Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 22
26 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1977. Veðrið Spóð er hvassri eða allhvassri norðanátt um mostallt landið í dag. Snjókoma verður fyrir norðan en þurrt hór fyrir sunnan. Veður fer kólnandi. Klukkan sex var 0 stiga hiti og lóttskýjað í Roykjavík, — 2 og skaf- renningur á Stykkishólmi, —3 og. snjókoma á Galtarvita, — 1 og snjó- koma á Akureyri, — 3 og skýjað á Raufarhöfn, 0 og skýjað á Dala- tanga. +1 og skýjaö á Höfn og +1 og skýjaö í Vestmannaeyjum. í Kaupmannahöfn var 6 stiga hiti og skýjað, -3 og alskýjað í Osló, + 12 og lóttskýjað í London, 3 og rigning í Hamborg. 16 og léttskýjað a Mallorka, 10 og heiöríkt í Barce- lona, 10 og lóttskýjað í Benidorm, 18 og heiöríkt í Malaga, 4 og heið- ríkt í Madrid, 11 og heiðríkt í Lissa- bon og 0 og heiöríkt í New York. Andlát Asta Arsælsdóttir andaðist 2. nóv. Hún var fædd 4. nóvember 1929 I Fögrubrekku i Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Laufey Sigurðurdóttir og Ársæll Sveinsson. Arið 1971 giftist Ásta eftirlifandi manni sínunt Ágústi Helgasyni. Þau bjuggu fyrst í Vestmannaeyjum en fluttust síð- ar til Reykjavíkur. .Jarðarför Ástu fór fram á laugardaginn.. Sigurður Scheving lézt 10. nóv. Hermann Kristjánsson forstjóri. Hvassaleiti 87, lézt 10. þ.m. Agústa Bjarnadóttir, Skúlagötu 58, lézt aðfaranótt 11. þ.m. Jónina Jónsdóttir, Smyrlahrauni 2 Hafnarfirði, verður jarðsungin í dag kl. 2 frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. Guðmundur Arnason, Meðalholti 10, andaðist 11. nóv. Guðmundur Dagfinnsson, Týs- götu 4, verður jarðsunginn í dag kl. 1.30 e.h. frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Astráður Jónsson, Njarðargötu 27, verður jarðsunginn i dag kl. 3 frá Fossvogskirkju. Olafur Adolphsson loftskeyta- maður verður jarðsunginn í dag kl. 1.30 frá Dómkirkjunni. Sýnirsgar Gallerí Suðurgata 7 Bir«ir Andrússon opnaði á lau«arda«inn sína fýrslu einkasýninuu í (Jallerí Suðurjíötu 7. SýninKÍn-vorrtur opin dauloKa frá kl. 18-22 o« ki. 14-22 um hul«ar. Pólsk grofík sýnd ó Kjarvalsstöðum A Kjarvalsstöðum hófst á laugardag, 12. nóv. sýning á pólskri grafík-list og er sýningin hingað komin fyrir tilstilli pólska menningarmálaráðuneytisins. Ryszard Otreba hefur valið verk á sýninguna, og hann mun jafnframt flytja fyrirlestur þriðjudag- inn 15. nóvember. Sýnd verða alls 130 verk eftir 34 grafík- listamenn og má finna ýmsa tækni. svo sem tréristu, dúkristu, þurrnál og gifsþrykk. í frétt frá Kjarvalsstöðum segir að fáar þjóðir standi Pólverjum jafnfætis í grafíklistT lista- menn þeirra vinni oft til alþjóðlegra verð- launa á sýningum víða um heim og só ástæða fyrir yfirburðum þeirra m.a. sú að Pólverjar hafi lagt rækt við grafíklist frá því fvrir síðustu aldamót og hafi hún fengið byi undir báðavængi eftirsíðari heimsstyrjöldiu Auk erindafiutnings verður m.a. fluti pólsk tónlist og sýndar kvikmyndir og ver'ður dag skráin sem hór segir: Þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20.30 — Fyrir- lestur: Ryszard Otreba. Sunnudaginn 20. nóv. kl. 20 — Pólsk nútíma- tónlist. Miðvikudag 23. nóv. kl. 20.30 — Kvikmyndir um pólska grafík. Fimmtudag 