Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. AUGLÝSING MALA FLOKKURINN Þúsundir kjósenda krefjast gjaldtöku af NATO—x S er þeirra flokkur Fyrsta tillaga alþingismanna Stjórnmúlaflokksins á þingi, verður krafa um endurskoðun á vamarsamningi okkar við NATO Hinn óttalegi leyndardómur Sá málaflokkur á stefnuskrá okkar stjórnmálaflokksmanna, sem hvaö mest angrar forustu gömlu flokkanna, er krafa okkar um gjaldtöku af herstöðvum Nato hér á landi og tafarlaust afnám tollverndar og annarra fríðinda þeim til handa. Samstaöa þessara annars sundurlyndu hópa manna er táknræn. Þeir hafa allir staðið að stjórn landsins undanfarin tvö kjörtímabil í lengri eða skemmri tíma og bera því allir sameiginlega ábyrgð á þeirri óstjórn og því losi, sem nú þjakar íslenska þjóð. Ósamkomulag þeirra, jag og gífuryrði eru eins og illa gerðir leikþættir, fluttir í þeim tilgangi að villa um fyrir hinum almenna kjósanda. Hafa menn tekið eftír þvi að, þessir forustumenn gömlu floklianna minnast alls ekki á afstöðuna til gjaldtöku af varnarliði Nato-ríkjanna hér á landi i fjölmiðlum eða á mannfundum? Hver skyidi ástæðan svo vera? Hún er í fáum orðum sú, að allir hafa þeir hagnast — á einn eða annan hátt — á veru varnarliðsins hér Á BAK VIÐ TJÖLDIN. Þeir eru þvi allir samsekir og hafa komið sér saman um, að ræða ekki þessi mál. Það er höfuðástæðan fyrir útilokun okkar Stjórnmálaflokksmanna úr fjölmiðlum af ótta við ört vaxandi fylgi við okkar góða og sjálfsagöa málstað. Sl. haust skrifaði formaður Stjórnmálaflokksins grein í Dag- blaðið undir fyrirsögninni „HINN ÓTTALEGI LEYNDAR- DÓMUR.” Þar var því lýst yfir, aö unnið væri af kappi að því að upplýsa þá miklu leynd, sem yfir aliri hersetu hér á landi hvíldi. Segja má, að nú sé þjóð okkar loks að gera sér grein fyrir hinum óttalega leyndardómi. Það er nú flestum Ijóst, að til íslensku þjóðarinnar rennur gífur- legt fé frá varnarstöðvum Nato hér og öll sú leynd sem yfir þeim viðskiptum hefur hvílt, stafar af því, að þeir sem ríkjum ráða hverju sinni, vilja einnig ráða í hvaða vasa fjármunirnir renna. KJOSENDUR! Refsið gömlu flokkunum fyrir valdníðslu þeirra, fyrir spillingu þeirra og fyrir úrræða- og getuleysið. Styðjið nýja menn með ný og fersk stefnumál. STUÐLIÐ AÐ STERKRI STJÓRN í LANDINU. Kjósið S- listann. Reykvíkíngar, Reyknesingar! Hnekkjið einokun gömlu vaidníðslu- flokkanna, sendið þessamennáþing. Sij>urður G. Steinþörsson, gulismiður. Steinunn Ólafsdóttir, uppeldisfrxðingur. Eirikur Rósberg, tæknifræðingur. Kópavogi. Sveinn Sigurjónsson, verkamaður, Keflavik. Vilborg Gunnarsdóttir, hósmóðir, MosfeUssveit. xS — erykkarlisti STERK STJORN )

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.