Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1977. (S Útvarp 31 Sjónvarp & Sjónvarp íkvöld kl. 21.05: Demantaránið mikla RÆNINGIARNIR REKAST A LEYNILÖGGU í RÚTUNNI Gig Young leikur einn ræningjanna. Nánar tiltekið þann fyrsta sem hittir gömlu hjónin í rútunni. Til þess að framkvæma ránið dulbjóst hann sem kona. „Sagt er frá fjórum mönnum, sem ætla allir að ræna demöntum eða skartgripum, hver í sínu lagi, en hittast síðan,“ sagði Kristmann Eiðsson er hann var spurður um bandaríska sakamálamynd sem sýnd verður í kvöld í sjónvarpi undir nafninu Demantaránið mikla. Kristmann hefur þýtt þá mynd. „Sá fyrsti af mönnunum fær sér vinnu í gestamóttöku hótels. Hann ætlar að ræna skartgripum gestanna þar. Annar fer í veizlu auðmanna og hyggst ræna gestina. Sá þriðji fær sér vinnu í skartgripaverzlun og hyggst fara þar um ófrjálsri hendi. Sá síðasti fær sér svo vinnu á listasafni þar sem fagurt skart er geymt undir gleri. Það skart ætlar hann að fjarlægja þaðan. Ránið var skipulagt í sambandi við ferðir áætlunarbíls eins sem fer þvert um landið, svonefndir Grayhound bílar. Ræningjarnir ætla svo að hittast í bílnum og fara með honum til San Diago. 1 vagninum hittir svo einn þeirra öldruð hjón. Karlmaðurinn er leynilögreglumaður sem er að hætta störfum. Þau hjónin ætla að setjast að í San Diago. Gamli karlinn hefur heyrt um öll þessi stórkostlegu rán og fer að ræða um þau við ræningjann. Ur þessu öllu verður mjög skemmtilegt mál.“ — Og er þetta svolítið spennandi líka? „Já, já, þetta er ágætlega spennandi svona í og með og mjög góð afþreying á mánudagskvöldi. Þetta er mjög vel gerður þáttur," sagði Kristmann. Myndin um Demantaránið hefst klukkan fimm mínútur yfir níu og lýkur klukkustund síðar. Aðalhlutverkin eru í höndum Lee J. Cobb og Gig Young. Myndin er svarthvít. ■DS. Amerísk Hot Rod — Hot Rodding Bflablöð c" trDfr'„r Four Wheeler Off Rood Super Chevy Útvarp Mónudogur 14. nóvember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tðnleikar. 14.30 MiAdagissagan: „Skakkt númer — rétt númer" eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höfundur les (6). 15.00 MiAdagistónlaikar. islenzk tónlist: a. Trfó í a-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika. b. „! lundi ljóðs og hljóma“, lagaflokkur op. 23 eftir Sigurð Þórðarson. við kvæði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Sig- urður Bjömsson syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píahó. c. Svip- myndir fyrir píanó eftir Pál tsólfsson. Jórunn Viðarleikur. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom / Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.30 Tónliitartími bamanna Egill Friðleifsson sér um tímann. 17.45 Ungir pennar Guðrún Þ. Stephen- sen les bréf og ritgerðir frá börnum. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglagt mál. Gísli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Páll V. Daníelsson forstjóri talar. 20.00 Lög unga fólksins Rafn Ragnars- son kynnir. 20.50 Gögn og gnAi Þáttur um atvinnu- mál landsmanna. $tjórnandi: Magnús Bjarnfreðsson. 21.50 íslanzk einsöngslög: Elín Sigurvins- dóttir syngur lög eftir Einar Markan og Sigvalda Kaldalóns; Guðrún Kristinsdóttir leikur á planó. 22.00 Kvöldsagan: „FóstbrœAra saga" Dr. Jónas Kristjánsson byrjar lesturinn. 22.30 Veðurfregnir. Frétti:. 22.45 Tónleikar Sinfóníuhljómsvaitar islands I Háskólabiói á fimmtud. var; _Síðari hluti. Hljómsveitarstjóri: Eifrid Eckert-Hansan Sinfónia nr. 2 „Hinar fjórar lyndiseinkunnir" op. 16 eftir Carl Nielsen. — Jón Múli Arnason kynnir — 23.20 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 15. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Rögnvaldur Finn- bogason heldur áfram að lesa „Ævin- týri frá Narníu" eftir C.S. Lewis (2), Tilkynningar kl. 9.30. Wngfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: tltvarpshljómsveitin I Moskvu leikur Sinfóniu nr. 23 op. 56 eftir Miaskovský; Alexei Kovaljoff stj. / Jascha Heifetz og Fllharmonluhljóm- sveit Lundúna leika Fiðlukonsert I d-moll op. 47 eftir Sibelius; Sir Thomas Beecham stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Skakkt númer — rétt númer" eftir Þórunni Elfu Magnúsd. Höfundur les (7). 15.00 MiAdegistónleikar. Concertgebouw hljómsveitin I Amsterdam leikur „Gæsamömmu“, ballettsvitu eftir Ravel, Bernard Haitink stjórnar. Cleveland hljómsveitin leikur Sin- fóníu nr. 10 eftir Mahler; George Szell stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Litli bamatíminn. Guðrún Guðlaugs- dóttir stjórnar tlmanum. 17.50 AA tafli. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaaukar. Tilkynning- ar. 19.35 Undir bléum trjém. Sigríður Thorla- cius segir frá ferð til Kenýa. Sími 86780. Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 nYTT í LonDon Hinn 16. nóvember tekur nýr aðili í London að sér afgreiðslu á vörum til flutnings með vélum Flugfélags islands og Loftleiða: Hollenska flug- féiagið KLM, Shoreham Road, Cargo Village, Heathrow. Skrifstofur okkar, bæði á Heathrowflugvelli og hér í Reykjavík annast eftir sem áður milligöngu, s.s. móttoku pantana, ef óskað er. Sími okkar á Heathrow er 01-759-7051. Leiðbeiningamiðar, „Routing order“ fást á skrifstofu farmdeildar í Reykjavík, sími 84822. FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR LSLAJVDS nosifrakt flth.: í vetur verða sérstök fraktflug, fra London á þriðjudögum og föstudögum Sjónvarp íkvöld kl. 22.05: Gasklefinníaugsýn r MINNINGAR FRA FANGABÚÐAVIST „Þetta er reynslusaga áhafn- ar af finnsku skipi sem farið var með í fangabúðirnar í Stutt- hof í Póllandi í seinni heims- styrjöldinni. í þessum fangabúðum voru menn af mörgum þjóðern- um, meðal annars nokkrir Skandinavar,“ sagði Ellert Sigurbjörnsson þýðandi er hann var spurður um fræðslu- myndina sem sýnd er í sjón- varpinu í kvöld undir nafninu Gasklefinn í augsýn. 1 myndinni, sem er finnsk, lýsir Mikael Bergmann, sem var einn af þessari skipsáhöfn, reynslu sinni og brugðið er upp myndum af fangabúðunum eins og þær voru og eru nú. Eins og í mörgum öðrum búðum af slíku tagi er þar nú rekið safn. Fangarnir voru leystir þaðan úr haldi árið 1945. Myndin hefst klukkan fimm mínútur yfir tíu í kvöld, strax á eftir Demantaráninu mikla. Hún er hálftíma löng og svörthvít. -DS. OSRAM vegna gæðanna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.