Dagblaðið - 02.05.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978.
11
Ítalía:
BRÉFUM RIGNIR
FRÁ ALDO MORO
Nú virðist svo komið, að Aldo
Moro, fyrrum forsætisráðherra, sé
orðinn vopn eða talsmaður i baráttu
Rauðu herdeildapna gegn stjórnvöld-
um á Ítalíu. Með hinum mörgu
bréfum sem borizt hafa frá honum að
undanförnu hefur Rauðu herdeildun-
um tekizt að valda miklum glundroða
og óvissu um hvort Aldo Moro væri
lifseða liðinn.
Sérfræðingar benda á að litlu
skipti hvort Moro skrifi þessi bréf af
eigin hvötum eða samkvæmt skipun
forustumanna Rauðu herdeildanna.
Þau geri sama gagn, valdi upplausn í
stjórnkerfinu italska, sem sannarlega
hefur þótt í nægilegri ringulreið fyrir.
Eitt bréfanna sem Aldo Moro sendi
um helgina var til Bettino Craxi. leið-
toga sósílista. Þakkaði Moro honum
fyrir að hafa reynt að bjarga lifi sínu
og gagnrýnt Kristilega demókrata-
flokkinn fyrir aðgerðarleysi. Moro
mun einnig hafa ritaðýmsum forustu
mönnum og kunningjum sinum meðal
kristilegra demókrata og beðið þá að
gera það sem þeir gætu til að bjarga lífi
sinu. Talið er að hann hafi farið fram
á að almennar umræður yrðu i italska
þinginu um hvort ganga ætti að
kröfum Rauðu herdeildanna um að
láta 14 félaga þeirra lausa úr fang-
elsum í skiptum fyrir Moro. Ólíklegt er
talið að svo verði gert. Stærstu flokkar
Ítalíu, Kristilegi demókrataflokkurinn
og Kommúnistaflokkurinn hafa verið
sammála um að hafna öllu samstarfi
við mannræningjana og eru ekki
taldar líkur á að forustumenn þeirra
telji almennar umræður um málið
æskilegar.
Verkalýðsleiðtogar sem styðja
kommúnista lögðu áherzlu á skoðun
flokksins i ræðum sinum i gær, 1. maí,
og formaður Verkamannasambands
Kommúnista, Luciano Lama, sagði að
Rauðu herdeildirnar væru mesti
óvinur verkamanna og hefðu það að
markmiði að koma á borgarastriði og
siðan ógnarstjórn. Við megum ekki
leyfa þeim að brjóta niður á einum
degi það sem tekið hefur okkur heila
mannsæfi að byggja upp, sagði
kommúnistaleiðtoginn. Enrico
Berlinguer, formaður kommúnista,
ræddi við Andreotti forsætisráðherra i
gær og einnig munu hafa farið fram
viðræður meðal leiðtoga kristilegra
demókrata.
Þess sjást engin merki að stefnu-
breytingar sé að vænta og ítölsk
stjórnvöld ætli að ganga til samninga
við ræningja Aldo Moro.
Ítalir eru að vonum áhyggjufullir vegna aukins fjölda mannrána á undanförnum árum. Meðal annars hefur það komið fram I
mjög aukinni eftirspurn eftir skotheldum vestum. Segja kaupmenn að svo mikil sé eftirspurnin að viðskiptavinir verði að biða
i nokkra daga áður en þeir geta fengið hin eftirsóttu vesti. Verðið er auðvitað misjafnt og þyngd vestanna getur verið allt að
1,2 kilógrömmum.
Kanada:
Hefur
gripið 65
í gleði-
konudul-
búningnum
Alls hafa sextiu og fimrn karlmenn
gengið i gildruna hjá Sue Grosvenor. 25
ára gamalli lögreglukonu i Toronto i
Kanada.
Sue er I siðferðisdeild lögreglunnar og
undanfarna þrjá mánuði hefur hún haft
það verkefni að ganga um i vissum
hverfum Toronto, dulbúin sem gleði-
kona.
Sér til varnar hefur lögreglukonan 38
kalibera skammbyssu. Sue Grosvenor er
ein fjögurra kvenna sem hefur þennan
starfa með höndum I Toronto.
TRAMPS
NYKOMIÐ
Skrásett vörumerki
Stærðir: Nr. 35-46—Kr.9.760.— Litur: Natur
Skoverziun
ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR
Kirkjustræti 8 við Austurvöll
Sími 14181 — Póstsendum
INTERNATIONAL
TRANSTAR
Getum útvegað af lager verksmiðju 6 hjóla dráttar-
bíla af gerðinni INTERNATIONAL TRANSTAR CO
4070 B.
Framás: Burðarþol 6000 kg.
Afturás: Burðarþol 10000 kg.
Vél: Cummins 350 hö (turbo)
Gírkassi: Fuller 13 gira (RTO 9513)
Hús: Álhús (kojuhús)
Innrétting: „Custom" (vandaðasta gerð)
Rafkerfi: 24 volt
Vandaður bíll.
Áætlað útsöluverð kr. 12.500.000.-
Kaupfélögin um allt land
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
ecco-let
gerir valið
W auðve/t
saumaðir
■ Leðurf óðraðir,
frá hæl, í tá,
■ Mjúkir leðurfóðraðir kantar
■ Léttir og sterkir
Litur: Natur leður
Stærðir: Nr. 35—46 verð kr. 9.680.
Póstsendum
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181