Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NðVEMBER 1977. ,19 mikll vinna í að skipuleggja hana. Öll ljós voru hárnákvæmt úthugsuð og i ÞÆR HEIM- ND - EN... Ég brá mér í búningsklefa Gasolin að hljómleikunum loknum. Umboðsmaður þeirra, Knud Thorbjörnsen varð aðal- lega fyrir svörum. Hann kvað Gasolin hafa leikið saman síðastliðin átta ár og fimm ár væru um liðin síðan hljómsveit- in komst á toppinn i Danmörku. Ég spurði næst um plötuútgáfu hljómsveitarinnar. Hann svaraði: Hafa selt 1.1 millión af LP plötum „Stórar plötur með Gasolin eru nú orðnar átta talsins og sú niunda er væntanleg. á markaðinn nú í nóvember. Spurðu mig ekki um litlu plöturnar. Ég hef ekki tölu á þeim. — Plötusalan? Jú, við erum búnir að selja um 1.1 milljón platna í Danmörku einni.“ En hvað með önnur lönd? Knud verður svolítið kindar- legur á svipinn, en svarar svo hógvær: „Þær eru nú víst ekki nema um hundrað þúsund?" — Eruð þið á hljómleika- ÍEerðlagi núna, eða ieikið þið aðeins á þessum einu hljóm- leikum? „Við höldum bara þessa einu hljómleika og förum síðan aftur heim til Danmerkur. Þá taka við æfingar á lögunum á nýju plötunni. Ætli þær æfing-' ar taki ekki svo sem þrjá mánuði.“ — Hvort byggir Gasolin vinsældir sínar fremur á plötusölu eða hljómleikahaldi? Ströng hljómleikaferðalög „Bæði og. Við höldum geysi-_ lega mikið af hljómleikum, aðallega í Danmörku. í sumar héldum við 57 hljómleika á þremur mánuðum, bara í Dan- mörku. Við einskorðum okkur þó ekki eingöngu við að leika heima. í fyrra fórum við til dæmis til Bandaríkjanna og vorum þar I einar sex vikur. Þá lékum við á hverju kvöldi allan tímann." — Fenguð þið góða aðsókn? „Já, já, nokkuð þokkalega. Við héldum okkur aðallega við klúbbana sem taka svo sem fimm hundruð til þúsund manns.“ — Þegar nýja platan kemur út. Ætlið þið að fylgja henni vel eftir? Knud svarar: „Já, heldur betur. Við reiknum með að þurfa að leika á 50-60 hljóm- leikum í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Síðan förum við til Þýzkalands og leikum þar í þrjú eða fjögur skipti." — Segðu mér. Hversu margir koma á þessa hljómleika hjá ykkur að meðaltali? „Meðaltalið hjá okkur hefur verið um 2200 manns á hverja 'hljómleika. Annars er þetta breytilegt. Við höfum fengið allt upp í ellefu þúsund manns á eina hljómleika í Kaup- mannahöfn." — Og lékuð þið einir þar? Knud Thorbjörnsen hlær við: „Nei, svarar hann. „Dr. Hook léku með okkur þar.“ Ragnar Th. Sigurðsson. ABBA Astraliu hefur hljómsveitin Shebert verið kölluð. Eftir að hafa heyrt í henni er uppnefnið skiljanlegt. öll lög hljómsveitarinnar eru auðgrípanleg og áður en maður veit af er maður farinn að syngja með. sinn ýrsta "Bm.m'd líörðu' '"lurstrax ,r *ói,lsh ‘nnið þa 'n° bilaá ilaamhi,n‘ BIAÐIÐS fifálst, úháð dagblað 3. ARG. — MANUDAGUR 24. OKT0BKR 1977 — 235. TBI.. RITSTJORN SÍÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 1 lj AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐAl.SlMI <7022 H,VIða fskr^ndiDAGBUÐSÍl - !J?ur ^ssa Slæsibifrei^T föstum áskrifendía, Áskriftasími ___________ Dagblaðsins er 27022

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.