24. nóv. kl. 21 — Um pólska vefjalist: Hrafnhildur Schram. Bókasafn Kópavogs í Fólagsheimilinu er opið mánudaga-föstudaga fra kl. 14 til 21. Ameríska bókasafnið: Opið alla virka daga kl. 13-19. Ásgrímssafn er opið: sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1.30—4. Ásmundargaröur við Sigtún: Sýning á verkum er i gárðinum en vinnustofan er aðeins opin við sórstök tækifæri. Dýrasafnið Skólavörðustíg 6b: Opið daglega kl. 10 til 22. Grasagaröurinn i Laugardal: Opinn frá kl. 8—22 mánudaga til föstudaga og frá kl. 10—22 laugardaga og sunnudaga. Kjarvalsstaöir við Miklatún: Opið daglega nema á mánudögum 16—22. Landsbókasafniö Hverfisgötu 17. Opið mánu- daga 'il föstudaga frá 9—19. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Opið daglega 13.30—16. Listasafn íslandss við Ilringbraut: Opið daglega frá 13.30—16. Náttúrugripassfnið við Hlemmtorg: Opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14.30—16. Norrœna húsið við Hringbraut: Opið daglega frá 9—18 og sunnu'daga frá 13—18. Aðaifundir Aðalfundur KRR verður haldinn miðvikudaginn 16. nóv. í ráð- stefnusal Hótel Loftleiða kl. 19.30 stundvís- lega. Venjuleg aðalfundarstörf. Laga- og reglugerðabreytingar- Stjornmalafundir Alþýðubandalagið Árnessýslu: Mólefni landsfundar Alþýðubandalagið í Arnessýslu heldur fé- lagsfund i Tryggvaskála Selfossi i kvöld kl. 20.30. Dagskrá: 1. Rætt um þau drög að ályktun um efnahags- og atvinnumál, sem miðstjórn hefur sent út fyrir landsfundinn. — Frummælandi ölafur Ragnar Grimsson. 2. Önnur mál. Félagsfundur Alþýðu- bandalagsins ó Akranesi og nógrenni Alþýðubandalagið á Akranesi og nágrenni heldur almennan félagsfund I kvöld kl. 20.30 í Rein. Dagskrá: 1. Jóhann Arsælsson hefur framsögu um hitaveitumálið 2. önnur mál. Kaffi. Mætum stundvíslega. Framsóknarflokkurinn Fundur i kvöld 14. nóvember, kl. 20.30. Þró- un verðlagsmála og vextir. Ræðumenn: ölaf- ur Jóhannesson. ráðherra. Þorvarður Elías- son, framkvæmdastjóri Verzlunar.áðs, Helgi Bergs, bankastjóri. Sjólfstœðisflokkurinn Keflavík Aðalfundur fulltrúaróðs Sjálfstæðisfélag- anna i Keflavik verður haldinn i kvöld 14. nóvember, kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu i Keflavik. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2 Undirbúningur vegna pröfkjörs fyrir al- þingiskosningar. 3. Undii'Súningur vegna prófkjörs fyrir bæjarstjörnarkosningar. 4 Önnur mál. Fundir Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík heldur fræðslufund um slysavarnamál mánudaginn 14. nóv. kl. 20 i Slysavarna- félagshúsinu við Grandagarð. A fundinn koma |>e»r Har:" -‘- Hafvtein og öskar Þór Karlssón og kynna starfið. Félagskonur og aðrar þær konur, sem áhuga hafa á slysavörn- um eru hjartanlega velkomt.ar. Kvenfélag Bústaðasóknar Fundur mánudaginn 14. nóv. kl. 20.30. Hilmar Helgason kemur á fundinn. Mætið vel og stundvíslega. Kvenfélag Bœjarleiða Fundur Kvenfélags Bæjarleiða verður haldinn að Síðumúla 11 þriðjudaginn 15. nóv. kl. 20.30. Fjölskyldubingó. Takið með ykkur gesti. Ýmislegt Nóm Þessi ungi maður heitir Hallvarður Agnars- son. Hann hóf nýlega nám við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Oklahoma. Þar nemur Hallvarður flugvirkjun en