Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978.
21
Magnús Óskarsson, f réttamaður DB á HM, símar f rá Buenos Aires:
ARGENTÍNA í UPPNÁMI
— eftir stórsigur á Perú í nótt, sem tryggði Argentínu úrslitaleik við Hollendinga
á HM. „Stórkostlegt að vera viðstaddur slíka gleði,” segir Magnús Óskarsson
„Ég hef aldrei kynnzt nokkru sem
kemst i samjöfnuð við þá gleði, sem ríkir
hér i Buenos Aires og Argentinu allri
eftir stórsigur Argentínu á Perú 6—0 í
gxrkvöldi. Það er stórkostleg persónu-
leg upplifun, að hafa fengið tækifæri til
að vera viðstaddur slíkt. Fögnuðurinn er
svo innilegur og talið að nær allar niu
milljónir ibúa Buenos Aires hafi verið á
götum úti og tekið þátt í gleðinni. Eins
var í öðrum borgum landsins. 25 millj-
ónir Argentinumanna fögnuðu sem einn
maður. Allir vildu allt fyrir alla gera —
og gefa. Mér var gefin hin fegursta
tromma,” sagði Magnús Óskarsson,
lögfræðingur og formaður Þróttar, þeg-
ar hann simaði til DB i morgun. Magnús
er fréttamaður DB á lokaleikjunum í
heimsmeistarakeppninni i Argenúnu.
„Allar götur hér i Buenos Aires voru
iðandi mannhaf. Mæður með kornabörn
i vögnum tóku þátt í gleðinni sem aðrir.
Skrúðgöngur eftir öllum götum, — ekki
tiu, hundrað eða tvö hundruð. heldur
þúsund og hundruð þúsunda fólks í þeim
fjölmennustu. Það er erfitt að lýsa því
með orðum, sem fyrir augu manns bar.
Allt í uppnámi — þjóðin gjörbyltist i
eina sál. Alls staðar var dansað, sem
hægt var að koma þvi við — og lög-
reglumenn og hermenn dönsuðu ekki
siður en aðrir i villtri gleði. Og þannig
stóð það fram á morgun og stendur enn.
Það verður ekki mikið unnið í Argen-
tínu i dag,” sagði Magnús ennfremur.
„Leikurinn var mikið ævintýri —
stórsigur Argentinumanna gegn Perú,
sem færir þeim úrslitaleik við Holland á
River Plate leikvanginum í Buenos Aires
á sunnudag. Argentina lék betur en
nokkru sinni fyrr í keppninni. Nú var
Luque, miðherji, með á ný eftir meiðslin
á olnboga — og framlinan blossaði. Ég
hafði á tilfinningu strax eftir fyrsta mark
leiksins, sem Mario Kempes skoraði að
um stórsigur Argentinu yrði að ræða.
N
Argentina'78
ollendinga”
þeirra leikmanna, sem ekki getur leikið á
laugardag. ítalir sýndu allar sinar beztu
hliðai og verðskulduðu lorustu i hálí
leik.
Í siðari hálfleiknum breyttist
leikurinn hins vegar algjörlega
Hollendingum i hag. í lýsingu BBC virt-
ist langtimum saman aðeins eitt lið á
vellinum. Og Dino Zoff þurfti tvivegis
að horfa á eftir knettinum i mark sitt. Í
báðum tilfellum sá hann varla knöttinn
fyrr en hann hafnaði i netmöskvunum.
Fyrst á 50. mín. eftir þrumufleyg hins
22ja ára Brandts — og þar jafnaði hann
sitt eigið mark fyrst i leiknum. Arie
Haan skoraði svosigurmarkiðá 75. min.
Annað stórkostlegt niark og ítalir
brotnuðu. Leikurinn var oft harður og
spánski dómarinn Angel Martinez
virtist á stundum vera að missa tökin á
leikmönnum. Hann bókaði fimm
leikmenn. Haan og Rep — Benelti.
