Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.05.1978, Qupperneq 15

Dagblaðið - 02.05.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1978. 15 Bættarskipa- samgöngurvið Norðurlönd liggja í loftinu: Það virðist liggja nokkuð Ijóst fyrir að á næstu árum muni ný og fullkomnari ferja annast flutninga fólks og bíla milli íslands og annarra Norðurlanda. Að til- lögu Norðurlandaráðs starfar nefnd að athugun á sameiginlegu átaki Norður- landanna til kaupa og reksturs slikrar ferju. Komi hún ekki mun núverandi út- gerðarfélag Smyrils hafa uppi áform um að fá nýja ferju til þeirra flutninga sem Smyrill hefur rutt braut og er þá mark- miðið að löndunarhöfn hennar verði á Suðurlandi, t.d. í Þorlákshöfn. Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri mun sitja fund norrænu embættis- mannanefndarinnar, sem sér um sam- göngumál, sem haldinn verður í Þórs- höfn i Færeyjum 23. og 24. mai. Meðal mála er þar verða rædd eru niðurstöður vinnuhópa varðandi kaup og rekstur bíla- og fólksflutningaferju milli Norður- landanna. Málið hefur verið á dagskrá siðan 1972 að því var fyrst hreyft á Norðurlandaráðsþingi. Brynjólfur kvaðst ekki á þessu stigi geta skýrt neitt frá nýjustu niðurstöðum um málið. Embættismenmrriir myndu fjalla um niðurstöður vinnuhópa sem kannað hafa kostnaðarhlið og rekstrar- möguleika. Niðurstöður embættismann- anna ganga síðan til ráðherrafundar og koma loks fram á þingi Norðurlanda- ráðs í febrúar 1979. Thomas Arabo framkvæmdastjóri út- gerðar Smyrils vildi ekki staðfesta að út- gerðin væri tilbúin með áætlanir um rekstur nýrrar og stærri ferju en Smyrill er. Kvað hann útgerðina biða eftir niðurstöðum embættismannafundarins i Tveirlistarí baráttunni á Bíldudal Tveir listar keppa nú um að komast í hreppsnefnd á Bildudal. Eru það J-list- inn, listi lýðræðissinnaðra kjósenda og K-listinn, listi óháðra kjósenda. Efstur á J-listanum er Örn Gislason bifvélavirki sem setið hefur i hrepps- nefnd fyrir listann. 2. Runólfur Ingólfs- son rafvirki, 3. Hjálmar Einarsson verkamaður, 4. Sigriður Pálsdóttir hús- frú, 5. Guðmundur Rúnar Einarsson, skipstjóri, 6. Kjartan Eggertsson tón- listarkennari, 7. Benedikt Benediktsson. bifreiðarstjóri, 8. Gunnar Valdimarsson bifreiðarstjóri. 9. Eyjólfur Hlíðar Ellerts- son bankafulltrúi og 10. Snæbjörn Árna- son skipstjóri. Til sýslunefndar er boðinn fram sem aðalmaður Gunnar Þórðarson verkstjóri og til vara Sigurður Guðmundsson stöðvarstjóri. Gunnar hefur setið í hreppsnefndinni fyrir J- listann. Theodór Bjarnason sveitarstjóri og sýslunefndarmaður er í fyrsta sæti K- listans. Annar er Magnús K. Bjömsson útibússtjóri sem er nýr í baráttunni, 3. Jakob Kristinsson oddviti hrepps- nefndar, 4. Viktoria Jónsdóttir kennari, 5. Hávarður Hávarðsson bifreiðarstjóri. 6. Halldór G. Jónsson formaður verka lýðsfélagsins, 7. Kristberg Finnbogason verkstjóri, 8. Karl Þór Þórisson rafvirki, 9. Guðmundur Pétursson vélstjóri og 10. Margrét Friðriksdóttir verzlunar- maður. Til sýslunefndar er boðinn fram sem aðalmaður Gunnar Ólafsson verkstjóri og varamaður Jörundur Garðarsson skólastjóri. Athygli vekur að tveir hreppsnefndar- menn K-listans, þau Pétur Bjarnason skólastjóri og Pálina Bjarnadóttir hús- freyja eru ekki á listanum nú. 1 hreppsnefnd á Bíldudal eru 5 menn, 2 af J-lista og 3 af K-lista. DS Önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. REYKIÐJAN HF. SMIDJUVEGI 36 •E'7 63 40 Annaðhvort „samnorræn” ferja eða stærri Smyrill Þórshöfn seint i maí. Hann lét vel af rekstri Smyrils og grundvöllur væri fyrir stærri ferju. Af farþegum í ferðum hans væru um 20% íslendingar nú, en hinir væru af ýmsu þjóðerni, einna flestir Þjóðverjar. í sumar verða áætlanir Smyrils með sama hætti og fyrr. Fyrsta koma skipsins er 1. júni og svo vikulega í 16 vikur. Uppselt er um háannatimann nú þegar bæði fyrir bíla og farþega. Arabo sagði að ef stærri og hrað- skreiðari ferja annaðist flutningana myndi verða siglt til Þorlákshafnar eða annars staðar á suðurströndinni. Einkum ætti þetta við ef ferðir yrðu teknar upp allt árið og stafaði það af slæmu vegakerfi. Hann sagði marga far þega Smyrils alls ekki koma til Reykja- vikur. - ASt. Færevska ferjan Smyrill. c. Eru íslendingar úti aÖ aföiO Já margir hverjir, það fer ekkert milli mála - þó eru þeir sérstaklega úti að aka ásumrin - þáskipta þeir þúsundum. Ástæðan? Jú ástæðan er einföld, hún er sú að afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift að komast utan ísumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stöðum - og gista heimsborgir. Það þarf engan að undra þótt margir séu úti að aka á sumrin - á eigin bílum eða leigðum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar - þau gætu komið þér þægilega á óvart - og orðið til þess að þú yrðir líka úti að aka í sumar. Þeir sem þannig ferðast ráða ferð- inni sjálfir - sumir fara um mörg lönd - aðrir fara hægar yfir og halda sig lengst þar sem skemmtilegast er. JFLUCFÉLAC LOFTLEIBIR ISLANDS

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.