fjölmargir flugvirkjar okkar hafa stundað þar nám á undanförnum árum og áratugum og hafa lokið góðum prófum þaðan. Myndina af Hall- varði fengum við í pósti frá skólanum ásamt upplýsingum um hann. Fyrirfestrar Hóskóli íslands I dag hefst á ný fyrirlestraröð Dr. Joseph L. Stevens, professor emeritus við University of Virginia, á vegum verkfræðiskorar Háskóla íslands. Fyrirlestrar þessir, sem fluttir eru undir heitinu „Technology Assessment and Science Policy", hófust I október en var frest- að vegna verkfalls BSRB. Að þessu sinni verða fluttir tveir fyrirlestr- ar dagana 14. og 15. nóvember og fjalla þeir um aðferðir þær sem beitt er við framkvæmd tæknimats. 1 siðari fyrirlestrinum verja tek- in fyrir dæmi uin beitingu slfkra aðferða, en notkunarsvið þeirra er mjög vítt, og má t.d. nýta þær við stjórnun og skipulag fiskveiða eða fiskiðnaðar. Fyrirlestrarnir, sem eru fluttir á ensku, hefjast kl. 17 hvorn daginn í stofu 157 I húsi verkfræðiskorar að Hjarðarhaga 6. öllum er heimill aðgangur. Orðsending frá Verkakvennafé! frá Verkakvennafélaginu Framsókn. Basar félagsins verður haldinn laugardaginn 26. nóv. Vinsamlegast komið gjöfum á skrifstofu félagsins sem fyrst. Illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllll Framhald af bls. 25 Tek að mér gluggaþvott hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Uppl. á auglþj. DB í síma 27022. H-65101 Bólstrun, sími 40467. Klæði og geri við bólstruð hús- gögn. Urval af ákiæðum. Sel einn- ig staka stóla. Hagstætt verð. Uppl. í síma 40467. 1 ökukennsla i Ökukennsla-/T:fingatimar. Kenni á Peugeot 504, GunnarJón- asson. sími 40694. ökukennsla — bifhjólapróf — æfingatímar. Kenni a Cortinu 1600. ökuskóli og prófgiign ef þess er óskað. Hringdu i síma 44914 og þú byrjar strax. Kiwkur Beck. Ökukennsia er mitt fag, á þvf hef ég bezta lag, verði stilla vil í hóf. Vantar þig ekki öku- próf? í nítján, átta, níutíu og sex, náðu í sima og gleðin vex, í gögn ég næ og greiði veg» Geir P. Þormar heiti ég. Sími 19896. Ökukennsla—æfingatímar. Kenni á Cortinu. Utvega öll gögn varðandi bílprófið. Kenni allan daginn. Fullkominn ökuskóli. Vandið valið. Jóel B. Jacobsson, símar 30841 og 14449. Ökukennsia-æfingatimar. Kenni á VW 1300, get nú loksins bætt við nokkrum nemendum, út- vega iill gögn varðandi prófið. Sigurður Gíslason. sími 75224 og 43631. Ökuke misla-bifhjólapróf. Kenni á Mercedes Benz. Öll prófgögn og iikuskóli ef óskað er. Magilús llelgíisoii. simi 66660. Ökukennsla—Æfingatímar. Lærið að aka í skammdeginu við misjafnar aðstæður, það tryggir aksturshæfni um ókomin ár. öku- skóli og öll prófgögn ásamt lit- mynd í ökuskírteinið ef þess er óskað. Kenni á Mazda 818. Helgi K. Sesselíusson. Sími 81349. Ökukennsla — æfingatimar. Lærið að aka bifreið á skjóian og öruggan hátt. Sigurður Þormar, sími 40769 og 72214, Ökukennsla-æíingartímar. Kenni á Mazda 323 árg. ’77. