Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978.
----~^
14
r
Er kosningarétturinn svikinn?
Nú er kosningar nálgast kemur upp
1 hugum manna spurningin um rétt
kjósandans i almennum kosningum.
Það er spurningin um hvaða rétt menn
hafi í raun og veru til pess að velja og
hafna þeim mönnum sem eru i fram-
boði.
Sumir segja að kosningarétturinn sé
nánast helgur réttur einstaklingsins í
hinu svokallaða lýðfrjálsa þjóðfélagi,
rétturinn til þess að velja einn og jafn-
framt hafna öðrum þeim, sem í fram-
boðieru hvertsinn.
En hver er hinn eiginlegi „réttur” þá
í raun og veru? Er hann jafngóður og
af er Iátið, eða er hann svikinn og nán-
ast nafnið tómt?
Þessar spurningar virðast vera
óvenju áleitnar nú, ekki síst þar sem
fregnir hafa borist af óvenju miklurn
útstrikunum í siðustu kosningum, og
jafnframt ef höfð eru i huga undan-
gengin fjármálaafglöp, en þar ber
einna hæst mistökin við Kröflu-virkj-
un, sem raunar var í beinu framhaldi
af Laxár-mistökunum.
Eftir því sem ég hefi komist næst,
þá munu verkfræðingar þegar í upp-
hafi hafaáætlað að skemmsti hugsan-
legi tími til þess að fullgera Kröflu-
virkjun, væri um tvö ár til þess að bora
eftir gufu, og síðan um tvö ár í viðbót
til þess að reisa hús og vélar. Nú er það
hinsvegar Ijóst að báðir þessir verk-
þættir voru unnir hlið við hlið, sam-
tímis, og stöðvarhúsi valinn staður og
það reist áður en vitað var hvort gufa
væri fáanleg á þeim stað, eða ekki. Að
mínu áliti er þetta hin eiginlegu mistök
við Kröfluvirkjun, og þessi ákvörðun
hlýtur að hafa verið tekin af Kröflu-
nefnd, með vitund og samþykki orku-
ráðherra.
Það er Ijóst af viðtölum við fólk, og
af lestri blaða, að fjölmargir eru
þeirrar skoðunar, að tími sé til þess
kominn að opinberir embættismenn
séu látnir bera ábyrgð gerða sinna, ef
þeir hlunnfara þjóðina um stórfé með
mistökum í starfi. Verði þessir emb-
ættismenn, í það minnsta, að sæta
ábyrgð gerða sinna með þeim hætti að
þeir segi af sér, eða, að þeim sé vísað
brott úr starfi af yfirboðurum sínum.
Nú ber svo við, að sumir Kröflu-
nefndarmanna voru jafnframt þing-
menn, og eru þeir, ásamt orkuráð-
herra, í framboði á ný í næstu kosning-
um. Sumir þeirra tróna þar í efsta sæti
Kjallarinn
Tryggvi Helgason
á sínum lista, og það jafnvel án þessað
kjósendur hafi fengið tækifæri til þess
að velja þá, eða hafna þeim í prófkosn-
ingum.
Útstrikanir
En þá komum við aftur að upphaf-
legu spurningunni, um hinn helga rétt
kjósandans til þess að velja og hafna í
sjálfum alþingiskosningunum. Sam-
kvæmt kosningalögunum þá er mönn-
um heimilt að strika út hvaða nafn eða
nöfn sem þeir vilja, af þeim lista sem
viðkomandi ætlar að kjósa, og mega
að auki tölusetja röð hinna eftir eigin
geðþótta. Ef til vill finnst einhverjum,
að þetta sé nægileg sönnun þess, að
kosningarétturinn sé alfullkominn hér
á landi. En svo er þó ekki.
