Dagblaðið - 02.05.1978, Side 14

Dagblaðið - 02.05.1978, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 197$. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfísgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu f___BREIÐHOLT - KÓPAVOGUR Látið kunnáttumennina smyrja bílinn á smur- stöðinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Stórahjalla 2, Kópavogi Snjólfur Fanndal SÍMI 43430 Hárgreiðslustofa Steinu ogDódó Sími24616-Laugaveg 18-Sími24616 Lyftara dekk LYFTARADEKK, afgreidd samdægurs, allar stærðir Al^USTURBAKKI HF * ISkeifan 3A. Símar 38944-30107 Verðbólgan og landbúnaðurinn Það eru erfiðleikar víðar en á lslaudi vegna sölutregðu á landbún- aðarafurðum eða réttara sagt vegna þess hvað lítið fæst fyrir þá fram- leiðslu, sem er umfram þarfir innlenda markaðarins. Það er i sjálfu sér ekki vandi að selja mjólkurafurðir eða kjöt ef verðið er nægilega lágt. Einnig er nokkru meiri þörf fyrir matvæli en framleidd eru i heiminum. Það virðist vera litil huggun fyrir þann, sem er með of mikinn mat, að vita um þörf- ina annars staðar, ef engir peningar fást fyrir þessi matvæli. Þá er að horfast í augu við þá staðreynd, að til lengdar er ekki hægt fyrir framleið- anda að framleiða vörur, sem ekki fæst framleiðslukostnaðarverð fyrir. Landbúnaður hefur undanfarin 20—30 ár haft nokkra sérstöðu, ekki aðeins hjá okkur, heldur í öllum helstu iðnrikjum heims. Verðlagning hefur raunverulega verið slitin úr tengslum við framleiðslukostnaðinn og það lög- mál, sem stjórnast af framboði og eftirspurn. I sjálfu sér skapar það ekki verulegt vandamál þegar meginhluti framleiðslunnar er seldur á innlendum markaði, þótt útsöluverð sé verulega lægra en það ætti að vera, ef stjórn- völd telja það hagstætt að greiða niður verðið. Þannig að framleiðandinn fær sitt, því neytendur greiða að sjálfsögðu verð vörunnar annaðhvort beint eða með sköttum. Það þarf varla að taka fram, að framleiðendur eru einnig skattgreiðendur. Einnig getur það verið þjóðhagslega hagkvæmt , að framleiða til útflutnings, þótt verðein- stakra afurða sé mun lægra en inn- lenda verðið og þar komi stjórnvöld til aðstoðar með útflutningsbótum. Það má færa rök fyrir því, að það hafi verið verulegur hagnaður fyrir þjóðar- búskapinn að flytja út dilkakjöt, þótt greiða þyrfti úr rikissjóði um 50% af verðinu. Þvi aðrar afurðir, sem tengj- ast dilkakjötsframleiðslunni, eins og gærur og ull, hafa verið meginuppi- staða i bestu grein útflutningsiðnaðar. Veruleg kjaraskerðing hjá bændum Þegar svo er komið að framleið- endur verða að taka á sig nokkurn hluta hallans á útflutningnum og með- gjöfin hjá þeim orðin það mikil, að fyrir nokkurn hluta framleiðslunnar fá þeir aðeins brot af framleiðslukostn- aðarverðinu, þá er kominn timi til að staldra við. Það er gert ráð fyrir að taka þurfi af hverju kg af dilkakjöli 70—80 kr. Það er af umsömdu kaupi sauðfjárbænda með meðalbú þarf að taka um 1/2 milljón króna til að greiða með út- flutningnum. Það getur auðvitað ekki Kjallarinn AgnarGuðnason gengið, þess vegna verður að gera þær ráðstafanir, sem tryggja að ekki þurfi að gripa til svo stórfelldra kjaraskerð- inga aftur. Það sem við blasir i dag er; að draga úr framleiðslunni eða stór- auka innanlandsneysluna, ef ekki fæst hækkað verð á kjötinu erlendis. Neysla hér á landi af kindakjöti er rétt um 44 kg á hvern mann. bað mætti hugsa sér, að með verulegri aukn- ingu í niðurgreiðslum á kindakjöti væri hægt að auka neysluna um 10% eða svo, þannig að hún gæti farið upp í 48,5 kg. þó er það hæpið. Mesta neysla á siðustu 20 árum var um 50 kg á mann yfir árið. Þrátt fyrir að neysluaukningin yrði þetta mikil og