Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. (Jtvarp Sjónvarp Höfundur leikritsins í kvöld Útvarpíkvöld kl. 20.10: Á heimleið Gyðingakonunni gekk illa að sætta sig við lífið eftir pyntingarnar Vandamál Gyðinga sem verið hafa fangar nasista i stríðinu og gela aldrei almennilega lagað sig að þjóðfélaginu eftir það er sigilt yrkisefni höfunda. Við höfum öll lesið fjöldann allan af sögum um þessi efni. séð kvikmyndir og leikrit. í kvöld bætist eitt leikritið af þessu tagi i hópinn. Þetta er leikurinn Á heimleið eftir Zeniu Larsson sem flutt verður í útvarpi i kvöld. Greint er frá Gyðingakonunni Hönnu Mallar sem verið hefur i fangabúðum nasista en sleppur þaðan ásamt Fríðu, dóttur sinni. og sezt að í Sviþjóð. Maður Hönnu og tvö börn eru hins vegar tekin af lifi. Friðu tekst að gleyma fortiðinni og byrjar nýtt lif en jafnvel gengur ekki hjá Hönnu. Eftir 30 ára líf i Svíþjóð hefur hún ekki fest rætur þar. Þýðandi Á heimleið er Dagný Kristjánsdóttir. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson. 1 hlutverki Hönnu er Guðrún Þ. Stephensen en Friðu leikur Margrét Guðmundsdóttir. í öðrum hlut verkum eru Þóra Friðriksdóttir. Hákon Waage, Valur Gislason. Anna Vigdis Gísladóttir, Ásdis Bragadóttir og Jón Gunnarsson. Flutningur leikritsins hefst i út- varpinu klukkan tíu minútur yfir átta og tekur rétt tæpan klukkutíma. DS Slappsjálf naumlega úr þýzkum fangabúðum Baldvin Halldórsson er kikstjóri. Guórún Þ. Stepenscn leikur Hönnu. Margru <>uómundsdóttir leikur Frírtu. Höfundur leikritsins i kvöld, Zenia Larsson. á það sameiginlegt með aðal- persónunni að hún slapp naumlega úr fangabúðum nasista og settist að i Sviþjóð. Leikritið byggist þvi liklega að verulegu leyti á hennareigin reynsiu. Zenia Larsson er fædd árið 1922 og ólst upp i hverfi Gyðinga i Lodz i Póllandi. Þegar hún settist að i Sviþjóð eftir striðið var það með þeirri hugsjón að gerast myndhöggvari. En um og eftir 1960 sneri húnséraðritstörfum. Fyrsta bók Zeniu var Skuggarnir við trébrúna en hún hefur sent frá sér átta aðrar bækur. Meðal þeirra er frásagna- safnið Vágen hem eða Á heimleið og er leikrit kvöldsins byggt á þeirri sögu. DS g Útvarp Fimmtudagur 22. júní 12.25 Vedurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á fri\aktinni: Ása Jóhannesdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan: MAngelina” eftir Vicki Baum. Málmfriður Siguröardóttir les(8|. 15.30 Middegistónleikar: Dvorák strengja- kvartettinn leikur Strengjakvartett i E-dúr op. 27 eftir Antonin Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöur- fregnir). '16.20 Tónleikar. 17.20 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög harna. 18.00 Viðsjá: Endurtekinn þáttur frá inorgni sama dags. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki.Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Gisli Jónsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: MÁ heimleió” eftir Zeniu Larsson. Þýöandi: Dagný Kristjánsdóttir. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikcndur: Hanna Maller-Ciuörún Þ. Stephcnscn. Friða- Margrét Guömundsdóttir. Karin Lund-Þóra Friðriksdóttir. Ruben Hákon Waage. Deildar- stjórinn-Valur Gislason. Aörir leikendur: Anna Vigdis Gisladóttir. ÁsdLs Bragadóttir og Jón Gunnarsson. 21.05 F.inleikur í útvarpssal: Hrefna F.ggerts- dóttir leikur á píanó verk eftir Bach og Hilding Rosenberg. 21.25 Staldrað við á Suðurnesjum: í Garðinum, — þriðji þáttur. Jónas Jónasson leitar eftir sögu kirkjunnar á Útskálum og spjallar viö prestshjónin þar. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldtónleikar. A. St. Martin in-the- Fields hljómsveitin leikur ..Smámuni” eftir Mozart: Neville Marriner stjórnar. b. Hallé hljómsveitin leikur Norska dansa op. 35 eftir Grieg: Sir John Barbirolli stjórnar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 23. júní 7.00 Vcöurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleik- fimil. 