Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 28
FORMAÐURINN HÉLT VELLI
— Benedikt, Vilmundur og Jóhanna stórir sigurvegarar í
„Engin ástæða er til þess að
ætla að skipuleg áhrif annarra
stjórnmálaflokka hafi mótað
þessi úrslit,“ sagði Benedikt
Gröndal, sem vann yfirburða-
sigur í efsta sætinu í prófkjöri
Alþýðuflokksins til alþingis-
kosninga í gær.
„Urslitin eru árangur af
skipulagsbreytingum á flokkn-
um að undanförnu. Þau koma
nú greinilega í ljós,“ sagði
Benedikt. Hann bætti við:
„Lýðræðisleg stjórnmál eru í
eðli sínu þannig, að allir verða
að vera við því búnir að bíða
ósigur. Það sem gerist með einn
í dag, getur komið fyrir annan á
morgun."
5491 atkvæði var greitt, þar
af 5011 gild atkvæði. Benedikt
Gröndal hlaut 2443 atkvæði í
éfsta sætið. Eggert G. Þor-
steinsson hlaut 1355 atkvæði í
það sæti. Vilmundur Gylfason
fékk 1.214 atkvæði í það sæti og
Sigurður E. Guðmundsson 67
atkvæði.
Vilmundur Gylfason hlaut
2.586 atkvæði í annað sæti, eða
samtals í fyrsta og annað sæti
3.800 atkvæði og öruggan sigur
í það sæti til framboðs.
Eggert G. Þorsteinsson hlaut
samanlagt í 1. og 2. sæti 2.131
atkvæði. Fékk hann því ekki
traust kjósenda í prófkjörinu
til framboðs í þau sæti, sem
hann gaf kost á sér í.
Jóhanna Sigurðardóttir hlaut
2.995 atkvæði í þriðja sæti og
vann yfirburðasigur í því sæti,
sem hún gaf kost á sér í.
Bragi Jósepsson hlaut 777
atkv. í 2. sæti og 1184 í 3. sæti,
samtals 1.961 atkvæði í 2. og 3.
sæti.
Sigurður E. Guðmundsson
hlaut 67 atkv. í 1. sæti, 943
atkv. í 2. sæti og 901 atkv. í 3.
sæti, samtals 1.911 atkvæði.
„Siðbótaröflin hafa unnið
mikinn sigur í þessu prófkjöri,“
sagði Vilmundur Gylfason, þeg-
ar úrslitin voru ljós í nótt. „Ég
veit um hóp af ungu fólki sem
kaus mig í þessu prófkjöri og sá
hópur er ekki minni, sem kýs
okkar flokk i alþingis-
kosningunum.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði
eftir talningu atkvæða: ,,Ég tel
að tölurnar sýni, að fólk yill
miklar breytingar. Prófkjörið
gefur okkur Vilmundi sérstak-
lega ' tækifæri til að breyta
flokknum í þann jafnaðarflokk,
sem beðið er eftir. Prófkjörið
er enn ein staðfesting á því að
konur sækja til aukinna áhrifa
í íslenzkum stjórnmálum.
Þegar ljóst var að Bragi
Jósepsson. hafði tapað kjöri í 3.
sætið, sagði hann: „Þrátt fyrir
persónulegar sorgir, getum við,
sem berum hag Alþýðu-
flokksins fyrir brjósti, horft
fram á veginn í
sósíaldemókratískum flokki,
sem getur staðið með mikilli
reisn í íslenzku þjóðlífi.
Glæsilegt kjör konu í þriðja
sætið boðar stórsókn Alþýðu-
flokksins á næstu árurn."
I Kristalssal Hótels Loftleiða
var húsfyllir fólks, sem fylgdist
með talningu atkvæða í próf-
kjörinu. Fyrstu tölur sem
bárust kl. að ganga tíu gáfu þá
mynd af úrslitunum, sem
breyttust ekki teljandi allt til
siðustu talna, nema hvað fylgi
Vilmundar og Jóhönnu óx jafnt
og þétt. Benedikt hélt velli allt
frá byrjun til loka talningar.
Sigurvegarnir í þessu alþing-
isprófkjöri Alþýðuflokksins í
Reykjavík eru óumdeilanlega
Benedikt, Vilmundur og
Jóhanna.
-ÖS./HP/BS.
prófkjöri Alþýðuflokksins
■pegar endanleg úrslit voru Ijós fögnuðu menn ákaflega. Hér er
Benedikt Gröndal og konu hans Heidi óskað til hamingju með
úrslitin. — DB-mynd Bj.Bj.
Beygði teskeiðar
með hugarorkunni
Blaðamenn þriggja fjölmiðla
urðu vitni að einstæðum atburði á
laugardaginn var. Að lokinni ráð-
stefnu vísindamanna á Hótel
Loftleiðum var haldinn blaða-
mannafundur. Ráðstefna þessi
heitir 1977 Frontiers of Physics
Conference, eða Á jaðri eðlisfræð-
innar.
Á fundinum með blaðamönnum.
var frú Greta Woodrew, forseti
fyrirtækis í Connecticut í Banda-
ríkjunum. Frúin er þekkt fyrir
huglækningar sínar, og með
hugarorku sinni getur hún
jafnvel beygt teskeiðar. „Þessi
orka er ekki á mínu valdi,“ sagði
frúin, „það er einhver annar sem
er bak við þennan kraft.“
Blaðamenn horfðu á frúna
nudda teskeið lauslega um stund
og sáu skeiðina bókstaflega
bogna. Þá sýndi hún síðar hvernig
hún beygði skeið með því að
banka undir borð, sem skeiðin lá
á. Að sögn vísindamannanna
hefur þetta ekki fyrr verið gert á
blaðamannafundi.
