Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 24
24
/*
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978.
“ '
ALDREIBETRA (HUNDAILÍF
Þær eru margar bábiljurnar sem
ihaldið hefur búið til. Ein þeirra er til
dæmis sú að allir Islendingar hafi
gegnum aldirnar búið við ömurlegustu
fátækt. Sannleikurinn er þó sá að flest-
ir Íslendingar hafa búið við ömurlega
fátækt en fáir hafa búið við ríkidæmi
og vitað vart aura sinna tal. Svona
hefur þetta alltaf verið.
Sú bábilja sem hér verður gerð að
umtalsefni er þó önnur. Verjendur
auðvaldsskipulagsins á islandi hafa
nefnilega líka haldið þvi fram að kaup-
máttur launa hafi sifellt verið að auk-
ast og sé nú hærri en nokkru sinni
áður! Þetta fer að visu aðeins eftir þvi
hvenær viðkomandi flokkur var síðast
í stjórn. Það fellur i hlut ihaldsins
(Framsókn er þar innifalin) að halda
þessu fram fyrir siðustu fjögur ár.
Máli sinu til stuðnings vitna þcssir
herrar gjarnan i dísætar tölur ýmissa
„sérfræðinga" og „hagspekinga”, sem
margir hverjir eru i þjónustu athafna-
mannanna sk.
En tölum má snúa á ýmsa lund og
fá þar af leiðandi út úr þeim ýmiskon-
ar upplýsingar. Athyglisvert er að
„hagspekingarnir" vitna yfirleitt í
tölur 6— lOáraftur i timann eða aftur
til þess tima þegar atvinnuleysi og
landflótti rikti hér. Þær tölur bera að-
eins saman árið 1978 við hin árin. Við
þurfum samanburð yfir miklu lengra
timabil. til dæmis yfir timabilið frá
1930-1977.
Verkamaður á lægsta taxta Dags-
brúnar var 144 mín. árið 1930 að
vinna sér inn fyrir einu kg af kaffi,
1945 40 min„ sem er það lægsta á
þessu límabili. en i árslok 1977 180
min. sem er það langhæsta og 168
mín. eða næsthæst skv. hæsta taxta
Dagsbrúnar!
Nú kunna menn að segja að þetta
„sé ekki sanngjarnt”; kaffi sé innflutt
vara og þar af leiðandi háð verðsveifl-
um á erlendum mörkuðum og verjend-
ur auðvaldsskipulagsins á Íslandi vitna
gjarnan til þeirrar bábilju að öll verð-
bólga hérsé innflutt!
Við skulum því næst gera ýsunni
sömu skil.
1 aðalatriðum litur það dæmi eins
út. Þó með þeirri undantekningu að
hækkunin síðustu ár er hægari.
Þannig fæst meira af ýsu fyrir tima-
kaupið 1977 I árslok heldur en árin
1930—1939 en minna heldur en árin
1945-1965.
Að lokum skulum við taka mjólk og
gera henni sömu skil og kaffinu og
ýsunni.
Svipuðu máli gegnir um mjólkina,
þó ber að gæta þess að niðurgreiðslur
eru á henni, til dæmis á árabilinu
1943—1965. En i öllum dæmunum
kemur fram santa viðleitnin. Hún er í
stuttu máli þessi: Vöruverðið er hátt i
byrjun kreppunnar 1930, lækkar síð-
an. og þar af leiðandi hækkar kaup-
máttur, fram til 1945. Þá tekur við til-
tölulega stöðugt tímabil i 10—15 ár.
Eftir það fer vöruverð hraðferð upp á
viö og er aldrei hærra en siðustu ár!
SemTiýðir að kaupmáttur, miðað við
þessar tilteknu vörutegundir, er sifellt
að lækka, gagnstætt því sem loddar-
arnir segja okkur!
Hvað segir
þetta okkur?
Þessi dæmi benda til þess að verka-
maður sé sifellt að fá minna og minna
kaup eða i besta falli jafnmikið! Þetta
á að sjálfsögðu ekki bara við um
verkamenn heldur alla launþega, alla
þá sem lifa á vinnu sinni!
Oft er rætt um að bændur séu illa
settir vegna launþeganna i þéttbýlinu.