Lögin kveða svo á um talningu at-
kvæða, að fyrsta manni séu gefnir 2/3
af atkvæðinu, jafnvel þótt hinn sami
fyrsti maður sé strikaður út af seðlin-
um. Þetta þýðir í raun að 2/3 hlutar at-
kvæðis hvers kjósanda eru frá honum
teknir og fengnir uppstillingarnefnd-
um flokkanna til ráðstöfunar. Þetta
þýðir einnig, að núna þarf þrisvar
sinnum fleiri útstrikanir til þess að
gera þá breytingu sem kjósandinn ósk-
ar eftir. Miðað við mitt kjördæmi,
Norðurland eystra, (6 þingmenn) þá
þarf nú 23,1% útstrikanir að lág-
marki til þess að koma manni efst á
lista niður í annað sæti og 46,2% út-
strikun að lágmarki til þess að koma
efsta nafninu niður i þriðja sæti. Með
óskertum kosningarétti þá eru tilsvar-
andi tölur7,7%og 15,4%.
Ef við gæturri hugsað okkur að efsti
maður á lista í sex manna kjördæmi
væri strikaður út 100% (þetta er að
vísu einungis tölfræðilegur möguleiki)
þá færi sá maður í lengsta lagi niður i
5. sæti. Og þar sem það er hugsanlegt
að listinn kæmi inn 5 mönnum, þá er
það tölfræðilegur möguleiki, sam-
kvæmt núgildandi kosningalögum, að
maður í efsta sæti á lista gæti orðið
„kosinn” á þing, þótt hann fengi ekki
eitteinastaatkvæði.
Þessi kosningalög eru fráleit, og tel
ég þau vera brot á kosningaréttinum
og lýðræðishugsjóninni.
Finnst mér að næsta Alþingi ætti að
breyta þessum lögum á þann veg, að
kjósendur fái aftur óskertan kosninga-
rétt, ef við eigum að geta talið okkur
búa við vestrænt lýðræði og frelsi.
Þá vil ég að lokum beina þeirri ósk
til kjörstjórna, að kjósendum verði
gerð glögg grein fyrir rétti sinum til að
strika út og breyta röð á atkvæðaseðli í
komandi alþingiskosningum.
Tryggvi Helgason
flugmaður.
Fylgishrun Magnúsar H. Magnús-
sonar í bæjarstjórnarkosningunum í
Eyjum er ekki hægt að skýra öðruvisi
en persónulegt vantraust á hann.
Hefur gert allar vonir hans um að
komast á þing að engu. Alþýðuflokk-
urinn hefur allstaðar í Suðurlandskjör-
dænti tapað fylgi, og áhugi sunnlend-
inga á lýðskrumi pabbadrengjanna í
Alþýðuflokknum er engn - Sá hat-
ramnii áróður alþýðullokKsmanna á
bændastéttina fellur ekki saman við
skoðanir sunnlendinga á málefnum
landbúnaðarins. Menn skulu hafa það
hugfast að flestir þéttbýliskjarnar á
Suðurlandi byggðust upp í kringunt
landbúnaðinn. Selfoss, H.ella, Hvols-
völlur og Vík svo eitthvað sé nefnt eru
þjónustustaðir fyrir sveitirnar.
Þóað frambjáðendur Alþýðuflokks-
ins i þeim kjördæmum þar sem land-
búnaður er mikill, reyni sjálfsagt að
beita lævíslegunt áróðri í kosningabar-
áttu sinni til að höfða til bænda og
þeirra sem vinna við landbúnaðar-
störf, sjá menn vonandi í gegnum
þesskonar blekkingar.
Það vitum við
Það vitum við, sem störfum og bú-
um hér á Suðurlandi að ef landbúnað-
arins nyti ekki við, þá væri harla lítið
að starfa hér og sjálfgefið þá með bú-
setu. Nauðsyn er að landbúnaður sé
stundaður i sveitum landsins, eins og
gert hefur verið i þau ellefu hundruð
ár sem þjóðin hefur búið í þessu landi.
Nú veit ég að bændur eru það vel
gerðir að þeir láta ekki deigan siga.
heldur halda þeir áfram að berjast
fyrir réttlætismálum sinum og víst er
að þeir eiga marga stuðningsmenn.
Vandamál landbúnaðarins eru fyrst
og fremst afleiðing af stjórnarstefnu
sem leitt hefur af sér óðaverðbólgu
sem við nú búum við. Mál er að linni.
