Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBIjAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÖVEMBER lf>77. íijálst, áháð dagblað Utgofandi Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoöarfréttastjóri: Atli Steinarsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Geirsson, Ólaf ur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. * <r, auglysingar og skrifstofur Þverholti 1 1 Aðalsimi blaðsins 27022 (10 línur). Áskrifi 1500 kr. á mánuði innanlands. í lausasoli 80 '■ eintakiö. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Armula b. Myndaog plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Iðngarðar um land allt í þessum dálkum hefur að undanförnu verið bent á, að þjóðin hefur ekki efni á aö láta ríkið borga 11600 milljón krónur á ári í niðurgreiðslur, útflutnings- uppbætur og aðra styrki til landbúnaðar. Einnig hefur verið bent á, að þjóðin hefur ekki efni á að láta neytendur borga þar ofan á rúmlega 3000 milljón krónum of mikið yfir búðarborðið fyrir afurðir landbúnaðarins. í þessum dálkum hefur verið bent á fánýti þeirrar röksemdar, að landbúnaðurinn afli gjaldeyris og spari gjaldeyri. Ennfremur hefur verið bent á haldleysi annarra röksemda til varnar landbúnaði, svo sem þeirrar, að styrkir til landbúnaðar tíðkist í öðrum löndum og komi í veg fyrir skort á landbúnaðarafurðum. í þessum dálkum hefur verið lagt til, að felldar verði niður útflutningsuppbætur og aðrir beinir styrkir til landbúnaðar þegar í stað og að niðúrgreiðslur verði afnumdar í áföngum á fimm árum. í sömu áföngum verði inn- flutningur landbúnaðarafurða gefinn frjáls. í þessum dálkum hefur verið lagt til, að hluti sparnaðar ríkisins af þessum ráðstöfunum verði notaður til að greiða bændum skaðabætur vegna verðhruns landbúnaðarafurða, sem mundi leiða í kjölfar aðgerðanna. í þessum dálkum hefur verið lagt til, að annar hluti sparnaðar ríkisins af þessum ráð- stöfunum verði notaður til að kaupa 400 jarðir á ári og fella þær úr ábúð, þannig að setnum jöröum fækkaði úr 4000 í 2000 á fimm árum og þjóðin sem heild eignaðist smám saman landið sitt. Á þessufimm ára tímabili mundu samt verða samtals 16936 milljónir króna afgangs af styrkjasparnaðinum. Þennan sparnaó mætti vissulega nota til að miskunna skattgreið- endum. En skynsamlegt væri þó að nota þennan sparnað fyrstu fimm árin til að skapa atvinnutækifæri fyrir 200 bændur og 2000 starfsmenn vinnslustöðva landbúnaðar og búvöruiðnaðar. Til ráðstöfunar væru þá hvorki meira né minna en tæpar sex milljónir á mann, án þess að ein einasta króna sé notuð, sem ekki kemur frá sparnaði af niðurfellingu styrkja til land- búnaðarins. Þetta fé má nota á ýmsa vegu. Til greina kemur að nota það til að reisa iðngarða í kauptúnum og kaupstöðum þeirra héraða, þar sem jarðir fara úr ábúð. Með þeim hætti væri stefnl að þvi ao skapa atvinnutækifæri innan- héraðs, svo að búseturöskun í landinu yrði sem minnst. í iðngörðum þessum væri mönnum leyft að setja upp smáiðnað í vægri eða engri leigu, að minnsta kosti til að byrja með. Þetta mundi mjög ýta undir framtak í iðnaði, því að húsnæðisskortur og hár byggingakostnaður draga annars mjög kjark úr mönnum. Auðvitað verður að gera ráð fyrir, að þessum iðnaði vegni misjafnlega vel. En iðngarðarnir eru varanleg verðmæti, sem geta tekið við nýjum fyrirtækjum í stað þeirra af hinum eldri, sem ekki bera sig. Eftir fimm ár má svo fara að nota sparnaðinn af þessari stefnu til að'lækka skatta á þjóðinni. r MORÐIÐ A KENNEDY FORSETA: V r Klúbbeigandinn Jack Ruby skipu- lagði morðið tyrir Castro Samkvæmt fregnum frá New York heldur einn starfsmanna þingnefndar í Washington því fram að Jaek R iby, nætur- klúbbseigándinn. sem á sínum tima skaut Lee Harvey Oswald, sem talinn er hafa drepið Kennedy Bandaríkjaforseta í Dallas árið 1963, hafi verið á Kúbu aðeins tveimur mánuðum fyrir morðið. Vitað hefur verið um þessar fullyrðingar frá þvi árið 1964 en þeim verið haldið leyndum og var þetta til dæmis ekki i hinni svonefndu Warren skýrslu, sem fjallaði um morðið á Kennedy forseta. Jaek ’Ruby, sem seinna lézt af völdum krabbameins i fangelsi, er sagður hafa hitt sendimann Castros þjóðarleiðtoga