Þannig reyna loddararnir í atkvæða-
leit að etja saman bændum og laun-
þegum (einkum auðvitað SÍS-auð-
hringurinn). I þessu sambandi má
vitna í stórgóða grein Þorvarðar Júl-
iussonar í DB 16. júní sl. Þar kemur
fram að fyrir 30 árum höfðu bændur
2/3 af launum viðmiðunarstéttanna en
nú 67%. Hagur bænda hefur þar af
leiðandi batnað um tæplega eitt pró-
sent á 30 árum! Þrátt fyrir kotroskni
Framsóknar, sem er eina dótturfyrir-
tæki SÍS sem ekki er hlutafélag, eins
og ÞJ kemst svoskemmtilega að orði.
Þannig sést að það er af og frá að
bændur steli kaupmætti launþega eða
launþegar kaupmætti bænda. Þeir eru
ofurseldir sömu þróuninni, bændur og
launþegar, að kjörin versna sífellt!
Dæmin segja okkur fleira. I krepp-
unni lækkaði vöruverð og kaupmáttur
hækkaði." Böl kreppunnar var atvinnu-
leysi og minni atvinna þeirra sem
höfðu vinnu. Einnig bendir þetta til
þess að núverandi efnahagsörðugleik-
ar séu ekki bara litil sveifla heldur
kreppueinkenni! Framleiðslukerfi
þjóðfélagsins „sprakk" í kreppunni.
KOSNINGAGETRAUN
RAUÐA KROSSINS
kvikmyndastjóri
Reykjavik.
ÉG SPÁI:
Fjöldi þingmanna er veröur
Alþýöubandalag 11 /3
Alþýðufiokkur 5 ?
Framsóknarflokkur 17 /6
Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 /
Sjálfstæðisflokkur 25 2,3
Aörir flokkar og utanflokka 0 ö
Samtals 60 6o
Svona einfalt er aö vera meö. Klippiö þessa
spá út og berið saman viö aðrar sem birtast.
ALLIR MEÐ!
+ RAUÐIKROSSISLANDS
HJÁLPARSJÓDUR
Siðan lækkaði vöruverð uns það náði
lágmarki. Eftir það kom þenslutimabil
sem hlýtur að ná hámarki. Þá tekur
það sama við. Við köllum það kreppu.
Hana er ómögulegt að tímasetja en
þróunin bendir hiklaust til einkenna
hennar.
Kreppan 1966—69 var timabundin.
Hún var heimatilbúin að mestu leyti.
Afleiðing ofveiði á fiskistofnum. Nú-
verandi einkenni eru ekki bara á ís-
landi heldur um gervallan Vestur-
heim. Atvinnuleysi er í öllum löndum
Evrópu og I Bandarikjunum! Geir
Hallgrímsson og hans nótar hreykja
sér af því að hafa komið í veg fyrir at-
vinnuleysi á íslandi! Hvílik reginfirra!
Ástæða þess að atvinnuleysi er ekki á
islandi á sér allt aðrar orsakir en „vit-
Kjallarinn
EiríkurBrynjólfsson
urleg" stjórn auðherrans, Geirs Hall-
grimssonar.
Mikill hluti tekna Iaunþega á Islandi
hefur komið fyrir yfirvinnu. Hún
hefur minnkað síðustu ár, vinnan
hefur minnkað en vegna hinnar óhóf-
legu yfirvinnu hefur enn þá ekki kom-
ið til algers atvinnuleysis.
Geir Hallgrimsson og hans nótar
geta ekkert gert við þessu! Þeir sjá að-
eins eigin gróða, vinna samkvæmt eig-
in hagsmunum, sem eru i algjörri and-
stöðu við hagsmuni meginþorra is-
lensku þjóðarinnar.
Hvaðan kemur
gróði rrathaf na-
| mannanna"?
Geir Hallgrímsson sagði i sjónvarpi
nýlega að gróðinn „væri sjálfstæð
verðmætasköpun dugmikilla athafna-
manna”.
Ef það er rétt þá eru launþegar á Is-
landi óþarfir. Það mætti setja verka-
lýðinn allan á eftirlaun og greiða hon-
um laun af „sjálfstæðri verðmæta-
sköpun dugmikilla athafnamanna”.
En herra Geir! Iher á þá að byggja
húsin? Hver á að byggja vegi? Brýr?
Hver á að framleiða vörurnar? Hver á
að veiða fiskinn??
Á herra Geir Hallgrimsson að gera
þetta?
Hver framleiðir vörur á íslandi?
Hverjir byggja hús á íslandi? Ekki
herra Geir og hinir auðherrarnir!
Herra Geir og hinir auðherrarnir fá
gróða sinn af framleiðslu vörunnar
eða af hringrás hennar. En gróðann
skapar verkalýðurinn með vinnu
sinni. Það eina sem herra Geir og hinir
auðherrarnir gera er að ræna gróðan-
um, sitja með fimm fingur i rassi og
telja arðmiða i krafti • einkaeignar
sinnar á atvinnutækjunum!
