Dagblaðið - 14.11.1977, Page 11

Dagblaðið - 14.11.1977, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NOVEMBER 1977. \ nefnd og skýrði frá heimsókn kúbönsku útlaganna til Dallas en þar var hún með í för. Er talið að Sturgis hafi viljað ógna henni til að segja sem minnst frá málavöxtum. Að því er Sturgis segir, þá hitti Jack Ruby Castro fyrir milligöngu bandaríska kaup- mannsins, þegar hann var á ferð í Havana árið 1963. Segir hann Ruby hafa selt Kúbu- mönnum vopn, sem hann hafi fengið greidd í kókaíni, sem síðan hafi verið smyglað til Bandaríkjanna. Fullyrðir Sturgis, að Ruby hafi verið beð- inn um aó sjá um að ryðja Kennedy forseta úr vegi og hafi hann tekið verkið að sér. Síðan, þegar áætlun hans um framkvæmdina hafi farið út um þúfur að því leyti að Lee Harvey Oswald var handtekinn, hafi hann talið sig verða að grípa til örþrifaráða. Komst hann inn í dómhúsið í Dallas og svo nærri Oswald, að hann gat skotið hann til ólífis í magann án þess að verðir eða aðrir gætu nokkuð að gert. Kom þetta á sínum tíma eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir bandarisku þjóðina, sem alls ekki var búin að átta sig á at- burðum, þegar forseti hennar var skotinn. Allar stærstu sjónvarpsstöðv- ar voru með menn sína á vett- vangi og morðið á Lee Harvey Osw.ald sást i sjónvarpstækjum um öll Bandaríkin um leið og það gerðist. Aldrei fékkst nein viðhlít- andi skýring á, hvernig Jaek Ruby hafði komizt svo nærri fanganum en þó var Ijóst að allt eftirlit og öryggisvarzla hafði verið í molum. Starfsmaður þingnefndar- innar, er fyrstur kom þessum staðhæfingum á framfæri, hefur staðfest við fréttaritara stórblaðsins New York Post að rétt sé að hann hafi komið þess- um upplýsingum á framfæri ár- ið 1964. Aftur á móti segir hann, að talið sé að frekari könnun þurfi að fara fram á sannleiksgildi þeirra áður en rannsóknar- nefnd geti staðfest þær sem réttar. Fyrir nokkrum dögum var því lýst yfir í Washington að á næstunni mundi bandaríska al- ríkislögreglan FBI birta nokk- uð af áður óbirtum gögnum varðandi morðið á Kennedy for- seta. Hugsanlega skýrast málin þá eitthvað nánar. Lee Harvey Oswald snýr andlitinu að ljósmyndavélinni og i þá mund sem myndin var tekin hefur Jack Ruby, dökkklæddur og með haft, hleypt af skammbyssu sinni í maga Oswalds. Viðstaddir hafast ekki að og virðast tæpast vita hvað er að gerast. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Hvað eru tvisvar tveir? Það eru engir peningar til. Þetta er hið eilífa svar skömmt- unarstjóranna. Hér verður ekki farið í talna- leik. Undanfarna áratugi hafa stjórnmálamenn eyðilagt skyn- færi manna gagnvart 'tölustöf- um. Tvisvar sinnum tveir eru ekki lengur fjórir. Svo heimskur stjórnmálamaður er ekki til að hann geti ekki „sann- að“ að tvisvar sinnum tveir eru ekki endilega fjórir heldur til að mynda sjö. Þess má þó geta að lífeyrir gengur ekki jafnt yfir alla. Skömmtunarkerfið er í þessu tilviki góð spegilmynd af bióð- félaginu. Meginþorri lífeyris- þega hefur kaup sem nemur nokkrum tugum þúsunda á mánuði. Gamall sjómaður sem dregið hefur fisk úr sjó í hálfa öld fær þennan lífeyri. Ráð- herrann sem úthlutað hefur þessum fiski, oft af vafasömu réttlæti, getur haft hálfa milljón í mánaðarlaun á sínu ævikvöldi. Það er spurt: Hvar eru pen- ingarnir? Hvað viðvíkur þeim hluta líf- eyris sem frá ríkinu kemur er það mál þeirra, sem fjárlög semja, í hvaða hlutföllum fjár- munum er eytt. Það er einnig á valdi þeirra sem semja lögin og stjórna landinu frá hverjum peningarnir koma. Það vita allir fullvita menn að skatt- heimta ríkisins er ekki langt frá því að vera í sömu hlutföll- um og lífeyririnn sem ríkið greiðir, nema nú hefur for- merkjunum verið snúið