Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 26
STJÖRNUBÍÓ
Pabbi, mamma, börn og
bíll
Bráðskemmtileg ný norsk litkvik-
mynd fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 6 og 8.
The Streetfighter
Ctaarles Bronson
JamesCoburn
Islenzkur texti.
Hörkuspennandi ný amerísk
kvikmynd í litum.
Sýnd kl. 10.
Bönnuð börnum ipnan 14 ára.
Simi 11384
tslenzkur texti.
4 Oscarsverðlaun.
Ein mesta og frægasta stórmynd
aldarinnar.
Barry Lyndon
Mjög íburðarmikil og vel leikin,
ný, ensk-amerísk stórmynd í lit-
um.
Aðalhlutverk: Ryan O’Neal og
Marisa Berenson.
Sýnd kl. 5 og 9.
HÆKKAÐ VERÐ.
Trommur dauðans
Spennandi' ný ítölsk-bandarísk
Cinemascope litmynd
TY HARDIN
ROSSANO BRAZZI
Islenzkur texti.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.
GAMLA BIO
I
Ben Húr
Ein frægasta og stórfenglegasta
kvikmynd allra tíma sem hlaut 11
óskarsverðlaun.
Nú sýnd með íslenzkum texta.
Sýnd kl. 5 og 9.
Venjulegt verð, kr. 400.
Síðasta sinn.
Mánudagsmyndin:
Piltur og stúlka
Sænsk úrvalsmynd.
Leikstjóri Lasse Hallström.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Síðasta sinn.
BÆJARBÍÓ
I
Sími 50184
Glœpahringt/rinn
Yakuza
Æsispennandi bardagamynd frá
Warner Bros, sem gerist að mestu
í Japan, enda tekin þar. Aðalhlut-
verk: Rober Mitchum, Takakura
Ken og Brian Keith.
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 5 óg 9.
Bönnuð börnum.
Allra síðasta sinn.
#ÞJÖÐLEIKHÚSIfl
Týnda teskciðin
kl. 20.
Stalin er ekki hér
Frumsýning föstudag kl. 20.
Önnur sýning
sunnudag kl. 20.
Litla sviðið.
Fröken Margrét
miðvikudag kl. 21.
Miðasala kl. 13.15-20.
Slmi 11200.
Mannaveiðar
Endursýnum í nokkra daga þessa
hörkuspennandi og vel gerðu
mynd.
Aðalleikarar: Clint Eastwood,
George Kennedy og Vonetta
McGee.
Leikstjóri: Clint Eastwood.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
Svarta Emanuelle
BL&CK
EMAMUEL
A^G^LCnNFAMT
Sýnd kl. 7.15 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
Síðustu sýningar.
TÓNABÍÓ
Ást og dauði
(Love and death)
„Kæruleysislega fyndin. Tignar-
lega fyndin. Dásamlega hlægi-
leg.“ — Penelope Gilliatt, The
New Yorker.
„Allen upp á sitt bezta.“ — Paul
D. Zimmerman, Newsweek.
„Yndislega fyndin mynd.“ — Rex
Reed.
Leikstjóri: Woody Allen.
Aðalhlutverk: Woody
Diane Keaton.
Islenzkur texti.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Allen,
1
NYJA BIO
I
Sími 11544
Alex og
sígaunastúlkan
JACK GENEVIEVE
tEMMON BUJOLD
ALEX .
THF GYPSY
Gamansöm, bandarísk litmynd
með úrvalsleikurum, frá 20th
Century Fox. Tónlist Henry
Mancini.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
íslenzkur texti.
Alþýðuleikhúsið
Skollaleikur
Sýningar í Lindarbæ í kvöld
kl. 20.30.
Miðvikudag kl. 20.30.
Miðasala í Lindarbæ kl.
17—19 og sýningardaga kl.
17—20.30. Sími, 21971.
Sýningar í
Vestmannaeyjum
fimmtudag kl. 21,
föstudag kl. 21.
Miðasala frá kl. 20 sýningar-
daga.
51111
SENDIBÍLASIDÐ
IHAFNARFJARÐARI
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1977,
Utvarp Sjónvarp
Útvarp íkvöld kl. 19.40: Um daginn og veginn
Skólastjórinn ætti
að þekkja alla
nemendur með nafni
— Páll V. Daníelsson ræðir m.a. um áfengis-og skólamálin
Forfallakennarinn í 9. bekk grunnskóla í sænsku skólamyndinn vildi umbreyta ölium skóianum
„Meginuppistaöan í erindi
mínu verður um áfengismálin en
bindindisdagurinn var í gær,“
sagði Páll V. Daníelsson forstjóri
sem ræðir um daginn og veginn í
útvarpinu í kvöld kl. 19.40.
„Það hefur sýnilega glæðzt
áhuginn á áfengismálunum, það
sýnir sá byr sem Samband áhuga-
manna um áfengismál hefur
fengið. Viðgerum okkur vonir um
að það verði allt til bóta.
