Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 16
16
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978.
Stef num á raunveru-
lega verkalýðsstjóm
Sennilega er meirihluti islensku
þjóðarinnar þeirrar skoðunar að nú-
verandi rikisstjórn sé „vond stjórn”.
Engu að síður munu núverandi stjórn-
arflokkar vafalaust halda meirihluta
sínum meðal kjósenda og meirihluta
sínum á Alþingi í kosningunum 25.
júní. Þeir möguleikar, sem eru á nýrri
ríkisstjórn byggjast þess vegna á þeim
möguleika að annar, eða báðir, stjórn-
arflokkarnir tapi það miklu fylgi, að
þeir treysti sér ekki til þess að halda
áfram í sams konar ríkisstjóm.
Eftir kosningarnar munu forystu-
menn stóru flokkanna kanna niður-
stöður kosninganna og velta fyrir sér
hvaða áhættur varðandi kjörfylgi og
pólitískan styrk flokka þeirra fylgi
þátttöku í rikisstjórn. Forysta stóru
verkalýðsflokkanna, Alþýðubanda-
lagsins og Alþýðuflokksins, gerir sér
án efa grein fyrir þvi að stór hluti af
þeirri atkvæðaaukningu, sem þeir fá,
túlkar frekar vaxandi óánægju með þá
flokka, sem standa að núverandi ríkis-
stjórn, heldur en vaxandi trú á þeim
„nýju” leiðum, sem þeir bjóða upp á.
Þetta fylgi er „laust”. Þeir gera sér
einnig grein fyrir því að sennilega
lýkur þeirri efnahagslegu þenslu sem
enn varir innan skamms. Þrátt fyrir öll
fallegu loforðin þá mundi ríkisstjórn,
sem þeir ættu sæti í, ráðast á kjörin
eins og viðreisnin og vinstristjórnin
gerðu.
Þeir gera sér aftur á móti einnig
grein fyrir því að kjörtímabil þeirra er
fjögur ár. Þótt tvö fyrstu árin yrðu
kannski slæm, þá gæti verið að sveifl-
ur markaðarins og fiskgengdin gæfi
þeim tækifæri til þess að leika „góða
stjórn” rétt fyrir kosningar. Þeir gætu
talið það áhættunnar virði.
Það er Ijóst að enginn af möguleik-
unum á ríkisstjórn eftir kosningar er
beint fýsilegur — hvorki fyrir verka-
fólk né heldur þá flokka, sem gætu
tekið þátt í slikri ríkisstjórn. Áfram-
hald núverandi ríkisstjórnar, eftir mik-
ið atkvæðatap í kosningunum, er ekki
girnilegur valkostur fyrir forystu þess-
ara flokka, jafnvel þótt þeir haldi
meirihluta sinum. Ríkisstjórn annars,
eða beggja stóru verkalýðsflokkanna
með öðrum kaupránsflokknum er ekki
heldur girnileg. Þau atkvæði, sem
mótmæltu kjararáninu frá i vor, færu
þannig í að halda öðrum kaupráns-
flokknum í ríkisstjórn.
Virka
stjórnarandstöðu
Hvorki Alþýðubandalagið né Al-
þýðuflokkurinn hafa sett fram í þess-
um kosningum neinar þær grundvall-
arbreytingar á skipan efnahagsmála,
sem gætu gert þeim kleift að uppfylla
þau glæstu loforð, sem stefna þeirra í
efnahagsmálum lofar verkafólki.
Skipulag efnahagslífsins, völd atvinnu-
rekenda og markaðarins verða
óbreytt. Sú tekjuskipting sem þetta
skipulag skapar verður óbreytt. Verka-
fólk mun áfram hafa 150—200 þús.
kr. á mánuði, eftir þvi hve mikil yfir-
vinna býðst, meðan aðrir raka saman
milljón á mánuði, auk verðbólgugróða
— gjarnan skattfrjálst. Þeir síðar-
nefndu munu halda áfram að furða sig
Kjallarinn
ÁsgeirDaníelsson
á skorti á „samstöðu gegn verðbólg-
unni” hjá verkafólki, sem berst fyrir
kjarabótum. Verðbólgan og skipulags-
laus sóun mun halda áfram. Þessi
atriði eru innbyggð í það efnahags-
kerfi er hér ræður ríkjum. Um leið
og „ytri áföll”, eða árangursrík kjara-
barátta verkafólks, ógnar tekjum
þeirra, sem mest hafa, þá mun sú rikis-
stjórn, sem ríkir í þessu efnahagsskipu-
lagi gripa til kjararánsaðgerða. Hin
leiðin — að breyta efnahágsskipulag-
inu — verður alla vega ekki fram-
kvæmd af neinni af þeim ríkisstjórn-
um, sem til greina koma eftir kosning-
ar.
