Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NOVEMBER 1977. m Frambjóðendur íprófkjöri sjálfstæðismanna: FRIÐRIK SOPHUSSON STEFNIR HÁn Hann átti tillögu um alþingispröfkjör sjálfstæðismanna á landsfundinum ffyrir átta árum „Þaö er full alvara með þessu framboði minu í prófkjörinu," spgði Friðrik Sophusson í viðtali við DB í gær. „Þar ætla ég að komast sem lengst og stefni með því á þingsæti," bætti hann við. „Stuðning minn fæ ég frá veru- legum hluta ungra sjálfstæðis- manna, sem ég hefi starfað með um árabil. Framboð mitt grund- vallast á þeim málum, sem við höfum haft á stefnuská okkar,“ sagði Friðrik. „Meðal þeirra mála, sem við leggjum áherzlu á, er valddreif- ing í þjóðfélaginu og nýsköpun einkareksturs. Þetta er nátengt því stefnumáli okkar að auka verulega samdrátt í ríkisbúskapn- um og baráttu gegn verðbólg- unni.“ Þessi stefnumál ungra sjálfstæðismanna hafa þegar hlot- ið alkunnugt baráttuheiti: „Bákn- ið burt“. Eins og rauður þráður í öllum þessum málum er viðleitni til þess að draga almennt úr ríkis- umsvifum, sem hafa vaxið lát- laust á fjölmörgum sviðum. „Við viljum færa valdið frá rík- inu til fólksins í landinu og stuðla þannig að því, að sérhver ein- staklingur geti staðið á eigin fót- um, axli eigin ábyrgð en fái jafn- framt að njóta verka sinna,“ sagði Friðrik. „Þetta er í rauninni stefna Sjálfstæðisflokksins umorðuð af ungu fólki í trausti þess, að hún eigi hljómgrunn hjá stórum hópi fólks í röðum sjálfstæðismanna," sagði Friðrik ennfremur. Hann kvaðst með starfi sínu hjá Stjórnunarfélaginu hafa kynnzt og unnið með fólki úr öll- um stéttum. Þar hefði hann unnið að málum, sem varða bætta stjórnun og rekstur fyrirtækja. „Eg trúi því, að þannig sé hægt að ná kjarabótum fyrir alla.“ , Friðrik telur nauðsynlegt að auka tengsl atvinnulífs þjóðarinn- ar og skólakerfisins og sporna gegn því að þessir þættir einangr- ist og fjarlægist hvor annan. Gunnar Jónsson verzlunarmaður: Friðrik Sohpusson. FYRST OG FREMST TIL KYNNINGAR en vonast til að komast á lista „Ég hef verið í stjórn hverfafé- lags Sjálfstæðisflokksins í Smá- íbúða-, Bústaða- og Fossvogs- hverfum og starfað á kosninga- skrifstofu flokksins,“ sagði Gunn- ar Jónasson verzlunarmaður. „Fyrir þetta prófkjör hef ég ekki haldið neina opinbera fundi, en tala við mina vini og kunningja.' Þetta er léttvægt miðað við þá maskínu, sem er í gangi hjá ýms- um, en ég hef engu að tapa. Eg er ungur og á framtíðina fyrir mér og framboð mitt er fyrst og fremst til kynningar. En ég vonast engu að síður til þess að komast á lista. Min baráttumál eru kjördæma- málið, þ.e. að tryggja Reykvíking- um og íbúum Reykjaness jafnan kosningarétt á við aðra. Þetta mál hefur verið kæft niður af lands- byggðarfulltrúum flokksins. Þá er málið tafið hjá stjórnarskár- nefnd. Þá eru það skattamál verzlunarinnar, t.d. hafa kaupfé- lögin leyfi til þess að leggja i varasjóði af gróða, þar sem allt er skattlagt hjá hlutafélögum og ein- staklingum. Fyrirtækin mega ekki sýna gróða. Þessi mismunum er ósanngjörn. Þá hef ég unnið að íþróttamál- um og þar þarf margt aðlagat.d. hátolla á íþróttavörum. Vandamál aldaðs fólks þarf einnig að taka Gunnar Jónasson verzlunarmað- ur. föstum tökum, þótt þær fram- kvæmdir sem borgin stendur nú fyrir séu til bóta.