JBP
Fauk íhálku út af
Þrengslavegi
Tveir sjúkrabílar þustu frá
Reykjavík um miðjan dag á
sunnudag er fréttir bárust af
bílveltu á Þrengslavegi.
Ábæjarlögreglan varð svo fyrst
á staðinn og komst að hinú
sanna um, að þarna hafði ekki
orðið slys á fólki. Var þá sjúkra-
bílunum snúið við. ökumaður
hafði þarna verið einn á ferð.
Hálka var mikil og rok og fauk
bíllinn nánast út af veginum og
valt. Ökumaðurinn hafði svo
fengið far með bíl af slysstaðn-
um svo lögreglumenn gripu
nánast 1 tómt. Bíllinn sém úí
af fór var nokkuð skemmdur.
ASt.
Mývatnssveit:
Skjálftarnir stækka
— 3,2 stig íGjástykki ígær
Sterkasti jarðskjálftakippur,
sem komið hefur í Mývatnssveit í
haust mældist norðarlega í Gjá-
stykki i gærkvöldi. Hann mældist
3.2 stig á Richterkvarða. Að sögn
starfsmanna skjálftavaktarinnar í
Reynihlíð er skjálftavirknin að
breytast og kippirnir að verða
sterkari en þeir eru nú flestir um
W^Samningurinn samþykktur
„Af þeim rumlega níu
þúsund manns sem voru á
kjörskrá greiddu 6050 at-
kvæði,“ sagði Haraldur
Steinþórsson, framkvæmda-
stjóri BSRB i viðtali við DB í
morgun. Undanfarna daga
hefur farið fram atkvæða-
greiðsla um samning sam-
takanna við ríkissjóð, en veður
og ófærð hefur tafið sendingu
kjörgagna til Reykjavíkur,
þannig að talning hefur tafizt.
„Við eigum enn eftir að fá um
eitt hundrað atkvæði, en höfum
talið þau, sem fyrir eru,“ sagði
Ilaraldur.
Sagði hann að atkvæði hefðu
fallið þannig, að 4488, eða
75,3% hefðu sagt já, 1132, eða
19% hefðu sagt nei, auðir
seðlar hefðu reynzt 330 eða
5,5% og ógildir 8.
Það er því meira en
helmingur félagsmanna sem
samþykkt hefur samninginn,
en samkvæmt Uögum BSRB
þurfti a.m.k. það atkvæðamagn
til þess að samningurinn
skoðaðist samþykktur.
-HP.
iC
Frá talningu atkvæða í aðal-
stöðvumBSRB.
2 sfig. Þeim hefur þó ekki fjölgað
að ráði. 1 morgun mældist einn
kippur í Bjarnarflagi. Þessir
skjálftar hafa þó ekki verið
finnanlegir í húsum.
Veðrið er að versna, kominn
skafrenningur og úrkoma og spáð
er norðanstormi í dag.
JH
irjálst, áháð dagblað
MÁNUDAGUR 14. NÓV. 1977.
Dauðaslys í
umferðinni á
Akureyri:
71 árs
gömul kona
varð fyrir
bifreið
Dauðaslys varð á Akureyri á
laugardagskvöldið klukkan 23.18.
Fullorðin kona, Helga Sigurjóns-
dóttir, til heimilis að Lyngholti 1
á Akureyri varð fyrir bifreið og
er talin hafa látizt samstundis.
Slysið varð á Hörgárbraut til
móts við Höfðahlíð. Helga ætlaði
áð ganga þar yfir götuna en i
sömu svifum kom bifreiðin
aðvífandi.
Helga Sigurjónsdóttir var 71
árs gömul. Hún var ekkja og bjó
hjá syni sínum. AT
Atkvæðagreiðslan um
BSRB-samningana:
„Skýr
niðurstaða”
„Mér finnst þetta 'skýr
niðurstaða og ánægjulegt, hve
margir hafa tekið þátt í atkvæða-
greiðslunni,“ sagði Kristján
Thorlacíus, formaður Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja, í
morgun um atkvæðagreiðsluna
:Um samningana.
Alls kusu 6052 eða 67 af
hundraði félagsmanna. Já sögðu
4488, nei 1132, 330 voru auðir og 8
ógildir. Kristján sagði, að já hefði
því sagt rúmlega helmingur af
öllum félagsmönnum í BSRB.
Hann vildi lýsa ánægju sinni yfir
þessum úrslitum.
Enn eru ótalin um 90 atkvæði,
sem ekki höfðu borizt til Reykja-
víkur vegna ófærðar.
-HH.
Ljósastaur
stöðvaði
ölvunar-
aksturinn
Sögulegri ökuferð manns á
vörubíl lauk um klukkan 3 i hótt
er bíllinn skall á ljósastaur á
Hringbraut við Landspítalann.
Svo harkalegur varð áreksturinn,
að fá varð kranabíl til að koma
vörubílnum af staðnum og fjar-
lægja staurinn.
í ljós kom að ökumaðurinn var
grunaður um ölvun við akstur og
lyktaði málum hans með því að
hann gisti fangageymslur í nótt.
ASt.
ísaðar tröppumar
urðu ballgestinum
aðfalli
Ballferð nálega sjötugs manns,
sem hugðist fá sér snúning í
Ingólfskaffi, lauk í gærkvöldi á
slysadeild. Á tröppum danshúss-
ins hrasaði maðurinn og hlaut
þau meiðsl að flytja varð hann í
sjúkrabifreið af staðnum. Ekki
var lögreglunni kunnugt um það í
morgun, hve aivarlega maðurinn
hafði meiðzt.