Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1977.
Vegg- og loftklæðningar
á ótrúlega hagstæðu verði
Koto Kr. 1.990 -
Gullálmur Kr. 2.590 -
Oregon pine Kr. 3.150-
Eik Kr. 3.370 -
Teak Kr. 3.370 -
Hnota Kr. 3.440 -
Palisander Kr. 3.580 -
Strigaáferð Kr. 1.410-
Öll verð pr. fermeter
— með scluskatti.
Ennfremur eigum viS
furu- og grenipanel
í 6 mismunandi gerðum
Gerið verðsamanburð
— það borgar sig.
Leiguíbúðir
fyrir aldraða
Borgarráð Reykjavíkur hefur
ákveðið að auglýsa eftir umsóknum
um leiguíbúðir við Furugerði. íbúðir
þessar eru 74, sérstaklega ætlaðar
öldruðu fólki, 60 einstaklingsíbúðir og
14 hjónaíbúðir. Áætlaðúr afhending-
artími er 1. marz nk.
Um úthlutun íbúða þessara gilda
eftirtaldar reglur:
1. Þeir einir koma til greina sem náð hafa ellilífeyris-
aldri.
2. Leiguréttur er bundinn við búsetu með iögheimili í
Reykjavík sl. 7 ár.
3. íbúðareigendur koma því aðeins til greina, að hús-
næðið sé óíbúðarhæft, eða þeir af heilsufarsástæðum
geta ekki nýtt núverandi íbúð til dvalar.
4. Að öðru leyti ' skal tekið tillit til heilsufars umsækj-
enda, húsnæðisaðstöðu, efnahags og félagslegra
aðstæðna.
Umsóknir skulu hafa borizt
húsnæðisfulltrúa Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti
4, á þar til gerðu eyðublaði eigi síðar
en mánudaginn 12. desember nk.
T?-----------------------
I annan
Útvarp:
SÚNATA FYRIR TVO KALLA
eftir Odd Björnsson
UPP ÚR EFSTU SKÚFFU
eftir örnólf Árnason
Leikstjóri: Benedikt Ámason.
Það var nú ekki alveg nógu
sniðugt að tvö ný íslenzk út-
varpsleikrit skyldu vera flutt á
fimmtudagskvöld, sama kvöldið
sem fyrsta frumsýning vetrar-
ins var í Leikhúskjallaranum.
Fyrir greiðvikni Klemensar
Jónssonar, leiklistarstjóra út-
varpsins, fékk ég að hlusta á
leikritin í annan tíma. Og mig
langar til að fara um þau
fáeinum orðum, — í þeirri trú
að ný íslenzk leikrit séu jafn-
umtalsverð hvort sem þau
koma fram á leiksviði, eða í
útvarpi eða sjónvarpi, eða með
öðrum hætti, og nýr skáld-
skapur áhugaverður hvort sem
hann birtist á prentuðum
bókum eða annars staðar.
Og það var anzi sniðug
tilbreytni að flytja þessa leiki
báða saman eins og gert var á
fimmtudagskvöldið með tón-
leikum á milli. Fimmtudags-
leikritin eru einn af þeim efnis-
þáttum útvarps sem umfram
. allt þurfa á tilbreytni og
nýjungum að halda, nýbreytni í
efnisvali og flutningi, og nýju
efni. Eftirtilkomu sjónvarpsins
er löngu orðið tímabært að skil-
greina upp á nýtt hlutverk út-
varpsleikja, ætla þeim efnissvið
fyrir sig og sérstök verk að
vinna á vettvangi leiklistar og
bókmennta. Og þar er að sönnu
kjörinn staður fyrir höfunda að
semja leiktexta af margvíslegu
tagi.
tíma
Út í frostið
Nýju leikritin tvö á fimmtu-
dag fóru að flestu leyti vel
saman, svo stutt sem þau voru,
sumpart skyld um efni og hug-
myndafar, en sumpart ólík að
aðferð og stílsmáta. Bæði
snúast þau í öllu falli um ónýtta
ævi, eftirsjá þess sem var,
æskudaganna þegar allar leiðir
lífsins kannski stóðu opnar. En
það var í annan tíma. Þegar
leikirnir gerast er æskan löngu
að baki, tækifærin úti sem einu
sinni voru og leiðirnar lokaðar,
nema þá sú beina breiða fram-
undan.
