Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 36
36 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978. Á kosningafundi allra flokka f Reykjaneskjördæmi: ÞAR FINNAST ALLAR GUÐS GJAFIR NEMA - NÓGU MARGIR ÞINGMENN 27 frambjóðendur minntust vart á að kjördæmið ætti í öðrum erfiðleikum að stríða en þingmannafæð — en þjóðarvandamálin eru mörg Því verður með engu móti haldið fram að vandamál Reykjaneskjördæmis hafi verið leyst á sameiginlegum framboðs- fundi 'sem allir flokkar, er i kjördæminu bjóða fram á sunnudaginn, efndu til i íþróttahúsi Garðabæjar á mánudags- kvöldið. Ókunnugur sem fundinn sat hefði þvert á móti getað haldið að Reykjaneskjördæmi sé og hefði verið eitthvert Shangrila þar sem ekkert skorti — nema helzt það, að kjördæmið hefði ekki nógu marga þingmenn. Þar byggi fólk án þeirra mannréttinda að eiga sér þingmannafjölda á við aðra íbúa lands- ins. Löngum tima var eytt i að klina ábyrgðinni af slíkum mannréttinda- skorti á alla flokkana. Er upp var staðið virtust allir sekir nema nýju flokkarnir þar, V-listamenn og stjórnmálaflokks- menn — og þeir þingmenn er þarna voru. Þeir og þeirra fulltrúar sóru af þeim allar sakir og töldu þá jafnvel hafa viljað laga þetta mannréttindamál og var vitnað í þingtillögur og lagafrum- vörp. Sigurður Helgason (V-l) sem sagðist hafa verið kallaður krati þá er hann var í Sjálfstæðisflokknum sagði að það væri auðvelt að finna út á Alþingi hver vildi laga hlutina og hver ekki. „Þið hafið alíir þótzt vilja laga aila hluti, þing- mannatöluna. laun ráðherra og þetta allt. En þvi báðuð þið ekki um nafnakall þegar laun ráðherranna voru ákveðin? Þið G- og B-listamenn serii hafið nóg af atkvæðum. Styðjið mig og þá fáið þið að sjá á Alþingi hvernig á að fara að þessu öllu saman.” Það voru 27 frambjóðendur sem töl- uðu. Allir töluðu þeir eins og þeir væru þegar komnir i sæti á Alþingi — sæju yfir vandamál sins byggðarlags en fjöll- uðu um hag alþjóðar af mikilli ábyrgð. Orð eins og og fiskvinnsla á Suðurnesj- um, símamál i Mosfellssveit eða á yfir- hlaðinni Suðurnesjalínu. orð eins og vega- og hafnarmál eða vandamál vegna herseturtnar heyrðust varla á þessum fundi ogsumalls ekki. Heyra mátti að allir flokkar áttu nokkurt lið á þessum fundi sem yfir 200 manns sóttu. Sjálfstæðisfólk virtist einna flest (dæmt eftir klappi) og yfir því kvörtuðu eða öfunduðust aðrir. Þarna áttu A-listamenn einnig dágóðan stuðn- ing og e.t.v. meiri en V-listamenn. Fast- ast og ákveðnast klöppuðu þó færri G- listamenn og fréttamaður DB getur sér þess til að þeir hafi einnig verið harðastir í innköllum og æsingatilraunum, sem þó voru fáar, litlar og aumar á þessum fundi. Er forleikur? Það voru iengi vel fleiri frambjóðend- ur í glæsilegum íþróttasal Garðbæinga en áheyrendur áður en þingmálafundur hófst þar á mánudagskvöldið. Þetta breyttist fljótt og fundurinn varð dável sóttur og var yfirbragðsgóður, vel upp settur og nóg loft handa öllum. „Eg spurði strákana, sem voru svo margri i búningum hérna, hvort vera ætti forleikur,” sagði Einar Mathiesen bróðir Matta fjármálaráðherra er hann gekk i salinn. „Þeir ættu nú annars ræðumennirnir að hita sig upp í svona búningum, áður en þeir byrja,” sagði hann og hló hressilegum Mathiesen- hlátri og settist á fremsta bekk. Og þessi orð með upphitun virtust eftirá hafaátt rétt á sér. í fyrstu umferð töluðu 10 frambjóðendur fyrir flokkana sjö og þegar þar var komið var lýst þeirri