Það sem borgaralegu flokkarnir eru
að rífast um fyrir kosningarnar er það
hver þeirra eigi að fá að skipuleggja
arðránið!!
Hvað á verkafólk
. að gera?
í alþingiskosningunum berjast ýms-
ir borgaralegir flokkar um hylli laun-
þega. Allir þykjast þeir ætla að „gera
hér fegurra mannlíf’. Enginn þeirra
kemur þó til með að standa við það.
Þjóðfélagið þróast eftir lögmálum sem
þeir ráða ekkert við og þeir hafa engan
áhuga á því að byggja nýtt þjóðfélag.
sem þróast eftir leiðum sem eru hags-
munir vinnandi fjöldans.
Veldi sitt hafa herra Geir og hinir
auðherrarnir af einkaeign sinni á at-
vinnutækjunum. Til að þjóðfélagið
gæti hagsmuna vinnandi alþýðu þarf
aðsvipta herranaeignum sínum.
Það verður ekki gert í þingkosning-
um. Herrarnir munualdrei láta eignir
sinar af hendi andstöðulaust. Þá
verður að svipta þeim með valdi. Það
vald á vinnandi fjöldinn.
Einn flokkur, Kommúnistaflokkur
íslands, hefur þetta sem markmið sitt.
En það er af og frá að hann geri það
einn fyrir sjálfan sig; það er jafnfráleitt
að hann geri það í gegnum þingkosn-
ingar!
Látum ekki blekkjast af þvi að þeir
bregða okkur um að vera andlýðræðis-
legir. Kommúnistaflokki íslands mun
aldrei til hugar koma að skerða lýð-
réttindi. Þaðeru þjónar herra Geirs og
hinna sem það gera. Útvarpsráð sam-
þykkti einróma að meina Kommún-
istaflokknum aðgang að útvarpi og
sjónvarpi að mestu. Efsti maður Sjálf-
stæðisflokksins vill banna verkföll!
Hverjir vilja skerða lýðréttindi?
Kommúnistaflokkurinn gerir hags-
muni fjöldans að sínum. Allar hans al-
hafnir verða að vera i þágu vinnandi
fjölda. Ef það er ekki þá hefur hann
svikið markmiðsitt.
Kommúnistaflokkurjnn býður fram
til að gefa fólki tækifæri til að gefa
t
JYVðUVD-
stuðningsyfirlýsingu þeirri stefnu sem
beinist gegn hagsmunum herra Geirs
og hinna auðherranna!
Kommúnistaflokkurinn gefur ekki
óljós kosningaloforð, hefur ekki i
frammi blekkingarog loddaraskap.
Við getum sagt við vinnandi fólk:
Kjósið ihaldið, kjósið Alþýðubanda-
lagið, ef þið haldið að það muni verða
til að bjarga hagsmunum ykkar! Þið
verðið hinsvegar fyrir vonbrigðum.
Kjósið Kommúnistafiokkinn ef þið
viljið gefa sósialismanum stuðnings-
yfirlýsingu. Kommúnistaflokkurinn
lofar ekki að koma á sósialisma gegn-
um þingið. Þaðerekki hægt.
Það er einungis hægt með baráttu
verkafólks og vinnandi fjölda i stéttar-
félögunum og á vinnustöðunum. Það
þarf að reka úr stjórnum félaganna
alla sem taka hagsmuni fiokka fram
yfir hagsmuni fjöldans.
Kommúnistaflokkurinn lofar, og
það er alltaf eina loforð hans, að vinna
fyrir þennan málstað. Ef kommúnísk-
ur þingmaður kemst að þá mun hann
styðja baráttuna utan þings, standa
gegn öllum þingmálum sem skerða
kjör og réttindi verkafólks en berjast
fyrir hagsmunum þess. Hann mun
aldrei taka þátt i stjórn auðvaldsskipu-
Jagsins á Islandi því þá munu hags-
munir auðvaldsins verða hans. eins og
sorgleg saga Alþýðubandalagsins
sýnir!
Verkamenn! Kjósið Kommúnista-
fiokkinn. Látum herra Geir og hina
auðherrana skjálfa pinulitið; þeir hafa
gott afþvi.
(Heimildir eru úr Hagtölum Hag-
stofu íslands. Rvik 1965).
Eiríkur Brynjólfsson
kennari.
2.00
/