Dagblaðið - 02.05.1978, Síða 13

Dagblaðið - 02.05.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 13 Japanskur farþegi tók þessa mynd út um glugga farþegaþotunnar af sovézkri her- þotu Sukhoi SU15 skömmu áður en hún gerði árás á farþegavélina. Sovétmenn margs að spyrja Þessar upplýsingar eru komnar frá nyrztu bækistöð NATO en hún er í Bodo.i Norður-Noregi, norðan heim- skautsbaugs. Norsk-yfirvöld voru þó mjög varkár og gáfu litlar upplýsingar um málið og þvi kom ekki í Ijós hvað NATO veit i raun um ferðir kóreönsku þotunnar. Upplýsingunum er haldið leyndum af öryggisástæðum. E'n það er þó augljóst mál að þotan flaug yfir eitt- þurfa Sovézkir flugmenn heilsa bandarískum starfsbræðrum sínum á flugvellinum I Murmansk, en þeir leiðbeindu þeim bandarisku frá Helsinki til Mur- mansk. hvert bezt verndaða hernaðarsvæði ‘veraldar. „Það er því ljóst,” sagði NATO starfsmaður i Noreei „að Snvétmenn þurfa að spyrja margra spurninga.” Hvernig gat það gerzt að vélin flaug svo lengi yfir sovézku landsvæði og innan lofthelgi Sovétríkjanna, án þess að eftir því yrði tekið? Þá er einnig hætt við • að varnarkerfi þessa hernaðarlega mikilvæga svæðis verði endurskoðað. Líklegt að f lug- mönnunum verði sleppt innan tíðar Farþegar og áhöfn vélarinnar, að undanskildum flugstjóra og siglingar- fræðingi, eru komin heim til Japans og S-Kóreu. Embættismaður í utan- ríkisráðuneytinu í Seul upplýsti fyrir helgina að flugstjórinn og siglingar- fræðingurinn hefðu verið fluttir til Leningrad til frekari yfirheyrslna. Hann sagði ennfremur að samkvæmt upplýsingum frá Bandarikjunum þá liði ekki á löngu áður en flugmennirnir tveir fengju að hrlda heim á leið. Bandaríkjastjórn hefur haft milli- göngu i málinu og samið fyrir S- Kóreustjórn, þar sem ekki er stjórn- málasamband á milli Sovétríkjanna og S-Kóreu. í Suður-Kóreu verður settur á fót rannsóknarréttur vegna þessa máls, þar sem aðstoðarflugmaður vélarinnar mun gefa skýrslu. Hann fékk að halda heim um leiðogaðrir. Utanrikisráðherra Japans, Sunao Sonado, hefur lýst þvi yfir að hugsan- legt sé að stjórnvöld i Sovétríkjunum verði krafin um bætur vegna japanska farþegans sem lézt er þotan varð fyrir árás herflugvélanna. tíma og hafi flogið i suðurátt að Murmansk og Kolaskaga, þar sem er ein megin flotastöð Sovétmanna fyrir herskip og og kafbáta, auk þess sem eldflaugar eru á þessu svæði. Þá kemur fram hjá hinum norsku embættismönnum að flugvélin hafi flogið í nær eina klukkustund innan sovézku lofthelginnar áður en Sovét- menn höfðu afskipti af vélinni. Þá hafði vélin flogið um 200 sjómilur yfir sovézku landsvæði. Þá hvarf vélin af radar en það mun hafa verið þegar vélin var neydd niður úr 35000 feta hæð i 3500 fet eftir árásina. Særður Kóreumaður fluttur úr bandarísku véjinni í sjúkrabii á Helsinkiflugvelli. V nýtingu, lægra vöruverði og mögu- leika á betri launakjörum. Verðbólgan, fasteignirnar og tækjakaupin Vikjum sögunni til [slands. Hér á landi hefur geisað óðaverðbólga frá árinu 1973 eða senn i fimm ár. Þessi verðbólga er ógnvekjandi mikil, 22% árið 1973, 43% árið 1974, nær 50% árið 1975, 32% árið 1976, 31% árið 1977 og er nú um 35%. Verðbólgan leikur hina verst settu grátt og' hún brennir upp spariféð. Margur aldraður hefur orðið að horfa upp á árangur ævilangs sparnaðar og strits verða að engu á báli verðbólgunnar. Þetta hefur oft verið nefnt en fyrir úrbótum fer heldur minna. En verðbólgan hefur líka athyglisverð áhrif á fjár- festinguna. Sá sem vill sjá hag sinum borgið leitast við að tryggja fjármuni sina gegn verðbólgunni. Sá sem vill ná sem bestri ávöxtun á fé sinu leitar að þvi fjárfestingarformi sem skilar mestum gróða. Fjárfesting I fasteignum hefur verið öruggasta leiðin til þess að tryggja fjármuni. Fasteignirnar hafa hækkað i verði, a.m.k. i takt við verð- bólguna. Fjárfesting í fasteignum hefur lika skilað auðteknum gróða þegar skuldir hafa rýrnað að raungildi. Þetta hvort tveggja hefur gert