sameiginlegu ákvörðun fundarstjóranna sjö að gefa 10 mínútna hlé. Það notuðu margir sér og virtust vakna af einhverj- um dásvefni. Fólk fann að fyrsta um- Séð yfir fundarsalinn i íþróttahúsinu sem margir öfunduðu Garðbæinga af. — DB- myndir Ari. ferðin var mjög dauf. Það heyrðust setn- ingar eins og þessi: „Ég vildi að þelta væri eins og fyrir austan, þar sem Bjarni og Lúðvik rífast og Vilhjálmur er á Brekku." „Eða segðu fyrir vestan, þar semalltaferfjör.” En þetta var nú bara fyrir sunnan þar sem sólin skin ekki nenta einu sinni í mánuði — en þangað sem allir hafa þó viljað þyrpast. Nú fór þó að hitna í kol- unum — kannski skilaboð frá áhorfend- um. Alla vega fóru frambjóðendur að sýna klæmar. —ASt. Nýju f lokkarnir þekktu það gamla og hinir gömlu þóttust vera nýir Eiríkur Ró'-berg (S— 1) lýsti óánægju Stjórnmálaflok.ksins með stjórn landsins. Flokkurinn væri sprottinn af slikri óánægju. Hann hefði fastmótaða stefnuskrá þar sem nýting fiskveiðilögsögu, endurskoðun varnar- samningsins við NATO og herstöðva- gjald og afnám allra tollfríðinda varnar- liðs væru þrir höfuðpunktar. Stærst af öllu væri þó stjórnarskrárbreytingin sem Stjórnmálaflokkurinn vildi gera með aðskilnaði löggjafarvalds og fram kvæmdavalds. Með þvi yrði þingið ein málstofa, forsetinn framkvæmdastjóri ríkisins, veldi ráðherra og bæri ábyrgð á þeim. Þá kvað Eirikur flokkinn stefna að einföldun skattkerfis og auknum iðnaði og aðstoð við h.inn og aðhlynningu aldraðra Sigriöur llanna Jóhannsdóttir (S—9) taldi Stjórnmálaflokkinn vera tlokk fólksins, stofnaðan fyrir íslendinp.i vegna íslendinga. Hún rædd: .ii.i nauðsyn eigin íbúða og aulunnar aðstoðar i þeim efnum við unga sem eldri. Bergljót Kristjánsdóttir (G—4) lýsti sterkum orðum brostnunt bernskuvonum um gott land. góðan for- feðraarf o. fl. sem falizt hefði í uppblásnu landi, tómum fiskimiðunt og Fjallkonunni sem taglhnýtingi herveldis sem sennilega hefði hér kjarnorkubúr. Var lífssagan átakanleg en lauk með að hún neyddist til að byggja eða kaupa eigið hús. Lifið hefði verið eilífar áhyggjur af striti, skattbyrði og vavta byrði. Sérskattlög giltu fyrir milljói .ua. Nú færi fiðringur um fólkiö. Sveitar- stjómarkosningar sýndu að það er ástæða til að eiga þann draum að erfa landið. Nú segði ábyrgðartilfinningin til sin. Vilhjálmur Skúlason (V—2) ræddi um „kerfið" og „báknið” og hvernig þessi öfl hefðu spillt stjórnar- og hugar- fari og slitið óbrjála hugsun úr samhengi við veruleikann. Hann kvað V-lista menn hvorki vera til hægri eða vinstri heldur beita skynsemisstefnu sem ekki gæfi sér niðurstöðu fyrirfram. Vilhjálm- ur kvað erfitt að gæta fengins fjár. Við lslendingar höfum fengið tvær guðsgjafir, landhelgina og lýðveldið. Skuldasöfnun og vitlaus fjárfesting ógnaði lýðveldinu og skuldasöfnunin liktist óhugnanlega tali um skattamálin fyrr á árum — þar sem í tízku komst að hver og einn sem ekki sviki undan skatti væri auli. Það var mest rætt á timum mesta jafnræðis á íslandi. Skuldasöfn unin nú og rökstuðningur væri óhugnanleea lik þeirri bábilju. Vilhjálmur ræddi líka um 200 mílurnar. möguleikana fyrir okkur og fyrir aðrar þjóðir af vöxtum hennar. Hann ræddi um átakanlegt nýtingar leysi isl. afurða og gat dæma um hvað verðmæti sem hér er hent gæti orðið mörgum að liði á öðrum hnattsvæðum. Vilhjálmur fékk gott klapp. Karl Steinar Guðnason kvað stefnuleysið í stjórnmálum áberandi. Fyrirheit væru gefin — og svikin áður en