Sunnlendingar
sameinumst
Atvinnumál Suðurlands eru nú
mjög ískyggileg um þessar mundir.
Það ætti að vera okkur kappsmál að
hlúa að því sem fyrir er. Ein af kröfum
okkar hlýtur að vera að fullvinnsla
SUÐURLAND
landbúnaðarafurða fari fram innan
héraðs.
Þetta er sameiginlegt hagsmunamál
Sláturfélagsins, bænda og allra sunn-
lendinga. Sofandaháttur þingmanna
okkar er óþolandi. Þeir ættu að leiða
þessa baráttu.
Margskonar athuganir og áætlanir
hafa verið gerðar fyrir Suðurland svo
sem Aætlun um þróun þéttbýlis-
kjarna á Árborgarsvæðinu. Þar er
bent sérstaklega á fiskirækt sem má
stórauka á svæðinu, aðstæður allar
eru mjög heppilegar. Stórauka mætti
svo fiskirækt á svæðinu að hún gæti
orðið stór tekjuliður i þjóðarbúskap
okkar.
Ylrækt er töluvert mikið stunduð á
Suðurlandi en margfalda má þessa
framleiðslu. Ylrækt matjurta, blóma
og græðlinga fyrir blómarækt er sú
framleiðslugrein. sem er hvað áhuga-
verðust með hliðsjón af aðstæðum á
svæðinu. Möguleikinn á lágum orku-
kostnaði er fyrir hendi við rekstur á yl-
ræktunarstöðvum, sem er meginkost-
urinn. Við ættum að leggja mun meiri
áherslu á að nýta þennan kost og þá
fagþekkingu sem er nú þegar fyrir
hendi hér.
Sunnlendingar, við höfum óþrjót-
andi tækifæri, við þurfum aðeins að
standa betur saman að okkar hags-
munamálum.
Samtökin vilja
Að iðnaður sitji við sama borð og
aðrir atvinnuvegir hvað varðar að-
gang að lánsfé til stofnkostnaðar og
rekstrar og njóti hliðstæðra lánakjara
ogþeir.
Búa skal iðnaðinum rekstrarskilyrði
sem skapa honum aðstöðu til að keppa
við erlenda framleiðslu.
Innlend hráefni.
Leggja skal megináherslu á að koma
upp nýiðnaði til sem fyllstrar vinnslu á
hráefnum sem til falla í landinu sjálfu.
Kjallarinn
Andrés Sigmundsson
Rannsóknir og þróun.
Samræma ber og efla starf að rann-
sóknum í þágu iðnáðar og tækniþró-
unar.
Jafnframt skulu sköpuð skilyrði til
að uppgötvanir og iðnaðarnýjungar
sem verða til í landinu eigi þess kost að
hasla sér völl á framleiðslustigi.
Engin forréttindi
útlendinga.
Binda verður enda á þá ósvinnu að
erlend stóriðjufyrirtæki fái með und-
anþágum frá opinberum gjöldum hag-
stæðari skilyrði til stofnunar og rekstr-
ar en innlendum iðnaði stendur til
boða.
Staðan nú
Hvað sem allri pólitik líður, þá
verður ekki gengið fram hjá því að sá
þingmaður Suðurlandskjördæmis, sem
hvað best hefur unnið fyrir kjördæmið
er Ingólfur Jónsson. Nú þegar hann
kveður þá er sunnlendingum mikill
vandi á höndum, því þeir þingmenn
sem hafa verið að gefa nú aftur kost á
sér til kjörs eru allir undantekningar-
laust litlir vinnuhestar fyrir kjördæm-
ið. Þeir hafa hugsað meir um hag síns
eigin flokks en kjördæmisins, saman-
ber það að þeir skuli ekki hafa sameig-
inlega knúið það fram að brú yfir Ölf-
usá við Óseyrarnes kæmist á brúarlög.
Þar hefur brú samgöngumálaráðherr-
ans haft algeran forgang. Lagning var-
anlegs slitlags austur að Vik hefur nær
ekkert gengið eftir að sunnlendingar
misstu sinn samgöngumálaráðherra.