við. Lítilmagninn greiðir mest — þeir ríku minnst. Auðvitað væri hægt að leysa öll lífeyrismál ef stjórnvöld hefðu hugrekki til að loka þó ekki væri nema stærstu götun- um i því gatasigti sem öll lög- gjöf um efnahagsmál og skatta- mál er. En það er farið með þessa staðreynd eins og ríkis- Ieyndarmál. Lífeyrissjóðirnir eru svo ' hinn þátturinn. Hver launþegi greiðir 10% launa sinna í lífeyrissjóð. Lifeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess fyrst og fremst að greiða öldruðum kaup. Meðferð verkalýðshreyfingarinnar á Yrðu Reykvíkingar ánægðir? —ef þeir borguðu 15.400 krónur fyrir 140 km ökuferð I fjölmiðlum hefur að undan- förnu nokkuð verið fjallað um rekstrartap á Vestmannaeyja- ferjunni Herjólfi. Hefur m.a. komið fram, að tapið sé 110 þús. krónur á degi hverjum. Þá hafa þær raddir einnig heyrst opin- berlega að ósanngjarnt sé, að ríkissjóður greiði verulegan hluta af hallanum. Þetta sé skip Vestmannaeyinga einna og þeir séu ekki of góðir að borga brúsann sjálfir. Hækkið bara fargjöldin, en látið aðra Iands- menn sleppa við að halda skipinu gangandi. Þessum sjónarmiðum vil ég mótmæla með nokkrum orðum. Þegar eldgosi lauk í Eyjum var af ráðamönnum mikil áhersla lögð á það að fólk flytti sem skjótast aftur til sinnar heimabyggðar. Menn gerðu sér grein fyrir því, að ein aðalfor- sendan fyrir því, að svo yrði, voru bættar samgöngur; dag- legar skipaferðir milli lands og Eyja, þar sem fólk gæti tekið sín farartæki og komist í sam- band við þjóðvegakerfi landsins. Árið 1976 kom okkar glæsilegi farkostur, Herjólfur, og hefur reynslan sýnt að Eyja- menn og aðrir landsmenn hafa vissuléga notfært sér skipið mjög mikið á þessum mánuðum. Þegar skípið var nýkomið hélt samgöngumálaráðherra ræðu í Þorlákshöfn, þar rem hann sagði, að með tilkomu Herjólfs væri kominn þjóðvegur milli lands og Eyja. Skyldi Reykvíkingum ekki finnast dýrt að aka eftir þessum þjóðvegi. Sigurður Jónsson Leiðin fram og til baka er um 140 km. Fyrir þennan „ökutúr" verður fjögurra manna fjölskylda að greiða 15.400 krónur eða 110 krónur fyrir hvern km. Reykvíkingur sem fer í sína sunnudagsökuferð með fjölskyldu sína á meðal- stórum bíl eyðir hins vegar um 14 lítrum af bensíni og greiðir fyrir það 1302 krónur. Það er því ekki sama á hvaða þjóðvegi landsins er ekið. Og trúlega settu Reykvíking- ar upp svip, ef þeir væru rukkaðir á Selfossi um rúmar 15 þús. krónur næst þegar þeir fara í sína sunnudagsferð Þótt Borgarfjarðarbrúin fræga kosti ríkissjóð nokkra milljarða er að mínu mati ótrúlegt að til greina komi að rukka landsmenn um sérstakt gjald, þegar ekið verður yfir brúna. Hvers vegna eiga þá Vestmannaeyingar einir að standa undir halla á þjóðvegin- um milli lands og eyja? Reykvíkingurinn á auðvelt með að fara með vörur á sín- um bíl til nágrannastaða eða sækja vörur án þess að borga sérstakt gjald fyrir. Hvers vegna þurfa Vestmannaeyingar einir að greiða fyrir slíkt á sín- um þjóðvegi? í Eyjum er mikill fjöldi einkabíla. Vegna þeirra borg- um við í sama hlutfalli og aðrir landsmenn til vegamála. Af skiljanlegum ástæðum kemur lítið af þessari upphæð til vega- gerðar í Vestmannaeyjum (vegirnir eru það stuttir og fáir). Hvers vegna eigum við ekki sama rétt og aðrir landsmenn til að komast í samband við þjóðvegakerfi landsins og nota þá vegi sem við borgum til jafnt og aðrir þegnar? I stað þess að hækka fargjöldin með Herjólfi væri að mínu mati mun réttlátara að lækka þau verulega og að ríkis- sjóður yki að sama skapi fram- lag sitt til samgöngubóta fyrir okkur Eyjaskeggja. