Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978. Einarlóhannesson: OPIÐ BRÉF TIL JÓHANNESAR A ÁNABREKKll 1 Síðari hluti 2 f , Elías Davíðsson: Aiþjóða gjaldeyris- sjóðurinn styrkir kapítahskt hagkerfi — Athugasemd við útvarpsf rétt í kvöldfréttum sunnudaginn 18. júni sl. var flutt stutt yfirlit yfirstjórn- málaþróun i Perú. Það er alltaf ánægjulegt að heyra í útvarpinu frá- sagnir frá öðrum löndum en þróuð- ústu iðnaðarríkjum, enda er efnahags- skipan íslands að mörgu leyti lík efna- hagsskipan margra þróunarríkja. Það sem vakti sérstaklega athygli mina i téðum fréttapistli, var fullyrð- ingin um það að Perústjórn „þyrfti á erlendum lánum að halda til að koma efnahag landsins á réttan kjöl". Enn- fremur var að þvi vikið, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefði kraf- izt af stjórn Perú „strangra” skilyrða fyrir láni úr sjóðnum. s.s. afnáms nið- urgreiðslna á matvörum og þjónustu.í pistlinum kom og fram. að þessar efna hagsaðgerðir hefðu kostað lif margra manna sem tóku þátt i verkföllum til að mótmæla tilræði herforingjastjórn- ar við kjör alþýðu. Lögregla herfor ingjastjórnarinnar i Perú hlýddi ber- sýnilega á tilmæli, sem komu frá ráða- mönnum IMF í Washington og varði stjórn landsins með vopnavaldi. Nú vill svo til. aðóskrifað markmið Aiþjóða gjaldeyrissjóðsins er að renna stoðum undir kapitaliskt hagkerfi i öll- um þátttökurikjum sjóðsins. Þetfa er engin hugsjón heldur byggist á þvi að hel/tu eigendur sjóðsins. þ.e. rikis stjórnir öflugustu Vesturlanda. fara þar með umboð fyrir fjölþjóða hringa og stórbanka sína, sem leita hvarvetna i heiminum að efnahagslegum og fjár- hagslegum ítökum. Til þess að ná markmiðum sinum beitir sjóðurinn (IMFl útsmognum hagrænum aðferðum sem þyngja smám saman skuldabagga viðkomandi lántökurikja. Með auknunt skuldum reynist sjóðnum auðveldara að krefj- ast undirgefni stjórnvalda i viðkom- andi rikjum. Þegar skuldir cinhvers ríkis eru orðnar nægilega miklar getur IMF loks skipað fyrir um efnahags- stefnu viðkomandi rikis og stýrt henni í þá átt, sem alþjóðlegir peningafurstar heimta. Algengustu fyrirmæli IMF til stjórnvalda þjóðrikja eru þau að láta skera niður opinbera þjónustu, Einsöngvarakvartettinn ætti að læra textana utanbókar Tilraunir Perúmanna til að losna úr greipum fjölþjóða auðhringa og peningastofn- ana bvrjuðu árið 1968. Nú virðist sem þessar tilraunir hafi farið út um þúfur með nokkuð svipuðum hætti og gerðist i Chile. Anna skrifar. Eftir að hafa horft á hátiða- dagskrána 17. júni í beinni útsendingu á laugardagskvöld dettur manni i hug hvort Einsöngvarakvartettsmenn hafi virkilega ekki kunnað textana við lögin sem þeir sungu. Þeir trónuðu þarna uppi á sviðinu með stóreflis bækur sem þeir rýndu i allan timann sem þeir sungu. Þeir hefðu bara átt að sjá hvað þetta var — minnka kaupmátl launa og auka launamismun, færa opinber fyrirtæki i hendur einkaaðila, veita einkafyrir- tækjum skattaívilnanir, fella gengi. af- nema innflutningshömlur á lúxusvör- um. opna rikin fyrir erlendum fyrir- tækjum.o.s.frv. Sé litið til Perú, þá hafa þarlend stjórnvöld neyðzt á siðustu árum að framkvæma flestar ef ekki allar ofan- greindar aðferðir, skv. fyrirskipunum frá „sérlræðingum" IMF i