Cabrini og Tardelli.
Liðin voru þannig skipuð. Holland.
Schrijvers. (Jongbloed 20 min.l.
Poortvliet. Krol. Jansen. Haan. Rene og
Willy van der Kerkhof. Rensenbrink,
Neeskens, Rep Ivan Kraay 60l og
Brandls. Ítalia. Zoff. Cabrini.
Cuccureddu. Gentile. Scirea. Benetti
(Graziani 77l. Tardelli. Zaccarelli,
Causio (Sala (46) Bettega og Rossi.
mikinn meistara
fyrir það.
En austurrisku leikmennirnir fundu
netntöskvana i siðari hálfleik. þó ekki
fyrr en fyrirliði þýzka liðsins. Berti
Vogts. hafði sent knöttinn i eigið mark á
59. ntin. Krankl. sá mikli ntarkaskorari.
kont Austurriki i 2—1 á 65. min. Spenn-
an var i hámarki og tveimur mín. síðar
jafnaði Bernd Holzenbein fyrir Vestur-
Þýzkaland. Harka varð mikil. Fyrst var
Abrantczik hjá Vestur-Þýzkalandi bók-
aður — og siðan Austurrikismaðurinn
Prohanska. Leikntenn beggja liða brutu
illa af sér og dóntarinn. Abraham Klein
frá Ísrael. hafði i nógu að striða— stóð
sig vel — og á 88. ntin. kont lokahöggið
á Þjóðverja. Krankl úti á vinstra kanti
náði knettinum. lék á ntótherja og sendi
knöttinn i ntarkið hjá Maier af stuttu
færi. Verðskuldaður sigur Austurrikis
var i höfn — og eftir að Krankl hafði
skorað sigurmarkið hljóp hann til Hcl
mut Senkowitsch, þjálfara Austurríkis.
með héndur hátt á Iofti. Vogts og félag-
ar hans voru niðurlútir. Saga þeirra var
ölláHMaðþessusinni.
„Auðvitað var ég mjög óánægður
með úrslitin og leikinn,” sagði Helmut
Schön. sem i gær lauk 14 ára starfi sem
landsliðseinvaldur Vestur-Þýzkalands.
„Leikur liðsins var alltaf að breytast á
HM og ég hefði viljað sitja hér i dag sem
stjóri sigurliðs sem stefndi að þriðja
sæti." sagði Schön við blaðamenn um
leið og hann óskaði Austurrikismönnum
til hamingju með sigurinn. Hann vildi
ekki gagnrýna einstaka leikmenn sina en
sagðist hafa verið óánægður með varn
arleikinn ogóöryggi leikmanna.
„Austurriki hefði aldrei ált að skora
þriðja rnark sitt. Leikmenn minir vissu
hve mikill timi var eftir og að verða á
slik mislök er erfitt að skilja.”
Senkowitsch var að vonum mjög
ánægður með fyrsta sigur Austurrikis á
aðalmótherjum sinum i 47 ár. „Við lék-
um mjög vel i dag og einnig gegn ítaliu.
sönnuöum að leikurinn gegn Hollandi
var mistök — tap á svo stóran hátt. Ég
samhryggist Schön
Liðin voru þannig skipuð: Þýzkaland:
Maier. Vogts. Dietz. Russmann. Kaltz.
Bonhof. Abranczik. Rummenigge. Beer
(Hansi Muller 46 min.l. Holzenbein og
Dieter Muller (Fischer 60 min.l.
Austurríki: Koncilia. Sara. Obermeyer.
Pezzey. Hickersberger. Prohanska.
Krankl, Kreuz, Kreiger, Schachner (Ob-
erracer 70 min.) ogStrasser.