Ekki veit ég hvort Oddur
Björnsson gæti ef hann vildi
skrifað „raunsæislegt leikrit"
um frásagnarefni sitt. En það
má einu gilda hvort leik-
persónur hans eru, eins og á
fimmtudagskvöldið, útjaskaðir
fyllikallar á bekk undir Leifs-
styttunni eða börn í móðurkviði
eins og I Jóðlífi, fyrr en varir
Leiklist:
eru sambærilegar manngerðir
og samskonar yrkisefni komin
upp á tening hjá Oddi. Persón-
urnar verða að afkárum mann-
gervingum tilfinningalífs og
hugarfars sem lýst er með kyn-
legum blendingi ljóðrænnar
angurværðar og grófra farsa-
láta. Kallarnir á bekknum
ræddust við um sína umliðnu
ævi, glötuðu ástir og dreyptu á
sig úr gleri milli þess sem þeir
brugðu sér á bak við kirkjuna
að pissa eða gubba, eða reyna
það. Þorsteinn Ö. Stephensen
var rómantíski kallinn sem enn
lifir í og af draumnum um
æskuástina, stúlkuna sem hann
brást og brást um leið honum á
leiðinni í strætið. En það var
Ekki álitamál að herstöðin verði
í Morgunblaðinu 29. okt. sl.
skrifar Hannes Gissurarson
grein, sem ber yfirskriftina
„Álitamál að gera herstöðina í
Kefiavík að féþúfu“. Ef sú
spurning yrði lögð fyrir
islenzka kjósendur í dag, hvort
ætti að. gera Bandaríkjamenn
gjaldskýlda fyrir aðstöðu
herliðsins hér, yrðu eflaust
hundruð þeirra sem svara
mundu játandi. Ástæðan fyrir
því svari er augljós. Landið
vantar tekjustofna. Okkur er
orðið ljóst, að við getum ekki
lengur gengið á ofveidda fiski-
stofna. Ekki greiðum við niður
skuldir þjóðarinnar með því að
drepa niður fiskistofnana við
strendur landsins.
Okkur er líka ljóst, að vegna
legu lands okkar höfum við
enga möguleika á að keppa við
þjóðir, sem búa við hlýrra lofts-
lag, um markaði á landbúnaðar-
afurðum.
Hverjir eru kostir okkar?
Enn aukin sókn á ofnýtt fiski-
mið? Nei. Stóriðja? Stóriðja i
þeirri mynd sem þegar er búið
að skapa á íslandi, kemur ekki
til með að skapa tekjustofna,
sem gætu orðið afgerandi til
endurreisnar efnahagskerfinu.
Stóriðja í þegar skapaðri mynd
skapar ekki nema tak-
mörkuðum fjölda fólks at-
vinnu, en aftur á móti bindur
hún orkulindir okkar, sem síðar
kemur til með að standa í vegi
fyrir uppbyggingu íslenzks
iðnaðar. Erlend stóriðja verður
ekki þjóðinni til hagsældar
nema að mjög takmörkuðu
leyti.
I blaðagrein H.G. í
Morgunblaðinu eru kaflaskipti.
Kafli 1 ber yfirskriftina, „Að
taka leigugjald fyrir her-
stöðina“. Þeirri spurningu ber
að svara játandi, m.a. af „sjálfs-
bjargarhvöt sem er lífæð
íslendinga." Við eigum ekki
margra kosta völ. Erlendur
skuldaklafi þjóðarinnar er
orðinn slíkur, að sjálfstæði
hennar er hætta búin. Hvert
skal líta? Okkur ber að taka
leigugjald fyrir aðstöðu Banda-
ríkjamanna hér.
1 nefndri grein H.G. ber kafli
2 yfirskriftina „Við hvað er
utanríkisstefna ríkis miðuð?“
Utanríkisstefna Islands á
umfram allt að lýsa hlutleysi í
valdaátökum stórveldanna, en
eðlilegast er okkur að leggja
áherzlu á vestræna samvinnu,
en hún verður að byggjast á
fullkomnu jafnrétti og
skilningi.
Líf okkar að veði
Kafli nr. 3 ber yfirskriftina,
„Aðstæður íslendinga“. Við
lestur þessara kafla í grein H.G.
kemur upp hugann: Hvar eru
íslendingar staddir, ef til
ófriðar dregur milli Sovét-
manna og Bandaríkjamanna?
Veit H.G. eða þú, lesandi góður
hvort hér eru geymd kjarn-
orkuvopn? Eða vita ráða-
mennirnir í Kreml eitthvað um
það? Mundu þeir ekki ætla, að
þar sem hér er bandarísk her-
stöð, þá séu hér geymd kjarn-
orkuvopn? Yrði ekki ísland
sem er svona mikilvægt frá
hernaðarlegu sjónarmiði, eitt
af fyrstu skotmörkum Kreml-
verja? Því getur hvorki H.G. né
aðrir íslendingar svarað.
„Aðstæður íslendinga"!
Islendingjar leggja allt, að
vissu leyti líf okkar, undir, að
Sovét- og Bandaríkjamenn
semji og friður haldist.
Toyota Mark II 74. Rauður, ekii'i 56.000
ktn. Verð 1690 þús. Mjög vel með farini
og góður bíll.
Toyo»a Cofolla 74. Rauður, ekim 41.000
km. Verð 1290 þús. Bíll í algjörum
sérflokki.
Fíat Mirafiori 131, 1300 77. Ekin 16 þús.
Vetrar- og sumardekk. Sparieytin og
lipur bíll. Verð kr. 1.800 þús.
BÍLASALA GARDARS BORGARTÚNI1
Ath. Opið einnig á laugardögum
Sími 19615-18085