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veöurfr. Forustugr. dagbl. (útdrl. 8.35 Afýmsu tagi: Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Þórunn Magnea Magnúsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Þegar pabbi var litill" eftir Alexander Raskin (III. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Ég man það enn: Skeggi Ásbjamarson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikar Julian Bream leikur Gitarsönötu i A-dúr eftir Paganini/Gervasc de Peyer og Erik Parkin leika Fantasiusónötu fyrir klarinettu og pánó eftir Ircland / David Rubinstein leikur Pianósönötu i F-dúr op. 12 eftir Sibelius. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónlcikar. 15.00 Miðdegissagan: „Angelina” eftir Vicki Baum. Málmfriður Sigurðardóttir les þýöingu sina (9|. 15.30 MiðdegLstónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- frcgnir). Popp. 17.20 Hvað er að tama? Guörún Guðlaugsdótt- ir stjórnar þætti fyrir böm um náttúruna og umhverfið: IV: Blómin. 17.40 Bamalög. 17.50 Verðmerkingan Endurtekinn þáttur frá siöasta þriöjudagsmorgni. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hin vonlausa aðstaða. Dr. Gunnlaugur Þóröarson flytur erindi um jafnréttismál. 20.00 Tónlist eftir Chopin. 20.30 Andvaka. Þriðji þáttur um nýjan skáld- skap og útgáfuhætti. Umsjónarmaöur: Ólafur Jónsson. 21.10 Atriði úr óperunni „Hans og Grétu” eftir Fngelbert Humperdinck. Anneliese Rothen berger. Irmgard Seefired. Grace Hoffmann. Elisabeath Höngen. Liselotte Maiklog Walter Berry syngja ásamt drengjakórnum i Vin. Fil- harmóniusveit Vínarborgar leikur. Stjórnandi: André Cluytcns. 22.05 Kvöldsagan: „Dauði maðurinn” eftir Hans Scherfig. Óttar Einarsson lýkur lcstri sögunnar i þýöingu sinni (6). 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Kvöldvaktin. Umsjónarmaðun Sigmar B. Hauksson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sjónvarp Föstudagur 23. júní 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kvikmyndaþátturinn. í þættinum veröa m.a. sýndar svipmyndir frá töku kvikmyndar- innar ..The Deep". Fjallaö verður um eltingar leik í biómyndum og byrjendum í töku 8 mm kvikmynda veittareinfaldar ráðleggingar. Lýst veröur upphafi kvikmyndasýninga á Islandi og stofnun fyrsta kvikmyndahússins, Reykja- víkur Biografteater. og sýnd kvikmynd af för islenskra alþingismanna til Kaupmannahafnar árið 1906. en hún var sýnd. þegar bióið var opnað. Umsjónamienn Erlendur Sveinsson og Siguröur Sverrir Pálsson. 21.30 Land án friðar (L). Þessa kvikmynd tóku breskir sjónvarpsmenn skömmu eftir innrás ísraelsmanna í Suður-Libanon nýlega. Rakin eru áhrif aögerðanna og rætt við flóttafólk. sem orðið hefur að flýja heimili sin. Einnig er rætt við Yasser Arafat. foringja frelsishreyf- ingar Palestinuaraba. og Ezer Weizmann. her- málaráðherra ísraels. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.55 Ljósmyndun. (Fotografia). Ungversk kvik- mynd. Aðalhlutverk Istvan Iglódi og Mark Zala. Tveir Ijósmyndarar ferðast um landið og taka myndir af fólki. Flestir sitja fyrir hjá þeim af mestu ánægju i von um. að myndirnar verði fallegri en fyrirmyndirnar. Þýðandi Jón Gunnarsson. 23.10 Dagskrárlok. VILTU SELJA? VILTU KAUPA? Komdu í Chrysler-salinn. Þar er bílaúrval á boðstólnum. Ef þú vilt ekki notaðan bíl, þá eigum við einnig nýja bíla frá CHRYSL- •'ER- Við getum einnig selt notaða bílinn fyrir þig í okkar bjarta og glæsilega sýn- 2> ingarsal. Ekkert innigjald. nLJDVCI CD Þvottoaðstaðo fyrir wrlD T OLCn viðskiptavini. HIH\s|||( \Vlymoulfi SIMCAI Suðurlandsbraut 10. Símar 83330 - 83454 Setjast niður, slappa af og spjalla. Skálafell er staðurinn. Framreiðum Qölbreytta kalda rétti. Auk þess glæsilegur „Síldarkabarett” í hádeginu. Sannkallað lostæti á lágu verði. Þægilegt umhverfi, yndislegt útsýni. Skála fell 9. hæð Hótel Esju

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.