Washing- ton. Skv. Business Latin America frá 13. okt. 1976 hefur nettó fjárstreymi frá dótturfyrirtækjum fjölþjóða fyrir- tækja i Perú til höfuðstöðva erlendis aukizt úr 114 milljónum dollara árið 1974 i 305 milljónir árið 1975. eða um 168%. Samkvæmt Latin American Economic Report frá 20. júlí 1976 náðist samkomulag um 240 milljóna dollara lán frá bandariskum bönkum til Perú fáeinum dögum eftir að ný hægri stjórn i Perú ákvað að skila fisk- iðnaöinum i hendur einkaaðila og innilega hallærislegt, allavega í sjón- varpinu. Lummurnar höfðu ólíkt betri sviðs- framkomu og bera ekki ábyrgð á því þótt ekki heyrðist sem bezt i þeim öllum til aðbyrja með. Mér finnst satt að segja að söngvarar verði að læra textana utan að, ef þeir ætla sér að troða upp á annaðborð — þaðer alveg lágmarks- krafa. opna frumskógarsvæði og landgrunn- ið erlendum oliuleitarfyrirtækjum. Skýrslan getur þess einnig. að fáum vikum áður felldi stjórnin gengi Sols- ins (mynt Perúmanna) um 31% og ákvað að skera niöur að verulegu leyti opinbera þjónustu. Og nú fyrir stuttu upplýsti Engineering and Mining Journal að ráðgerðar séu lagabreyt- ingar i Perú sem myndu stuöla aðend- urkomu erlendra auðhringa á sviði námavinnslu. Tilraunir Perúmanna til að losa sig úr greipum fjölþjóða auðhringa og peningastofnana byrjuðu árið 1968. Nú virðist sem þessar tilraunir hafi farið út um þúfur með nokkuð svipuð- um hætti og gerðist i Chile. í báðum þessum löndum reyndi tiltölulega framfarasinnuð stjórn að endurheimta sjálfstæði landsins og ganga i berhögg við hagsmuni bandariskrar heims- valdastefnu. í báðum tilfellum mis- tókst tilraunin m.a. vegna þessaðfjár- málastofnanir heimsvaldasinna. Al- þjóða bankinn og Alþjóða gjaldeyris- sjóðurinn beittu mætti sinum til að knýja ríkin til uppgjafar. Hvernig væri ef fréttamenn og hag- fræðisérfræðingar ísl. fjölmiðla kynntu sér svolitiö raunverulegt eðli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins? Bandariski stjórnmálasérfræðingurinn Cheryl Payer lýsir itarlega i bók sinni Skulda- gildran: Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og þriðji heimurinn (The Dept Trap: The IMF and the Third World. útg. Penguin 1974), eðli og aðferðum sjóðs- ins. Slikt nám væri öllum hollt sem vilja átta sig betur á laumulegum sam- skiptum Seðlabanka Islands við IMF og skilja tilgang skuldagildrunnar. sem lögð hefur verið fyrir íslendinga með aðstoð dyggra þjóna. Fyrri hluti þessa bréfs birtist i DB í gær. Á fundi 21. april 1974 er bókað: „Ályktar fundur i veiðifélagi Langár og Urriðaár 1974, (þvi Urriðaár?), að þar sem beðið var aðeins um yfirmai á Langá 1969 að Sveðjufossi og yfir- matsnefnd virðist ekki hafa fjallað um svæðið frá Sveðjufossi að Langárvatni til arðskrármats, liggur það í augum uppi, aö sérmat það sem undirmats- menn staðfestu 10. okt. 1969. um svæói þetta. sé gildandi.” Sem sé, þið biðjið um yfirmai að Sveðjufossi, eigendur Grenja og Litla- Fjalls biðja um, að ekki verði metið svæðið ofan við Sveðjufoss, mats- menn fara og skoða Grenjadal, gefa út yfirlýsingu um að ekki séu efni til að svo komnu máli að ákveða arðeining- arofan Sveðjufoss. Formaður matsnefndar segir: „Sé undirmati vísað til yfirmats innan lög- ákveðins tima, er undirmatið þar með úrgildi fallið." Ég skora á þig að upplýsa. hvar sé á. eða veiðisvæði, sem yfirmat gildir á hluta og undirmat á öðrum hluta. Þvi mótmælir þú ekki strax yfirmatinu frá 1970? Heldur ferð 2—3 árum seinna að gauka við að brjóta það mat, sem þú baðst um og var framkvæmt eftir þinum vilja. 