Á undanförnum áratugum hefur
verkafólk þurft að gjalda þess dýru
verði, að stóru verkalýðsflokkamir
hafa verið innbyrðis sundraðir og
gengið til stjórnarsamstarfs á víxl við
flokka atvinnurekenda. Þessi þróun
hefur veikt verkalýðshreyfinguna og
pólitískan og atkvæðalegan styrk stóru
verkalýðsflokkanna.
Allt bendir til þess að i næstu kosn-
ingum muni stóru verkalýðsflokkarnir
vinna verulega á atkvæðalega og ná
aftur því atkvæðamagni, sem þeir hafa.
mest haft áður. Pólitískur styrkur
þeirra mun þó ekki aukast í sama
mæli. Tengsl þeirra við verkafólk og
möguleikar þeirra til að halda uppi
sjálfstæðu starfi innan verkalýðshreyf
ingarinnar hafa ekkert aukist. Þeir
geta því ekki orðið annað i rikisstjórn
en leiksoppur atvinnurekenda og
flokka þeirra. Þess vegna er það nauð-
synlegt að verkalýðsöflin í stóru verka-
lýðsflokkunum berjist fyrir þvi að þeir
fari ekki í ríkisstjóm með öðrum kaup-
ránsflokknum til að þjóna skamm-
tímahagsmunum forystumannanna,
heldur snúi sér að því að byggja upp
verkalýðshreyfinguna, sem virkt afl og
stefni á raunverulega verkalýðsstjórn;
stjórn sem getur breytt þessu þjóðfé-
lagi þannig að grundvöllur þess sé ekki
gróðafikn einstakra fjármálamanna,
heldur félagslegur jöfnuður og þarfir
verkafólks.
Þessi valkostur felur það ekki i sér
að við eigum að bíða þolinmóð uns
þessi stund rennur upp. Þvert á móti.
Með aðgerðum sínum í fyrra sýndi
verkalýðshreyfingin hvers hún er
megnug, ef samstaða og einhver bar-
áttuandi skapast. Þeir ávinningar sem
náðust fram voru bæði launahækkanir
og pólitískir ávinningar, eins og t.d.
skattabreyting. Þessi árangur náðist
þrátt fyrir óvinveitta ríkisstjórn. Þetta
dæmi sýnir, að verkalýðshreyfingin
getur verið öflugt vopn. Það er einnig
Ijóst, að án öfiugrar og virkrar verka-
lýðshreyfingar verður engin raunveru-
leg verkalýðsstjórn mynduð.
Framboð
R-listans
R-listinn, listi Fylkingarinnar,
hvetur til uppbyggingar verkalýðs-
hreyfingarinnar sem virks stjórnar-
andstöðuafls og krefst þess af stóru
verkalýðsflokkunum að þeir efli þessa
stjórnarandstöðu inni á Alþingi. .
R-listinn gefur engin kosningaloforð
önnur en þau að beita því afli, sem við
höfum yfir að ráða til að efla baráttu
verkafólks. Það er einungis slik sjálf-
stæð barátta, sem getur bætt kjör
verkafólks og aukið þjóðfélagsleg völd
þess í dag. Þau atkvæði, sem R-listinn
fær verða stuðningsyfirlýsingar við
þessa stefnu og viðvörun til þeirra for-
ystumanna innan verkalýðshreyfing-
arinnar, sem helst af öllu vildu fara í
rikisstjóm með öðrum kaupráns-
flokknum og stjórna þjóðfélaginu fyrir
atvinnurekendur.
Ásgeir Daníelsson
kennarí.
Lög fyrír hvern?
Qft hefur verið á það bent að lög séu
sett af ráðandi stétt hvers rikis og til
verndar hagsmunum hennar. Þessu
hefur lika verið mótmælt og þá sagt að
í lýðræðisríkinu íslandi hafi allir sama
rétt og sé hann verndaður með lögum
T.d. ríki hér skoðanafrelsi og málfrelsi
. og lögum samkvæmt megí ekki mis
muna mönnum eftir litarhætti, kyn
þætti, kynferði eða stjórnmálaskoðun
um. En hvernig fer ef þessi lög eru
brotin? Eru þá einhver lög sem gefa
þér kost á að ná rétti þínum? Æ..
þarna stendur hnífurinn í kúnrii. Við
eigum ósköp falleg lög um lýðréttindi,
en ekki um framkvæmd þeirra.