Ég mun einnig koma inn á
skólamálin svolítið út frá sænsku
sjónvarpsmyndinni og þann
harða dóm sem skólakerfið fékk
þar. Stjórnkerfið í skólamálunum
er að mínu mati rangt. I sér-
hverju skólahverfi ættu foreldra-
félögin að kjósa skólastjórn sem
ætti að stjórna skólunum með
skólastjórunum og á ég þar viö
grunnskólann. Skólinn er
uppeldismál og mál heimilanna
fyrst og fremst.
Jú, foreldrarnir eru of sinnu-
lausir um þessi mál en foreldr-
arnir eru valdalausir. Um leið og
fólk fær ábyrgð og þarf að standa
frammi fyrir vandamálunum
sjálft kemur upp ábyrgðar-
tilfinning og það starfar meira og
betur.
Að mínu mati eru skólarnir
alltof stórir. Þeir ættu ekki að
^ Sjónvarp
Múnudagur
14. nóvember
20.00 Fréttlr og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni
Felixson.
21.05 Demantaránið mikla. Bandarisk
sakamálamynd í léttum dúr. Aðalhlut-
verk Lee J. Cobb og Gig Young. Fjórir
demantaþjófar fremja rán í fjórum
vera stærri en svo að skóla-
stjórinn ætti að þekkja alla
nemendurna með nafni og einnig
allar aðstæður þeirra. Með þvi
móti getur það kerfi sem við bú-
um við ekki dugað, þá yrðu
aldurshóparnir að vera sér,“ sagði
Páll V. Daníelsson.
-A.Bj.
bandariskum borgum og hittast siðan
með ránsfenginn í áætlunarbíl. Meðal
farþega er lögreglumaður á eftirlaun-
um. Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.05 Gasklefinn í augsýn. í októbermán-
uði 1944 voru finnski sjómaðurinn
Mikael Barman og skipsfélagar hans
handteknir af nasistum og þeim
haldið föngnum í útrýmingarbúðun-
um i Stutthof í Póllandi, uns þeir voru
leystir úr haldi vorið 1945. 1 þessari
finnsku fræðslumym’ lýsir Barman
reynslu sinni í Stutthof. þar sem nú er
safn, og naumlegri björgun úr gasklef-
anum. Þýðandi og þulur Ellert Sigur-
björnsson. (Nordvision .— Finnska
sjónvarpið).
22.35 Dagskrárlok.
Útvarp íkvöld
kl. 22.00:
Fóstbræðrasaga
Stutt á milli
gamans og alvöru
Dr. Jónas Kristjánsson for-
stöðumaður Handritastofnunar
byrjar í kvöld að lesa Fóst-
bræðrasögu í útvarpið. Haft var
samband við Jónas og hann
spurður um söguna.
Hann sagði að höfundur
hennar væri ekki kunnur frem-
ur en höfundar annarra
Islendingasagna. Næst hefðu
menn komizt með Egilssögu að
það væri Snorri Sturluson sem
hana hefði skrifað. Aðrar væru
menn í ennþá meiri vafa um.
Aldur Fóstbræðrasögu er
ekki heldur vitaður með vissu.
Þó er talið líklegt að hún sé
skrifuð seint á 13. öld, jafnvel
alveg undir árið 1300. Ef svo er
er hún samin um miðbik þess
tíma, sem Islendingasögurnar
voru skrifaðar á. Talið er að
þær fyrstu hafi orðið til upp úr
1200 en þær síðustu seint á 14.
öld.
Ekki er heldur vitað með
vissu hvaða munnmælasögur
höfundurinn studdist við. En
nokkrar vísur og kvæði koma
fram sem talið er að höfundur-
inn hafi jafnvel samið söguna í
kringum. Sagði Jónas það sína
skoðun að svo væri.
I Fóstbræðrasögu er sagt frá
þeim Þormóði Kolbrúnarskáldi
og Þorgeiri Hávarssyni sem
bundust fóðbræðraböndum.
Ekki kom þeim þó alltaf of vel
saman því Þorgeir var hið
mesta ofstopamenni en Þor-
móður öllu rólyndari auk þess
sem hann var skáld. Þorgeir átti
i svo miklum erfiðleikum með
að stilla skap sitt að hann hjó
eitt sinn höfuð af manni
einungis af því að hann lá svo
vel við höggi.
Fóstbræðrasögu notaði
Halldór Laxness í söguna
Gerplu þar sem hann deilir
mjög á vígagleði bæði fyrr og
síðar.
Jónas sagði að Fóstbræðra-
saga væri verulega skemmtileg
á köflum. Jafnvel þó verið væri
að greina frá mjög alvarleg-
um atburðum gætti nokkurrar
kímni. Þannig væri oft erfitt
að gera greinarmun á hvort
höfundurinn er að gera grín að
bardagamönnunum eða hvort
hann segir frá í römmustu
alvöru. -DS.