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi Vestmannaeyjum. þessum skatti launþega er svartur blettur á þeirri forustu sem mótað hefur þessi mál. Framan af fengu aldraðir nánast ekkert af þessum peningum. Enn i dag er hlutur þeirra óveruiegur. Hvert fóru þessir peningar? Með því að fara í ökuferð til að mynda um nágrannabyggðir Reykjavíkur, Kópavog og Breiðholt, getum við skoðað þessa peninga. í nálega hverju húsi eru þeir peningar sem aldraðir meðlimir verkalýðshreyfingar- innar áttu að fá. Þarna hefur verkalýðshreyfingin ekki verið eftirbátur ríkisvaldsins að neyta aflsmunar. Félagslega hliðin En maðurinn lifir ekki á einu saman brauði og allra síst lífeyrisþegar. Þó dvalið hafi verið hér við þau málefni lífeyrisþega sem snúa beint að efnahagslegri af- komu þeirra er félagslega hliðin eftir. Það væri löng saga að rekja þá þróun sem orðið hefur á lífi þessa fólks. Allt frá landnáms- tíð og frara á þessa öld hefur lítil breyting orðið á lífi aldraðra hvað félagslegu hlið- ina snertir. Það er ekki fyrr en við þær þjóðfélagsbreytingar að hlutföll sveita og kaupstaða snúast við og breyttir lifnaðar- hættir hefja innreið sína að aldraðir fara að einangrast. Nú er svo komið að félagsleg málefni aldraðra eru komin úr tengslum við þjóðfélagið. Stór hluti aldraðs fólks lifir nú í meira eða minni félagslegri einangrun. Til þess að gera þessi mál ennþá alvarlegri er sú stað- reynd að fólk hættir nú fyrr að vinna en áður var. Það tímabil, frá því að heilbrigt fólk hættir að vinna og þar til sjúkdómar eða elli gera því ókleift að lifa eðlilegu lífi, eru oft 1-2 áratugir. Hjá þessu fólki ætti þetta æviskeið að geta verið besti tími ævinnar ef þjóð- félagið sæi um að ytri skilyrði væru fyrir hendi. Þannig er þessum málum ekki varið. í stað lífshamingju byrjar þetta fólk oft á þvi að bíða. Það hefur oft lítinn tilgang. Það er oft nánast fyrir í hraða lífsgæða- kapphlaupsins. Einangrun lífeyrisþega Það væri freistandi að setja fram nokkrar hugmyndir um það hvað hægt væri að gera til að létta líf þessa fólks. Það verður ekki gert í þetta sinn. Það sem er erfiðast í fram- kvæmd þessara mála er að koma í veg fyrir að lífeyris- þegar einangrist. Það nægir ekki að senda slíku fólki í pósti tilkynningar um réttindi þess. Þarna 'ætti að koma til gjör- breyting á tryggingastofnun- inni. I stað þess að vera afgreiðslustofnun, sem leitað er til, ætti að skipuleggja starf hennar, ásamt stórauknum mannafla, til þess að hafa persónuleg tengsl við lifeyris- þega. Nánast ætti hvcr lífeyris- þegi sem einstaklingur að vera undir beinu eftirliti trygginga- stofnunarinnar. Við hann a>tti að-hafa beint persónulegt sam- band allan ársins hring til þess að hann slitnaði aldrei úr tengslum við menningar- og félagslíf í landinu og héldi þar með þeirri tilfinningu að vera áfram gildur meðlimur í þjóð- félaginu. Ef eitthvert verkefni er nauðsynlegt í samfélagi okkar er það slík starfsemi sem rekin væri á raunhæfan hátt. Sljóleiki skömmtunarstjóra Það er talað um að til séu málefni sem hafin eru yfir póli- tík. Auðvitað er þetta rangt. Pólitik í þeim skilningi sem við leggjum í orðið er fyrst og fremst tilfærsla á fjármunum milli ýmissa aðila. Það getur aldrei orðið algjör eining um tilfærslu úr einum vasa í annan. Þó geta komið upp mál- efni sem þeir sem einhverja sómatilfinningu hafa ættu að geta orðið sammála um. Ef stjórnmálamenn og aðrir, sem standa við að skera kökuna, vissu um raunverulegt ástand þeirra þjóðfélagshópa sem ein- göngu eru háðir skömmtun þá væri grundvöllur til alhliða samstarfs. Skömmtunarstjórarnir verða líka innan tíðar lifeyrisþegar. Viö getum varla trúað þvi að sljóleiki þeirra standi í sam- bandi við það að þeim er mörgum hverjum tryggður annar og meiri réttur en öllum þorra landsmanna. Hrafn Sæmundsson prentari

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.