3. júli 1977 heldur þú fund með stjórnarmönnum veiðifélags Langár. 1 fundargerð cr bókað: „Í tilefni þessa ályktar stjórnin að sanngjarnt sé að Hvítsstaðir noti aðeins eina stöng samtimis á bakka Hvitsstaða. gegnt landi Stangarholts." Og siðast segir i fundargerð: „Þá er það i samræmi við tillögu Einars Jó- hannessonar, sem samþykkt var á fé- lagsfundi 8.12.'68 þess efnis, að óheimilt sé að flytja veiðirétt milli jarða.” Ég bendi á það, að Mangi i Kross- nesi. sem undirritar þessa furðulegu fundargerð. er líka oddviti Álftanes- hrepps. Hann semur við Hafstein um að flytja veiðirétt Álftaneshrepps niður. á móti landi Hvitsstaða. þar sem hann telur sanngjarnt. að ekki megi nota nema eina stöng samtimis. Nokkrum dögum siðar leyfir þú Haf- steini að flytja allt að 5 stöngum á svæði Stangarholts, móti Hvitsstaða- landi. Er hægt að komast lengra i ósvifni en þú. Hafsteinn og hækjur þinar i stjórn veiðifélagsins komast i þessu máli? Talað var um það á fundi að setja ekki i gang teljarann í Skuggalossi 1976, en samt lést þú gera það og lætur veiðifélagið greiða kostnaðinn. Þú hefur vanrækt að hreinsa stigann i Skuggafossi undanfarin ár. og nú var stiginn opinn i vetur. Þú sagðir á fundi 6. mai 1978. að ég hefði brotið fleira en að taka upp teljarann úr Skuggafossi. Teljarann (trektina) tók ég upp m.a. vegna þéss að þú settir hann niður i heimildar- leysi. Ég skora á þig að sanna að ég hafi brotið lög eða reglur um Langá. Ég bendi á það, að vaðall úr þér verður aldrei lögbrot hjá mér, hvað oft sem þúendurtekur hann. Ég samþykkti að Ijúka þessu máli. sem þú settir á stað, með peninga- greiðslu 14. aprii s!.. taldi migekki geta rætt það fyrr en því væri lokið, sem annars hefði getað dregist i 1—2 ár i viðbót. Værir þú og hækjur þínar i stjórn- inni menn að meiri, ef þið bættuð fé- laginu það fjárhagstjón, sem þú hefur valdið þvi með frumhlaupi þínu og furðulegum málatilbúnaði. Að siðustu legg ég fyrir þig nokkrar spurningar, sem vissulega væri fróð- legt að fá greið og skýr svör við. Hver gaf þér leyfi til þess, 24. júli 1975. að bæta 8 stangardögum j ána i, júli og 8 stangardögum í september? Hverjir voru í vitorði með þér að taka 46 daga 1973. sem veiðimála- stjóri neitaði um? Þarft þú ef til vill ekki að ræða eða fá samþykki veiðimálastjóra fyrir stangaraukningu? ef þér býður->vo við að horfa. (Það má segja. Miklir menn erum viðHrólfurminn). Hvenær fékkst þú fundarsamþykkt til að höfða málið gegn mér? Ekki finnst neitt um það bókað. Ég ætla svo ekki að fara fleiri orð- um um þessi mál að sinni. enda þótt af nógu sé að taka. En ég vonast til þess að þú haldir nú að þér höndum um sinn og hafir vit á þvi að reyna ekki svona málatilbúnað eftirleiðis og hafir þannig e.t.v. lært eitthvað á reynsl- unni. Þá er tilgangi minum náð. Jarðlangsstöðum i júni 1978 Einar Jóhannesson. Hringið í síma 27022 milli ki. 13 ogl5 eða skrifið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.