Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 197'
2
Raddir lesenda eru abls. 2-3 og 4 í dag
Matsveinum f annst að sér vegið í sjónvarpsþætti
Mötuneytismaturinn
oft mjög lélegur
segir sálf ræðingurinn úr sjónvarpsþættinum
Sigurjón Gunnarsson matsveinn
hringdi. Hann sagðist tala fyrir
munn fleiri félaga sinna, sem
ynnu í mötuneyti, og fyndist þeim
sem að stétt þeirra hefði verið
vegið í sjónvarpsþættinum Á vog-
arskálunum sl. þriðjudag.
Þar kom fram Ernir Snorrason
sálfræðingur. Lét hann þau orð
falla að mötuneytismatur væri
mjög slæmur. Sagði hann einnig
að allt það góða hráefni sem
fengist væri eyðilagt í
mötuneytunum.
Sigurjón og félagar hans vilja
gjarnan fá að vita hvað Ernir átti
við, hvort hann væri að meina
eitthvert ákveðið mötuneyti eða
mötuneyti almennt. Sigurjón
sagði einnig að í þeim mötuneyt-
um sem hann þekkti til væri ekki
borðað annað en venjulegur
heimilismatur. Fannst honum því
sem Ernir væri að kasta rýrð á
allan mat sem borðaður er i land-
'nu almennt.
Svar:
„Eg álít að það sé óhollt að
borða mat sem ekkert bragð er
að,“ sagði Ernir Snorrason
sálfræðingur. „Með þeim orðum
er ég ekki að vega að neinni
ákveðinni stétt. Ég álít aðeins að
mötuneytismatur sé mjög oft
lélegur, ég geri ráð fyrir að það sé
skortur á hugsun á að vinna úi
því hráefni sem fólk fær í
hendurnar. Þeim virðist ekki vera
neitt kappsmál að gera matinn
góðan.
Það er altalað og það vita allir,
sem borða í mötuneytum, að
mötuneytismatur er yfirleitt mjög
lélegur.“
Við höfum úrvalið
STRAUMLOKUR OG
SPENIMUSTILLAR
í nær allar gerðir bifreiða
og vinnutækja
v. á mjög hagstæðu verði J
V. rmn-n - *-c /A
í sjónvarpsþættinum Á vogar-
skálunum sagði sálfræðingurinn
að íslendingar borðuðu bara til
þess að borða. Maðurinn á
myndinni virðist svo sannarlega
hafa mikinn áhuga á kjötbollunni
sinni — enda er það líka út-
lendingur sem á gafflinum
heldur.
MERKIÐ POSTKASSANA
YKKAR OG GREIÐIÐ
ÁSKRIFT ARG J ALDIÐ
—en látið ekki krakkagreyin koma margar f erðir eftir því
Móðir blaðbera hringdi:
Hún vildi beina þeim orðum
til blaðakaupenda að þeir
merktu póstkassa sína i fjöl-
býlishúsum. Það er varla von að
blaðberar geti komið blöðunum
til skila ef póstkassar viðtak-
enda eru ómerktir. Einnig vant-
ar bréfalúgur sums staðar. Þá
verða blaðberarnir að skorða
blöðin við hurðarhúninn og
geta allir ímyndað sér hvernig
getur farið fyrir blaði sem
skilið er eftir á slíkum stað. Það
getur hæglega fokið eða
einhver óráðvandur tekið það
með sér.
Einnig vildi blaðberamóðirin
beina þeim tilmælum til blaða-
kaupenda að þeir greiddu
reikningana þegar krakkinn
kemur að rukka í fyrsta skipti.
Það eru ótrúlega margir sem
láta krakkagreyin koma marg-
sinnis eftir andvirði blaðsins.
Blaðberastarf er bæði erfitt
og vanþakklátt og ekki sérlega
vel launað en ákaflega áríðandi
er að það sé leyst vel af hendi.
Sumir eru náttúrlega heppnir
ef mikið er um stór fjölbýlishús
í þeirra hverfi. Svo eru aðrir
óheppnir sem þurfa að bera út í
einbýlishúsahverfi, þar sem
þarf að labba langar leiðir með
fáein blöð.
Tökum saman höndum um að
gera vel við blaðberana okkar
sem í flestum tilfellum eru
heiðarlegir krakkar sem koma
blöðunum okkar til skila.