Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978. V Eru þetta þínir menn? Samkvæmt leikreglum lýöræðisins eiga allir að hafa sama rétt til að tjá hugsanir sinar og skoðanir á opinberum vettvangi, m.a. í fjölmiðlum þeim er áhrifamestir eru og við eigum sameiginlega t.d. sjónvarpið. Þcir aðilar er nú sitja Alþingi skipa þær nefndir og ráð er ákvaða hvernig skuli standa að kosningasjónvarpinu nú fyrir komandi alþingiskosningar, hverjir skuli fá að tala og hverjir eiga að þegja. Þessir höfðingjar gengu þannig frá málunum að þessu sinni að eingöngu þeir sem nú þegar eiga fulltrúa á Alþingi öðlast þann dýrmæta mögu- leika að láta Ijós sitt skina á þessum vettvangi. Við fáum ekki að taka þátt i hring- borðsumræðum formanna flokkanna, þrátt fyrir að við uppfyllum öll þau skilyrði sem þar að lúta, utan það eitt að bjóða fram i öllum kjördæmum. Við viljum vekja athygli á því að við bjóðum þó fram í þeim tveimur kjördæmum er innihalda meir en helming allra kjósenda á landinu. Fyrst þarf að mismuna okkur væri rétt að það væri þá í hlutfalli við ibúa- fjölda, t.d. að við fengjum almennt helmingi styttri tima, eða fengjum að svara helmingi færri spurningum.en að útiloka okkur frá þátttöku er vald- niðsla af grófasta tagi, algjör fyrir- litning á þeim mannréttindum er við státum okkur af. Það er koniin einhver Morgunblaðs/Rússalykt af þessu. Þá er rétt að vekja athygli á þvi, að þingflokkarnir stóðu að þessu allir sem einn, jafnt vinstri og hægri. þar áttu hvorki við né aðrir nýir framboðs- aðilar málsvara. Okkur stendur ekki til boða að segja einu sinni lokaorð i sjónvarpsal, þrátt fyrir að við erum jú í framboði eins og fleiri og við héldum á jafnréttisgrund- velli. Við fáum ekki að sitja fyrir svörum í sjónvarpssal til þess að almenningur geti kynnst málstaö okkar, valið hann eða hafnað. Hvarer lýðræðið? Meira að segja er samstaða þessara lítilmenna slík gegn okkar tlokki og öðrum nýjum framboðum að jafnvel Morgunblaðið' „blað allra lands- manna" óháð öllum flokkum að eigin sögn, neitaði Stjórnmálaflokknum um birtingu auglýsingar þar sem flokkur okkar var nefndur á nafn og listabók- stafurinn S. Lesandi góður. ég legg fyrir þig samviskuspurningar: Á hvaða \illi götum er málfrelsið og ritfrelsið og hverjir standa að þessu gerræði? Lru þetta þinir menn? Dagblaðið á heiður skilið fyrir að starfa frjálst og óháð. Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður. Kjallarinn SigurðurG. Steinþórsson Heimssögulegt bréf frá Alþýðubandalaginu Á dögunum barst mér merkilegt bréf. Það var fjölritað og sendandinn var kosningskrifstofa Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik. Það þykir kannski ekki tiðindum sæta, að slíkar sending- ar berist manni þegar kosningar standa fyrir dyrum, jafnt þótt úthafið skilji mann frá kjörkössunum. En hitt er harla merkilegt sem I bréfinu stendur og stilað er til allra ís- lendingaerlendis. Þar er hvergi vikið svo mikið sem einu orði að atefnumálum og fyrirætlunum Alþýðubandalagsins. Viðtakanda bréfsins er einungis tilkynnt að Alþýðubandalagið hafi unnið kosningasigur i sveita. og bæjar- stjórnarkosningunum og þess krafist að hann styðji flokkinn til frekari sigra í alþingiskosningunum. Þessi krafa er studd bæði gylltum loforðum og lang- sóttum hótunum. Viðtakanda bréfsins er umbúðalaust tilkynnt að atkvæði hans valdi slíkum og þvílíkum tima- mótum i tslandssögunni, aö ríkisvaldi borgarastéttarinnar verði velt úr sessi og alræði verkalýðsstéttarinnar stofn- sett. Ég geri mér i hugarlund að þá sem þetta bréf hafi fengið, hafi sett hljóða við þessi ógnvænlegu tiðindi. Manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við þá