyrir sig sendur út t.d. strok-
hljóðfærin sér, ásláttarhljóð-
færin sér og söngurinn sér, svo
dæmi séu tekin.
á í samband við útvarpstæki
hlustenda. Til þess að taka við
sendingum í stereo barf tvo há-
talara og þá er það eitt eftir að
bæta við tveim til viðbótar.
Kostnaður við breytinguna er
áætlaður hundrað til hundrað
og fimmtíu pund.
Varla mun líða langur tími
þar til framleiðendur hljóm-
tækja hafa komið með tæki á
markaðinn til að taka við út-
varpssendingum á fjórum rás-
um. Þegar það er fengið verður
varla langt að bíða þess að þessi
háttur á útsendingu verði al-
mennur víða um lönd.
Ný tœki við útvarps-
tœkin sem fyrir eru
Nú eru fæst út.varpstæki í
Bretlandi gerð fyrir útsending-
ar á fjórum rásum. Þar eiga
flestir tæki sem geta tekið á
móti stereoútsendingum.
Lausnin á þessu vandamáli er
ósköp einföld. Nú er komið á
markaðinn lítið tæki sem setja
Tóngœðin frábœr
Þegar um fjögurra rása út-
sendingu er að ræða þarf fjóra
hátalara sem tengdir eru í
magnarann. Bezt er að hafa þá í
öllum fjórum hornum her-
bergisins. Þannig er haagt að
njóta t.d. tónlistarinnar bezt.
Douglas Muggeridge tónlist-
arstjóri BBC hefur lýst þvi yfir
að nú loks geti þeir sent út verk
meistaranna án þess að hálf-
eyðileggja þau. Hann er mjög
vongóður að þessi nýjung falli í
það góðan jarðveg að hlustend-
ur vilji ekki missa útsendingar
á fjórum rásum.
Muggeridge segir að það sé
sama hvernig tónlist sé send út
á þennan hátt. Þeir sem kunna
að meta góð verk, hvort sem er
eftir Bach eða flutt af popp-
hljómsveitum, fá helmingi
betri tónlist á þennan hátt en
úr stereotækjum sínum hvað þá
mónóaumingjunum. Það virðist
því vera framtíð í svona útsend-
ingum, þetta er það sem koma
skal.
ÞRJAR LEIÐIR
Hagskýrslur segja okkur
öðru hvoru að á íslandi séu
einhverjar hæstu þjóðartekjur
í veröldinni. Sams konar hag-
skýrslur segja síðan gjarnan að
ísland sé láglaunasvæði. Það
þarf varla hagspeking til þess
að sjá og skynja, að þarna er
eitthvað ekki eins og það á að
vera. Annaðhvort standast ekki
slíkar skýrslur — eða þá hitt að
peningar streyma f öðrum far-
vegum en þeim sem slíkar og
hvílíkar skýrslur ná til. Og ætli
það sé ekki einmitt lóðið.
Nýtt dæmi um slíka subbu-
lega peningaeyðslu hefur verið
rakið á síðum Dagblaðsins að
undanförnu. Þörungaverk-
smiðja var reist í Reykhólasveit
og að henni stóð eftirlitslaus
stjórnmálamaður í atkvæðaleit.
Hann virðist haia gert sér lítið
fyrir og rekið vísindamann þeg-
ar niðurstöður hans þjónuðu
ekki pólitískum tilgangi og
fengið sér annan ráðgjafa og
þægari. Þetta ævintýri sýnist
eiga eftir að kosta of fjár —
verður eins konar smávaxið
Kröfluhneyksli. Mistök geta
auðvitað alltaf átt sér stað. En
þau eru of mörg, of keimlík, og
eiga sér of líkar forsendur sem
hefði mátt læra af. Mistök sem
þessi gerast aftur og aftur
vegna þess að enginn er dreg-
inn til ábyrgðar, enginn þarf að
svara til saka. Valdakerfið sam-
tryggða þegir, enginn á Alþingi
spyr um neitt. Ef nýju fjöl-
miðlarnir væru ekki komnir til
sögunnar vissi sennilega. varla
nokkur maður um það, hvað
hefur verið að gerast í Reyk-
hólasveit. Enn þarf sennilega
að bíða um sinn eftir því að
breyting verði í stjórnkerfinu,
að stjórnkerfið verði látið bera
sams konar ábyrgð á gjörðum
sínum og einstaklingur oftast
þarf.