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd í ökuskírteinið ef þess er óskað. Hallfriður Stefánsdóttir, sími 81349. Okukennsla Guðmundar G. Péturssonar er ökukennsla hinna vandlátu. öku- kennsla Guðmundar G. Péturs- sonar, símar 13720 og 83825. Söfnuðu fyrir Dýraspítalann Fjorar ungar stúlkur Fjorar ungar stúlkur sem allar búa vlð Arnartanga í Mosfellssveit tóku sig til á dögunum og efndu til hlutaveltu. Varð þeim allvel til fanga og hagnaðurinn af fyrir- tækinu varð 3600 krónur. Þá upphæð hafa þær ákveðið að láta renna til Dýraspítalans. Allar eru þær dýravinir. Tvær þeirra eru hér á myndinni, Aðalheiður Dagmar Matthías dóttir með tíkina Mollý og Helena Jónsd Báðar eru þær 9 ára. Tvær stöllur þeirra Kolbrún Þorsteinsdóttir og Jóhanna Viktors dóttir, báðar 7 ára, voru með í hlutaveltunni en í skólanum þegar myndin var tekin. DB- mynd Jim Smart. Skaftfellingafélagið í Reykiavík hyggst halda basar 27. nóvember næstkom- andi. Þeir sem vilja gefa muni og kökur á basarinn eru beðnir að hafa samband við einhverja neðangreinda konu: Helgu Helga- dóttur, Kópavogsbraut 72, s. 41615, Elínu Jónsdóttur, Borgarholtsbraut 45, s. 41203, Guðlaugu Jóhannsdóttur, Skaftahlíð 33, s. 85322, Jóhönnu Sigurðardóttur, Skipasundi 34. s. 34403. Þóru Þorsteinsdóttur, Lokastíg 18, s. 40484, Þurlði Jónsdóttur, Langagerði 16, s. 32100. Félagsmenn eru að vinna að alls kyns munum sem verða á basarnum og van- tar aðstoð föstudagskvöldið 11. nóv. að Lauf- ásvegi 25. Happdrattl Vinningar í happdrœtti Iðnkynningar Þann lö. október sl. va i. var dregið í happdrætti iðnkynningar. Vegna verkfalls B.S.R.B. varð nauðsynlegt að innsigla vinningsnúmerin þar til skil höfðu borist. Nú hefur innsiglið verið rofið og féllu vinningar sem hér segir: 1. 45 ferm. sumarhús kom upp á miða nr. 7750 2.—51. Fatavinningar komu á miða nr.: 1730 22217 37457 51574 2520 24905 37714 52753 4612 28629 40764 53190 5107 28771 42970 55061 7020 29061 43054 62240 7733 30101 44547 67663 9726 30117 45273 76775 10468 31443 45557 80339 11202 32432 45982 85495 12501 33402 47768 85591 12756 33484 48199 86275 18282 36938 49131 88718 49392 88769 Þar sem stefnt er að þvf að ljúka uppgjöri á iðnkynningu I Reykjavík er vinningshöfum bent á að snúa sér strax til skrifstofu happ- drættisins, Hallveigarstfg 1, 4. hæð. Vinn- ingar verða afgreiddir þar kl. 11:00—12:00 daglega. F.h. Happdrættis Iðnkynningar Sigurður Ag. Jensson framkvæmdastjóri Nómsstyrkur MMK 1978 Menningar- og minningarsjóður kvenna hefur ákveðið að úthluta einum eða fleiri námsstyrkjum á árinu 1978 samtals að upphæð kr. 400.000.00 Umsóknarfrestur er til 1. des. nk. Umsóknareyðublöð fást á skrífstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum við Túngötu alla fimmtudaga kl. 15-17 (3-5), s. 1 81 56 eða pósthólf 1078. Upplýsingar um styrkveiting- una fást hjá formanni sjóðsins utan skrif- stofutíma í síma 24698. Hjólparstarf aðventista fyrir þróunarlöndin, gjöfum veitt móttaka á gíróreikning númer 23400. Jöklarannsóknafélag íslands Árshátíð félagsins verður f Snorrabæ (yfir Austurbæjarbíói) laugardaginn 19. nóvem- ber 1977 og hefst kl. 19.00 með borðhaldi. Veizlustjóri: Guðmundur H. Sigvaldason. Borðræða: Eysteinn Jónsson. Dans. Rútuferð heim. Miðar óskast sóttir til ASIS og Vals Jóhannessonar, Suðurlandsbraut 20, fyrir 17. nóv. Fró Jassvakningu Jasskjallarinn Fríkirkjuvegi 11 er opinn í kvöld frá ki. 20.30. Sýnd verður kvikmynd um Duke Ellington en á eftir leika þeir Kristján Magnússon, Alfreð