Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1977. r Auðssöfnun á Islandi Undanfarin ár hefur veröbólgan verið aðal- umræðuefni manna á meðal, í dagblöðum og í þingsölum hins unga lýðveldis vors. En af hverju er verðbólgan svona mikil? Sitt sýnist hverjum um það mál, en stjórnmála- mennirnir virðast hvorki hafa ráð eða vilja til að stöðva þennan ófögnuð. Ég undirritaður hef í nokkra daga haft undir höndum bæk- ur, sem alls ekki liggja á lausu fyrir hinn almenna launþega til aflestrar, þ.e.a.s. skatta- og út- .svarsskrár 1977. Ég ætla að leyfa mér að nefna nokkur dæmi úr þeim lið skatta- skrárinnar, sem lítið hefur verið nefndur, þegar umræða um verðbólgu á sér stað, en gæti hins vegar verið sá skaðvaldur, sem nú hristir stoðir lýðveldisins Islands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Mörg hundruð milljarðar Þegar flett er upp í skatta- skrám þessum og athugaður liður, sem heitir EIGNASKATTUR kemur ýmis- legt í ljós, sem hinn ahnenni launþegi hefur alls ekki látið sér detta í hug, að væri til staðar i þessu litla þjóðfélagi. Því í ljós kemur að á Stór- Reykjavíkursvæðinu og 1 Reykjaneskjördæmi eru fjöl- margir einstaklingar sem eiga eignir upp á 100 milljónir kr. hver eða meira. 986 einstakling- ar eiga 100-200 millj. kr. sem gerir 135.7 milljarða kr. og 621 einstaklingur á yfir 200 millj., eða samtals 207.3 milljarða. Þessir 1607 einstaklingar eiga þannig samtals eignir upp á kr. 343 milljarða. Þarf nokkurn að undra, þótt erlendar skuldir hlaðist upp, þegar ljóst er, hversu gífurleg- ar upphæðir menn hafa getað eignast hér á landi á stuttum tíma því stór hluti þessara manna hefur litlar sem engar tekjur skv. skattaframtali. Það er því umhugsunarefni fyrir launþega, hvernig þetta gerist í raun og veru. Kjarni málsins er einmitt sá, að við lesum um það í blöðum dag eftir dag og ár eftir ár (og sjáum dæmin alls staðar í kring um okkur), að h'inir og þessir hafi nánast engar tekjur og fái jafnvel endurgreitt úr opinber- um sjóðum, t.d gegnum barna- bætur, en þessir sömu sjóðir hrópa á meira fjármagn frá þeim einstaklingum, sem greiða sín tilskildu gjöld hverju sinni með æ meiri þunga. Það er ekki hægt að liða það lengur, að braskaralýður vaði hér uppi og neiti að taka þátt í sameiginlegum kostnaði lands- manna hverju sinni. Ekki óhugi ó lagfœringu Það hlýtur að vera mikið að hjá okkur, þegar fjöldi manna sópar svona miklu fjármagni í hirslur sinar, á sama tima og alls staðar heyrist hrópað á fjármagn til sameiginlegra framkvæmda hjá ríki og bæjarfélögum. Kæmi því engum á óvart, þótt eitthvað af þessum 343 milljörðum hefði einmitt átt að vera í sjóðum ríkis eða bæjarfélaga. Gæti kannski sá hluti söluskatts, sem ekki kemur fram árlega, verið innifalinn í þessum 343 milljörðum, sem upp hafa safnazt hjá fyrr- greindum einstaklingum? Ég veit ekki betur en að um hver áramót séu útistandandi miklar fjárhæðir hjá ríkissjóði og bæjarsjóðum um land allt hjá skuldseigum mönnum. Því er ekki óeðlilegt að áætla, að þegar margirmilljarðatugireru í umferð hverju sinni árlega án Kjallarinn Eiríkur Viggósson stjórnunar á peningamarkaðin- um að verðbólgan haldi áfram að aukast og eigna- mönnum fjölgi stöðugt næstu ár. Nú eru framundan miklar sviptingar í þjóðmálum, því að eins og menn vita eru tvennar kosningar framundan, bæði til sveitarstjórna og hins háa Alþingis. Það virðist þurfa miklar breytingar á Alþingi til að koma skattamálunum í þann farveg að sem flestir geti vel við unað. Það er staðreynd, að það þing, sem nú situr, hefur engan áhuga á að lagfæra þau ranglátu skattalög, sem hér eru við lýði. Það virðist gleymast í umræðum manna á meðal, að skattar eru undirstaða allra annarra málaflokka. Að lokum þetta. Nú eiga ungir menn, hvar í flokki sem þeir standa að taka höndum saman og moka flórinn áður en það verður of seint. Eiríkur Viggósson matreiðslumaður. - Blaöburðarbörn óskaststrax við: TJARNARGÖTU SUÐURGÖTU SKAFTAHUB MMBIABIÐ Sími27022 Salir við öll tækifæri Sími 82200 ttHOfnEL# JJ| n MMBLAOIB án ríkisstyrks Nýjung: Nónkex með ciiLLiilaAi Nónkex er heilhveitikex hollt 09 gott, enda Frónkex KEXVERKSMIBJAN FRÓN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.