blekið væri þornað. Leikaraskapur skapaði brenglað stjórnarfar. Að slíku styddu óarðbærar framkvæmdir og óráðsía, skuldasöfnun erlendis og landshlutar væru settir í fjársvelti og Reykjanes hefði þvi goldið byggðastefnunnar en ekki notið. Þar hefði fólk t.d. 20% á við þá staði sem at- kvæðisrétturinn væri mestur. Karl Steinar kvað framtíðina skipta mestu hjá Alþýðuflokknum, SjálfstæÖisflokkúrinn væri nátttröll íslenzkra utanrikismála, því stefna hans væri stefna til efnahags- legs ósjálfstæðis. Taldi hann kjör launa- fólksi frekari hættu. Guðrún Helga Jónsdóttir (A—5) sagði að óðaverðbólgan hefði étið sig inn i hugarfarið, allt hið þjóðfélagslega gleymzt og þeir sem illa stæðu einnig s.s. þroskaheftir, öryrkjar, lamaðir og fatlaðir, gamla fólkið, einstæðir foreldr- ar. Allt hennar tal var almennt, hún fékk klapp. Steinunn Finnbogadóttir (F—I) kvað það styrk lýðræðisins að skipt væri um valdhafa. Þegnarnir ættu að dæma, þeir ættu að veita aðhald og eiginlega allt ættu kjósendur að tryggja. Síðan ræddi hún almennt um velferðarmál ungra. gamalla, einstæðra foreldra og flciri. Hún minnti á lög frá 73 um dagverndun og lögmál forgangshópa. Hvernig væri ástandið ef við hefðum barnaskóla aðeins fyrir börn einstæðra foreldra. Slikt kæmi ekki til mála. Samræmdi framhaldsskólinn er það sem koma þarf upp í hverju kjördæmi. Máltíð I skólum er undirstaða fyrir útivinnu kvenna. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir: Við sköpum okkur örlög á kjordegi. Hún kvað D-listann ekkert eiga eftir nema varnarmálin og bað fólk að finna eitthvaðbitstætt í Mbl. Þar væru upphrópanir um, að byggðasjóður ætti að malbika hi ingveginn. Allt ætii að gera fyrir stór gróðamenn en flytja atvinnuleysið til Ástralíu. A-listinn væri enginn nýr flokkur. G-listinn vildi allt sameiginlegt, allir yrðu jafnir, aðeins misjafnlega jafnir og mismunurinn ætti að vera geig- vænlegur. B- væri valið. Haukur Níelsson (F—4) bóndi að Helgafelli i Mosfellssveit taldi upp 3 helztu gjafir ríkisstjórnar, atvinnu fyrir alla, byggðastefnu og útf. fiskveiðilög- sögu — allt undir forystu B. Það kom á óvart að meðal þakkarefna ræðumanns væri að fólki tæki að fækka í kjördæminu. Svo trúr var hann byggða- stefnunni að fækkun í hans eigin kjördæmi skipti ekki máli. Lífi hleypt I fundinn Salóme Þorkelsdóttir (D—5) talaði fyrst eftir hlé. Hún hleypti lifi 1 fundinn því eftir að hún talaði almennt um vandamál þjóðarinnar kvað hún kosið um frjálshyggju. Dæmin úr sögunni sýndu að Rússagrýlan væri nær en ætlað væri. hún blasti við um allan heim. Tilraunir til að kveða niður i Salóme urðu henni aðeins til dáða, hún hækkaði röddina og færðist I aukana.Hún kvað konu í 5. sæti D-lista betur setta en nokkra aðra konu í framboði í kjör- dæminu. Atkvæði gegn Sjálfstæðisflokk væri atkvæði ávogarskál V-stjórnar.Hún fékk mest klapp til þessa. Sigurgeir Sigurðsson (D—6) var sá fyrsti sem byrjaði með æsing. „Ég ætti að vera i baráttusæti D-listans ef lýðræði ríkti um þingmannafjölda i landinu,” sagði hann. (Klappað). Sigurgeir taldi að það hefðu verið bráðabirgða- samningar við starfsmenn rikisverk- smiðjanna sem hefðu verið upphaf launahækkana. Ríkisstjóm hefði aldrei blandað sér í málin nema til að auka á launajöfnun. Aðrir vildu meiri mismun launa ogskeyttu þáengu um verðbólgu. Sigurgeir kvað kjarabaráttu þýða: hitaveitu fyrir alla íbúa, skynsamlega nýtingu landhelgi, uppbyggingu skipa- smíða, styrkjalausan