“ -JH. Kristján Guðbjartsson innheimtustjóri: „Skattlagning á almenning komin út íöfgar...” Atvinnulífið þyrfti að gera mót- tækilegt fyrir skólabókarþekk- ingu og fræðslukerfið opnara fyrir reyrtslu atvinnulífsins. Ef ekki verður nú spyrnt við fótum, telur Friðrik alvarlega hættu á að þessir tveir veigamiklu þættir þróist hver frá öðrum til óbætan- legs tjóns fyrir báða og þar með þjóðina alla. Loks sagði Friðrik Sophusson: „Breyta þarf opinberum rekstri þannig að ryðja pólitíkusum út. Burt með kommissara og pólitískt úthlutunarvald eftirsóttra lífs- gæða, sem allir menn eiga jafnan rétt á að njóta.“ Friðrik Sophusson kom fyrstur manna fram með tillögu um prqf- kjör sjálfstæðismanna til al- þingiskosninga á landsfundi flokksins 1969. Nú reynir á það, hvernig honum reynist yfirferðar sú braut, sem hann öðrum fremur ruddi með framsýnni tillögu ungs manns. Friðrik hefur opna kosninga- skrifstofu og samstarfsmenn úr röðum ungra sjálfstæðismanna. Hann stefnir hátt. BS. „Ég gekk í Heimdall fimmtán ára gamall og var fljótlega kosinn í fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hef átt þar sæti síðan, einnig var ég fyrst kjörinn fulltrúi flokksins á landsþing hans, þegar ég var átján ára gam- all,“ sagði Kristján Guðbjartsson innheimtustjóri í viðtali við DB en- hann tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík til vals á fulltrúum á lista flokksins til alþingiskosninga. „Síðan má segja að ég hafi verið í stöðugu starfi fyrir flokkinn, hef meðal annars verið í stjórn Óðins og verið ritari félagsins undanfarin ár,“ sagði Kristján ennfremur. „Þátttaka mín í prófkjörinu er þess vegna af eigin áhuga á stjórnmálum og ekki síður vegna hvatningar félaga minna í Sjálf- stæðisflokknum. Færi svo að mér gæfist kostur á að beita mér fyrir einhverjum málum, sem mér finnast mikilsverð mundi ég fyrst snúa mér að efnahagsmálunum. Efnahagsstefnunni verður að breyta og sú breyting þarf meðal annars að byggjast á niðurskurði opinberra framkvæmda. Skattar bæði beinir og óbeinir eru orðnir of háir, ég tel að þjóðin þoli ekki svo miklar álögur. Ríkisvaldið verður að ganga á undan í sparnaði því ekki er stöð- ugt hægt að þrengja að einstakl- ingnum. Einnig vil ég benda á að vextir hækka nú stöðugt vegna verðbólg- unnar. Þeir eru nú komnir mun hærra en eðlilegt er að húsbyggj- endur og aðrir þoli. Þetta sýnir bezt að við verðum að draga úr verðbólgunni og þar verður eins og ég sagði áður, ríkið að ganga á undan með niður- skurði á framkvæmdum. Réttlátari niðurröðun fram- kvæmda í samgöngumálum er Kristján Guðbjartsson. einnig eitt þeirra mála sem ég vildi koma á. Þar má taka sem dæmi að ég tel að eðlilegra hefði verið að tengja sjávarplássin á Suðurlandi, Eyrarbakka og Stokkseyri, við Þorlákshöfn með brú yfir ölfusárósa fyrr en ráðizt hefði verið i Borgarfjarðarbrúna. Einnig mætti nefna, að heppi- legra hefði verið að halda áfram með Reykjanesbrautina nýju frá Breiðholtshverfi til Hafnarfjarð- ar áður en ráðizt var í að breikka gamla Hafnarfjarðarveginn, sem flýtt var, eftir að samgönguráð- herra flutti heimili sitt til Garða- bæjar. Að síðustu vil ég nefna að nauð- synlegt er orðið að draga úr út- flutningsuppbótum á landbúnað- arvörur. Þar er einnig dæmi um hve skattlagning á almenning er kom- in út í miklar öfgar,“ sagði Kristj- án Guðbjartsson að lokum. -ÓG. Rýmingarsala á hiísgögnum hljómborð undir plötuspilara, vegg- hillur og samax skrifborð o.fl. eftir kl. 4 á daginn, laugardag til 4. Hnsgag,ia’,ÍTius*ofa Ólu Þ j'be gsso'iai' Auðbrekku :iZ Kópavogi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.