tilhugsun að bera ábyrgð á þvilíkri umbyltingu aleinn! öðrum þræði er þetta loforð og mun áður hafa verið lofað minna. Tak kúlupenna þinn og skrifa G — og sjá, öllu arðráni mun hætt verða, hlekkir launaþrældómsins munu falla brotnir til jarðar og sósialiskt lýðveldi stíga upp eins og tibrá á sumardegi. Á hinn bóginn er þetta hó.tun. Ef þú kýst Kommúnistaflokkinn eða önnur smá- framboð berðu einn alla ábyrgð á áframhaldandi ógæfu hins vinnandi fjölda. Þá ertu sá sem forsmáðir dýrðarriki Alþýðubandalags- sósialismans, þegar það var i dögun. Og mér þykir liklegt að viðtakendur þessa heimssögulega bréfs staldri við og skoði hug sinn itarlega áður en þeir taka svo örlagaþrungna ákvörðun. Þeir munu kalla fram I huga sér ímynd þeirrar umbyltingar sem vera mun ef þeir velja að steypa auðvaldinu af stóli. i huganum munu þeir fylgjast með sneyptum en hlýðnum auðjöfrum. þar sem þeir tiria saman persónulega muni sina af palesanders- skrifborðunum, sem nú væru i rikis- eign og troða þeim ofan í svartar skjalatöskurnar. Meðan þeir lita saknaðaraugum yfir auð og tómleg hásæti sín i síðasta skipti og ganga hin þungu skref út í almenninginn, stendur hinn nýi valdhafi við dyra- stafinn með Þjóðviljann í höndum, þar sem kosningaúrslitin eru gjörð heyrum kunn, því til sönnunar að verkalýðsstéttin sé hinn rétti valdhafi. Niðri við höfn eru eyrarkarlarnir á fundi. Þeir eru nýbúnir að kveðja Ótt- ar Möller og bjóða honum vinnu við hlið sér og hlýöa með athygli á rétt- kjörinn formann verkamannaráðsinsá höfninni, sem tekur sæti Óttars á sama kaupi og hinir. Fyrsta verkefnið er að koma aftur á kaffitímanum, sem Alþýðubandalagið og Eimskipafélags- stjórnin afnámu fyrir daga sósialism- ans. Bændur i Flóanum hafa myndað með sér fyrstasamyrkjubúiðog álverið i Straumsvik hefur verið þjóðnýtt og sett undir stjórn verkalýðsins. Niðri á skattstofu er mikiö um aó \era. tekju- skatturinn hefur verið afnuminn eins og i öðrum sósialiskum ríkjum. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins er lika á fundi og leggur á ráðin um að koma aftur á kapitalisma. með því að vinna þetta örlagaþrungna atkvæði til baka meðeinhverju móti. Auðsveipið ís- lenskt auðvald? Og manni verður hugsað til alþýðu Rússlands, sem glataði hundruð þúsunda mannslífa i blóöugum hildum sem spönnuðu marga ára- tugi, áður en henni tókst að hrinda af sér oki rússneska keisaraveldisins og stórrússneska auðvaldsins. Og stóð bláfátæk og illa vopnuð frammi fyrir gapandi byssukjöftum 14 auðvalds- rikja i 5 ár, áður en umheimurinn neyddist til að samþykkja sósialiska byltingu hennar. Þvi kaus hún ekki heldur sósíalismann? Milljónir kinverja lögðu líf sitt i sölurnar i hálfrar aldar umbrotum stríðs og byltingar til þess að verða herrar heimalands sins og brjóta ógn- arveldi erlendrar heimsvaldastefnu og innlendra mandarina á bak aftur. Því skyldu þeir ekki hafa kosið sósialisma yfirsig? Eða allir þeir alþýðusynir. sem fórnuðu lifi sinu á Spáni. i Vietnam eða i Hitlers-Þýskalandi. Hvers vegna létu þeir ógert að-Jýósa sósialismann? Það skyldi þó aldreivira að islenska auðvaldið sé svo auðsveipið og löghlýðið, að það liði stéttar- féndum sinum þá dul. að svipta sig öllum völdum og það i helgasta véi sinu — sjálfu Alþingi? Eða að heimsauðvaldið sýndi alveg sérstakt afskiptaleysi gagnvart NATO-landinu Islandi? Þessar og þvilikar spurningar munu eflaust leita á hug þeirra v m fjölrit Alþýðubandalagsins ofan í póti- kassana sína að morgni dags i júni. Viðtakendum bréfsins hlýtur lika að verða hugsað til þess. að hinar miklu sósialisku byltingar 20. aldarinnar skópu óviöjafnanlega foringja eins og Lenín og Stalín i Sovétrikjunum og Maó