landbúnað og verðtryggðan lifeyrissjóð. Vilborg Gunnarsd. (S—3) kvað lífskjörum á íslandi hafa hrakað. Ef ró á vinnumarkaðinum ætti að haldast þyrfti kaupmáttur og laun að haldast í hendur. Engin lausn væri að prenta seðla eða breyta heiti á gjaldmiðli. Hætta bæri út- flutningsbótum en kynna lambakjötið sem villibráð og lúxusvöru erlendis. Síðan vék hún að áðurnefndri stjórnar- skrárbreytingu flokksins. Karl Sigurbergsson (G—3) kvað efna- hagsstefnu hafa leitt til þreföldunar dollarans á kjörtímabilinu og gengis- fellingastefnu til að flytja auð til braskara. Vaxandi umsvif auðhringa og vandræði íslenzkra atvinnuvega færu saman. Af íslenzkri raforku hefðu íslendingar notað 48% og greitt 89% af kostnaði. Erlendir aðilar hefðu notað 52% engreitt 11%. Gísli K. Sigurkarlsson (V—3) lagði út af að draumur G-lista manna væri að gera alla jafna, sameina alla. Það væri göfugt. Draumur D-lista manna væri að skipa þjóðfélaginu i einstaklinga, sem gætu notið sín, borið sem mest úr býtum. Hvorugt þessara þjóðfélaga væri til eða yrði til. Einhvers staðar á milli væri framtíðarlandið. Hugsjónir mætti ekki brengla fyrir mönnum, menn yrðu að nota skynsemisstefnuna. Það væri stefna V-listans. Sigurpáll Einarsson (V—4) talaði mest um dýrtíðina. Verst væri að allt verðskyn væri horfið á öllum sviðum. Fyrir 7 árum var hægt að kaupa vikuskammt fvrir 5000 kr. Nú þyrfti 7 fimm þúsund króna seðla til framfæris sömu fjölskyldu. Eftir 7 ár þyrfti 7 sinnum 7: Ef sama færi fram um álit fólksins á stjórnmálamönnum yrði það 49 sinnum minna eftir sjö ár en það er í dag. Það myndi og opna leið til byltingar. Það er víst vilji til að breyta en samtryggingakerfi flokkanna vill ekki breyta af ótta við nýja flokka og vísaði Sigurpáll i kjallaragrein O.Ó. i DB. Ekkert nema óháð framboð getur breytt ástandinu. sagði Sigurpáll. Sigurpáll hafði verið feiminn og látið andstæðinga nokkuð trufla sig i flutningi. Næst kom i púltið þrumandi ungur A- lista maður Gunnlaugur Stefánsson og hjó titt. „Það þarf baráttu- gegn verðbólgu. Hún hefur aldrei hafizt. Það viðgengst svikastefna. litrík i upphafi en reynist prump." Hann tálaði hátt og i æsingi og nú kom frammíkall (Talaðu hærra). Það var sem að sletta vatni á gæs. Matthias Mathiesen fékk sinn skammt, salurinn var þrunginn. M.a. sagði sá ungi að meðan Matthías hefði verið að gera samninga við starfsmenn innan BSRB hefði hann verið að gera annan við for- stjóra Grundartangafélagsins um „milljón á mánuði". Þingmenn hefðu síðan hækkað sin laun og sagt þjóðinni aðspenna sultarólar. „Þess hefur aðeins verið óskað af þingmönnum að þeir stæðu við loforð sín. Það hafa þeir ekki gert.” sagði hinn ungi og háværi frambjóðandi. Næstur var Sigurður Konráðsson (F—3). Hann flutti auglýsingu fyrir F- listann, vildi vægi atkvæða og hvert frá- vik mætti verða til að þingmannatala breyttist. Hann talaði um nauðsyn F- lista framboðs. Kosningaúrslit í 1963 1967 1971 1974 Reykjaneskjördæmi atkv. % atkv. % atkv. % atkv. % Alþýðuflokkur 2804 22,8 3191 21,4 2620 14,7 2702 13,0 Framsóknarflokkur 2465 20,1 3529 23,7 3587 20,1 3682 17,8 Sjálfstæðisflokkur 5040 41,1 5363 36,0 6492 36,4 9751 47,1 Samtök frjálsl. og v. 1517 8,5 764 3,7 Alþýðubandalag 1969 16,0 2194 14,7 3056 17,1 3747 18,1 Óháði lýðveidisfl. 623 4,2 Framboðsflokkur 579 3,2 Lýðræðisflokkur 19 0,1 Fylkingin — baráttu- samtök sósíalista 51 0,2

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.