Og þó liðið skoraði þau fjögur mörk,
sem þurfti til að tryggja úrslitasæti, eftir
tæpar fimmtíu mínútur hélt argentinska
liðið áfram sínum mikla sóknarleik. Það
var sókn, sókn og aftur sókn og sex urðu
mörkin áður en yfir lauk. Mario Kempes
skoraði það fyrsta á 20. min. eftir mik-
inn einleik — og þessi siðhærði 23ja ára
leikkmaður, sem leikur á Spáni, hefur
vaxið með hverjum leik. Alberto Taran-
tini skoraði annað mark Argentinu.
Skallaði skemmtilega i mark rétt fytrir
hálfleik.
Argentínumenn héldu áfram stórsókn
sinni í síðari hálfleiknum — ákaft hvatt-
ir af áhorfendum. Þau voru mikil hrópin
og beinlinis lyftu leikmönnum. Það virt-
ust Argentinumenn alls staðar á vellin-
um i sinum bláhvitu langröndóttu
búningum.
Fljótt í síðari hálfleiknum kom-
ust Argentinumenn i 4—0 og algjör ör-
vænting hljóp í leik Perúmanna. Liðið
óþekkjanlegt frá fyrstu leikjum sinum á
HM — ekki skorað mark í öllum þremur
leikjunum í milliriðlinum.
Það var Kempes, sem skoraði þriðja
mark leiksins — og leikurinn var nýhaf-
inn eftir fagnaðarlætin, þegar Leopoldo
Luque bætti þvi fjórða við. Áfram
dundu sóknarloturnar á vörn Perú —
skot I stangir og þverslá — og Rene
Houseman skoraði fimmta markið.
Lokaorðið í leiknum hafði svo Luque —
og sigurinn mikli var i höfn.
Stemmning á vellinum var hreint
ótrúleg — og það sama hélt áfram alla
nóttina. Það var mikill viðburður að
horfa á leikinn því slíka snilldarknatt-
spyrnu sér maður ekki á hverjum degi.
Og þá var það stór stund að vera
þátttakandi í gleðinni eftir leikinn —
einn Islendinga það bezt ég veit, að
minnsta kosti kominn alla leið frá ís-
landi, þarna i mannhafinu. Atburður,
sem aldrei gleymist — og ég veit ekki
hvernig Argentinumenn geta fagnað
meir verði þeir heimsmeistarar á sunnu-
Brasilíumenn
himinlifandi
— sem síðan breyttist í mikla gremju,
þegar Argentína sigraði Perú 6-0.
„Svik við knattspyrnuna”
sagði þjálfari Brasilíu
Von Eiásiliumanna að komast i úrslit
í heimsmeistarakeppninni var mikil eftir
3—I sigurinn á Póllandi i Mendoza í
gærkvöldi. Trommusláttur hljómaði um
allan völlinn, þegar Brasilia vann aftur
nokkuð af hæfni sinni og snilli á knatt-
spyrnusviðinu i áhrífamiklum leik. Þjálf-
ari liðsins, Claudio Coutinho, stökk á
fætur, þegar fiauta dómarans hljómaði i
leikslok og faðmaði Roberto að sér. Það
var hann, sem hafði skorað tvö af mörk-
um Brasiliu í 3—1 sigrínum í síðari hálf-
leiknum einmitt þegar svo virtist sem
Brasilia værí að tapa leiknum. Pólland
hafði lengstum verið betri aðilinn i leikn-
um vegna framvarðaleiks Boniek, Deyna
og Nawalka. En það dugði ekki til.
Lánleysi pólsku framherjanna var nær
algjört i leiknum eins og fiestum fvrri
leikjum liðsins á HM. Ekkert lið hefur
verið eins óheppið i leikjum sínum — en
það er ekki nóg að leika vel ef ekki er
skorað.
