Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1977. Italía: VINSTRIOG HÆGRI ÖFGAMENN VALDA LÖGREGLU VANDA Ekki ganga allir heilir af vettvangi, þegar óeirðir eru á Italíu. Sá á myndinni er ljósmyndari fréttablaðs en að sögn hans var það lögreglan, sem var völd að skurðinum á höfði hans. 15% afslátturaföllum bamafatnaði íeina viku VERZLUNIN MÚSSA Hátúni4a íNóatúnshúsinu Útboð Stjórn verkamannabústRða í Reykja- vík óskar eftir tilboðam í byggingu 18 fjölbýlishúsa (216 íbúðir) í Hóla- hverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlíð 4 Reykjavík, gegn 100 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 6. des. 77 kl. 14. Á vallt til leigu Bröyt X2B grafa ístærri og smærri verk. Útvega einnig hvers konar fyll- ingarefni. Uppl. í símum 7.1466 og 44174. Hilmar Hannesson. ítalska lögreglan lét að nokkru leyti til skarar skríða gegn vinstri sinnuðum öfgamönnum um helg- ina en þá voru óeirðir í nærri öllum helztu borgum landsins. Handtók lögreglan tugi og hundruð manna, bæði vinstri og hægrisinnaða, þegar fylkingum, sérstakrar óeirðalögregiu og hóp- um ýmissa kröfugönguhópa laust saman. í höfuðborginni, Róm, voru meira en 100 stúdentar hand- teknir eftir meira en þriggja stunda bardaga í miðborginni. Á svæðinu þar sem ólætin voru mátti sjá hauga af brotnu gleri, sprungnar táragassprengjur og grjóthnullunga, sem kastað hafði verið að lögreglunni. Flestum stúdentunum var fljót- lega sleppt en lögreglan taldi að í það minnsta nitján þeirra yrðu ákærðir fyrir að kasta bensín- sprengjum og ráðast á lögreglu og fiokksskrifstofur Kristilega flokksins. Einnig kom til átaka við vinstri menn í borgunum Turin, Bologna, Mílanó, Bari og í borg- inni Lecce á Suður-Ítalíu, en þar særðust tveir vinstrimenn af skot- sárum í bardaga við hægri menn. /2 FESTI auglýsir Jóla- kort merkimiðar pakkabönd jólapappír gjafapappír kreppappír servíettur gluggamyndir spil priceskerti kertastjakar og margs konar leikföng oggjafavörur FESTI Frakkastfg 13, símar 10550-10590 II Bahamásveifla í Víkingasal! Bahamakynning 10rl6. nóvember í samvinnu við Flugleiðir hf. efnir Hótel Loftleiðir til Bahama- kynningar í hótelinu dagana 10. - 16. nóvember n.k. Framreiddur verður þjóðarréttur Bahamabúa, Conch fritters (skelfiskur). Hin víðkunna hljómsveit Count Bernadion kom beint frá Bahamaeyjum til þátttöku í þessari kynningu. Hljómsveitin flytur fjörug og fjölbreytt skemmtiatriði af þeim léttleika og lífsgleði, sem einkennir íbúa Karabísku eyjanna. Vinningur: Flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo. Matarmiði gildir sem happadrættismiði. Vinningurinn.flugfar til Bahamaeyja fyrir tvo verður dreginn út 21. nóvember n.k. Spariklæðnaður Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.