Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.05.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 3 arnar Fagurt og óvenjulegt útsýni er úr Gróttunni en Könguleióin þanj>að er ekki fær nema á fjöru. I>B-mynd Höróur. Gangstíg í Gróttuna Valborg hringdi: Það gengur alveg fram af okkur. sem búum hér í grennd við Sundlaug- arnar í Laugardalnum, draslið og ruslið sem er hér i kring. Hér er allt i glerbrotum, alls kyns umbúðum og bréfarusli. Íbúarnir i grenndinni fara sannar- lega ekki i kvöldgöngu sér lii heilsu- bótar og hressingar heldur miklu fremur sér til rauna. Mér finnst algjör skömni að lála betta lita svona út — og litið gaman að þvi að koma hingað með útlendinga (eins og mikið cr gert að) til þess að láta þá sjá hve illa við göngum um. Seltirningur hringdi: Við Seltirningar eigum marga fallega staði til útiveru vestast á Nesinu. Hins vegar er stórt svæði undirlagt undir golfvöll og aðgangur aö honum ekki hcimill nema meðlim um klúbbsins eða gestum meðlima. Önnur svæði eru i hálfgerðri óhirðu. umkringd Ijótum gaddavirsgirðingum o.s.frv. Við hér i nágrenninu viljum gjarnan að tekið sé ærlega til á þessu svæði og frá þvi gengið greinilega hvenær maður er að troða á einka eign og hvenær ekki. 1 áframhaldi af þvi viljum við benda á að Grótta væri mjög heppilegt útivistarsvæði og virðist ekki mikið þurfa að gera til að fært verði út i hana. Þaðan er gott útsýni og með því aö hafa ekki akveg þangað skapaðist skemmtileggöngu eða hlaupaleið. kringum Sundlaug- Skömm að ruslinu Ég vil skora á borgaryfirvöld að sjá til þess að hreinsað verði til i kringum Sundlaugarnar. Sonur minn tíkall Særður faöir hringdi: Mér þóttu válegar fréttir um að til stæði jafnvel að breyta nafni gjald- miðils okkar yfir í merkur. Nyt kúa var áður mæld í mörkum, sem sjálf- sagt þekkist ekki lengur á öld kilóa og litra, en sú ágæta hefð er komin á að‘ vigla nýfædd börn i mörkum. Bera foreldrar gjarnan saman markatölu barna sinna og stæra sig annaðhvort af markafjöldanum eða markafæðinni og bæta hana þá upp með að sá litli eða sú litla hafí samsvarað sér prýðilega en ekki verið nein hlussa. Þykir mér nú einsýnt að ef krónun um verður breytt í merkur verði krónur teknar upp sem mælieiningar á börnin. Það eru þó sanngjörn skipti. fljótt á litið. En — þegar ég fór að hugsa til þess að litli sonur minn vó aðeins tíu merkur. varð mér Ijós sú hryllilega staðreynd að með breytingunni yrði hann sonur minn tikall. Þykir mér litið leggjast fyrir kappann. Raddir lesenda Hringpd í síma 27022 eða hringið ________ J Ég er til í allt . . . húin 1340 watta afli og r 12 lítra rykpoka. 1 v (Made in USA) 1 STERKASTA RYKSUGA í HEIMI HOOVER S-3001 Hringlaga löguningefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka neegjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir þvt hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir því. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Til þceginda er sjálfvirkt inndrag á aðtaugmni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartcehi, svo núgeturþú loksins haft fulltgagn af þeitn. Og ekki sist, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 dagsins Hvað finnst þér um tillöguna um nýju peningamyntina? Páll Ólafsson kennari: Ég held að hún sé nauðsynleg. til dæmis fyrir lilla krakka sem eru farnir að stunda sjoppubisness. Þeir bera ekki skynhragð á svona háar upphæðir. En ég hcld að þctta sé ekki lausn á verðbólgunni. Thcódór Ólafsson útgeróarmaður: Alveg hörmulega. svei mér þá. Hulda Jönuidsdóttir húsmóðir: Mér finnst hún alveg ágæt. Vona bara að hún beri árangur. Einar Pétursson, vinnur hjá Hampiðjunni: Ha, hvað. eru að koma nýir peningar. Eggert Sveinbjörnsson bilstjóri: Mér li/t mjög vel á hana. Bráðum þarf ég að koma með hjólbörur undir peningana. cf ég þarf að fara út i búð og kaupa citt brauð. ef þetta heldur svona áfram. Ingunn Sím húsmóðir: Mér finnst hún bara nokkuð góð. Það eru alltof mörg núll. við megurn alveg missa eitt aftan al'.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.