Lögð hefur verið meiri áhersla á
Grundartanga og Kröflu. Bíllinn er
eina samgöngutækið fyrir Suðurlands-
undirlendið og nauðsyn á góðu vega-
kerfi augljós.
Þjóðvegurinn milli lands og Eyja
sem Herjólfur er, kemur ekki að þeim
notum eins og flestir vonuðu. Það er
mikið öryggi í að hafa slíka samgöngu-
bót sem Herjólfur- er, en of há fargjöld
koma i veg fyrir það að fólk „skreppi”
á milli eins og vonir stóðu til. Lagður
var niður sá tollur sem tekinn var af
hverjum bil sem fór um Keflavíkur-
veginn. Af hverju sitja Vestmannaey-
ingar ekki við sama borð?
Það er nú eitt sinn svo að „allar
leiðir liggja til Reykjavíkur”. — Vit-
laust rekstrarfyrirkomulag hefur alla
tíð verið á Herjólfi, bæði gamla og
nýja. Vestmannaeyingar eiga þá kröfu
að fá að keyra eins oft (með Herjólfi)
og Selfyssingar eða Keflvíkingar til
Reykjavíkur fyrir sama gjald.
Er það skoðun ráðamanna að hefna
skuli Vestmannaeyingum á þennan
hátt (og reyndar margan annan) fyrir
það að búa í Eyjum?
Sú var tíðin
Sú var tíðin, að jafnvægi í byggð
landsins voru vinsælustu orðin sem
sögð voru í sölum Alþingis. Eftir hinn
mikla kosningasigur sem Samtökin
unnu 1971, sem gerði þá kleift, að
mynduð var vinstri stjórn og hrundið
af stóli áratugs gamalli íhaldsstjórn
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, var blað-
inu snúið við í byggðamálum. Fólks-
flótti úr dreifbýlinu var stöðvaður og
kröftug uppbygging hafin. En hvernig
er umhorfs nú?
Samstjórn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks hefur afrekað að koma
byggðamálum í sama horf og þegar
Viðreisnarstjórnin var við völd. Fram-
sóknarflokkurinn hefur verið leiðitam-
ur í samstjórn með Sjálfstæðisflokkn-
um, og engu er likara en að hann sé
farinn að trúa málflutningi gömlu
andstæðinga sinna þ.e.a.s. Sjálfstæðis-
flokknum. Og stórfurðulegt má það
teljast að Framsóknarflokkurinn sem
var málsvari bænda og launþega skuli
nú vera nær sammála sínum gamla
andstæðing. En þetta er talandi dæmi
um það hve Framsóknarflokkurinn
hefur kúvenst. Þeir uppskera væntan-
lega eins og þeir hafa sáð.
Stjórnarmyndun
eftir kosningar
Ef stjórnarflokkarnir tapa ekki
verulegu fylgi nú og þar með þingsæt-
um þá mun það vera ætlun Geirs og
Ólafs að halda áfram stjórnarsam-
starfi, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um
að flokkar þeirra gangi óbundnir til
kosninga.
Nú hefur það margsinnis komið
fram að æðsti draumur Alþýðuflokks-
ins er að mynduð verði eftir kosningar
ný nýsköpunarstjórn. Alþýðubanda-
lagið fýsir í slíka stjórn. En fyrst þurfa
þeir að ryðja úr vegi óþægilegum far-
artálma þar sem Samtökin eru. Miklar
þollaleggingar hafa verið hjá Alþýðu-
bandalaginu um myndun nýrrar ný-
sköpunarstjórnar t.d., í Rétti. Einar
Olgeirsson gaf yfirlýsingu í Alþýðu-
blaðinu sem styður þetta.
En ef Samtökin koma sterk út úr
þessum kosningum þá munu forkólfar
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
ekki þora að ganga í eina sæng með
íhaldinu.
Andrés Sigmundsson
bakarameistarí,
Selfossi.
Auglýsing
X
SJÁLFSTÆÐI GEGN SÓSÍALISMA X'