og Chou En-lai i Kína. Og maður byrjar að svipast um eftir íslenskum jafningjum þeirra í forystuhjörð Alþýðubandalagsins. Það er mikil Kjallarinn Kristján Guðlaugsson hersing og frið. Utgcrðarmenn. prófessorar. rithöfundar og blýants- nagarar að ógleymdum alþýðu- foringjunum Guðmundi J. og Eðvarð. Hvar i veröldinni skyldi vcrkalýðurinn eiga á aðskipa sliku forystuliöi? Hver er sósíalismi Alþýðubanda- lagsins? Þvi næst 'ilýtur þeirri voðalegu grunsemd að Ijósta niður i huga viðtakcndanna. að kennimeistarar Alþýðubandalagsins hal'i 'kriöið þeim megin hryggjar. sem allir borgaralegir andstæðingar kommúnismans hafa haldið sig — allt frá dögum Napóleons 3. fram á vora daga. Sú efasemd hlýtur að vakna. að sósíalismi Alþýðubanda- lagsins sé ekkert nema orðin tóm. eins konar tilgangslaust hismi. utan um úldinn og visnaðan kjarna. Hvað felst eiginlega i þessum sósialisma er Al- þýðubandalagsforystan ætlar aö koma á með tilstyrk atkvæðanna? Hvernig vcrður umhorfs á Íslandi. cftir að timamótasigur Alþýðubandalagsins er kominn i höfn? Skyldi yfirlýstum stuðningsmönnum heimsvaldastefn- unnar og verjendum þjóðarmoröa i Suður Afriku. Chile og Eritreu verða meinað að reka áróður fyrir hugsjón- um sinum i rikisútvarpi islenskrar al- þýðu? Ætli Vinnuveitendasambandið verði lagt niður þegar verkalýðsstéttin veltir ríkisstjórn eignastéttarinnar úr sessi? Verður Island sagt úr NATO og bandariski herinn rekinn burt. tafar- laust og án umbúða? Hætta stærstu fyrirtækin að vera skattfrjáls? Verður álverið i Straumsvik þjóðnýtt? Skyldi verkafólk kjósa stjórnir atvinnufyrir- tækjanna úr eigin röðum og á lýðræð- islegan hátt? Einhvern veginn læðist sá grunur að manni. að ekkert af þessu verði. jafnvel þótt Alþýðubandalagið fengi alla 60 þingmennina kjörna. En það verða breytingar. um það er engum blöðum að fletta. Það verða stofnuð ný embætti hjá ráðuneytunum Tryggingastotnuninri og rikisnefnd irnar fá fleiri fulltrúa Þeir sem skipa þessiembæti1 \erða mklakiir háskóla borgarar. sem gengu i Alþtðubanda- lagið á stúder.tsárum sinum ■>:: hafa ekki tima til að biða þess að ihalds- mennimir eða kratarnir sem sitja i þessunt stofnunum og nefndum í dag hrökkvi upp af eða láti af störfum fyrir elli sakir. Og það verður komið á islenskri atvinnustefnu með auknum lánum til atvinnurekenda og auknum ívilnunum rikisbankanna til gjald þrota eignamanna. I utanrikismálum verður stefnan i austur. Stóraukin viðskipti við Sovétrikin. Vináttuheim- sóknum sovéskra vísindaskipa fjölgar uns þeir fá hér fasta aðstöðu, heilsuferðum Alþýðubandalags- foringjanna á Krimskagann fjölgar lika (vonandi fá þeir líka fasta aðstöðu þar). lnnan verkalýðshreyfingarinnar verður því lýst yfir, að nú sitji sósialisk stjórn við völd og vinnudeilur séu bannaðar. Samið verður til 4 ára til að tryggja vinnufriðinn, samtímis þvi að visitalan verður tekin aftur úr sam- bandi og gengið margfellt. Þessi lýsing er ekki gripin úr lausu lofti. Hún á sér fyrirmynd í starfi og stefnu Alþýðubandalagsins meðan það hefur setið i stjórn. Og þótt hún sé harkalegur dómur yfir sósialisma Alþýðubandalagsins. er hún hundrað- falt sannari en loforð Alþýðubanda- lagsins um að eignastéttinni verði velt úr sessi þann 25. júni, með stuðningi við G-listann. Alþýðubandalags- forystan hefur sakað Sjálfstæðis- flokkinn um að tala við kjósendur eins og þeir hugsi ekki. En hvað á að segja um þetta bréf Alþýðubandalagsins? Er það bjóðandi hugsandi mönnum? Eða sækir Alþýðubandalagið stuðning til þeirra sem hugsa ekki. Sérhverjum hugsandi manni má vera það Ijóst að þingkosningarnar skapa engan sósialisma. Það er verk verkalýðsstéttarinnar sjálfrar. Og þótt henni sé