Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐJklANUDAGU^^NOVEMeE^SÝ^ ALLAR VIU SÆKJA ÍSLi Það er sama hvaða hljómsveit erlenda maður hittir að máli. Allar eru þær óðfúsar að koma til tslands. Ég hitti annan gítarleikara dönsku hljómsveiíarinnar Gasolin að máii um daginn á hljómleikum hennar og þriggja annarra er- Iendra hljómsveita. Hann kvað það tvisvar hafa staðið til að heimsækja tslendinga en í hvorugt skiptið virtist áhugi islendinga vera nægur. Þá vit- um við það! Hljómsveitirnar sem tróðu upp á þessum hljómleikum voru ærið misjafnar og fremur lítt þekktar — þegar Gasolin er undanskilin. Kvöldið hófst með því að finnsk táningahljómsveit lék nokkur lög. Hljómsveitin kallast Bamboo og eru meðlim- ir hennar á aldrinum 16-18 ára. Hún hafði ekki skemmt áður utan Finnlands. Sænskir blaða- menn tjáðu mér að hún nyti talsvert mikilla vinsælda þar meðal yngra fólksins. Slœm meðferð Annars fengu Bamboo svipaða meðferð á þessum hljómleikum og svokallaðar upphitunarhljómsveitir. Allt virtist vera gert til að eyði- leggja hljómburðinn og „ljósa- framkomu Shebert en Bamboo. Ljóskösturunum var nú beitt mun meira en áður og sömu- leiðis var hægt að hlusta á tónlistina með sæmilega góðu móti. Shebertsmenn mættu á' sviðið í ijósum fötum og með skyrturnar hnepptar frá niður á nafla. Þetta átti við smápíurnar, sem skræktu hver í kapp við aðra. ABBA Ástralíu Tónlist Shebert er þannig að hún hefur stundum verið kölluð ABBA Ástralíu. Ég átti reyndar dálítið bágt með að skilja hvernig fimm karlmanna hljómsveit gæti verið líkt við blandaðan kvartett en ég áttaði mig á því fljótlega eftir að hljómsveitin hóf að leika. Öll lög hennar voru slík að maður lærði laglínuna á nokkrum sekúndum og gat raulað með strax eftir fyrsta viðlag. Enda fór svo að áhorfendur tóku hraustlega undir. A þeim tónleikum, sem ég hef sótt i Scandinavium, hafa yfirleitt verið um 7-12 þúsund áheyrendur. Nú brá svo við, að þeir voru vart fleiri en 2-3 þúsund og á aldrinum tólf til sextán ára. Eg er smeykur um að íslenzkir unglingar hefðu drukknari og með meiri læti en áður. Jæja, við vorum að ræða um Shebert. Þeim tókst að ná slík- um tökum á áhorfendum að stór hópur var staðinn upp áður en yfir lauk og dansaði á fullu með tónlistinni. Sömuleiðis tróðust þau nær sviðinu svo að þeir ljósmyndarar, sem verið höfðu við sviðið til að ná sem beztum myndum, urðu að forða sér upp í blaðamannastúkuna. Ég gæti trúað því að dyraverðir Scandinavium hafi andað létt- ar, er Shebert lauk leik sínum. Ekki var ég hrifinn af næstu hljómsveti — Hurrycanes frá Finnlandi. Áhorfendur voru ekki á sama máli og tróðust að sviðinu sem aldrei fyrr. Áður en yfir lauk tókst þeim að brjóta niður heljarmikið járn- grindverk sem á að verja skemmtikraftana trylltum aðdáendum. Hurrycanes — þungarokkhljómsveit Hurrycanes eru aðeins þrír og spiluðu þeir þungt, frum- samið rokk framan af en tóku síðan að leika gömul Bítlalög og slagara með Dr. Hook þegar á leið. Þegar kom að aukalaginu Sviðsframkoma Gasolin var hreint og beint frábær. Greinilega hafði verið lögð notkun reyksprengja og blysa var frábær. orðin hálf ellefu og hljóm- leikarnir búnir að standa yfir í þrjá og hálfan tíma. Stiörnur kvöldsins I stuttu máli sagt voru Gasolin stjörnur kvöldsins. Sviðsframkoman og notkun sviðsútbúnaðar var slík að ég hef ekki séð annað eins fyrr, nema kannski hjá hljómsveit- inni Electric Light Orchestra. Allir hundrað ljóskastarar sal- arins voru notaðir af mikilli kunnáttusemi og í lokin sprungu reyksprengjur með slíkum hvelli að allir hrukku í- kút. Reykurinn var ekki fyrr stiginn upp í rjáfur en þegar tvö tveggja til þriggja mannhæðarhá blys tóku að brenna sitt hvorum megin við sviðið. — t raun og veru þýðir ekki að lýsa svona sýningu með orðum, maður þarf að sjá hana til að vita hvað er um að vera. Smápiurnr skræktu ótæpilega þegar Shebert birtist á sviðinu og þær sáu í nafla hijómsveitarmeðlimanna. Tveir af meðlimum Gasolin, þeir Kim Larsen söngvari og Franz Beekerlee gitarleikari. Franz iýsti þvi eitt yfir í danska táningablaðinu Vi Unge að stærsta upplifelsi sitt í lífinu hefði verið þegar hann prófaði LSD i t skipti. Finnska þungarokkhljómsveitin Hurrycanes vakti mikla hrifningu áheyrendanna sem voru flestir á aldrinum 12-16 ára gamlir. Svo mikil urðu lætin að járngrindverk við sviðið var brotið niður. showið" var haft eins dauft og lélegt og unnt var. Af hundrað kösturum, sem eru í lofti Scandinaviumhallarinnar, voru aðeins tólf notaðir. Þetta er líklega gert til að sýna hversu góðar þær hljóm- sveitir eru sem á eftir koma. Ég frétti það að þegar Richie Blackmore’s Rainbow lék hér í Gautaborg fyrir nokkru hitaði Vikivaki hinn sænsk/íslenzki upp. Hljómburðurinn var hins vegar slíkur að annað eins hafði vart heyrzt áður. En hvað um það. Bamboo hinir finnsku hlutu sæmilegar undirtektir að leik sínum lokn- um og næst steig á sviðið ástralska hljómisveitin Shebert. • Þessi hljómsveit nýtur mikilla vinsælda í heima- landi sínu en er lítt þekkt utan þess. Þó náðu þeir nokkuð langt með lagi sínu Ilowzat fyrir nokkru. Mun meira var lagt i sviðs- skellt heldur betur upp úr hefðu þeir séð söfnuðinn sem þarna var saman kominn. Aðal- lega voru þó strákgreyin hlægileg. Þeir voru i stuttum leðurjökkum með gylltum bólum, með brilljantín í hárinu og greiddu í piku. Síðan höfðu þeir margir skvett svo ótæpilega á sig rakspíra, að það sveif á þá, sem nærstaddir voru. Drykkjuskapur eykst Ur því að ég er farinn að minnast á áheyrendur þá hef ég veitt því athygli að þeir eru yfirleitt drukknari en þeir voru siðastliðinn vetur. Skýringin á þessu er talin sú, að „mellanöl- ið“ svokallaða hefur verið bannað og því verða krakkarnir að drekka sterkari drykki núna, svo sem vodka. Þetta leiðir af sér, að þeir eru bæði sem var Only Sixteen varð að kalla út aukalið til að halda aftur af krökkunum. Er Hurrycanes höfðu lokið sínum hlut í hljómleikunum. Ieið heil klukkustund þar til Gasolin birtist. Þá var klukkan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.