Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 22.06.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ1978. 9 DB kynnir væntanlega keppendur í Sjóralli DB og Snarfara: MESTA TRYLLITÆKI KEPPNINNAR AÐ KOMAST Á FLOT — aukaatriði að vinna, aðalatriðið að vera með, segir einn eigenda Félagarnir þrir fri vinstri: Eirikur, Hinrik og Tryggvi. DB-mynd H.V. „Við vitum ekki um annan-'öflugri, enda settum við mun sterkari gafl i hann en hann er framleiddur með venjulegan og styrkingar í botni eru eins öflugar og í 22 feta báti," sagði Tryggvi Gunnarsson sem ætlar að keppa á 18 feta islenzkum plastbáti frá Flugfiski 230 hestafla trylli- tæki. Tveir aðrir fara með, meðeigandi Tryggva, Hinrik Morthens, og svo Eirikur Kolbeinsson. Allir eru þeir 22ja ára. Reynslu sína i siglingum hafa þeir einkum af siglingu á 14 feta báti Eiriks sem er með 40 hestafla vél. Bátinn fengu þeir afhentan i fyrradag og vinna þeir nú af kappi við að setja vélina niður og ganga að öðru leyti frá honum. Vonaðist Tryggvi til að unnt yrði að sjósetja hann fyrir mánaðamót svo tími gæfist til æfinga. Er hann var spurður hvort þeir hefðu sett þessa ofsa vélarorku i bátinn til að tryggja sér sigur sagði hann að auðvitað væri gaman að sigra en hugsun þeirra félaga væri fyrst ogfremst að vera meði þessu. Nafnið á bátnum, Trybó, varð til á sameiginlegum fundi keppenda fyrr í vikunni og er samsett úr nafni Tryggva og Hinriks sem er kallaður Bóbó. Báturinn: Sem fyrr segir er báturinn 18 feta og úr plasti, byggður hjá Flugfiski. Vélin er N/8 351 kúbiktommu Ford Windsor bensínvél. Uppgefin orka frá verksmiðju er 200 hestöfl en þeir hafa bætl á vél ina 4 hólfa 650 rúmsentimetra Holley blöndungi og Lumenition clektróniskri kveikju og 60 þús volta háspennukefli. Reiknast þeim til að vélin skili nú um 230 hestöflum sem komi bátnuni upp undir 60 milur á sléttum sjó. Drif er 270 Volvo Penta og drifhlutfall 1,91:1 og skrúfan er High Speed 16—25 LH. Báturinn er Miami, blár að neðan og hvíturaðofan. G.S. Sams konar bátur og þremenningarnir ætla að keppa á. Framleiðandinn, Runólfur Guðjónsson, stendur við hann. VANTAR GÚMMÍ- BJÖRGUNARBÁTA Tollyfirvöld telja munað að komast lífs af úrsjávarháska Dýrasta öryggisatriðið sem krafizt þetta les, fært að lána einhverjum er að keppendur fullnægi er gúmmi- keppenda bát er hann vinsamlega björgunarbátur. Margir keppenda eru beðinn að snúa sér til DB. Gúmmí- nú að leggja sinar siðustu krónur í bátar eru svo dýrir sem raun ber vitni frágang sjálfra keppnisbátanna og sjá þar sem þeir eru hátollaðir. Með sér vart, eða ekki, fært að bæta á sig öðrum orðum líta tollyfirvöld svo á að nokkur hundruð þúsunda aukagjöld- það sé hreinn og beinn munaður að ■atr.-Fru beir nú að leita fyrir sérmeð komast lífs af ef maður lendir i ^.^^^^^^j^Úihyer. er sjónum. G.S. RANGUR PÉTUR Þau leiðu mistök urðu i blaðinu í gær að birt var mynd af röngum Pétri Péturssyni með kjallaragrein eftir Pétur útvarpsþul. Greinin var merkt réttum Pétur Pétursson þulur. Pétri en með birt mynd af Pétri Péturs- syni hagfræðingiogframkvæmdastjóra i Lýsi hf. Hér Koma réttu myndirnar. HH. Pétur Pétursson, framkvæmdastjórí Lýsis hf. Kandídatar brautskráðir f rá Háskóla íslands Brautskráning kandídata frá Háskóla kandídata og deildarforsetar afhenda Islands fer fram við athöfn í Háskólabíói prófskirteini. laugardaginn 24. júnikl. 14.00. Þá syngur Háskólakórinn nokkur lög Rektor Háskólans, prófessor undirstjórnfrúRuthMagnússon. Guðlaugur Þorvaldsson, ávarpar -GM. ■ REYKNESINGAR! - REYKNESINGAR! Sigurður Helgason, Kópavogi Gisli Sigurkarlsson, Kcflavik Vilhjálmur Skúlason, Hafnarfirði Július Sigurðsson, Mosfellssveit Sigurpáll Einarsson, Grindavik Kristján S. Kristjánsson, Keflavfk Guðni Jónsson Kópavogi, fundarstjóri. Valgerður Sveinsdóttir Kópavogi, fundarritarí. Ingólfur Pétursson Seltjarnarnesi, fundarritari BARATTUFUIMDUR VLISTANS í KÓPAVOGIIKVÖLD kl. 8.30 í Félagsheimili Kópavogs bíósal. Ofangreindir sex frambjóðendur V-listans flytja stutt ávörp og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Guðni Jónsson kennari en fundarritarar Valgerður Sveinsdóttir verkakona og Ingólfur Pétursson vélstjóri. ALLIR VELKOMNIR.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.