fjár- festingu I fasteignum eftirsóknar- verða. Ef við litum I kringum okkur má sjá margvísieg merki um þetta. Viða má KjartanJóhannsson sjá hálfköruð hús. í mörgum verslunar- og iðnaðarhverfum standa hálfbyggðar hæðir ónotaðar árum saman ellegar vannýttar. í sumum gimöldum vinna fáeinir menn við ófullkomna starfsaðstöðu. Nýting húsnæðisins skiptir nefnilega litlu máli i samanburði við verðbólgugróðann af því. Á sama tima vantar e.t.v. sárlega heppilegt húsnæði fyrir ágætan at- vinnurekstur og til margvíslegra tækjakaupa. Afvinnurekandinn hefur líka við þessar verðbólguaðstæður frekar tilhneigingu til þess að setja fé sitt i steinsteypu en að fjárfesta í betri tækjabúnaði, betri vinnuaðstöðu eða leggja fé sitt í betra vinnuskipulag, þvi að þessi fjárfesting er áhættusöm við rikjandi efnahagsástand, en stein- steypan er örugg. Skipt um aflvél í hagkerfinu Allt ber þetta að sama brunni. Verð- bólgan hefur afgerandi áhrif á það h\ert fjármagnið leitar. Hin raunveru- lega arðsemi hverfur I skuggann. Verðbólgugróðinn, sem ekki svarar til neinna raunverulegra verðmæta og þvi engrar raunverulegrar arðsemi, er þá farinn að stýra fjárfestingunni. Það hefur verið skipt um aflvél i hag- kerfinu. Það er farið að ganga fyrir verðbólgunni. Við þessi skilyrði eru þá líka hin jákvæðu áhrif arðseminnar i hinu blandaða hagkerfi brengluð eða óvirk. Arðsemin vinnur þá ekki að hagkvæmustu nýtingu framleiðslu- þáttanna og þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu sem hefur verið eitt af grundvallaratriðum þessara hagkerfa og meðal annars stuðlað að bættum lífskjörum. Malaður einskisnýtur verðbólgugróði Arðsemin fyrir einstaklinginn og heildina fer ekki lengur saman. Fjár- festingin leitar i þá farvegi að mala verðbólgugróða sem einskis er nýtur fyrir þjóðarheildina. Með þessum hætti vinnur verðbólgan gegn fram- Alfreð kominn aftur? „Algjör bullukollur", „málefnalegt hallæri", „kjaftæði”. „aumingja skapur”, „lygavefur”, „bullgiein”, „ömurlegt óðagot", „fiflasknf”, „alls konar kjaftæði". Þessar upphrópanir, meðal annarra, mátti lesa í lengstu kjallaragrein i sögu Dagblaðsins á fimmtudag. Það var engin lurða þótt fólk spyrði hvort Alfreð væri kominn aftur. Einn skaut því að mér hvort verið gæti að Alfreð væri farinn að skrifa undir dul- nefninu Ólafur Ragnar Grímsson. Það er auðvitað fjarstæðukennt. Höfundurinn var Ólafur Ragnar Grímsson. Kommarnir eru hræddir og það er ofur eðlilcgt. Þeir senda sinn áferðar- fegursta svein á vettvang til þess að vinna verk sem Kjartan Ólafsson og Svavar Gestsson geta ekki unnið ein faldlega vegna þess að það trúir þeim enginn. ekki einu sinni kommarnir sjálfir. Og hvert er svo verkið? í tveggja siðna kjallaragrein l'jallar ætt- fræðingurinn um það að Vilmundur Gylfason sé sonur l'öður síns og dóttursonur afa sins i móðurætt. Ætt erni niitt virðist setzt á sinnið á prófessornum, því þetta er annar lang- hundurinn á hálfum mánuði um ná- kvæmlcgasamaefni. Á hinni siðunni er svo fjallað um Kröflu og Rafafl. Þar er vert að athuga nánar. Ólafur fer fleðulegum orðum um það að það að gera athuga- semdir við viðskipti Rafafls og Kröflu sé að gera árás á fyrirtæki alþýðusona og alþýðudætra. Þetta er náttúrlega þriðja flokks röksemdafærsla. Er þá fjárntálasóðaskapurinn í Alþýðubank- anum fjármálasnilii af þvi að þetta er banki alþýðunnar? Staðreyndirnar eru ósköp einfald lega þessar: Rafafl þróttist i apríl 1976 ætla að vinna verk fyrir 28.5 milljónir króna við Kröllu. í haust höfðu þeir fengið greiddar nær 132 milljónir. Til hvers eru útboð eiginlega ef ekkert er at- hugavert viðsvona viðskipti. Hluta af þessum peningum notuðu þeir til þess að kaupa hluta af gamla. Þjóðviljahúsinu. Húsið var selt fyrir 44 milljónir. Svo ntikið er vist að ef aðrir en þessir ættu i hlut þá þætti Ólafi þetta býsna undarleg viðskipti. Og enda hafa þessar upplýsingar VilmundurGylfason farið fyrir brjóstið á kommunum eins og sjá má. Ólafur