Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NÖVEMBER 1977. 13 þrátt fyrir allt fallegur draumur. Án hans er veruleik- inn enn þungbærari félaga hans á bekknum, raunsæja hversdagskallinum, Rúrik Haraldssyni, sem einn góðan veðurdag gafst upp á lífsbar- áttu, konu og börnum og stakk af í ríkið og strætið. Sársauki hins liðna er enn sárari fyrir þann sem veit hvað hann hefur misst og hreppt en hinn sem enn á draum sinn. Saman eiga þeir eftirsjána, .bekkinn og glerið, og'harðnandi frostið. Það var á sinn hátt skáldleg nærfærin mannlífsmynd sem brugðið var upp í leiknum, leik- ljóð í einhvers konar afkárastíl. En til nokkurs held ég leikur- inn ætti að vinna að komast á svið: sjóntaugin á áreiðanlega sinn þátt í skáldgáfu Odds Björnssonar, orðræðan, textinn varla einfær að koma skáldsýn hans allri fram og til skila. Efnið var hins vegar allt í textanum, hreimi og hljóðan orðanna í einleik Örnólfs Árna- sonar, Upp úr efstu skúffu, og ekki heyrði ég betur en Helga Bachmann færi af alúð og ná- kvæmni með hlutverk Dóru í leiknum, legði þvl til allt sem vænta mátti og til þurfti að gera áheyrandanum konu þessa ljósa. Dóra kemur heim á æsku- heimili sitt, miðaldra fín frú úr Reykjavík, að móður sinni nýlátinni, og við upprifjun æskúdaganna verður svo ber- lega ljóst allt sem hún hefur misst og týnt síðan í þá daga, hvað lífsgæðin hafa kostað hana — hverjum sem ófarirnar endanlega voru að kenna, sjálfri henni, eða móður hennar. Eru þær ekki hvor sem önnur? Svo mikið er vist að það er harðnandi frost umhverfis Dóru í leikslokin, ekki síður en gjaldskyld Fyrir þetta mikla framlag íslendinga ber Bandaríkja- mönnum að greiða aðstöðugjald. 1 kafla 4. í grein H.G. er yfirskrift. „Samvinna við önnur vestræn ríki eini kost- urinn“. Tvímælalaust ber Is- lendingum að eiga mikla og góða samvinnu við vestræn ríki, en sú samvinna verður að byggjast á gagnkvæmum skilningi. Það getur ekki verið sanngjarnt, að Bandaríkja- menn, sem er ein auðugasta þjóð veraldar, geti þegið hér alla þá aðstöðu sem þeir hafa án þess að greiða sanngjarnt gjald fyrir hana. Góð samvinna byggist á gagnkvæmum skilningi. „Líftrygging án iðgjalds," segir H.G. í grein sinni. Þarna er mikill sannleikur sagður. Vegna legu lands okkar er það útvörður í norðri vegna hugsanlegrar árásar frá austri. Dr. Joseph Luns framkvæmda stjóri Atlantshafsbandalagsins hefur lýst því yfir, að ef banda- lagið missti þessa aðstöðu á íslandi kostaði það miljarða dollara að koma upp sam- bærilegri aðstöðu. Þetta segir ^ okkur, að herstöð á íslandi er ekki aðeins til að vernda ísland og íslendinga, ef til ófriðar dregur, heldur fyrst og fremst Bandaríkin. „Líftrygging ám iðgjalds"? Á vissan hátt veit- um við Bandarikjamönnuin lif- tryggingu án iðgjalds með núverandi fyrirkomulagi. „Efnahagsvandi Islendinga". „Efnahagsvandi íslendinga er geigvænlegur og ef hann eykst enn fjölgar þeim mönnum án efa sem hyggjast leysa hann með því að fá fjárframlög frá Bandaríkjamönnum," segir H.G. í grein sinni. Hér kemur H.G. að kjarna málsins. Vegna aðstæðna er það krafa Islendinga, að Banda- ríkjamenn greiði nú sitt líf- tryggingariðgjald, og þær iðgjaldsgreiðslur verði notaðar til að endurreisa efnahagskerfi íslenzku þjóðarinnar, og ber að líta á þessi mál sem hver önnur viðskipti sem samið verði um til nokkurra ára í senn. Sjálfsbjargarhvötin „Sjálfsbjargarhvötin lífæð Islendinga". Hvað tilasir nú við rónana á holtinu í leikriti Odds Björnssonar. Örnólfur Árnason er að svo komnu lítt ráðinn höfundur. Ekki man ég eftir að hafa heyrt eða séð eftir hann annað en næsta mistæka leikgerð eftir Svartfugli Gunnars Gunnars- sonar fyrir allmörgum árum og svo sjónvarpsleikritið Samson, eitt hið sorglegasta af mörgum sorglegum íslenzkum sjón- varpsleikjum. En Upp úr efstu skúffu fannst mér haganlega og skynsamlega saminn leikur í slnu litla og látlausa broti. Samt er mér nær að halda að enn í bili vanti þar inn á milli og bak við orðræðuna það sem