mikill stuðningur að skeleggum talsmönnum á þingi. skiptir það ekki sköpum. Kommúniskir þing- menn geta stutt byltingarbaráttu verkalýðsins á margvislegan hátt, en þeireruekkibyltingin. Ekki sósíalistar Þeir sem rugla þessu tvennu saman á jafn vonlausan hátt og áróðursmeist- arar Alþýðubandalagsins. eru ekki sósíalistar. hvað svo sem þeir kalla sig. Þegar slikir menn taka sér orð eins og „sósialismi” eða „verkalýðsbylting” i munn, er það einvörðungu gert til þess að njóta góðs af þeim stuðningi og samúð. sem sósialisminn á meðal hins vinnandi fjölda. Þetta makalausa fjölrit Alþýðu bandalagsins hlýtur að vekja sérhvern þann sem sér það, til umhugsunar um þýðingu sósíaliskrar haráttu. Þ:ið hlýtur að verða til þess að opna augu allra hugsandi manna fyrir því. að Alþýðubandalagið berst i raun og verti ekki fyrir sósíalisma. heldur fyrir traustri aðstöðu skjólstæðinga sinna i rikisbákni auðvaldsins. Og það hlýtur þar af leiðandi lika að hvetja lesandann til að beina augum sinum i aðrar áttir — hangað sem kosningastarfið er aðeins hluti af al hliða baráttu verkaiyósstetiarinnar. cn ekki þungamiðjan og markmiðiö i sjálfu sér. Þeir sem lesa þetta bréf, verða aö opna augun fyrir þeirri staðreynd að Alþýðubandalagið mun aldrei koma a sósialisma, hversu öflugt sem það verður á þingi. Vilji menn styðja bar áttuna fyrir sósialisma á íslandi. verða þeir að hætta stuðningi sinum við Alþýðubandalagið og styðja Kommúnistaflokkinn. ekki aðeins i kosningum heldur fyrst og fremst i baráttunni utan þingsins. Baráttan fyrir sósialisku íslandi er fólgin í þ\i. að verkalýðsstéttin skipuleggi baráttu sina á öllum sviðum. faglega jafnt sem pólitiskt. Nái frambjóðandi Kommún- istaflokksins kjöri. verður verkefni hans fyrst og fremst að tala niáli stétt- arinnar, styðja baráttu hennar utan þingsins — en ekki að falast eftir feit um embættum i samkrulli við ihald og framsókn. Ólafur Ragnar Framboð Kommúnistaflokksins nýtur ekki jafns réttar i ríkisfjölmiðl- um i umræðunum fyrir kosningarnar. Til þess sjá fulltrúar auðsins i útvarps- ráði — og fyrst og fremst fulltrúi Al- þýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson. Sá hinn sami og keypti sig inn á framboðslista Alþýðubandalags- ins i Reykjavik. fram fyrir fólk sem ár- um saman hefur starfað fyrir flokkinn. Þarna er sósialismi Alþýðubandalags- ins kominn i hnotskurn. Framboð Kommúnistaflokksins er „smáframboð" sem Alþýðubandalag- ið varar sérstaklega við. Ekki lalla at kvæði K listans á ihaldið. Hvers vegna varar Alþýðubandalagið þá við hon- um? Vegna þess að það minnkar vonir þess um að geta komist i ráðherrastól ana. Þetta er beinn og opinn áróður gegn vinstriþróuninni meðal verka- lýðsins og sist af öllu skylt við sósial- isma. Væri Alþýðubandalagsforystan sósíalistar. myndi hún fagna þing- manni Kommúnistaflokksins — þó ekki væri nema með bandamanni i baráttunni gegn NATO og hernum. En húnóttast hann. Ég hvet alla þá sem þessar linur lesa og sem raunverulega vilja efla barátt- una fyrir sósíalisku þjóðskipulagi á Is- landi að styðja Kommúnistallokkinn i Alþingiskosningunum og i starfi hans i heild. Kommúnistaflokkurinn smiðar engin loforð fyrir kosningarnar — hann heitir á verkafólk aö l'ylgja sér til baráttu fyrir ríkisvaldi verkalýðsins á íslandi. að skapa öfluga fjöldahreyf- ingu gegn kjararánsherferð auðvalds- ins, gegn stéttasamvinnu i verkalýðs- hreyfingunni, gegn aðild Islands að NATO og veru bandariska hersins hérlendis og gegn vaxandi striðsógn- unum risaveldanna i austri og vestri. Að kjósa K listann er að kjósa bar- áttuna. Kristján Guðlaugsson Lundi, Svíþjóð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.