Ragnar Grímsson cr látinn semja einhverja þá fleðulegustu grein sem lengi hefur sézt i islenzku blaði. „Sér Vilmundur ekki hve vel fer á þvi að þar sent áður voru ritstjórnar- skrifstofur og prentsmiðja verkalýðs- blaðs, sem áratugum santan flutti varnargreinar og sóknarskrif fyrir mál- stað íslenzkrar alþýðu, skuli nú félags- samtök iðnnenta og frantleiðslusam- vinnufélag ungra iðnaðarmanna hafa sinar bækistöðvar?" Hvilík fleðulæti! Ég veit ekki hvort á heldur að gráta eða gubba. Mér þykir líka raunar fara eðlilega á þvi að hús þar sem áður voru skrif- stofur blaðs sem varði hreinsanir Stalins með oddi og egg, varði innrás Rússa i Finnland og hágrét i leiðara, þegar Stalin var allur. skuli tuttugu og fimm árum siðar vera tlækt I venjulegt svindlmál í íslenzka samtryggingar- kerfinu. Fleðulæti Ólafs Ragnars Grímssonar breyta engu þar um. Í upphafi þessarar athugasemdar voru tiltekin nokkur fúkyrðanna sent prófcssorinn telur sér sæma að nota. Það er auðvitað hans mál. Á langri kynningarferð sinni um íslenzka flokkakerfið staldraði Ólafur I nokkur ár við i Framsóknarflokknunt. Það er ljóst að nokkuð hefur hann þar lært — og engu gleymt. förum og lífskjarabótum. Ég er þeirrar skoðunar að áhrif verðbólgunnar á lífskjör okkar séu mun meiri og alvar- legri en nienn gera sér almennt grein fyrir. vegna þess hvernig hún stýrir fjárfestingunni. Sem dæmi má nefna að skynsamleg l'járfesting i atvinnu- tækjum og vinnuaðstöðu eykur afköst og framleiðslu og gerir þannig kleift að greiða hærri laun en fjárfesting i ónotuðum steinsteypuhöllum er einungis baggi á þjóðarbúinu. Til marks um fjárfestingarskort má nefna að skip eru enn öxuldregin með hand- afli hér á landi. Þess eru lika dæmi að rekstur hafi verið sveltur á rekstrarfé með miklum tilkostnaði og lélegri nýtingu á mannafla og tækjum á sama tima og eigandinn dró úr hömlu að selja fasteign. sem stóð ónotuð. i von um verðhækkun hennar í verðbólg- unni. Sumar fiskvinnslustöðvar silja lika uppi með lélegan tækjakost, sem beinlinis veldur slæmri nýtingu hrá- efnis, vegna þess að ekki fæst fé í endurbætur. Ef slikar endurbætur sitja á hakanum. en fé fer í vannýttar fasteignir, er sóunin tvöföld. Óarðbær opinber fjárfesting Sé ennfremur litið á ótimabæra og óarðbæra opinbera fjárfestingu, sem mikið hefur verið af á siðastliðnum árum, þarf engan að undra að við höfum dregist aftur úr grannþjóðum okkar í lífskjörum og eruni nú lág- launaland i samanburði við þau. Alla fjárfestingu verður að greiða en aðeins hinn arðbæri hluti hennar hjálpar til við þá greiðslu. Hitt er baggi. Betri lífskjör Eigi að takast að halda hér uppi góðum lífskjörum verður að hyggja sérstaklega að fjárfestingunni. bæði á vegum hins opinbera og eins þeim áhrifum sem verðbólgan hefur á almenna fjárfestingu. Það verður að takast að beina fjármagninu til þeirra verkefna sem eru þjóðfélagslega arðsönt og skila auknum afköstum vinnandi handa og gera þannig kleift að hækka kaupmátt launa hjá vinn- andi fólki. Þetta getur kostað mikið átak en undan þvi má ekki vikjast. Engar efnahagsiáðstafanir á undan- fömum árum hafa tekið markvissl a þessum vanda og hann hefur verið litið ræddur. En verkefnið er brýnt fyrir þjóðina i heild og sérstaklega fyrir launþega. Þess vegna eiga samtök launþega og rikisvald að ráðast i þetta verkefni með samstilltu átaki byggðu á heilindum i öllum sam- skiptum og gagnkvæmu trausti. Þetta á að vera liður í því að bæta kjörin i landinu og vinna okkur upp af lág- launastiginu. Um þetta brýna verk- efni, að ná tökum á fjárfestingunni og byggja upp kaupmátt launatekna, þurfa ríkisvald og launþegasamtök að gera með sér sáttmála, kjarasáttmála, þar sem hvor um sig axlar hluta ábyrgðarinnar. Til þess þarf auðvitað nýja rikisstjórn sem skilur vandann. vill takast á við hann og vill starfa með verkalýðshreyfingunni á eðlilegum grundvelli. Kjartan Jóhannssan verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.