I Reykhólasveit er aðhilds-
laust stjórnkerfi að sóa ómæld-
um fjármunum. Við Kröflu
hefur aðhaldslaust stjórnkerfi
verið að sóa milljörðum. Og
hvaðan halda menn að þessir
peningar komi? Svo mikið er
vlst að þeir vaxa ekki á trjám.
Um hvað er deilt á
Loftleiðahóteli?
Meðan fjármagni er með
þessum hætti ausið í sjóinn í
Reykhólasveit, við Kröflu, í
lánastofnunum og út um allt
báknið, setjast launþegar og
vinnuveitendur að samninga-
borði á Loftleiðahóteli I Reykja-
vík. Og þó svo að fjölmargar
ákvarðanir sem sköpum skipta í
samfélaginu séu teknar við slík
samningaborð, þá dylst samt
engum sem á annað borð vill
um slíkt vita, að fjölmargar
ákvarðanir sem eru sízt veiga-
minni við að ákvarða kaup og
kjör launþega eru alls ekki
teknar við slík samningaborð,
heldur annars staðar. Hlutur
launþega af skiptakökunni
hefur vissulega stækkað á und-
anförnum áratugum og það er
hinn almenni jákvæði þáttur
þróunarinnar. Við samninga-
borðið ákvarða samningsaðilar
vissulega fjölmörg réttindamál
launþega og svo launahlut-
föllin innan launþega-
hreyfingarinnar sjálfrar. Þó er
hluta þessara ákvarðana og
smærri ákvörðunum velt yfir á
ríkisvaldið. Okkar blandaða
hagkerfi, sem svo er kallað,
býður því heim, að báðir þurfa
á aðskiljanlegum tryggingum
ríkisvalds að halda. Þetta fyrir-
komulag hefur ágætlega verið
kallað pilsfaldakapítalismi; það
er svo sem tímanna tákn.
Er. kjarni málsins er samt sá,
að við nútímalegar aðstæður
eru veigamestu ákvarðanirnar
ekki teknar vió samningaborð
deiluaðila, heldur f stjórn-
kerfinu. Launþegahreyfingin
og vinnuveitendur geta
auóvitað hvorir um sig lamað
stjórnkerfið með kröfugerð og
langvarandi verkföllum — eða
verkbönnum. En lokaákvörðun
er samt raunverulega hjá
stjórnvöldum.
Bankar og aðrar
lánastofnanir
Við skulum hugsa okkur að
samningar séu nýafstaðnir og
að samið hafi verið um miklar
kauphækkanir en þó ekki meiri
en svo, að samfélagsheildin
beri þær án verðbólguskriðu.
Við skulum hugsa okkur sjó-
mann, rafvirkja og heildsala.
Kaup og kjör þeirra tveggja
fyrstnefndu voru mikið til
ráðin við samningaborðið —
eða svo á það að heita — og sá
þriðji er eðlilega háður því að
launþegar hafi aukið svigrúm.
Væntanlega gefur sjómaðurinn
allar sínar tekjur upp til skatts,
rafvirkinn kannske mest af
þeim, kannske hluta. Heild-
salinn er afar liklega I þeirri
aðstöðu að skrá einkaneyzlu
sína á fyrirtækið. Ætli slíkt
marki ekki raunverulegri og
áþreifanlegri tekjumismun en
allar Islands hagskýrslur sam-
anlagðar myndu nokkurn
tímann sýna fram á. Þvl næst
skulum við hugsa okkur að allir
séu þeir að byggja sér hús. I
landinu er kannske verðbólga,