gera mundi skynsamlegan texta að skáldskap, þótt hér væri allvel og smekklega með efni farið. Geta og gifta Nú eru fram komnir fjórir þættir í nýjasta nývirki sjón- varpsins, framhaldsfarsanum. Undir sama þaki. Er enn óhætt að bíða og vona að úr rætist þessum ósköpum? Furðu hljótt hefur til þessa verið um þennan fyrsta íslenzka fram- haldsþátt fyrir sjónvarp, og væntanlega vilja menn í lengstu lög vona hið bezta. En undarlegt giftuleysi er það ef ekki er hægt að búa til brúk- legan farsaleik um og upp úr hversdagslegu sambýli og sam- TJýlisfólki í blokk, rétt eins og gengur og gerist. Tæknigetan, kunnáttan og tækin eru til, leikendur eru til, áhorfendur sitja og bíða með eftirvænt- ingu, áhuga og velvrld. Það býst svo sem enginn við neinum ósköpum. En þó einhverju skárra en þeim klúra kjána- gangi sem hingað til hefur auð- kennt þessa þætti þar sem getu- leysið og giftuleysið haldast svo fast i hendur. Kjallarinn Edvarð L. Árnason okkur, sem væntanlega göngum að kjörborðinu á komandi sumri? Við okkur blasir sú staðreynd, að mikill þingmeiri- hluti hefur verið á bak við nú- verandi ríkisstjórn, en þrátt fyrir allt hrannast upp vanda- mál þjóðarinnar inn á við í óðaverðbólgu og þjóðin er að sökkva dýpra og dýpra í víta- hring erlendra skulda. Núver- andi rikisstjórn hefur haft þingstyrk til að leysa hin ýmsu og stóru vandamál, en er að sjá sem hana hafi skort samstöðu og kjark til slíkra úrlausna. íslenzkir kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af úrræða- leysi þingmanna núverandi stjórnarflokka. Sjálfsbjargar- hvötin kallar eftir aðgerðum okkar. A sama tíma og ekki blasa við okkur annað en svartar hliðar í efnahagsmálunum, fer í hönd svartasta skammdegið, en að því kemur aftur, að sól hækkar og aftur birtir. Það er von okkar, að einnig birti i efna- hagsmálunum. Það er von okkar, að til komi nýtt lýðræðis- sinnað framboð í komandi kosningum, og þar verði menn, sem bæði hafa kjark og þekkingu. Menn, sem bjargi íslenzku þjóðarskútunni og forði henni frá smán. Menn, sem þora að nota þær aðferðir, sem aðstæður krefjast. Þá getur ísland verið sjálfstætt og fullvalda ríki næstullOOár. Eðvarð L. Arnason bifrciðastjóri, Kópavogi. HERRAFRAKKAR - DOMUDRAGTIR Bankaslrœti 9 sími 11811 Vetrarstarf 1977 1978 Húsnæðis þjónusta Fríkirkjuvegur 11: Aðstaða fyrir æskulýðsfélög til fundahalda og námskeiða og annarrar starfsemi. Saltvík Kjalarnesi: Aðstaða fyrir hópa úr félögum til gistingar, útiveru og funda. Bátasmíði í Nauthólsvík. Innritun fer fram á Fríkirkjuvegi 11. Starfsstaður: Verkstæði í Nauthólsvík. Starfstími: Laugardagar kl. 1—5. Starf hefst: 19. nóvember. Bátstegund: Optimist. Verð 50.000 kr. (efni). Bústaðir. Sunnudagar: Kvikmyndasýningar kl. 15.00. Þriðjudagar: „Opið hús" kl. 20.00 — 23.00 Föstudagar: Diskótek kl. 20.00 — 23.30. Aldurf '64 og eldri. Aðgöngumiðaverð kr. 200,— Laugardagar: Skemmtikvöld. Aldur f. '63 og eldri. Tómstundaklúbbar: Nánari upplýsingar i Bústöðum í síma 35119 Tækjaþjónusta við æskulýðsfélög og skóla Ferðadiskótek. Leigt með stjórnanda. Leiga kr. 10.000.— Ferða bingó. Leigt með stjórnanda. Leiga kr. 10.000.— Bókanir á Fríkirkjuvegi 11. Fellahellir. Þriðjudagar: „Opið hús" kl. 20.00 — 23.00. Klúbbstarf og alm. fundir með unglingum. Föstudagar: ,,MÁL" Diskótek og fl. kl. 20.00 — 23.30. Aldur f '64 og eldri. Aðgöngumiðaverð kr. 200.— Húsnæðisþjónusta við félög og samtök. Upplýsingar í Fellahelli, sími 73550 Tónabær. Föstudagar: Dansleikir kl. 20.30 — 00.30. F '62ogeldri. Aðgöngumiðaverð kr. 500.— Laugardagar: Dansleikir kl. 20.30 — 00.30. F '62 og eldri. Aðgöngumiðaverð kr. 500.— Nafnskírteinis krafist við innganginn. Sunnudagar: Skemmtikvöld og fl. Húsnæðisþjónusta við félög og skóla. Upplýsingar í Tónabæ, sími 35935. Allar nánari upplýsingár um ofangreinda þætti á skrifstofunni, Fríkirkjuvegi 11, kl. 8.20 —16.15. Sími 15937 —21769. ÆSKULYÐSRAÐ REYKJAVIKUR SIMI 15937

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.