Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.11.1977, Blaðsíða 6
6 /* V. DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. NOVEMBER 19’',7. Gæti tekið hálftíma að ná til slökkviliðsins? Vandræðaástand íbrunavarna- málum íMosfellssveit Allalvarlegt ástand er ríkj- andi í brunavarnamálum í Mos- fellssveit og stafar þaö fyrst og fremst af vandræðum í síma- máluni sem íbúar sveitarinnar búa við nú. Á ýmsum annatím- um eiga íbúar í Mosfellssveit í miklum vandræðum með að ná sambandi við símanúmer í Reykjavík eða annars staðar ut- an sveitar, því svo fáar línur liggja til og frá þessari ört vax- andi byggð, að „biðraðir" myndast eftir sambandi í bæ- inn. Mál þessi bar á góma á fundi sem Junior Chambers í Mos- fellssveit efndi til en þar ræddi Jón Guðmundsson oddviti um málefni sveitarinnar og svaraði fyrirspurnum. Jón taldi að sveitinni væri hagur af sam- starfi við Slökkvilið Reykjavik- ur um brunavarnir. Það hefði komizt á fyrir atbeina Valgarðs Thoroddsens þáverandi slökkviliðsstjóra. Greiddi Mos- fellshreppur fyrir þessa þjónustu á líkan hátt og önnur byggðarlög umhverfis Reykja- vík og færi greiðslan bæði eftir fasteignamati húsa í hreppnum og eftir höfðatölu. I samkomulaginu var ákvæði um að beinni línu yrði komið á milli Mosfellssveitar og Slökkvistöðvarinnar sem yrði eins konar neyðarsfmi fyrir til- kynningar um eldsvoða. Þessi þáttur samkomulags Mosfells- hrepps og Slökkviliðs Reykja- víkur hefur aldrei verið upp- fylltur. Slökkviliðsmenn sem búsett- ir eru í Mosfellssveit hafa gert athuganir á, hve langan tíma getur tekið að ná sambandi við Slökkvistöðina í Reykjavík. Þá er reynt var tók það 27 mínútur að ná sambandi að sögn. Má geta nærri við hvert óöryggi er búið í hreppnum ef eldsvoði verður. Eins og er ræður sveitarfé- lagið ekki við að koma upp eig- in slökkviliði af fjárhagsástæð- um. Sambandið við Slökkvilið Reykjavíkur er því farsælasta lausnin enn um sinn. En til að tryggja öryggi þarf nauðsyn- lega að bæta úr vandræðum sem ófullkomið símakerfi skap- ar. TVEIR MENN FÓRUST MEÐ HARALDISH 123 — leit var hætt á laugardagskvöldið Það er ekki á hverjum degi, sem slökkviliðið kemur í heimsókn, þegar þrjúbíóið er í fullum gangi. Ekkert alvarlegt var á seyði að þessu sinni, en vissara þótti að rýma salinn. DB-mynd: Hörður Vilhjálmsson. 'Leit að mótorbátnum Haraldi SH123 var hætt á laugardags- kvöldið. Daginn áður hafði fundist ýmiss konar brak, svo sem lestarhleri, brot úr brú og fleira smávegis. Sannað var, að hlutir þessir væru úr Haraldi. Með bátnum fórust tveir menn. Þeir hétu Bragi Þór Magnússon og Benedikt Gunn- laugsson. Bragi Þór var 28 ára gamall og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Benedikt var 34 ára. Hann lætur eftir sig eigin- konu, eitt barn og þrjú stjúp- börn. Síðast heyrðist til skipverj- anna á Haraldi laust fyrir klukkan níu á fimmtudags- kvöldið. Þá voru þeir staddir um sjö sjómílur út af öndverð- arnesi og voru á heimleið. Síð- an var reynt að ná talstöðvar- sambandi við bátinn um klukk- an tíu, en án árangurs. Leit hófst þegar um nóttina og stóð hún fram á laugardagskvöld. Brak það, sem talið er vera úr Haraldi, fannst skammt frá þeim stað, sem hann er talinn hafa farizt á. Að sögn kunnugra manna, eru straúmar þar var- hugaverðir. -ÁT- iríiSii'mt„ Eldur í kyndiklefa Hafnarbíós: r NOKKRIR NEYÐARUT- GANGAR STÓÐU Á SÉR V.b. Haraldur var 29 tonna eikarbátur. Krakkarnir, sem brugðu sér í Hafnarbíó í gær til að horfa á Sprellikarlana, fengu heldur bet- ur uppbót á fjörið. Nokkru eftir að myndin byrjaði og allir voru býnir að koma sér vei fyrir í sæt- unum með birgðir af poppkorni, urðu allir að fara út. Astæðan fyrir þessu var sú, að eldur kom upp í kyndiklefa bíós- ins, sem stendur austan við húsið. Hann var þó ekki mikill og það tók slökkviliðið stutta stund að ráða niðurlögum hans. Til að fyllsta öryggis væri gætt urðu þó allir að fara út. Þegar tæma átti bíóið kom samt smábabb í bátinn. Þrír neyðarút- gangar af fjórum stóðu fastir. Ástæðan íyrir þv: var sú, að þeir höfðu ekki verið opnaðir lengi. Nú er búið að liðka þá og gengur vonandi greiðlega að koma öllum út næst þegar með þarf. -AT- „Nú fer að færast fjör íleikinn” „Nú fer þetta vetrarveður að byrja og það fer að færast fjör í leikinn úr þessu,“ sagði Markús Einarsson veðurfræðingur í stuttu spjalli við DB. Þaðerfátt semekkifæstí r 22 VERZLANIR - 200 BILASTÆÐI „A föstudaginn fór nokkuð djúp lægð austan við landið sem olli mikilli norðanátt á norðan- verðu landinu. Hún gekk svo nið- ur á laugardaginn en eingöngu til þess að rýma fyrir nýju veðri. A sunnudagsnóttina myndaðist önn- ur Iægð fyrir vestan landið. Þegar hún kemst austur fyrir reiknum við með að aftur hvessi af norðri fyrir norðan. Hiti hefur verið rétt ofan við frostmark hérna á vestanverðu landinu en það er líklegt að aftur frjósi með norðanáttinni. En held- ur ætti að þorna upp áður eða um leið,“ sagði Markús. Þvi er víst óhætt að segja að Vetur karlinn konungur er kominn í ham. DS. ÚRVflL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓnU/Tfl ^i/allteitthvaö gott í matinn STIGAHLIÐ 45^47 SIMI 35645

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.