Brasilíumenn fögnuðu eins og þeir
væru komnir i úrslit — Argentína varð
að vinna Perú 4—0 til að komast upp-
fyrir Brasilíu. 4—1 sigur og þá hefði allt
verið jafnt hjá þessum stórveldum knatt-
spyrnu Suður-Ameríku. Fáir trúðu á
Magnús Öskarsson — fréttamaður DÖ
á HM.
dag. En Hollendingar verða erfiðir. Þeir
léku eins og meistaraliði sæmir, þegar
þeir unnu ítala í gærdag. Það stefnir
greinilega I frábæran úrslitaleik á sunnu-
dag — leik, sem maður getur varla beðið
eftir,” sagði Magnús Óskarsson að lok-
um, þegar hann símaði til Dagblaðsins
frá Argentinu í morgun.
—hsím.
tí :
stórsigur Argentinu gegn Perú í siðasta
leik kvöldsins. En sigurvissa Brasilíu-
manna breyttist i mikla gremju, þegar
þeir horfðu á leik Argentínu og Perú í
sjónvarpi. Eftir hann sagði Cautinho.
„Þetta voru svik við knattspyrnuna.
Perú tapaði meira en leik. Landið lapaði
virðingu sinni á knattspyrnusviðinu.
Hvernig leikmenn Perú léku.var hörmu-
legt — og mikil vonbrigði fyrir mig.
Austurríkismenn börðust og sigruðu V-
Þjóðverja — og það var sigur fyrir
íþróttir.”
Það var oft mikil spenna í leik Pól-
lands og Brasiliu — og áhorfendur, sem
voru að miklum meirihluta héldu mjög
með Pólverjum. Það voru mikil von-
brigði, þegar Brasilía náði forustu á 12.
min. Nelinho skoraði með miklum
þrumufleyg beint úr aukaspyrnu. Pól-
verjar Sóttu mjög — og tókst loks að
jafna með marki Lato á 44. min. Sama
sagan var uppi á teningnum í síðari hálf-
leik. Pólverjar betri en tókst ekki að
skora. Tvivegis skoraði miðherji Brasi-
liu, Roberto, hins vegar eftir skyndi-
sóknir. Fyrst á 57. min. og siðan á 62.
mín. En engin uppskera hjá Póllandi
þrátt fyrir mun betri leik.
Lokastaðan
í riðlunum
Lokastaðan i A-riðlinum var þannig:
Holland 3 2 1 0 9-4 5
ítalia 3 1112-23
V-Þýzkaland 3 0 2 1 4-5 2
Austurriki 3 1 0 2 4-8 2
Lokastaðan i B-riðlinum:
Argentína 3 2 1 0 8-0 5
Brasilia 3 2 I 0 6-1 5
Pólland 3 1 0 2 2-5 2
Perú 3 0 0 30-10 0
Tveir leikir eru nú eftir. ítalia og
Brasilia leika um þríðja sætíð á laugar-
dag á River Plate leikvanginum í Buenos
Aires. Leikurinn hefst kl. 18.00 aö ís-
lenzkum tima. Úrslitaleikur Hollands og
Argentínu verður á sama velli á sunnu-
dag kl. 18.00 — og verður lýst beint úr
brezka útvarpinu kl. 18.30.
Markhæstu
leikmenn á HM
Markahæstu leikmennirnir á HM í
Argentínu eru eftir leikina i gærkvöldi:
5 — Rob Rensenbrink, Hollandi, og
TeofiloCubillas Perú.
4 — Hans Krankl, Austurríki og Mario
Kempes. Argentínu.
3 — Johnny Rep, Hollandi, Paolo Rossi,
Þýzkalandi, og Roberto Argentínu.
2 — Heinz Flohe, V-Þýzkalandi, Archie
Gemmill, Skotlandi, Roberto Bettega,
Italíu, Boniek. Póllandi, Dirceau,
Brasiliu, Dieter Muller, V-Þýzkalandi,
Arie Haan og Ernie Brandts, báðir Hol
landi og Lato, Póllandi.
37 leikmenn hafa skorað eitt mark
hver — og þrjú sjálfsmörk hafa verið
skoruð.
>■
WKmiiHHMBH