Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NOVEMBER 1977. '21! þegar þær fóru að ágerast og honum fannst fullmikið komið var of seint að draga í land, þrátt fyrir allar hans bréfa- skriftir og yfirlýsingar minnk- uðu sögurnar ekki og þær fylgdu honum fram yfir dauð- ann. Fiðlukonsert hans er stund- um dálítið klaufalega saminn fyrir hljómsveitina, engan veginn verk þroskaðs tón- skálds, en einleikshlutverkið, að sjálfsögðu samið fyrir hann sjálfan, er meistaralegt. Tónlist JON KRISTINN CORTES • Bjarni Guðmundsson, túbuleikari S.í. Aaron Rosand átti ekki í miklum erfiðleikum með það, snilli hans á fiðluna er einstök. Akveðni hans og nákvæmni i tóntaki er slík að ósjálfrátt fór maður að snúa sögunum um Paganini upp á Rosand. Kadensurnar voru frábærar, spennan fyllti salinn, og enginn held ég hafi getað slakað á fyrr en hljómsveitin kom inn i aftur. Sinfóniuhljómsveit ís- lands lék mjög vel, aldrei urðu árekstrar milli hennar og ein- leikara og var allt verkið í heild sinni vel heppnað. Carl Nielsen Stundum finnst mér tón- listarunnendur hafa fremur litla trú á tónlist Norðurlanda- búa. Blessunarlega er S.í. farin að leika meira af þeirri tónlist en áður fyrr, og er þar tónlist Danans Carls Nielsens fremst í flokki. Ekki er hann að ófyrir- synju kallaður mesta sinfón- íska tónskáld þessarar aldar, og þá ekki bundið við Norðurlönd, heldur tónlistarheiminn allan. Flutningur Sinfóníuhljóm- sveitar Islands á 2. sinfóníu Nielsens var í stuttu máli hreint frábær. Var stundum Bók menntir OLAFUR . :13 JÓN3SON «9 á víð og dreif, sumpart í mann- lýsingum og frásagnarefnum sumra þáttanna. Það virðist t.a.m. augljóst mál að það leik- rit Matthíasar sem bjarglegast hefur þótt til þessa, Jón gamli, byggist að einhverju leyti á við- tölum hans við Elias Hólm og Jón Magnússon sem hér eru prentuð í bókinni. Og nú bregður svo við að manni þykir viðtölin og mannlýsingarnar sem þau miðla áhrifameiri og eftirminnilegri verk en leik- ritið áður, betri texti eins og svo er nefnt. Kannski eitt dæmi þess sem mörg eru fleiri að stundum lætur veruleikanum betur að líkja eftir skáldskap en skáldskapnum eftir veru- leika. Og að visu held ég að bestu blaðaviðtöl Matthíasar Johannessens séu hanslistfeng- ustu verk. Annars eru blaðaviðtöl af því tagi sem Matthías ástundar dálítið sérkennilegt frásagnar- form. Væntanlega mælir enginn á móti því að hlutverk blaða sé einkum að flytja frétt- ir og tíðindi annars vegar, halda uppi umræðu og rökræðu um tíðindin og þjóðmálin og önnur tímabær efni hins vegar. Af slíku tagi er vitaskuld mest- allt viðtalsefni blaðs frá degi til dags — en mikið af daglegum fréttum og frásögnum birtist jafnan í einhvers konar viðtals- formi. En vitanlega rúmar venjulegt dagblað margvíslegt efni annað en beint og óbeint fréttaefni.og getur veitt svig- rúm fyrir ýmislega bókmennta- Iega eða listræna viðleitni og tilþrif. Og upp úr hversdagsleg- um fréttaviðtölum hefur hið listræna viðtalsform vaxið og þróast og veitir margvíslegra kosta • völ i meðferð og úr- vinnslu frásagnarefna og getur rúmað alls konar vitneskju, fróðleik og skemmtan. En það er svo sem ekki víst hvernig á að meta gildi slíks blaðaefnis upp og ofan. Mér er t.a.m. ekki ljóst hvað Eiríkur Hreinn á við 1 formála þessarar bókar þegar hann segir blaðaviðtöl Valtýs Stefánssonar „mikilvægt les- efni til að mynda fyrir þjóð- háttafræði og sagnfræði". Er virkilega svo að skilja að viðtöl Valtýs, eða annarra, geymi í umtalsverðum mæli heimildir um slík og þvílík efni? Eða á Eiríkur einungis við að þau hafi gildi fyrir sig, þegar frá líður, sem svipmyndir