framleiðslan héldist óbreytt og útflutningsverðið einnig þá mundi enn vanta um 600 milljónir króna í útflutningsbætur, sem fram- leiðendur yrðu að greiða. Svo það er vafasamt að reikna með, að lausnin sé aukin innanlandsneysla. Þá er það samdráttarleiðin, sem gripa verður til, ef ekki fæst hærra verð erlendis fyrir afurðirnar. Það hefur verið bent á aðrar leiðir, t.d. að sauðfjáreigendur i þéttbýli og ríkisbúin fái einungis greitt útflutn- ingsverðið fyrir sína framleiðslu. Rætt hefur verið um að leggja skatt á hverja kind og hann væri stighækkandi, þannig að bændur með stærstu búin greiddu hlutfallslega mest. Hvaða leið verður farin er ekki vitað, þvi eins og gefur að skilja, er erfitt að ná sam- stöðu meðal bænda um aðgerðir. Trú- lega munu bændur fækka sauðfé all- verulega þegar i haust vegna gjaldsins, sem tekið er af kjötinu nú. Mjólk og mjólkurafurðir Það gildir sama með mjólkurfram- leiðendur og sauðfjárbændur, þeir verða að taka á sig verulega kjara- skerðingu i ár. Miðað við verð á mjólk, eins og það er nú, verður að taka af bændum um 100 milljón krónur fyrir hvert eitt prósent, sem innvegin mjólk eykst um, þar sem útflutningsbætur ríkissjóðs duga ekki lengur. Það er mun einfaldara i fram- kvæmd að grípa til aðgerða, sem leiða til samdráttar í mjólkurframleiðslu en i framleiðslu kindakjöts. Það má gera með fóðurbætisskatti og kvótakerfi. Einnig mætti nota sömu aðferð og Norðmenn hafa gripið til, en það er að greiða framleiðendum, sem minnka mjólkurinnleggið sérstaka uppbót á hvern mjólkurlitra. Eins og ástandið er nú með skort á nautgripakjöti, væri hagstætt að greiða bændum allríflega upphæð fyrir hverja kú, sem slátrað yrði, hlið- stætt þvi sem gert er í Finnlandi og hefur verið gert í Efnahagsbandalags- löndunum. Ekki er vitað, hve mikið þarf að taka af mjólkurframleiðendum í ár, nefndar hafa verið 10—20 krónur af hverjum mjólkurlítra. Það gerir hvorki meira né minna en 1150— 1200 milljón krónur. Það er um 500 þúsund kr. á hvern mjólkurframleiðanda, en þeir eru um 2400, sem leggja inn mjólk i mjólkursamlög. Ekki bændum að kenna Bændur eiga enga sök á þeirri stöðu sem upp er komin, allur vandinn stafar af verðbólgunni. Bændastétt- inni verður ekki kennt um að hafa magnað hana upp. Verðhækkanir á landbúnaðarafurðum hafa á siðari árum orðið vegna hækkana, sem bændur hafa ekki ráðið við, þeir hafa tapað stétta mest á verðbólgunni. Verulegur hluti framleiðslunnar fæst greiddur með verðminni krónum en varið var til að afla hennar. Samkeppnisaöstaða fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir á erlendum mörk- uðum hefur sifellt versnað. Allar rekstrarvörur til landbúnaðarins eru mun dýrari hér en annars staðar, vextir eru margfalt hærri. íslénskir bændur eru duglegir og framleiðsla á hvern starfsmann í land- búnaðinum er á við það sem best gerist þar sem búfjárrækt er stærsti þáttur framleiðslunnar. Bændur geta þvi með réttu haldið þvi fram, að þeir erfiðleikar, sem að þeim steðja, séu ekki þeirra sök. Þeir hafa ekki valdið þvi efnahagsöngþveiti, sem hér hefur ríkt um nokkurt skeið. Þess vegna eiga stjórnvöld að leysa mál landbúnaðar- ins án þess aö skerða tekjur bænda eins stórkostlega og nú er gert. Styrkió og fegrið líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. maí. Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi. Megrunarleikfimi — vigtun — mæling — hollráð. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg. eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 ísíma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð^— kaffi — nudd. Júdódeild Armanns Armu'la32

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.