Útvarpsráð
brýtur lög
Þann 25.5. sl. var boðaður fundur
með starfsmönnum sjónvarpsins og
fulltrúum þeirra flokka sem bjóða
fram við næstu alþingiskosningar. Þar
kom i Ijós að lengi var búin að vera
starfaridi samstarfsnefnd starfsmanna
sjónvarþsins og þingflokkanna tll að
undirbúa kösningadágskrá Sjónvarps-
ins. Á ftindi þessurti var einnig kynnt
kosningadagskrá hljóðvafps og sjön-
varps. í henni var þeim flokkum sélVt;
búðu fram í I—2' kjbrdæmúm, — y6
listum’an,lVlu-t'kániffl<aðáF,5“7 lf2r
mín. hverjum i flokkakynningu i sjón-
varpinu og svo ekkert meir. Hins veg-
ar fengu þingfiokkarnir 30 min. hver í
flokkakynningu og marga klukkutíma
i alls konar umræður. Þessari ákvörð-
un útvarpsráðs var mótmælt harðlega
og varð það til þess að útvarpsráð
lengdi tíma nýju framboðanna í 10—
15 mín. öllum lögfróðum mönnum
sem ég hef leitað til ber saman um að
þessi ákvörðun útvarpsráðs sé brot á 2.
og 3. mgr. 3. gr. útvarpslaga, en þar
segir svo: „.. .Útvarpsefni skal miða
við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, svoog
við óskir og þarfir minnihluta sem
meirihluta. Veita skal alla þá þjónustu
sem unnt er með tækni útvarpsins, og
almenningi má að gagni koma.
Ríkisútvarpið skal i öllu starfi halda
i heiðri lýðræðislegar grundvallarregl-
ur. Það skal virða tjáningarfrelsi og
gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öll-
um flokkum og stefnum í opinberum
málum, stofnunum, félögum og ein-
staklingum”
Þáttur
Ólafs Ragnars
Grímssonar
Fyrir kosningarnar 1974 viðhafði
útvarpsráð svipuð vinnubrögð og nú.
Skulu hér birtar tilvitnanir úr fundar-
gerð útvarpsráðs, er sýna hvernig mál-
in þróuðust þar: ,-,2098. fundur út-
varpsráðs, mánudaginn 27. maí 1974
... Skýrt var frá viðræðum fram-
kvæmdastjóra og dagskrárstjóra
hljóðvarps og sjónvarps, við fulltrúa
stjórnmálafiokkanna um kosningaút-
varp fyrir alþingiskosningar. Var
niðurstaða þeirra sú, að nokkur sam-
staða virtist um eftirfarandi:
11 Flokkakytmm..^rði nieð syirttAqi
’ um hætti og sTðaSl,’ éfe 'úm’ÍÖ mín. I'
sjónvarpi fyrir hvern flokk, sem býður
fram í einueða fleiri kjördæmum.”
„20^9. fundur útvarpsráðs fimmtu-
daginn30. maí 1974.
a. Stjórnmálaumræður vegna al-
þingiskosninganna.
b. Samþykkt flokkakynning I sjón-
varpi. Flokkar sem bjóða fram í öllum
kjördæmum fá 30 mín. til umráða.
Ólafur Ragnar Grímsson lagði til að
þeir flokkar sem bjóða fram i færri
kjördæmum skuli fá 10 mín.til um-
ráða, var það fellt með 3:4 atkvæðum.
Samþykkt var að veita þessum flokk-
um 15 mín. með 5 atkvæðum sam-
hljóða.”
„2100. fundur útvarpsráðs, fimmtu-
daginn 6. júni 1974.
Þá kynnti formaður tvö bréf frá
Fylkingunni baráttusamtökum sósíal-
ista og frá frambjóðendum Lýðræðis-
flokksins í Reykjavík þar sem mót-
mælt er þeirri ákvörðun að mismuna
fiokkum þátttöku í stjórnmálaum-
ræðum. Leo Löve lýsti samúð sinni
með smærri fiokkum og taldi þá órétti
beitta í þessum efnum. Þó væri erfitt
að breyta þessu, þarsem stutt væri til
stefnu. Útvarpsráö sá ekki ástæðu til
að endurskoða fyrri ákvarðanir.” 1 vél-
ritaðri fundargerð er strikað yfir eftir-
farandi I ummælum Leós: „þá órétti
beitta í þessum efnum. Þó væri”. Þetta
er mikilvæg breyting á merkingu orða
Leós. Ekki veit ég hvérnig þessi út-
strikun er til komin, en með henni 1
var fundargerðin lögð fram sem mál-
skjal í máli sem Kohimúnistasamtökirt
(KSML) höfðuðú gegn útvarpsráði í :
júni 1974. Auðvitað gat útvárpSráð
illa variðsitttnál'fýrirdómí,1 fneð þéim
bókuðu umriiælum að vissuíégá væíL'
hér -verið áð fréritjá’'óVéttléétiÚén'þöö '1
nenriti bara'eitgiFirt'að géríá^rteiít'4'ÞVí!'111
Það vekúr’líká ktHýgli' á&’hinn sami
Ólafur Ragnar Grímsson og beitti sér
fyrir skerðingu á málfrelsi 1974 var
mættur sem fulltrúi Alþýðubandalags-
ins á áðurnefndum fundi í sjónvarpi
og beitti sér þar manna harðast gegn
því að tími nýju framboðslistanna yrði
lengdur um eina minútu, hvað þá
meira. Ólafur Ragnar beitir sér líka
gegn því innan Alþýðubandalagsins
að á nokkurn hátt verði komið til móts
við kröfur róttækara fólks. Alþýðu-
bandalagið biðlar enda stöðugt til
hægri, en við baráttufúst fólk er sagt:
kjósið okkur helvítin ykkar og hættið
að gagnrýna Alþýðubandalagið, ann-
ars eruð þið svikarar við verkalýðs-
völdin og nýja þingmanninn okkar.