liðinnar tíðar og þeirrar tíðar manna? Hvað sem um þetta er held ég að verðleikar þessarar bókar og þeirra samtala sem hún geymir stafi ekki af neinu slíku minjagildi heldur séu þeir hreint og beint bókmennta- legir: viðtölin miða að því fyrst og fremst að koma mannlýs- ingu á framfæri og eiga líf og gildi sitt undir því hvernig það tekst. Ekki hafa nema fáir við- mælendur og viðtalsefni Matt- híasar í bókinni verið beinlínis fréttnæmt þegar þættirnir fyrst birtust, hvað þá nú að mörgum árum liðnum. Og í öllum þátt- unum beinist meiri athygli að manninum sem við er mælt en neinu því sem hann hefur frá að segja. Efni í bókinni skiptist í tvö horn, annars vegar eru viðtöl við erlenda gesti og þjóðkunna innlenda menn, hins vegar við alþýðufólk af eldri kynslóð. Björn Pálsson flugmaður er eini maðurinn sem við er talað i bókinni i broddi lífsins — og það er að vísu mjög svo hugtæk mannlýsing sem þar kemur fram. Annars eru viðmælendur Matthíasar í bókinni, kunnir sem ókunnir, yfirleitt komnir á efri ár. Vera má að það stafi einkum af því að maður veit meira fyrir um hina þjóðkunnu viðmælendur hans, Gunnar Gunnarsson eða Sigurð Nordal, til dæmis, að mestur fengur virðist í viðtölum hans við hið hversdagslega fólk sem unnið hefur hörðum höndum til lands og sjávar — Jón skip- stjóra Magnússon sem fyrr var nefndur, eða Magnús bónda Hafliðason á Hrauni, eða tvær hundrað ára kerlur, Maríu Andrésdóttur og Guðríði Jóns- dóttur. Og hann teiknar upp ljóslifandi lýsingar sérkenni- legra einstaklinga og örlaga Eliasar Hólm og Helgu Larsen á Engi, til dæmis. En þetta eru allt ljómandi haglega gerðar greinar og ljóst að höfundur hefur Iagt njikla rækt við viétalsformið sem löngu er orðið sérgrein hans í blaðamennsku og bókmennt- um. Það er list og íþrótt hans að tala við fólk, laða það út úr skel hversdags og lifsbaráttu til móts við lesandann — þar sem það, þegar best lætur, lifir áfram lífi sínu sem hvert annað fólk í bók, skáldskap og sögu. sem hunang flæddi frá sviðinu í gervi tóna, svo mjúklega var leikið. Frábœr stjórnandi Stjórnanainn, Eifrid Eckert- Hansen, átti ekki hvað minnst- an þátt í því. Var unun á að horfa hvernig hann leiddi hljómsveitina gegnum hvern þáttinn af öðrum, alltaf til- búinn með bendingar sínar og leiðbeiningar, hann „strauk með strengjunum og blés með blásurunum" milli þess sem hann sló með slagverkinu. Var stjórn hans fullkomin á allan máta og efast ég ekki um að hljómsveitin hafi verið fylli- lega sammála honum með alla túlkun. Vonandi kemur hann aftur. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: Cortina ’68 Oldsmobi! V-8 Hillman Hunter ’68 Rambler Classic V-8 Vauxhall Viva 70 Dodge Dart Skoda S-100 72 Taunus 17m station Einnig höfum við úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Hötöatúni 10-Sími 11397 TRIDON X+þurrkur: ^ bestarí blindhríö Því þá fyrst kemur styrkur þeirra í Ijós. Þær eru úr svörtu þrælsterku plasti sem þolir — 40° C og + 145°C. Við Itonnun þeirra var sérstaklega tekið tillit til aðstæðna sem skapast við mikið rok og úrkomu. Niðurstaða varfrábær hreinsivirkni við verstu skilyrði. | Fæst á ölíum QESSO^ bensínstöðvum Tridon þurrkur- tímabær tækninýjung ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI RYMINGARSALA JÓLIN NÁLGAST Því ekki að hressa upp á gömlu húsgögnin oggera þau sem ný? Margirklœða húsgögnin sjálfir. Finnsk áklæði á aðeins kr. 1.680pr. m. Opið kl. 1-6 e.h. Póstsendum B.G.ÁKLÆÐI Mávahlíð 39 — Sími 10644 aðeins á kvöldin ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI - ÁKLÆÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.