Kúbu en sá er sagður hafa verið banda- rískur og sá eini af því þjóð- erni, sem á þeim tíma fékk að stunda viðskipti á Kúbu óáreitt- ur. Hafi hann rekið litla ferða- mannaverzlun í höfuðborginni Havana. Það er Frank nokkur Sturgis landflótta Kúbumaður, sem sagður er hafa vakið athygli á þessarri fullyrðingu um ferðir Jack Ruby, á nýjan leik. Frank Sturgis hefur áður komið mikið við sögu. Hann tók þátt í Watergate innbrotinu, sem síðar átti eftir að hafa þær afleiðingar, að Nixon varð að segja af sér embætti forseta Bandaríkjanna. Mun hann hafa verið í hópi kúbanskra útlaga, sem komu til Dallasborgar í Texas þrem dög- um áður en Kennedy forseti var drepinn þar. Sagt er að Lee Harvey Oswald hafi verið í fylgd með Kúbönunum. Sturgis situr nú í fangelsi grunaður um að hafa beitt fyrr- um samstarfskonu sína Maritu Lorenz ofbeldi og hótunum. Hún kom nýlega fyrir þing- ÆVIKV0LD Hvað er siðmenntað þjóð- félag? Þessari spurningu verður aldrei svarað rétt. Rétt svar er ekki til vegna þess að það er matsatriði hvað sið- menning er. Einn telur sið- menningu felast í fögrum borg- um og vel hirtum götum. Annar bendir á andlega menningu. Svo eru þeir sem telja að sið- menntað þjóðfélag sé það þjóð- félag sem býr þegnum sínum þau lífskjör og frelsi að þeir geti notið líðandi stundar og þess menningararfs sem gengn- ar kynslóðir hafa skilað. Þetta eru höfuðskilgrein- ingar á siðmenntuðu þjóðfélagi. Þær ráddir eru ekki háværar sem telja að siðmenning mark- ist af því hvernig þjóðfélagið býr að þeim þegnum sem eiga allt sitt undir skömmtun þeirra sem stjórna. Er þá ekki ein- göngu átt við ríkisstjórn og al- þingi heldur ýmsa aðila aðra sem þar koma við sögu. Eftir þessari skilgreiningu á sið- menningu er íslenska þjóð- félagið siðlaust þjóðfélag. Lítilmagninn á gullöldinni Stærstu hópar þeirra sem háðir eru skömmtun eru ellilíf- eyrisþegar og öryrkjar. Fleiri koma þar við sögu en þessum orðum verður beint að málefn- um þessara þjóðfélagshópa. Á þeim tíma þegar myrkur og mannúðarleysi grúfði yfir Evrópu hafa síðari rannsóknir sannað að á íslandi var farið mannúðlegar með lítilmagnann en víða annars staðar. Ekki þættu þær aðferðir og með- höndlun þó merkileg í nútíman- um. Þess ber þó að geta að hjá meginþorra þjóðarinnar var þá. aðeins um tvennt að velja — að iifa eða deyja. Þá var ekki spurt um annað en að hafa lágmarks viðurværi og krókna ekki. Aðrar voru kröfurnar ekki. Þeir tímar eru liðnir að fólk deyi úr hungri og kulda. Þær breyttu aðstæður sem þessu valda eru þó ekki eingöngu að þakka dugnaði og hagsýni Is- lendinga. Það voru hörmungar mannkynsins sem urðu þess valdandi að verktækni kom til landsins og olli atvinnubylt- ingu á Islandi. Og pólitísk gæfa þeirra sem stóðu að nýsköpun- arstjórninni að stríðsgróða var veitt í jákvætt atvinnulíf. Síðan hefur verið meiri og minni • gullöld á tslandi með ýmsum kuldaskeiðum þó. Og hvernig hefur lítilmagn- anum reitt af á þessu gullaldar- tímabili? Fyrst skal tekin sú hliðin sem íslendingum er tamast að dvelja við. Það er efnahagshlið- in. Almannatryggingum var komið á eftir mikla baráttu. Lífeyrissjóðum var síðan komið á með minni baráttu. Þessir tveir þættir eru höfuðforsenda þess að lífeyrisþegar fái notið þeirra gæða að hafa oní sig. Auðvitað voru þessir trygg- ingarþættir bylting. Samt sem áður hafa þau tímabil komið hvað eftir annað á síðustu ára- tugum að lífeyrisþegar hafa komist niður á það stig að standa við dyr næringarskorts. Jafnvel þegar mikil velmegun hefur verið í landinu hafa þessir þjóðfélagshópar gleymst. Þeir eru sjálfir ekki þrýsti- hópar og þeir hafa átt ótrúle^a fáa talsmenn. Flestir hafa verið að gera það gott og ekki hugað að sínum minnsta bróður. Þegar þeir tímar hafa komið að lífeyrir hefur farið niður fyrir það lágmark að nægja fyrir brýnustu lífsnauðsynjum hafa vissir aðilar rumskað. Jafnvel verkalýðshreyfingin hefur látið frá sér heyra. Mest hafa þetta þó verið innantóm orð. Áðeins hefur verið bætt við krónurnar til lífeyrisþega. Síðan hefur sama sagan byrjað aftur. Kaup þeirra hefur lækkað og lækkað þar til komið var aftur að hungurmörkunum. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.