Alfreðsson og Helgi Kristjánsson. Ath. Breyttan opnunar- tima. Léttpylsa Enn ein nýjung kemur nú á markað frá Kjötiðnaðarstöð Sambandsins. Nú er það fitulítil pylsa, sem ætlað er að koma til móts við óskir þeirra sem vilja takmarka fitu- neyzlu sína. Léttpylsan er framleidd úr kálfa- kjöti ásamt mögru nauta- og svínakjöti. Notkun bindiefnis (mjöls) er f hóf stillt svo sem framast má verða og árangurinn er ljúffeng pylsa sem jafnvel er leyfileg þeim sem eru f megrunarhugleiðingum. Pylsan er fremur bragðmikil og því finnst mörgpm vafalaust bezt að hita hana f vatni og bera hrátt eða soðið grænmeti með. Þannig til- reidd nær hún bezt tilgangi sfnum $em megrunarfæða, en að sjálfsögðu má nota aðrar matreiðsluaðferðir. Sé pylsan glóðar- steikt, brúnuð eða bökuð verður að taka plastgörnina utan af fyrst. Frímerkjasafnarar Munið frímerki Geðverndarfélagsins, inn- lend og erlend. Til sölu á skrifstofu félagsins Hafnarstræti 5. Pósthólf 1308, sfmi 13468. Minningarsplöld Minningakort byggingarsjóðs Breiðholtskirkju fást hjá Einari Sigurðssyni Gilsárstekk 1, slmi 74136 og Grétari Hannessyni Skriðu- stekk 3, sfmi 74381. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna bók fást f bokabúð Braga, Verzlanahöllinni, bóka- verzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 1, og I skrifstofu félagsins. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum I sfma 15941 og getur þá innheimt upphæðina í gfró. Minningarkort Minningarkort Minningarsjóös hjónanna Sigríöar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar . Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið á Skógum fást á eftirtöldum stöðum: í Reykjavfk hjá Gull og silfursmiðju Bárðar Jóhannessonar Hafnarstræti 7 og Jóni Aðalsteini Jónssyni Geitastekk 9. á Kirkjubæjarklaustri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, f Mýrdal hjá Björgu Jónsdóttur. Vík, og Astríði Stefáns- dóttur, Litla-Hvammi, og svo f 1 Byggða- safninu í Skógum. Minningarkort Styrktarfélags vangefinna Minningarkort Styrktarfél. vangefinna fást í bókabúð Braga, Verzlanahöllinni, Bóka- verzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti og I skrif- stofu félagsins, Laugavogi 11. Skrifstofan tekur á móti samúðarkveðjum í sfma 15941 og getur þá innheimt upphæðina I gfró. GENGISSKRANING Nr. 215 — 10. nóvember 1977. Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 211,10 211.70* 1 Storlingspund 381,65 382,75* 1 Kanadadollar 190,70 191,20* 100 Danskar krónur 3454,60 3464.40* 100 Norskar krónur 3t?48,80 3859,80 100 Saenskar krónur 4397,55 4410.05* 100 Finnsk mörk 5067,20 5081,60* 100 Franskir frankar 4333,80 4346.10* ‘100 Belg. frankar 595,50 597,20* 100 Svissn. frankar 9501,95 9528,95* 100 Gyllini 8650,75 8675,35* 100 V-þýzk mörk 9350,60 9377.20* 100 Lirur 24.01 24.08* 100 Austurr. Sch. 1313,00 1316.70 100 Escudos 518,70 520,20 100 Pasatar 254,00 254.7u 100 Yen 85.48 85,73 ' Breyting frá síöustu skraningu. phyris fyrir viðkvæma húð. PHYRIS snyrtivörur eru húð- snyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. PHYRIS fyrir allar húðgerðir. PHYRIS fæst í helztu snyrti- vöruverzlunum og apótekum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.