En nýi þingmaðurinn á einmitt að
verða Ólafur Ragnar.
Réttlætis leitað
Þegar útvarpsráð takmarkaði ræðu-
tíma smærri framboða við 15 mín.
fyrir alþingiskosningarnar ’74 reyndu
KSML að leita réttar síns hjá dómstól-
um. Lögfræðingur samtakanna fietti i
lagaskruddum og komst að þeirri
niðurstöðu að aðeins væri um tvær
leiðir að ræða sem væru nógu fijót-
virkar til að dómur gæti fallið áður en
kosningar færu fram. Var valin sú leið
að krefjast lögbanns á þá þætti þar
sem KSML fengu ekki að koma fram
til jafns við önnur samtök. í dómi
borgarfógeta segir svo: „ .. .1 lög-
bannsmáli þessu verður ekki lagður á
það neinn dómur hvort rétt var að
neita Kommúnistasamtökunum marx-
istunum-lenínistunum um kynningar-
tima til jafns við sum önnur stjórn-
málasamtök, sém bjóða fram við al: '
þingiskosningarnar. Eri þó segja mætti
að samtök þessi séu að'einhverju van:
haldin af útyárpsráði í þessu éfni,
leiðir engan vegin.ri af þvi að 'þau éigi
rétt til að kynriiri^a.r annarra stjófn-
málasamtaka skúíi falla niður. Þegar
af þessarf ásfæðu þýkír ekki rétt að
taká iögbánnsbeiðni þessa til greina.”
Sem sagt hvort sem lög hafa veriö
brotin eða ekki, þá er þessi leið ekki
fær til að ná rétti sírium. Nú i ár
reyndi Kommúnistaflokkurinn aðra
leið til að ná lagalegum rétti sínum.
Þess var freistað að krefjast inn-
setningar, þ.e. að fá sig dæmdan inn i
dagskrá sjónvarpsins.
En.... því miður, það er ekki
hægt að dæma lögbrjóta til að fara að
lögum! Þessi leið var því heldur ekki
fær og fallið var frá að reyna hana
Hvað er þá til ráða þegar útvarpsráð
brýtur lög? Hvernig er hægt að koma
Kjallarinn
Soffía Sigurðardóttir
lögum yfir slíka lögbrjóta? Eitt er vlst
að ekki er til nein nógu skjótvirk leið
til þess að ná rétti sínum á þeim tima
sem líður frá þvi útvarpsráð tekur
ákvörðun sína um tilhögun kosninga-
dagskrár og tit þess tima er kosningar
fara fram. Þéss rtiá íilta get^ að jafnvel
þótt einriver cíórríur Héfði fáúið riú,
hefði honum liklega verið áfrýjað og
máiíð síðan tekið fýrir aftur i haúst
þegar dömstólarnir koma úr sumarfrii.
En Kommúnistaflokkuririri ætlar ekki
að láta við svo búið sitja og lögspek-
ingar leitá nú ráða til að kæra útvárps-
ráð. Slik málaferli múnu efiaust taítá
nokkur ár og fara alla leið fyrir Hæsta-
rétt. Óvist er einu sinni hvort þeim
verður lokið fyrir næstu kosningar.
Þessi málaferli munu verða söguleg.
Annaðhvort verður útvarpsráð i
fyrsta skipti dæmt fyrir lögbrot, eða
dómkerfið mun afhjúpast og lögin um
lýðréttindin sömuleiðis.
Oft hefur verið á það bent að lög séu
sett af ráðandi stétt hvers rikis og til
verndar hagsmunum hennar.
Soffia Sigurðardóttir
starfsmaður.